Morgunblaðið - 29.05.2006, Side 30

Morgunblaðið - 29.05.2006, Side 30
30 F MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bæjar l ind 6 • 201 Kópavogur • S ími : 575 8800 • Fax : 575 8801 • www.nethus. is Fiskislóð - 101 Rvík Stórar útkeyrslud. Nýstandsett atvinnuh. á tveimur hæðum auk millilofts. Býður upp á ýmsa mögu- leika t.d. lagerhúsnæði m. skrifstofu eða íbúðaraðstöðu. Jarðhæðin er stór salur með kaffi- og salernisaðstöðu og stór- um innkeyrslud. Á annarri hæð er her- bergi, bað og eldhúskrókur í rúmgóðum sal. Mikil lofthæð á báðum hæðum. Verð 37,7 millj. Iðnaðarhúsnæði Elín D.W. Guðmundsdóttir Löggiltur fasteignasali Njálsgata - 101 R Hagstæð lán Mjög falleg íbúð á jarðhæð í steinhúsi sem nýlega hefur verið viðgert og málað. Íbúð með stórum gluggum og skrautlist- um í lofti. Íbúðin er mikið endurnýjuð s.s. ofnalagnir og rafmagn auk innrétt- inga og gólfefna. 3ja herbergja Hraunbær - 110 Rvík Rúmgóð 4ra til 5 herbergja íbúð við Hraunbæ í Reykjavík. Þrjú svefnherbergi og aukaherbergi í kjallara með aðgangi að salerni og sturtu. Verð 18,9 millj. 4ra-5 herbergja Kristnibraut - 113 Rvík Falleg og vel skipulögð 93 fm íbúð á jarðhæð. Tvö rúmgóð svefnh. m. skáp- um. Gólfefni íbúðar er eikarparket og flísar. Allar innréttingar úr birki (spón). Fallegt eldhús, rúmgott og bjart með AEG-tækjum. Mjög stutt í barnaskóla. Verð 23,4 millj. 3ja herbergja Skipholt - M. bíl- skúr - 105 Rvík Mikið endurnýjuð íbúð ásamt bílskúr m. fjarst. hurðaopnara og nýlegu þaki. Bæði eldhús og bað eru með nýjum tækjum og innréttingum. Nýlegar eikar- hurðir í íbúð. Sameign mikið endurnýj- uð. Verð 23,4 millj. 4ra herbergja Smyrlahraun – 220 Hafnarfjörður 5 herbergja endaraðhús ásamt bílskúr. Neðri hæð er sjónvarpshol, gestasal- erni, þvottahús, eldhús og stofa. Gólfefni neðri hæðar eru marmaraflís- ar. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi og baðher- bergi. Gólfefni efri hæðar teppi, flísar og dúkur. Verð 33,9 millj. Opið hús í dag. Elín gefur uppl. í síma 697 7714 og tekur á móti gestum frá kl. 17:30-19:00. OPIÐ HÚS Dofraborgir – 112 Rvík Glæsilegt 201 fm einbýlis- hús á einni hæð með bíl- skúr sem er innréttaður sem íbúð til útleigu og gefur góðar leigutekjur. Skjólsæl stór verönd með heitum potti. Hiti í bíla- plani og stéttum. Undir öllu húsinu er ósamþ. kjallari. Þetta er vandað nýlegt hús sem stendur neðan við götu með góðu útsýni. Fallegar göngul. með ströndinni. Til greina kemur að taka minni eign upp í. Allar uppl. veitir Elín hjá fasteignas. Einbýli - aukaíbúð Sléttahraun 220 Hf. - Bílskúr Íbúð ásamt bílskúr, st. 81 fm. Forstofa og eldhús er flísalagt á gólfi en parket er á stofu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Eldhúsinnrétting er nýleg með góðum háfi. Borðkrókur er við eldhús- glugga. Verð 15,8 millj. 2ja herbergja Stóragerði 108 Rvík Aukaherbergi í kj. Mjög rúmgóð og björt 90,4 fm íbúð á eftirsóttum stað. Íbúðin er 2ja en hægt að gera 3. herbergið í stofu. Stofa, hol og svefnherbergi eru lögð fallegum olíu- bornum hlyn. Í kjallara er herbergi með aðgengi að salerni sem getur hentað til útleigu. Sérgeymsla ásamt sameiginl. þvottahúsi er í kjallara. Verð 19,3 millj. 