Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 18
18 | 21.5.2006 spreyta mig á þularstarfi í morgunútvarpinu á sumrin.“ Guðrún segir andann á Ríkisútvarpinu hafa verið góðan. „Ég byrjaði niðri í Land- símahúsi. Helgi Hjörvar var þarna þá og allir þessir gömlu góðu. Það var oft líf í tusk- unum á kaffistofunni, þegar þeir voru að segja brandarana Jón Múli, Pétur Pétursson og Páll Ísólfsson. Allt eftirminnilegir menn.“ Þrjú börn á fimm árum Guðrún kynntist Erni eiginmanni sínum á stúdentaballi á Borginni árið 1958. Hún var þá í laganámi en hann ungur lögfræðingur og þjóðþekktur fyrir afrek sín í frjáls- um íþróttum. „Ég hafði aldrei farið á völlinn og þekkti Örn ekki neitt. En ég vissi hver hann var,“ rifjar Guðrún upp en á þessum tíma var Örn hættur íþróttaiðkun. Tæplega átta ára aldurs- munur er á hjónunum. Þau gengu í hjónaband 1961 og eiga saman þrjú börn. „Það komu þrjú börn á fimm ár- um, þannig að það var mik- ið um að vera á heimilinu á þessum árum. Ég var svo heppin að geta hagað mín- um vinnutíma eins og mér hentaði. Ég var því mikið með börnunum, vann kannski bara hálfan daginn meðan þau voru mjög lítil, en við fengum líka konur hingað heim til að hugsa um þau. Við fluttum hing- að á Arnarnesið í byrjun árs 1967, vorum með fyrstu íbúum hérna. Börnin voru í Ísaks- og Hlíðaskóla sem hentaði vel vegna sam- gangna, sem voru ekki jafn góðar þá og þær eru núna. Þetta gekk allt saman ljómandi vel.“ Börn Guðrúnar og Arnar eru Ólafur, fæddur 1963, Guðrún Sesselja, fædd 1966, og Jóhanna Vigdís, fædd 1968. „Ólafur er MBA í hagfræði. Hann kom heim fyrir tveimur árum eftir að hafa verið við nám og störf í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Englandi í um áratug. Kona hans er Sólveig Sif Hreiðarsdóttir hagfræðingur og eiga þau fjögur börn: Örn, sautján ára, Þórdísi Sesselju, sem fermdist um síðustu helgi, Ólaf Hreiðar, sem verður níu ára í sumar, og Erlend, alnafna föður míns, sem er að verða sjö ára. Guðrún Sesselja er lögfræðingur. Hún er gift Jóhanni Sigurðarsyni leik- ara og eiga þau tvo syni, Örn Gauta, ellefu ára, og Jóhann Ólaf, níu ára. Jóhanna Vig- dís er leik- og söngkona. Hennar maður er Þorsteinn Guðbjartsson verkefnisstjóri og eiga þau fjögurra mánaða son, Ólaf Örn. Barnabörnin eru sem sagt sjö,“ segir amm- an og stoltið leynir sér ekki. Dætur Guðrúnar hafa, hvor á sinn hátt, verið talsvert áberandi í þjóðfélaginu. „Já, þær hafa verið svolítið í sviðsljósinu,“ staðfestir móðir þeirra. „Það hafa þær ekki frá mér,“ bætir hún við og hlær. Guðrún segir hvorugt þeirra Arnar hafa hvatt Guðrúnu Sesselju til að nema lög. „Það var alfarið hennar ákvörðun og ég held að hún sé alveg á réttri hillu. Nú er hún aðallega verjandi í opinberum málum, eins og pabbi hennar hefur verið, og mér finnst það eiga betur við hana en að vera sækjandi en hún var hjá saksóknara í nokkur ár.“ Hin dóttirin, Jóhanna Vigdís, fór í aðra átt. Helgaði sig hinum fögru listum. „Hún er mjög ákveðin, hún Hansa. Hún byrjaði á því að læra á píanó og lauk einleik- araprófi. Síðan fór hún í sönginn og tók áttunda stigið þar. Þaðan lá leið hennar í frönsku, þar sem hún kláraði BA-próf. Loks fór hún í leiklistarskólann og kláraði hann. Hún klárar með öðrum orðum allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. En allt hefur sín takmörk og þegar ég hélt fimmta loka- áfangaboðið fyrir Hönsu sagði ég henni að það yrði jafnframt það síðasta,“ segir Guðrún hlæjandi. Jóhanna Vigdís er raunar ekki eini listamaðurinn í fjölskyldunni því feðgarnir, Örn og Ólafur, spila báðir á píanó. „Örn er mikill djassunnandi.“ Konur eru svo skemmtilegar Guðrún segir fjölskylduna ákaflega samhenta og amman hugsar sér gott til glóð- arinnar nú þegar hún er sest í helgan stein. „Nú ætla ég að verja eins miklum tíma og ég get með börnum mínum og barnabörnum. Ólafur og Guðrún Sesselja búa hérna í næstu götu, þannig að það er auðvelt að fá barnabörnin í heimsókn. Síðan hefur sá minnsti verið hérna svolítið á morgnana að undanförnu meðan mamma hans fer í ræktina. Það hefur verið indælt að kynnast honum.