Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 15
Í ofanálag þurfti Guðrún að yfirstíga reynsluleysið en með tíð og tíma breyttist við-
horfið. Þegar frá leið segir hún að ýmsum hafi jafnvel þótt betra að tala við kvenlög-
fræðing. „Það var ekki óalgengt að konur sem stóðu til dæmis í skilnaði eða barns-
faðernismálum leituðu frekar til mín.“
Hún segir starf lögmannsins skemmtilegt en það sé jafnframt erfitt og krefjandi.
„Þetta er ekkert níu til fimm-starf. Það er tímafrekt að setja sig inn í mál og ef málið
er erfitt getur skjólstæðingurinn þurft að hringja í þig á öllum tímum sólarhringsins.
Það er skiljanlegt þegar mikið er í húfi.“
Þau Örn ráku saman skrifstofu í fimmtán ár og segir Guðrún það hafa haft sína
kosti og galla. „Okkur gekk alltaf vel að vinna saman og kosturinn var sá að við gát-
um rætt um mál hvenær sem var. Í því var gallinn raunar líka fólginn. Skilin á milli
heimilis og vinnu voru oft og tíðum óljós.“
Hin akademíska hlið lögfræðinnar togaði í Guðrúnu og árið 1970 hóf hún kennslu
við lagadeild Háskóla Íslands. Hún byrjaði sem aðjúnkt en smám saman vatt kennsl-
an upp á sig og árið 1978 hætti hún alveg að praktisera. Sneri mér alfarið að kennsl-
unni. Frá 1976 til 1979 var hún lektor við deildina og frá 1979 til 1986 gegndi hún
stöðu dósents. „Kennslan átti mjög vel við mig. Ég kenndi sifja-, erfða- og persónu-
rétt og líka stjórnarfarsrétt og það var ákaflega skemmtilegt að umgangast unga fólk-
ið. Það varð frjálslegra með hverju árinu, spurði meira og hafði sig í frammi. Það
hafði breyst mikið frá því ég var við nám í lagadeildinni. Þá þéruðust allir og það var
ekki fyrr en maður var búinn að ljúka prófi að kennararnir ákváðu kannski að bjóða
manni dús. Þeir sem ætluðu að koma upp í tímum sátu fremst og þeir sem sátu aftast
gátu verið vissir um að vera ekki teknir upp. Svo þorði maður helst ekki að spyrja um
nokkurn skapaðan hlut af ótta við að spurningin væri of vitlaus. Þetta var ákaflega
formlegt.“
Hæstiréttur er eins og fjölskylda
Guðrún spreytti sig fyrst á starfi hæstaréttardómara árið 1982. „Það kom þannig
til að rétturinn sá ekki fram úr verkefnum. Málin hlóðust upp. Þess vegna var ákveð-
ið að ráða þrjá dómara til bráðabirgða til að vinna upp þennan hala sem hafði mynd-
ast. Við komum þá inn, ég, Guðmundur Jónsson og nafni hans Skaftason. Seinna
kom svo Gaukur Jörundsson líka inn til bráðabirgða. Ég var þarna í tíu mánuði.“
Guðrún segir að sér hafi verið afskaplega vel tekið í hæstarétti. Engan skugga hafi
borið á samstarf hennar við aðra dómara, hvorki fyrr né síðar. „Hæstiréttur er frábær
vinnustaður og andinn mjög sérstakur. Þetta er eins og fjölskylda. Samt var ég svolít-
ið kvíðin í upphafi. Mér er það til dæmis minnisstætt þegar ég var að fara í fyrsta mál-
flutninginn. Það er þannig að forseti réttarins gengur fyrstur inn í salinn og yngsti
dómarinn síðastur. Ég viðurkenni að ég var mjög kvíðin á þessu augnabliki og þegar
klukkan sló níu og forsetinn var að fara að ganga af stað gat ég ekki setið á mér að
segja, „bíðið augnablik!“ Allir litu við. „Ég þarf aðeins að mála á mér varirnar.“ Þú
hefðir átt að sjá svipinn á hinum dómurunum. Hann var óborganlegur. Þetta hafði
vitaskuld aldrei gerst áður,“ segir Guðrún og hlær þegar hún rifjar þetta upp. „En
þeir voru ákaflega fljótir að venjast mér – og ég þeim.“
Þegar þessu tímabundna verkefni var lokið sneri Guðrún sér aftur að kennslunni.
Hún hafði aftur á móti fengið smjörþefinn af dómarastarfinu og ekki leið á löngu uns
hún settist aftur í dómarasætið. Var skipuð hæstaréttardómari árið 1986, fyrst
kvenna. Guðrún er meðvituð um það að hún var brautryðjandi en kveðst ekki hafa
velt því fyrir sér dags daglega. „Þegar þarna er komið sögu þekkti ég auðvitað til
starfa réttarins og vissi að hverju ég gekk. Ég er stolt af því að vera fyrsta konan til að
gegna þessu starfi en það truflaði mig aldrei. Þegar allt kemur til alls var ég þarna til
að sinna mínum skyldum. Á þessum tíma voru konur líka orðnar héraðsdómarar,
þannig að þróunin var í rétta átt. Mörgum fannst þróunin að vísu vera frekar hægfara
en það má ekki gleyma því að á þessum tíma voru ennþá frekar fáar konur í laga-
námi. Það var því eðlilegt að þetta tæki sinn tíma. Í dag er allt annað upp á ten-
Guðrún
sjö ára.
Guðrún æfði
ballett á yngri
árum og dansaði
m.a. við vígslu
Þjóðleikhússins.