Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 4
Á opnunardegi Listahátíðar heillaði brasilíski danshópinn Grupo Corpo íslenska dansunnendur upp úr spariskónum í Borgarleikhúsinu er hann sýndi verkin Lecuona og Onqoto eftir Rodrigo Pedemeiras. Suðrænn ástríðuhiti gældi við agaðan danstaktinn þegar dansararnir túlkuðu hefnd og losta, afbrýðisemi og ást. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var mættur á sýninguna ásamt frú sinni, Dorrit, en forseti lýðveldisins átti sérlega annríkt vegna mætinga á listræna viðburði á fyrstu dögum Listahátíðar, eins og sam- kvæmisljónið og vinkona hans; Flugan. Annað par af ættum íslensks aðals voru hjónin og athafnafólkið Björgúlfur Guðmundsson og Þóra Hallgrímsson. Meðal gesta voru líka leikkonan Erna Þórarinsdóttir og maðurinn með mjúku flauelsröddina og styrka baráttuandann; Sigursteinn Másson, formaður Ör- yrkjabandalagsins. Tilfinningarík tónlistin laðaði fram svörun áhorfenda og Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlamaður, sló taktinn á lær sér, klæddur mjúkum og ilmandi leðurjakka. Litla hryllingsbúðin kom að norðan með allt sitt hafurtask og var frumsýnd í Íslensku óp- erunni. Og þá var fyrrnefndur Þorfinnur aftur mættur í leðurjakkanum, örugglega með taktinn á hreinu. Leikfélag Akureyrar setti upp fjörugan söngleikinn eftir Howard Ashman og töfraði ungu Reykvíkingana sem mættu. Megas og Ein- ar Kárason eiga heiðurinn af frábærum texta- þýðingum sem kitluðu óspart hláturtaugar við- staddra. Djúp rödd Andreu Gylfadóttur þrumaði voldug í Óperuhúsinu við Ingólfs- stræti og var ekki laust við að yngstu áhorfend- urnir skylfu örlítið. Í hléinu var frumsýning- argestum boðið upp á léttvín en sumir voru bara kúl á því, eins og Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri TMM, sem dreypti á pepsí í glerflösku með röri. Nýjasta leikverk Harolds Pinters, Fagnaður, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Stefáns Jónssonar en höfundurinn hlaut einmitt Nóbelsverðlaun í bókmenntum síðastliðið haust. Sviðið var búið sem elegant veitingahús hvar ný- ríka slektið var að snæða og ,,halda upp á“ brúðkaupsafmæli. Jón Viðar Jóns- son, forstöðumaður Leikminjasafnsins, og hinn ungi leikstjóri Agnar Jón Eg- ilsson, komu í leikhúsið til að berja tilvistarkreppu mannsins augum og eyrum. Í sömu pælingum voru líka Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og leikkonurnar og vinkonurnar Helga Jónsdóttir og Guðrún Þórðardóttir. Krist- ján Arason, glæsilegur bóndi menntamálaráðherra, sat á fremsta bekk en hann tók einnig á móti gestum í móttöku ráðherrans seinna sama kvöld sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu af tilefni Listahátíðar. Á meðal þekktra gesta og listunnenda voru Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, rithöfund- urinn Thor Vilhjálmsson með villta ,,hárgreiðslu“ og óperusöngvarinn og fag- urkerinn Bergþór Pálsson. Sást einnig til Kolbrúnar Bergþórsdóttur, blaða- manns og helstu skrautfjöður Blaðsins, og leikstjórans Eddu Heiðrúnar Backman með stutta, smart sumarklippingu. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi með meiru, heilsaði upp á fólk með sinni frú en hún klæddist hvítri, teinóttri buxnadragt. Haraldur Ólafsson, prófessor emeritus, var líka á staðnum og ,,Brassarnir“ úr dans- hópnum Grupo Corpo sveimuðu um salinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mætti smekklega aðeins of seint, fallega brún og sumarleg til fara. En hún er ekki ein um að vera brún þessa dagana; Flugan er orðin sólsjúk eftir alla bongóblíðuna, svo mjög að vinir hennar segja kvikindið þjást af ,,sólarexíu“ … | flugan@mbl.is Árni Kjartansson, Kristbjörg Guðmundsdóttir og Hilmar Þór Björnsson. Rebekka Jónsdóttir og Jón Sigurðsson. Katie Buckly, Herdís Jónsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. L jó sm yn di r: J im S m ar t Sigríður Guðný Árnadóttir, Kristjana Aðalgeirsdóttir og Björg Björnsdóttir. Ólöf Jakobína Ernudóttir og Guðni Tómasson. Páll Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson. Jónas Sen, Daníel Ágúst Haraldsson og Hannah Readman. Losti og listflug um alla borg . . . sem elegant veitingahús hvar nýríka slektið var að snæða og ,,halda upp á“ brúðkaupsafmæli . . . FLUGAN Í AÞENU var hóf að loknum undanúrslitunum í Evró- visjón sönglagakeppninni. Í HÁSKÓLABÍÓI frum- flutti CAPUT-hópurinn Tár Díónýsusar. Í EPAL var opnuð sýning á finnskri hönnun. Morten Brennum og Ásgrímur Jónasson. L jó sm yn d: Ó m ar Ólafur Ágúst Jensson, Benjamín Friðriksson, Gabríel Broddason og Sólrún Ólafsdóttir. Sigurjón Ragnar Sigurjónsson og Sirrý Hallgrímsdóttir. L jó sm yn d: E gg er t Matthías M.D. Hem- stock, Gyða M. Péturs- dóttir, Sverrir Guð- jónsson og Elín Edda Árnadóttir. Tinna, Alexandra, Fanney, Beta og Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.