Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 10
10 | 21.5.2006 S koppa og Skrítla eru furðuverur frá Ævintýralandi, þar sem allir keppast við að vera glaðir, góðir og guðdómlegir. Þar taka menn líka tillit hver til annars og bera virðingu fyrir mönnum, hlutum og dýrum. Söngur er þar öll- um í blóð borinn og dansað er alla daga, allan ársins hring. Litla stundin með Skoppu og Skrítlu er ný þáttaröð fyrir yngstu börnin í barna- tíma Sjónvarpsins. Þættirnir eru sýndir á laugardagsmorgnum klukkan hálfníu og eru framleiddir fyrir 3 ára og yngri. Hver þáttur fjallar um ákveðið þema og er þeg- ar búið að sýna þætti um litina, formin og bókstafina. Í þáttunum sem eftir eru verður fjallað um tölustafi, „herbergið mitt“, hljóðfæri, úti- og innileiki og vatn. Efni þáttana er valið með tilliti til hug- arheims barna á þessum aldri, því á allra fyrstu árum sínum nota þau hverja mínútu til þess að uppgötva og skynja veröld- ina í kringum sig. Hópur barna kemur líka við sögu í þátt- unum og síðan skipa tónlist og hreyfing stóran sess, segir Hrefna Hallgrímsdóttir, sem skrifar sögurnar um Skoppu og Skrítlu og fer með hlutverk Skrítlu á móti Lindu Ásgeirs- dóttur, Skoppu. „Auk Skoppu og Skrítlu er ný persóna í sjónvarpsþáttunum, Lúsí, sem sefur í kassa inni í leikmyndinni, því hún er alltaf að stækka og vex með hverjum þætti. Hún leiðir börnin í sannleikann um hitt og þetta sem við viljum kenna þeim,“ segir hún. Lúsí er leikin af Katrínu Þorvaldsdóttur, sem líka hannar leikmynd og bún- inga. Sögupersónurnar, Skoppa og Skrítla, nota tákn með tali, sem barist hefur verið ötullega fyrir að taka inn í leikskólastarf hér á landi, og reyna líka að hjálpa til við að láta óskir barna rætast með óskafiðrildum sem alltaf eru með í för og þær nota til að safna óskum þeirra, segir Hrefna ennfremur. „Okkur langaði að kenna börn- um virðingu og náungakærleika og í framhaldi af því kom upp hugmyndin um tákn með tali fyrir þau sem glíma við einhvers konar tal- eða samskiptaerfiðleika. Við fórum því á námskeið til Signýjar Einarsdóttur talmeinafræðings hjá Talstöð- inni í Kópavogi og hún kenndi okkur, eins og svo fjölmörgum öðrum,“ segir hún. Í bók og á sviði | Uppi eru hugmyndir um að Skoppa og Skrítla komi út í bók- arformi og nú er búið að ganga frá samningi um að þær verði á sviði Þjóðleikhúss- ins næsta haust. „Hugmyndin er að þær geti orðið ein allra fyrsta upplifun minnstu barnanna í leikhúsinu og að þau geti komið og fengið jákvæða mynd af leikhúsinu, þótt ljósin slökkni og allir klappi, sem stundum getur skotið þeim minnstu skelk í bringu. Það er mjög spennandi fyrir okkur og yndislegt að við fáum svona góðar undirtektir.“ Skoppa og Skrítla komu fyrst fram á sjónarsviðið í mynd- inni Skoppa og Skrítla í Húsdýragarðinum sem kom út fyrir jólin 2004. „Myndin var fyrst og fremst hugsuð sem fræðandi skemmtiefni fyrir allra yngstu kynslóðina, kynslóðina sem nánast ekkert efni er til fyrir, hvað þá íslenskt, eins og ég upp- götvaði eftir að ég eignaðist barn árið 2002. Því ákvað ég að notfæra mér þekkingu mína og menntun og búa til eitthvað sjálf. Í fyrstu myndinni lá beint við að færa íslensku húsdýrin og íslenska náttúru heim í stofu til barnanna, sem allt of marga mánuði ársins hí- rast innandyra, og virkja hugarheim þeirra á sem mest skapandi hátt. Þessu fram- taki var tekið opnum örmum og greinilegt er að fleiri eru sammála um að barnaefni í dag sé orðið of markað af hraða og neyslusamfélaginu. Það er alltof sjaldan sem fólk gefur sér orðið tíma eða aðstæður til að njóta þess einfalda í lífinu eins og þessi yngsta kynslóð gerir því hjá þeim er allur heimurinn glænýr á hverjum degi. Þess vegna ákváðum við að búa til þættina um Skoppu og Skrítlu fyrir sjónvarp í kjöl- farið. Markmiðið er að leyfa hugarheimi barnanna að njóta sín án of mikils áreitis og ýta undir áhuga þeirra og forvitni á lífinu og tilverunni í sinni fallegustu mynd. Það er til svo ofboðslega mikið af ljótu barnaefni að mér hreinlega blöskraði.“ Að lokum segir Hrefna, að hún sé byrjuð að skrifa aðra þáttaröð um Skoppu og Skrítlu fyrir sjónvarp. | helga@mbl.is Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, sem leikur Lúsí og hannar bún- inga og leikmynd, og Signý Einarsdóttir talmeinafræðingur, sem kennir tákn með tali. Lúsí, Skrítla og Skoppa sýna form og liti í sjónvarpinu. SKOPPA OG SKRÍTLA KENNA VIRÐINGU OG KÆRLEIKA Barnaefni í dag er orðið of markað af hraða og neyslu- samfélaginu og lítill tími til að njóta þess einfalda Þær nota tákn með tali og reyna líka að hjálpa til við að láta óskir barna rætast með óskafiðrildum. L jó sm yn d: Þ Ö K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.