Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 66
66 F MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
w w w . s t o r b o r g . i s - s . 5 3 4 8 3 0 0 - s t o r b o r g @ s t o r b o r g . i s
Kristnibraut 27
Falleg og vel skipulögð 3ja
herb. íbúð á jarðhæð með sér-
afgirtri verönd ásamt geymslu í
kjallara, alls 90,2 fm. Komið er
inn í forstofu með náttúrusteini
á gólfi, góðir fataskápar. Eld-
hús með fallegri viðarinnrétt-
ingu, vönduð tæki, gashellu-
borð og borðaðstaða. Rúmgóð
og björt stofa með útgengi á
afgirta hellulagða verönd til suðurs. Tvö rúmgóð herbergi, annað með skápum.
Þvottahús með flísum á gólfi og hillum, vaskur. Baðherbergi er flísalagt á gólfi
og veggjum, nuddbaðkar með sturtuaðstöðu, upphengt klósett. Í kjallara er sér-
geymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Verð 22,5 m.
Jötnaborgir
Rúmgóð og björt 4ra herbergja
íbúð á 3. hæð með frábæru út-
sýni í litlu fjölbýlishúsi ásamt
innbyggðum bílskúr. Aðeins
fjórar íbúðir í stigahúsi. Stærð
alls er 132,6 fm þ.e. íbúð 107,2
fm og bílskúr 25,4 fm. Þetta er
vönduð eign sem vert er að
skoða. Eignin er laus við kaup-
samning. Gott anddyri, stofa, eldhús, þvottahús, baðherbergi, tvö svefnherbergi
og borðstofa sem á að vera þriðja svefnherbergið. Eldhús er með góðum inn-
réttingum, hvítt og mahóní, tengt fyrir uppþvottavél sem fylgir með eigninni, flís-
ar milli skápa og ísskápur fylgir. Verð 27,5 m.
Dalaþing
Miklabraut 15
Stór og vönduð 150 fm neðri
sérhæð í þríbýlishúsi ásamt
ósamþykktri 35 fm séríbúð (áð-
ur bílskúr) í reisulegu steinhúsi
á horni Rauðarárstígs og
Miklubrautar. Um er að ræða
fallega og rúmgóða hæð með
sérinngangi er skiptist í for-
stofu, hol, þrjár stofur, þrjú her-
bergi, baðherbergi og eldhús. Í
kjallara er lítil sérgeymsla og
sameiginlegt þvottahús og
snyrting. Verð 34,5 m.
Kjóastaðir í Bláskógabyggð
Um er að ræða glæsilega jörð í
Biskupstungum. Jörðin er ca
177 ha og ræktað land ca 80
ha, 115 fm íbúðarhús er á jörð-
inni og hefur það verið endur-
nýjað að hluta. 115 fm íbúðar-
hús er á jörðinni, endurnýjað
að hluta. 225 fm hlaða og 344
fm fjárhús eru á jörðinni. Fjárhúsum hefur verið breytt í fjós fyrir ca 100 nautgripi
og má auðveldlega breyta því í hesthús. Það er stutt í þjónustu og alla helstu úti-
vist, m.a. hestaferðir, snjósleðaferðir og hálendisferðir o.fl. Stutt er í Gullfoss og
Geysi og önnur náttúrusvæði. Frístundabyggð hefur verið deiliskipulögð á hluta
svæðisins og er það samþykkt af byggingayfirvöldum.
Stórborg fasteignasala ehf. kynnir!
Glæsilegt einbýlishús, 162 fm ásamt 68 fm bílskúr á frábærum og
eftirsóttum stað í Þingahverfi í Kópavogi. Húsið er timburhús (norskt)
og stendur á stórri 3.000 fm gróinni lóð með stórum barrtrjám og frá-
bæru útsýni yfir Elliðavatn og til fjalla og víðar. Húsið er byggt árið
2002 og er einnig réttur til að byggja hesthús á lóðinni. Eignin skipt-
ist í forstofu, hol, stofu, eldhús, baðherbergi og fjögur svefnherbergi.
Bílskúrinn er 68 fm mjög stór og með góðri lofthæð.
