Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 58
58 F MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali HÁTÚN 6A SÍMI: 5 12 12 12 FAX: 5 12 12 13 NETFANG: foss@foss.is FASTEIGNASALA VANTAR EIGNIR VEGNA MIKILLAR SÖLU - SÍMI 512 12 12 KAPLASKJÓLSVEGUR - 3JA HERBERGJA Björt og rúmgóð íbúð með frábæru útsýni á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjvíkur. Íbúðin er staðsett nálægt Háskólanum. Tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa og snyrtilegt eldhús. Risloft er yfir íbúð, möguleiki á að stækka íbúð. Svalir með frábæru útsýni yfir m.a. KR-völlinn, Keili og Snæfellsjökul. Verð 17,9 milljónir. TJARNARMÝRI - 4RA HERBERGJA Mjög góð 111,7 fm íbúð, ásamt stæði í bílskýli, á vinsælum stað. Íbúðin er á jarðhæð í fjölbýli, byggðu 1992. Þvottahús er í íbúð og einnig stór geymsla. Útgengt er í garð frá hjónaherbergi. Eldhúsið er með hvítri snyrtilegri innréttingu. Stofa og borðstofa í alrými. Útgengt er í hellulagðan afgirtan garð frá stofu. Verð 29,9 milljónir. ÁLFKONUHVARF - 4RA HERBERGJA Stórglæsileg 120 fm 4ra herbergja íbúð í fallegu fjölbýli með sérinn- gangi af svölum og stæði í bílskýli. Vönduð gólfefni og innréttingar. Rúmgóðar svalir. Gott útsýni. Þrjú stór og björt parketlögð svefnher- bergi með skápum. Þvottahús í íbúð. Verð 28,9 millj. ÁLFKONUHVARF - 3JA HERBERBERGJA Björt og falleg íbúð á jarðhæð, alls 111,5 fm, á góðum stað við Álfkonu- hvarf í Kópavogi. Íbúðin er 3ja her- bergja og er með sérverönd útfrá stofu. Forstofa með fataskáp. Stofa og borðstofa eru í alrými. Útgengt út á viðarverönd frá borðstofu. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Bað- herbergi er rúmgott. Þvottahús er innaf baðherbergi. Eldhús er opið. Verð 24,9 milljónir. SÓLTÚN - 4RA HERBERGJA Erum með í sölu 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sér- garði. Íbúðin er 93,3 fm. Þrjú rúm- góð svefnherbergi. Stofa, eldhús og borðstofa í alrými. Góð staðsetning. Verð 21,9 milljónir. FAGRIHJALLI - RAÐHÚS Vel skipulagt og bjart 228,3 fm raðhús (þar af 46,3 fm bílskúr) á þremur hæðum á góðum stað í Kópavogi. Vönduð gólfefni og inn- réttingar. Tvö baðherb. Falleg 46 fm viðarverönd. 5 svefnherbergi. Hiti er í hluta af plani. Góð eign á eftir- sóttum stað í Kópav. Verð 44,9 millj. MIÐTÚN - 3JA HERBERGJA Mjög góð 71,3 fm íbúð í kjallara við Miðtún í Reykjavík. Hús og íbúð eru nýlega standsett. Hol, flísar á gólfi. Stofa og borðstofa í alrými. Tvö svefnherbergi. Baðherbergi með sturtuklefa, flísalagt hólf í gólf. Eld- hús er flísalagt, nýleg innrétting. Geymsla er í íbúð. Nýlegur 20 fm viðarsólpallur. Bæði hús og íbúð eru í toppástandi. Verð 16,9 milljónir. FISKAKVÍSL - STÓR ÚTSÝNISÍBÚÐ Mjög góð 209 fm (þar af 29,8 fm bíl- skúr) endaíbúð á 2. hæð auk ris- hæðar í litlu fjölbýlishúsi á eftirsótt- um stað í Kvíslahverfi í Árbænum. Fjögur svefnherbergi í íbúð auk 22,4 fm nýstandsettu íbúðarherbergi í kjallara. Frábært útsýni og eftirsótt staðsetning. Verð 39 milljónir. STRANDASEL - 3JA HERBERGJA Vel skipulögð 80,1 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Ca 30 fm sérgarður fylgir eigninni. Gangur með gegn- heilu stafaparketi á gólfi. Tvö rúm- góð parketlögð svefnherbergi. Bað- herbergi er flísalagt hólf í gólf, tengi fyrir þvottavél. Eldhús með parketi á gólfi, snyrtileg eldhúsinnrétting. Verð 16,9 milljónir. GRÝTUBAKKI - 3JA HERBERGJA Erum með í sölu rúmgóða 85,9 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Grýtubakka í Breiðholti. Stofa og borðstofa eru í alrými. Ljóst park- et á gólfum. Frá borðstofu er gengið út á svalir. Eldhúsip er op- ið með snyrtilegri eldhúsinnrétt- ingu. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Baðherbergi er með dúk á gólfi, bað- kar með sturtuaðstöðu, tengi fyrir þvottavél. Verð 16,9 milljónir SUÐURHLÍÐ - FALLEG Falleg íbúð á frábærum stað við Suðurhlíð í Reykjavík. Húsið stendur á einstökum útsýnisstað í Fossvogsdalnum. Eignin er með vönduðum tækjum og innrétting- um. Tvö stæði í bílskýli fylgja eigninni. Íbúðin er vönduð og fal- leg í alla staði á skjólsælum og fallegum stað í Reykjavík. Parket og flísar á gólfum. Tvö baðherbergi. 