2ja-3ja herbergja Raðhús í Fossvoginum Fjölskylda í Fossvoginum óskar eftir ca 250 fm rað- húsi á sama stað neðan við Bústaðaveg. Upplýsingar veitir Elín hjá fasteignasölunni. Óskast LAUS LAUS Mikill hagvöxtur hefur ein-kennt íslenskt þjóðfélagundanfarin ár. Hag-vöxtur er í raun vöxtur á þjóðarframleiðslu á hverju ári, þ.e. verðmæti allrar vöru og þjónustu sem ein þjóð framleiðir á einu ári. Ef hagvöxtur er neikvæður þýðir það að þjóðarframleiðsla er að dragast saman. Frá miðjum febrúar lækkaði gengi ís- lensku krónunnar mjög mikið en hefur gengið tölu- vert til baka að undanförnu. Und- angengið ár hafði það verið fremur hátt og við þær aðstæður er líkt og þjóðin hafi fengið innfluttar vörur á útsölu. Við þessar aðstæður eykst einkaneysla, þar sem einstaklingar nýta tækifærið og kaupa dýrar erlendar vörur líkt og bíla o.s.frv. Því eykst innflutningur meira og viðskiptahalli vex, það er í takt við auknar framkvæmdir á veg- um ríkisins blæs upp verðbólga í landinu. Verðbólga Verðbólga er í raun hækkun á verðlagi í landinu, þ.e. hækkun á vöru og þjónustu. Þegar verðbólga eykst geta einstaklingar keypt minna fyrir 100 kr. en áður, þ.e. verðgildi peninga minnkar. Markmið Seðlabanka Ís- lands er að stuðla að jafnvægi í fjár- málakerfinu og er viðmiðið að halda verðbólgunni sem næst 2,5%. Til þess að hafa áhrif á einkaneyslu eða þenslu í þjóðfélaginu hækkar Seðla- bankinn stýrivexti sína sem eru við- miðunarvextir í fjármálakerfinu. Greiðslubyrði lána eykst við svo háa vexti og greiðslumat einstaklinga sem var gert í byrjun þegar lán var tekið sýnir því ekki réttu myndina. Fólk þarf að vera á varðbergi þegar verðbólgan er á uppleið í þjóðfélaginu og huga að því að afborganir lána hækka. Verðtryggð og óverðtryggð lán Útlán og innlán með lengri láns- tíma en til fimm ára geta borið verð- tryggingu á Íslandi og er vísitala neysluverðs yfirleitt mælikvarðinn. Verðtryggð lán hækka því samhliða vísitölu lánsins sem þróast út frá verðlagi í landinu. Við aukna verð- bólgu hækka eftirstöðvar íbúðalána, þar sem flest íbúðalán á Íslandi eru verðtryggð. Vextirnir eru fastir raun- vextir en höfuðstóllinn eða það sem eftir er að greiða af láninu tekur breytingum miðað við verðbólgu hverju sinni. Mikið hefur verið rætt um verðtryggingu íbúðalána að und- anförnu en til þess að óverðtryggð íbúðalán verði hagstæðari fyrir ein- staklinga verður gengi landsins að vera nokkuð stöðugt. Til að fá íbúðalán hjá Netbank- anum þarf lántakandi ekki að vera með önnur viðskipti eins og tíðkast hjá öðrum bönkum og sparisjóðum. Netbankinn býður upp á bæði verð- tryggð og óverðtryggð íbúðalán. Munurinn felst aðallega í því að á verðtryggðum lánum eru fastir vextir en á óverðtryggðum lánum eru breytilegir vextir. Ókostir óverð- tryggðra íbúðalána eru þeir að af- borganir geta sveiflast mikið í verð- bólgu, þar sem skammtímavextir hækka í takt við verðbólgu. Þetta get- ur haft óþægileg áhrif á fjárhags- stöðu fólks þar sem ekki er hægt að taka á mánaðarsveiflum í greiðslu- byrði. Fólk finnur minna fyrir sveifl- um á verðtryggðum íbúðalánum þar sem verðbæturnar leggjast á höf- uðstól lánsins og því dreifist hækk- unin á allan þann lánstíma sem er eft- ir af láninu. Óverðtryggð íbúðalán Netbankans eru langtímalán með breytilegum vöxtum. Hægt er að nota lánið við kaup á húsnæði eða til þess að endurfjármagna gömul lán. Lánstími er allt frá þremur árum til 25 ára. Lánið er gegn veði í fasteign lántakanda og getur hlutfallið verið allt að 75% af verðmati eignar á höf- uðborgarsvæðinu. Veðhlutfall annars staðar á landinu er mismunandi eftir staðsetningu. Miðað er við verðmat fasteignasala eða