“ Guðrún og systur hennar eru ekki síður nánar. „Við hittumst flesta daga heima hjá Sigríði systur minni á Bergstaðastrætinu, kvenleggurinn í fjölskyldunni. Allar sem geta. Það er ákaflega gaman. Við fáum okkur te og brauð og ræðum um landsins gagn og nauðsynjar. Ég hugsa að þetta sé býsna óvenjulegt.“ Og hæstaréttardómarinn fékk ýmsar ráðleggingar í þessum boðum. „Mikil ósköp. Systur mínar voru oft býsna ákveðnar í því hvernig ætti að dæma í málum. Þóttust vita það upp á hár. En auðvitað gat ég ekki alltaf farið eftir því,“ segir Guðrún hlæj- andi. Hún á líka stóran hóp vinkvenna. „Það er saumaklúbburinn minn. Við höfum haldið hópinn yfir fimmtíu ár og brallað ýmislegt saman. Við hittumst reglulega allt ár- ið um kring og förum saman í ferðalög til útlanda.“ Guðrún er ekki sein til svars þegar hún er spurð hvers vegna hún kunni svona vel við sig í stórum kvenna- hópum. „Konur eru svo skemmtilegar.“ Guðrún ræktar ekki bara fjölskyldu- og vinaböndin. Hún ræktar líka heilsuna. „Ég er í Qi Gong hjá Gunn- ari Eyjólfssyni þrisvar í viku og hef verið í sex eða sjö ár. Það er dálítið skemmtilegt að við byrjuðum í gamla ballett- sal Þjóðleikhússins, þar sem ég æfði ballett í gamla daga, og nú erum við komin í dóm- salinn í gamla hæstaréttarhúsinu. Þetta eru ákaflega góðar æf- ingar og ég get varla hugsað mér að vera án þeirra.“ Guðrún hefur líka yndi af gönguferðum. „Þá er ég ekki að tala um fjöll. Ég er engin fjallamanneskja. En ég hef mjög gam- an af því að ganga á jafnsléttu,“ segir hún og bætir við að fátt sé meira afslappandi fyrir manneskju sem dögum saman er lokuð inni við lestur gagna í erfiðu dómsmáli. Ýmsir leggjast í ferðalög eftir sjötugt en Guðrún setur heimshornaflakk ekki á oddinn. „Að vísu erum við 50 ára stúdentarnir frá MR að fara til Sviss hinn 1. júlí. Það er um fimmtíu manna hópur. Einn skólabróðir okkar, Jakob Möller, sem býr nú í Frakklandi, er búinn að skipuleggja vikuferð til Sviss, en hann bjó áður í Genf. Það verður mjög skemmtilegt. Annars erum við hjónin búin að fara svo víða gegnum tíð- ina og Örn segist vera búinn að sjá allt sem hann langar að sjá. Það er helst að hann fari á Langanesið þar sem við höfum aðgang að kofa. Þar er mjög gott að vera, algjör kyrrð. Það er ekki einu sinni farsímasamband.“ Sumir fæðast tveir Örn átti sem kunnugt er eineggja tvíburabróður, Hauk Clausen tannlækni, sem lést fyrir þremur árum. „Þeir voru sem einn maður. Haukur bjó meira að segja hérna í næsta húsi. Fráfall hans var því Erni ákaflega erfitt. Þegar Örn sagði „við“ átti hann ekki við mig og sig, heldur sig og Hauk. Það tók mig smátíma að venjast þessu,“ segir Guðrún hlæjandi. „Svona samband er hins vegar svo sérstakt að manni dettur ekki í hug að fara að breyta því. Það hefði heldur aldrei verið hægt. Guðrún dóttir mín, Budda, dró þetta einu sinni mjög vel saman. Ætli hún hafi ekki verið svona fimm ára. Við vorum þá einu sinni sem oftar í heimspekilegum samræðum heima hjá Siggu systur í hádeginu þegar einhver fer að tala um það að maðurinn fæðist einn og deyi einn. Þá sagði Budda eftir stutta þögn: „Sumir fæðast tveir.“ Þetta náði þessu alveg.“ Mikið vinnuálag var á Guðrúnu meðan hún gegndi starfi hæstaréttardómara. Hún segir því í mörg horn að líta á þessum tímamótum og gerir ráð fyrir að hafa nóg fyrir stafni á komandi misserum. „Ég ætla að byrja á því að slaka svolítið á og taka til hend- inni hérna á heimilinu. Hér hefur sitthvað setið á hakanum síðustu árin. Svo er ég byrjuð að lesa. Ég á mikið af bókum ólesnum frá fyrri árum. Það verður skemmtilegt verkefni. Ég er alæta á bækur en segja má að ævisögur og sagnfræðibækur séu í mestu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst líka afskaplega gaman að ráða krossgátur. Og svo prjóna ég. Get til dæmis ekki setið fyrir framan sjónvarpið án þess að vera ann- aðhvort með bók í höndunum eða að prjóna. Ég finn mér því örugglega eitthvað að gera. Annars er ég ekki alveg komin niður á jörðina ennþá, þannig að þetta skýrist nú allt saman betur síðar.“ | orri@mbl.is FRUMKVÖÐULL Í LÖGHEIMUM Guðrún var forseti hæstaréttar í tvígang, 1991–92 og 2002–03. „Hæstiréttur er eins og fjölskylda.“ Þegar Örn sagði „við“ átti hann ekki við mig og sig, heldur sig og Hauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.