Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 26
26 | 21.5.2006
Þ
egar Saga Ýr Kjartansdóttir lagði djassballett-
skóna á hilluna fyrir rúmu ári fór hún líka úr
sokkunum og hóf að leggja stund á íþrótt sem á
fátt eitt sameiginlegt með dansinum, nema ef vera
skyldi að í hvorri tveggja sjást fætur gjarnan á lofti. Síð-
an í febrúar í fyrra hefur taekwondo átt hug þessarar 15
ára gömlu Langholtsskólameyjar og nú er svo komið að
hún æfir þessa sjálfsvarnarlist fimm sinnum í viku,
undir hatti nýstofnaðrar taekwondodeildar Fram. Hún
átti því ekki langan feril að baki þegar hún í febrúar
síðastliðnum hreppti silfurverðlaun á svokölluðu A-
móti í Svíþjóð en átta slík mót eru haldin í Evrópu ár
hvert. „Þetta var fyrsta mótið mitt í útlöndum og fyrsta
keppnin mín yfirhöfuð þannig að ég er auðvitað mjög
ánægð,“ segir hún og játar því að árangurinn hafi verið
mikil vítamínsprauta fyrir sig. „Reyndar var ég búin að
æfa mjög mikið fyrir þetta mót en ég átti nú samt ekki
von á að ná þetta langt.“
Hún segir erfitt að festa fingur á því hvað sé svona
heillandi við íþróttina og segist lítið
hrædd við að fá á baukinn, þrátt
fyrir að hafa reynslu á því
sviði. „Á síðasta móti
fékk ég svolítinn
heilahristing en
maður er
orðinn
vanur því
að fá
skelli.
Svo lærir
maður líka að
taka á móti árás-
unum.“
En hvað þarf maður að
hafa til brunns að bera til að verða lið-
tækur í taekwondo? „Ég veit það ekki al-
veg,“ svarar Saga Ýr hugsandi. „Í raun
skiptir ekki svo miklu máli að vera
sterkur né hversu þungur maður er
því keppendum er raðað niður í
þyngdarflokka. Snerpan skiptir
mjög miklu máli og nákvæmnin, því
maður þarf alveg að vera búinn að
hugsa hverja hreyfingu út þegar maður
mætir andstæðingnum.“ | ben@mbl.is
S
A
G
A
Ý
R
K
JA
R
TA
N
S
D
Ó
T
T
IR
LOFAR GÓÐU
L
jó
sm
yn
d:
J
im
S
m
ar
t
Snerpan skiptir
mjög miklu máli
og nákvæmnin.
Púsluspil úr pappa komu fyrst til sögunnar í lok 19.
aldar og voru þá fyrst og fremst ætluð börnum. Á 20.
öld varð mögulegt að skera púslin út með því að
pressa beitt form í gegnum pappa. Viðarpúslin höfðu
þó lengi vel yfirhöndina á markaðinum þar sem fram-
leiðendur voru sannfærðir um að kaupendur hefðu
ekki áhuga á óvönduðum gripum úr pappa. Önnur
ástæða var að fjárhagslegur ávinningur af viðar-
púslum var meiri enda voru þau mun dýrari.
Gullöld púslanna var án efa á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar og til að mynda voru þau gjarnan notuð
sem gulrót þegar óskyldar vörur voru auglýstar.
Fyrsta dæmið um slíkt var árið 1931 þegar púsluspil
fengust ókeypis við kaup á ákveðinni tegund tann-
bursta. Árið 1932, þegar kreppan var í hámarki, hóf
púsluspilsframleiðandi að gefa út ný púsl vikulega
sem fljótlega nutu mikilla vinsælda. Síðan hafa þær
vaxið og dvínað. Enn eru þau notuð við landafræði-
kennslu og enn er hægt að fá þau bæði úr pappa og
viði. Og enn fela þau í sér dágóðan skammt af
skemmtun fyrir tiltölulega lítið fé.
Notað til landafræðikennslu
SAGA HLUTANNA | PÚSLUSPILIÐ
P úsluspilið kom til sögunnar á síðari hluta 18.aldar og var þá notað sem kennslutæki í skól-um. Það var John Spilsbury, breskur letur-
grafari og kortagerðarmaður, sem bjó til fyrsta púslið
með því að líma heimskort yfir viðarfjöl sem hann síð-
an sagaði í sundur eftir landamæralínum. Fljótlega
urðu púsl Spilsburys vinsæl í
kennslu því nemendur lærðu
landafræðina sína með því að
raða löndunum rétt saman.
Púsluspilin festu sig ekki í sessi
sem tómstundagaman fyrr en upp
úr 1820. Í kringum 1880 fóru þau
að taka á sig þá mynd sem við þekkjum í
dag með tilkomu fótstiginnar útskurð-
arsagar sem gerði það mögulegt að
skera í púslið eftir flóknari línum.
Af þeirri staðreynd er enska orðið
„jigsaw puzzel“ dregið. Í lok
sömu aldar var farið að nota
krossvið við gerð púslanna.