kaupverð skv. kaupsamningi, þó aldrei hærra en brunabótamat að við- bættu lóðamati. Lánin eru háð lánshæfismati Netbankans hverju sinni. Fyrirkomulag lánsins er sveigjanlegt, það er ekki krafa um 1. veðrétt og hægt er að greiða upp lánið hvenær sem er, þar sem upp- greiðslugjald er ekkert. Vextir taka mið af veðhlutfalli áhvíl- andi lána með nýju láni. Verðtryggð íbúðalán Net- bankans eru jafngreiðslulán með 4,90% föstum vöxtum. Greiðslubyrði jafngreiðsluláns er jöfn allan lánstímann, ein- staklingar greiða þannig hærri vexti hlutfallslega í byrjun en þegar líða tekur á lánstímann. Það er hægt að nota lánið við kaup á íbúðarhúsnæði eða til endurfjármögnunar á eldri lán- um. Lánin eru háð lánshæfis- mati Netbankans og eru ein- göngu veitt gegn veði í fasteign lántakanda.Veðsetningarhlutfall get- ur verið allt að 75% á höfuðborgar- svæðinu en mismunandi á öðrum stöðum. Miðað er við verðmat fast- eignasala eða kaupverð skv. kaup- samningi, þó aldrei hærra en bruna- bótamat að viðbættu lóðamati. Lánið er með veði á 1. veðrétti og er láns- tíminn sveigjanlegur frá 5 til 40 ára. Uppgreiðslugjald er 2% og lántöku- gjald er 1%. Einnig er hægt að fá verðtryggt íbúðalán hjá Netbank- anum á 2. veðrétti eða aftar, þannig að einstaklingar sem eru með hag- stæð lán fyrir á eigninni þurfa því ekki að greiða þau upp til að fá við- bótaríbúðalán hjá Netbankanum. Brúarlán Nú þegar að hægja tekur á íbúða- markaði þá munu einstaklingar þurfa að horfa til þess að vera með íbúðina sína í sölu í lengri tíma. Brúarlán er einstaklega þægileg leið fyrir íbúða- kaupendur að brúa bilið á milli þess að selja íbúð og kaupa nýja. Þannig geta einstaklingar keypt fyrst án þess að hafa áhyggjur af að vera ekki búnir að selja gömlu íbúðina. Hægt er að fá Brúarlán í formi skuldabréfs eða yfirdráttarláns. Munurinn felst aðallega í lægri lántökukostnaði ef um yfirdráttarlán er að ræða. Skulda- bréfalánið er óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Veðhlutfall get- ur verið allt að 75% af markaðsverði. Hægt er að greiða upp Brúarlán hve- nær sem er á lánstímanum án upp- greiðslugjalds. Vegna mismunandi stimpilgjalds er Brúarlán í formi yf- irdráttarláns oftast hagstæðara til skemmri tíma. Ókosturinn við yfir- dráttarlánið er að vextir bókast mán- aðarlega og þarf því að greiða inn á reikninginn. Kosturinn við skulda- bréfalánið er að það greiðist upp í einu lagi í lok lánstímans, það eru því engar mánaðarlegar greiðslur, þó að hægt sé að greiða það upp fyrr. Vext- ir af skuldabréfaláninu eru lægri en af yfirdráttarláninu, því getur skulda- bréfalánið verið hagstæðara til lengri tíma. Þjónustufulltrúar Netbankans reikna það út fyrir lántakandann hvort hagstæðara sé að taka Brúar- lán sem yfirdráttarlán annars vegar og sem skuldabréfalán hins vegar. Hægt er að sækja um íbúðalán á nb.is og að fá ráðgjöf um þau, einnig er hægt að hringja beint í þjónustu- fulltrúa í síma 550-1800. Þjónustu- fulltrúar fara yfir gögn lántakanda og reikna út lánsupphæð, greiðslubyrði og leiðbeina lántakendum að taka ákvörðun um hvernig íbúðalán henta best. Það skiptir miklu máli að lán- takendur geri sér grein fyrir þeim kostnaði sem lántökur fela í sér áður en þeir skuldbinda sig. Verðbólga og verðtrygging íbúðalána Markaðurinn eftir Soffíu Sigurgeirsdóttur, markaðsstjóra Netbankans, www.nb.is Soffía Sigurgeirsdóttir Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.