Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 38
38 F MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ L andeigendur Setbergslands í Garðabæ hafa í samvinnu við VSÓ Ráðgjöf kynnt til- lögur í hönnunarsamkeppni um skipulag íbúðabyggðar á landi Setbergs og Svínholts, sem býr yfir einstaklega mikilli náttúrufegurð og útsýni yfir Urriðakotsvatn. Fyrir- hugað er að reisa hágæða íbúðahverfi með sérstakri áherslu á sérbýli á landinu. Ekki er gert ráð fyrir þéttri byggð heldur er markmiðið að þróa aðlaðandi samfélag með nægu land- rými fyrir íbúana. Grunnskóli og tveir leikskólar eru fyrirhugaðir í hverfinu. Í nágrenni þess eru afþreyingar- og útivistarsvæði svo sem golfvöllur, reiðleiðir, gönguleiðir og friðlandið Heiðmörk í göngufæri. Gert er ráð fyrir að leggja gönguleiðir frá íbúð- arbyggðinni að Urriðakotsvatni til að auðvelda íbúum að njóta þessarar náttúruperlu og því fjölbreytta lífríki sem þar er að finna. Hugmyndir frá þremur arkitektastofum Fengnar voru fjórar arkitektastof- ur, ein íslensk og þrjár erlendar, til að taka þátt í hönnunarsamkeppninni og voru þeim gefnir um þrír mánuðir til að skila inn hugmyndum. Þrjár stofur skiluðu inn vel útfærðum hugmynd- um, en þær voru íslenska arkitekta- stofan Kanon arkitektar, danska arkitektastofan Schmidt, Hammer, Lassen og þýska arkitektastofan Lederer + Ragnarsdóttir + Oei. Fjórða stofan gaf sér ekki tíma til að taka þátt í verkefninu og sat því eftir. Tillögurnar voru kynntar fyrir skömmu í hátíðarsal Flataskóla í Garðabæ og stýrði bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson, fundinum sem var vel sóttur. Kanon arkitektar ehf. Kanon arkitektar ehf. hafa starfað frá árinu 1994 á sviði hönnunar og skipulags. Eigendur eru arkitektarn- ir Halldóra Kristín Bragadóttir, Helgi B. Thóroddsen, Þorkell Magn- ússon og Þórður Steingrímsson sem hafa sex aðra arkitekta starfandi með sér á stofunni. Allir eigendurnir komu að vinnu tillögunnar. Stofan sinnir öllum almennum arkitektastörfum svo sem hönnun bygginga, skipulagi, innréttingum, endurbótum á eldra húsnæði ásamt húsnæðis- og byggingarráðgjöf. Markmið stofunnar er að vinna að góðri byggingarlist og skipulagi, því er mikilvægur þáttur í starfsemi stof- unnar þátttaka í samkeppnum eins og þessari. Fyrirtækið hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir arkitektúr og skipulag enda leggja þau áherslu á vönduð og traust vinnubrögð með það að leiðarljósi að markviss hönnun sé lykillinn að vel heppnuðum lausnum. Lestur í land og umhverfi gefur tóninn Kanon arkitektar höfðu að leiðar- ljósi skipulagshugmyndarinnar að skapa nýja gerð úthverfis með sál og sterkan hverfisbrag. Því er fylgt eftir með því að nýta og efla sérstöðu skipulagssvæðisins og umhverfis þess, hverfinu í hag. Fjölbreytt nátt- úra og landslag ásamt tilkomumiklu útsýni munu auðga nýja byggð og gefa henni einkenni og svip, segir í kynningargögnum stofunnar. Í skýringum á meginhugmynd seg- ir meðal annars: „Lestur í land og umhverfi gefur tóninn í meginhugmyndinni, sem auk þess mótast af afstöðu svæðisins til náttúrusvæða, aðlægrar byggðar og meginaðkomuleiða að svæðinu. Gaumur er gefinn að skuggamyndun vegna landhalla til norðausturs og til- komumiklu útsýni. Áhersla er lögð á að byggð myndi ramma um opin nátt- úrusvæði og upphefji landslagið. Þannig fæst áhugavert íbúðarum- hverfi með skörpum andstæðum byggðar og náttúru. Kostir og ein- kenni umlykjandi náttúrusvæða eru dregnir í dagsljósið og undirstrikaðir. Land skipulagssvæðis Setbergs einkennist af allmiklum austurhalla frá tveimur hápunktum niður að Urr- iðakotsvatni og verndarsvæði í jaðri Vífilsstaðahrauns. Landið er þó til- tölulega slétt eða aflíðandi meðfram verndarsvæði í norðurhluta, frá teng- ingu við