Hamravík 16
Gullfalleg og rúmgóð 4ra her-
bergja endaíbúð á 3. hæð
(efstu) í litlu og vönduðu fjölbýl-
ishúsi. Ath. að gluggar eru á
öllum hliðum. Húsið er í Víkur-
hverfi í Grafarvogi og er vel
staðsett, nálægt skóla, leik-
skóla og allri þjónustu. Íbúðin
er rúmgóð og björt og er skráð
121,5 fm (með geymslu). Eignin
skiptist í forstofu, gang, þrjú
herbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu með borðstofu að auki. Stórar
suðursvalir eru út af stofu. Verð 27,7 m.
Stórborg - fasteignasala
er með skrifstofu á Kirkjustétt 4, 113 Reykjavík.
Opið er frá 9-18 alla virka daga.
Nánari upplýsingar utan opnunartíma veita:
Júlíus Jóhannsson í síma 823 2600,
Valdimar Matthíasson í síma 869 2217,
Gunnar Ólason í síma 694 9900.
Vegna mikillar sölu undanfarið óskum við eftir þinni íbúð í
sölu strax. Hringdu núna, reynsla og örugg þjónusta.
Reykjavík – Hóll er með í einkasölu
210 fermetra einbýlishús á tveimur
hæðum með sér þriggja herbergja
íbúð á jarðhæð á Skólavörðustíg 29.
„Þetta er einstaklega fallegt ein-
býlishús í miðbæ Reykjavíkur, upp-
gert á vandaðan og smekklegan
hátt,“ segir Margrét Sölvadóttir hjá
Hóli en húsið var byggt 1913 og var
í eigu sömu fjölskyldu frá 1928 til
2002.
Íbúðin á jarðhæðinni er með
nýrri eldhúsinnréttingu, sér inn-
gangi og baðherbergi með sturtu-
klefa. Flísar, gamalt viðargólf og
gegnheilt viðarparket á gólfum. Á
jarðhæðinni er einnig þvottahús.
Hæðin og risið er ein íbúð. Komið
er inn í forstofu með fallegum flís-
um á gólfi. Þaðan er gengið inn í
stórar stofur með innbyggðum
bókahillum. „Lofthæð er 2,78 metr-
ar og gluggar eru mjög skemmti-
legir í gamaldags stíl, allir dyra og
gluggakarmar eru í gamla stílnum
og gefa mikinn svip,“ segir Margrét
Sölvadóttir. Gegnheilt parket er á
gólfum í stofu og stórar flísar eru á
eldhúsgólfi. Eldhúsið er með
smekklegri innréttingu og málað á
hlýlegan máta. Smekklega er geng-
ið frá veggplássi milli eldhúsbekks
og skápa, en þar er harðviðarklæðn-
ing með innfelldum flísum.
Inn af eldhúsi er gengið inn í
stórt herbergi með kamínu. Sá hluti
hússins er nýlega byggður og fellur
vel að gamla hluta þess. Gestabað
og lítil forstofa er á milli þess hluta
og eldhúss og er útgengt þaðan út í
garðinn.
Teppalagður stigi er upp á rishæð
þar sem eru tvö svefnherbergi og
baðherbergi. Það er með innrétt-
ingu, sturtuklefa og flísum á gólfi og
með tengi fyrir þvottavél. Stærra
herbergið er með útgengi út á sval-
ir. Þaðan er gott útsýni yfir bæinn
auk þess sem sést í Esjuna. Sam-
þykkt teikning er fyrir stærri svöl-
um út frá baðherberginu. Raflagnir
og skolplagnir hafa verið endurnýj-
aðar að hluta.
Stór hluti garðsins er steinlagður
og er hitalögn frá garðshliði að inn-
gangi jarðhæðar. Í garðinum er
einnig lítill trépallur á sólríkum
stað. Stór geymsla með sér inn-
gangi er á jarðhæð í nýja hluta
hússins. „Húsið er klætt að utan
með timbri, svokallaðri reisifjöl,
sem gefur húsinu menningar-
sögulegt gildi,“ segir Margrét
Sölvadóttir.
Ásett verð er 67,7 millj kr.
Skólavörðustígur 29
Hóll er með í sölu þetta nær aldargamla 210 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með sér þriggja herbergja íbúð á
jarðhæð á Skólavörðustíg 29. Ásett verð er 67,7 millj. kr.