Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 16
16 | 21.5.2006 ingnum enda konur í meirihluta í lagadeildinni.“ Þegar Guðrún er spurð hvað sé minnisstæðast frá tuttugu ára ferli á dómarastól er hún fljót til svars. „Mikil vinna. Mikill lestur. Óhemju mikill. Síðustu páskar voru til dæmis fyrstu páskarnir í tuttugu ár sem ég hef ekki þurft að vera að lesa og kynna mér eitthvert stórt mál. Stór mál eru oft á málaskránni strax eftir páska. Stundum var svo mikið að gera að ég fékk samviskubit ef ég tók mér frí ann- aðhvort laugardag eða sunnudag. Það kom aldrei fyrir að ég væri í fríi báða dagana.“ Ábyrgð hæstaréttar er mikil. Dómum hans verður ekki áfrýjað. Guðrún segir dómarana vitaskuld meðvitaða um þetta og mörg mál hafi tekið á. „Forsjármálin hafa mér alltaf þótt mjög erfið mál, ég tala nú ekki um þegar báðir foreldrar eru hæf- ir uppalendur. Það er ákaflega erfitt að velja þar á milli. Kynferðisbrotamálin eru líka mjög erfið, eins alvarlegri líkamsmeiðingamál og manndrápsmál. Það er ekki auðvelt að vera síðasta dómstígið. Andvökunæturnar voru því margar.“ Sjáðu þessa konu, hún er læknir Eitt af skemmtilegustu embættisverkum Guðrúnar var að setja Vigdísi Finn- bogadóttur inn í embætti forseta Íslands í síðasta sinn árið 1992 en hún var þá forseti hæstaréttar. Raunar var þriðja konan ekki langt undan við það tækifæri, Salóme Þor- kelsdóttir, forseti Alþingis. „Það var mjög ánægjuleg stund og til marks um það hversu langt konur höfðu náð á tiltölulega skömmum tíma.“ Þegar Guðrún lauk stúdentsprófi fyrir hálfri öld segir hún umræðuna um kven- réttindi hafa legið í láginni. „Það bar ekkert á henni. Að minnsta kosti varð ég ekki vör við hana. Mér er það minnisstætt þegar ég var að labba niður Bankastrætið með Siggu systur minni, ætli ég hafi ekki verið svona tíu ára, og hún benti mér á konu sem var á gangi hinum megin á götunni. „Sjáðu þessa konu, hún er læknir.“ Hvað ertu að segja? Mér var allri lokið, ég var svo hissa á því að hún skyldi vera læknir. Þarna varð mér fyrst ljóst að konur gætu gert hvað sem þær vildu.“ Guðrún rifjar upp annað eftirminnilegt augnablik í þessu samhengi. „Sigurður Nordal kom á skemmtun hjá kvenstúdentafélaginu, að mig minnir árið 1963, flutti erindi og spjallaði við okk- ur. Í þessu erindi sínu lagði hann áherslu á mikilvægi þess að konur öfluðu sér starfsmenntunar. Börnin væru oft farin að heiman þegar foreldrarnir væru um eða yfir fertugt og eftir það hefðu konur kannski þrjátíu ár á vinnumarkaðnum. Svo fór hann að segja okkur frá bók- inni hennar Betty Friedan, The Feminine Mystic, og hvað hún væri merkileg. Eftir þetta pantaði ég mér þessa bók, þar sem hún fékkst ekki hérna, og las hana upp til agna. Þá fyrst fór ég að hafa áhuga á réttindamálum kvenna.“ Allar götur síðan hefur Guðrún látið þau mál sig varða og tók m.a. þátt í því að semja lögin um jöfn laun kvenna og karla árið 1975. „Þarna voru rauðsokkurnar komnar fram og höfðu mikil áhrif og seinna Kvennalistinn. Eigi að síður bjóst maður við að þróunin yrði hraðari. Um tíma kom jafnvel bakslag í þessa baráttu. Eftir á að hyggja er það kannski ekkert skrýtið. Það þurfti hugarfarsbreytingu í þjóðfélaginu og hugarfarsbreyting verður ekki á einum áratug. Núna finn ég aftur á móti fyrir breytingu og held að feðraorlofið hafi þar mikið að segja. Ég tek bara eftir því með mína nánustu. Samt er baráttunni ekki lokið. Það er til dæmis fyrir neðan allar hellur að konur og karlar fái ekki greidd sömu laun fyrir sömu störf.“ Guðrún segir gott til þess að vita að konur séu í auknum mæli farnar að axla ábyrgð í þjóðfélaginu, þeim fjölgi til að mynda jafnt og þétt í stjórnunarstöðum. „Sjónvarpið er líka ágætur mælikvarði á þátttöku kvenna í þjóðmálaumræðunni. Þegar það var að byrja var afar erfitt að fá konu til að taka þátt í umræðum í sjón- varpsþáttum. Konur voru bara þulur. Núna taka þær þátt í umræðum af þessu tagi næstum til jafns við karla. Þetta er afleiðing af aukinni menntun kvenna.“ Talandi um ljósvakamiðla. Guðrún hefur reynslu af þeim líka. „Á árunum 1956– 60 sá ég um óskalagaþátt sjómanna, Á frívaktinni. Þátturinn var sendur beint út einu sinni í viku, á fimmtudögum, og þetta var reglulega gaman. Það kom þannig til að Guðmundur Jónsson söngvari, sem þá var dagskrárstjóri á útvarpinu, bað mig um þetta. Ætli ástæðan hafi ekki verið sú að ég var sjómannsdóttir. Ég fékk líka að FRUMKVÖÐULL Í LÖGHEIMUM Síðustu páskar voru fyrstu páskarnir í tuttugu ár sem ég hef ekki þurft að vera að lesa og kynna mér eitthvert stórt mál. Guðrún og Örn ásamt börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum. Myndin er tekin í sjötugsafmæli Guðrúnar á dögunum. L jó sm yn d: G ús ta f G uð m un ds so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.