Reykjanesbraut að Urriða- kotsvatni og þaðan vestur af gömlu malarnámi í átt að Hafnarfirði. Þar er gert ráð fyrir mestum þéttleika byggðar og hæstu hlutfalli fjölbýlis, enda heppilegt með tilliti til land- kosta, skuggamyndunar og um- ferðarflæðis næst meginaðkomu frá Reykjanesbraut. Land Svínholts einkennist aftur á móti af einni háhæð og allmiklum halla frá henni til allra átta. Það hent- ar vel kyrrlátu íbúðarhverfi með áherslu á sérbýli í jaðri byggðar. Stórir hlutar þess liggja afar vel við sólaráttum, auk þess að njóta ná- lægðar við áhugaverð náttúru- og úti- vistarsvæði og fyrirhugaðan golfvöll. Lagt er upp með að glæða byggð- ina góðum hverfisbrag. Áhersla er lögð á að skapa fallega og skemmti- lega hverfismiðju, stað í hverfinu þar sem hjarta þess slær, segir í skipu- lagsgögnum en þar er gert ráð fyrir, samkvæmt gefnum forsendum skipu- lagsins, blandaðri íbúðarbyggð með hóflegan þéttleika og áherslu á sér- býli. Tillagan er unnin út frá þessum forsendum, en rík áhersla er lögð á margbreytilegar íbúðargerðir og stærðir. Þannig má forðast einsleitni, stuðla að horft sé til suðurs að Urr- iðakotsvatni, félagslegri fjölbreytni og skapa skemmtilegt og áhugavert íbúðaumhverfi. Í tillögunni kemur fram að hún geri ráð fyrir 231 íbúð í einbýlishúsum, 174 íbúðum í rað-, par- og tvíbýli, 163 íbúðum í fjölbýli eða alls um 568 íbúð- um. Schmidt, Hammer, Lassen arkitektar Schmidt, Hammer, Lassen arki- tektar er ein stærsta arkitektastofa Danmerkur, með höfuðstöðvar í Ár- ósum og útibú í Kaupmannahöfn. Stofan var stofnuð árið 1986 og þar starfa nú um 120 reyndir arkitektar, landslags- og innanhúsarkitektar, hönnuðir, grafíklistamenn, líkana- smiðir og yfirmenn sem allir standast miklar kröfur fyrirtækisins um hæfni og sköpunargáfu. Landslagið gefur hverfum sérkenni Í verkum stofunnar blandast sam- an norrænar hefðir og nýir alþjóðleg- ir straumar og er leitast við að hafa bein áhrif á þróun arkitektúrs í al- þjóðlegu umhverfi. Stofan hefur lagt mikla áherslu á að hafa sem mesta þekkingu sem spannar allt sviðið í heimi arkitektúrs. Yfirgripsmikil þekking og vandaðar starfsaðferðir hafa bæði skilað fjölda viðurkenninga og verðlauna sem og háum sessi, bæði heima fyrir og erlendis. Arki- tekarnir sem komu að tillögunni voru Morten Schmidt, Kjartan Örn Kjart- ansson og Lars Holt. Meginhugmyndin sem arkitekta- stofa Schmidt, Hammer, Lassen lagði upp með var að skipta landslag- inu upp í svæði eftir því hvernig landslagið liggur. Í ljós kom að það voru fimm aðalsvæði, hraunsvæðið, holtin og dalirnir, Neðridalur og Megindalur, ásamt golfvellinum og vatnasvæðinu. Þannig skiptu þeir svæðinu niður í reiti og hönnuðu byggð sem fellur best að hverju hverfi með tilliti til landslags. Breið- gata liggur í gegnum allt svæðið og skiptir því í tvennt, hún verður með trjám meðfram og eins í miðju og gef- ur svæðinu þann svip að rýmið verður lokaðra vegna trjánna og um leið er miðað við að umferð verði hægari. „Á holtunum í Setbergslandi leggj- um við byggðina niður á holtin en síð- an í slakkanum niður holtin, hagræð- um við henni utan í landslagið. Lagt er upp með útsýnið, víðsýni, en á þeim svæðum sjáum við fyrir okkur einbýlishúsabyggð með stórum görð- um, svæðið verður lokaðra og fólk býr þar meira út af fyrir sig. Á þetta leggjum við mikla áherslu. Grænir strengir ganga þarna um Vandaðar skipulagstillögur fyrir Setbergsland í Garðabæ Eftir Kristin Benediktsson Meginhugmyndin sem arkitektastofa Schmidt, Hammer, Lassen lagði upp með var að skipta landslaginu upp í svæði eftir því hvernig landslagið liggur. Kanon arkitektar höfðu að leiðarljósi í skipulagshugmyndinni að skapa nýja gerð úthverfis með sál og sterkan hverfisbrag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.