Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 13
H ún er á báðum átt- um þegar ég ámálga stórt viðtal við hana. „Það var stórt viðtal við mig í Morgun- blaðinu árið 1985,“ segir hún eins og til að sannfæra mig um að þetta sé algjör óþarfi. Ég fullvissa hana á móti um að það sé ekki of mikil nástaða. Margt drífi á daga fólks á tveimur ára- tugum. Auk þess standi hún nú á tímamótum, farsælum starfsferli sé lokið. Tími uppgjörs runn- inn upp. Hún biður um sólarhringsfrest til að kveða upp úrskurð sinn. Guðrún Erlendsdóttir, fráfarandi hæstaréttar- dómari, er lítið fyrir sviðsljósið. Það jafngildir hins vegar ekki því að hún hafi frá litlu að segja. Þvert á móti. Starfsferill hennar hefur verið lang- ur og viðburðaríkur. Hún var fimmta konan sem lauk lagaprófi á Íslandi og fyrsta konan sem skip- uð var hæstaréttardómari, fyrir réttum tuttugu árum. Guðrún Erlendsdóttir er brautryðjandi og hefur örugglega veitt margri konunni innblástur gegnum tíðina – með beinum og óbeinum hætti. Svo er hún líka gift einum litríkasta lögfræðingi þessarar þjóðar, Erni Clausen, sem margir þekkja einnig sem afreksmann í frjálsum íþróttum. Ég krosslegg því fingur og vona það besta. Morgundagurinn rennur upp og ég bíð eftir niðurstöðu hæstaréttardómarans – hinum end- anlega úrskurði. Og viti menn, hann er mér hag- stæður. „Gott og vel, við skulum gera þetta.“ Ég stekk hæð mína í öllum herklæðum – í huganum að sjálfsögðu. Frammi fyrir dómaranum halda menn virðingu sinni. Þremur dögum síðar stend ég á tröppunum hjá Guðrúnu á Arnarnesinu. Hún tekur hlýlega á móti mér og býður mér inn. Útsýnið er ekki ama- legt á þessum slóðum. Við höldum sem leið ligg- ur inn á skrifstofu hennar. Á leiðinni biður Guð- rún mig að gæta mín á barnavagni sem stendur þar á ganginum. „Yngsta barnabarnið var hérna í heimsókn í morgun.“ Skrifstofan er vistleg og rúmgóð. Bækur í hillum, einkum lögfræðirit sýn- ist mér, og ljósmyndir upp um alla veggi. Frá hin- um ýmsu tímum. Þetta er ekki bara skrifstofa, heldur líka spegill áratuganna. Líf Guðrúnar blasir við mér. Ekki er hægt að hugsa sér betri stað fyrir viðtal af þessu tagi. Menntaskóli fremur en húsmæðraskóli Guðrún Erlendsdóttir fæddist 3. maí 1936 og hélt því upp á sjötugsafmæli sitt fyrir tveimur og hálfri viku. „Ég er borin og barnfæddur Reykvík- Eftir Orra Pál Ormarsson Ljósmynd Kristinn Ingvarsson FRUMKVÖÐULL Í LÖGHEIMUM Guðrún Erlendsdóttir, fyrsta konan sem gegndi starfi hæstaréttardómara hér á landi, hefur látið af störfum enda hélt hún upp á sjötugsafmæli sitt fyrr í mánuðinum. Það kom ýmsum á óvart þegar þessi sjómannsdóttir hóf laga- nám á sínum tíma þegar telja mátti konur í deildinni á fingrum annarrar handar. Síðan hefur margt breyst, konur nú í meirihluta í laganámi og margfalt atkvæðameiri í þjóðfélaginu. Þökk sé frumkvöðlum á borð við Guðrúnu. 21.5.2006 | 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.