27,5 fm verönd/svalir með frábæru útsýni. Lyfta er í húsinu. Verð 41,9 milljónir. GVENDARGEISLI - RAÐHÚS Erum með í sölu glæsileg raðhús á einni hæð. Húsin skiptast í um 140 fm íbúð og um 28 fm bílskúr. Garðar snúa í suður. Húsin afh. fullbúin að utan. Lóð er afhent með hellulögð- um stéttum og er aðalinngangur með hitalögn. Íbúðirnar skilast full- búnar að innan, án gólfefna. Anddyri, bað og þvottahús skilast þó með flísa- lögn á gólfi. Vönduð tæki og innréttingar. Verð 39,8 milljónir. STARENGI - 3JA HERBERGJA Erum með í sölu mjög góða 3ja her- bergja í íbúð með sérinngangi af svolum í litlu fjölbýlishúsi við Star- engi í Grafarvogi. Íbúðin er 86,5 fm. Útgengt á rúmgóðar svalir. Verð 19,2 milljónir. Náttúrulegheimkynnitúlípana eru íAustur- löndum nær og Mið-Asíu, einkum Túrkistan og Norður-Íran, en vaxta- svæði þeirra teygist allt austur til Himalajafjalla. Persar voru líklega fyrst- ir til að rækta túlípana, enda vaxa margar teg- undir villtar í landinu. Garðatúlípanar komu fyrst fram hjá þeim, en menn vita ekki hvaða villitegundir eru formæð- ur þeirra, enda við búið að um fleiri en eina teg- und sé að ræða. Tyrkir tóku túlípana upp á sína arma og héldu áfram ræktun Persa og hjá þeim kynntust Evrópubúar túlípön- um fyrir liðlega 500 árum. Nú eru það einkum Hollendingar sem eru þekktir fyrir túlípanaræktun og þeir flytja allra þjóða mest út af túlípanalaukum. Tískan hefur víða áhrif og svo hefur verið í túlípanaræktuninni en á síðustu áratugum hafa villi- túlípanarnir aftur komist til vegs og virðingar. Villitúlípanarnir svo nefndu hafa reyndar ekki sloppið alveg við fikt garðyrkjumanna svo komin eru fram ýmis afbrigði þeirra, en samt má enn greina upp- runann. Almennt gildir að villitúlíp- anar eru lágvaxnari en garðatúlípan- arnir og blómstra fyrr. Íslenskt rækt- unarfólk tollir líka í tískunni og auð- fundið er að áhugi á villitúlípönum hefur aukist mikið. Und- anfarna áratugi hefur Garðyrkju- félag Íslands haft á haustlaukalistanum ýmsar tegundir villitúlípana, þannig að komin er ágætis reynsla á þær. Dvergtúlípani (T. urumiensis) og sveip- eða stjörnutúlípani (T. tarda) hafa löngu sannað ágæti sitt. Þeir eru báðir með frekar löng og mjó ljósgræn blöð sem standa í hvirf- ingu niður við jörð, 10–20 cm á hæð. Blóm dvergtúlípana eru skærgul en rauð-græn að utan, eitt til tvö blóm á stönglinum. T. tarda er iðulega með fimm blóm í sveip á sama stilk, þau eru líka skærgul, en brydduð með hvítu að innan og opna sig í fal- lega stjörnu. Bæði dverg- og stjörnutúlípani fjölga sér með ágætum og þroska jafnvel fræ hérna. Dalatúlípani (T. turkestanica) hefur líka verið prófaður af fé- lagsmönnum og reynst vel. Hann er ívið hærri en hinir tveir, blöðin blá- græn, löng og mjó niður við jörð. Blómin eru gulhvít og mörg saman á stilknum. Hann hefur reynst mér harðgerður, en fjölgar sér hægt. Fjólutúlípani (T. pulcella var. humilis) er allt öðruvísi á litinn eins og íslenska nafnið bendir til, af- brigðið ‘Violacea’ er einstaklega fal- lega purpuralitt. Hann er u.þ.b. 20 cm á hæð, blöðin mjó eins og hjá hinum og blómin tiltölulega stór, eitt á stöngli. Hann hefur lifað all- mörg ár hjá mér og fjölgar sér bærilega. Dílatúlípani (T. greigii) og kaup- mannatúlípani (T. kaufmanniana) eru líkari garðatúlípönunum og hærri en hinir, svona 20–40 cm. Blöð beggja eru breið og vaxa upp eftir stönglinum líkt og hjá garða- túlípönum. Dílatúlípani er með áberandi munstruð blöð, með rauð- brúnum breiðum æðum eða dílum, en hreinn kaupmannatúlípani er með einlit blöð. Kaupmannatúlípaninn er líklega algengasti villitúlípaninn í íslensk- um görðum en vinsælastir eru blendingar af díla- og kaup- mannatúlípana. Blöðin eru því oft- ast brúnæðótt sem segir til um for- eldrið. Blómblöðin sveigjast oft út að ofan með aldrinum. Villitúlípanarnir eru flestir mun fyrr á ferðinni en garðatúlípanar. Þeir sóma sér vel í steinhæðum og fremst í beðum og eru yfirleitt ár- vissir. Hvernig væri að prófa þá næst? S. Hj. Villitúlípanar Þrátt fyrir kalt vor blómstraði fjólutúlipaninn í apríl. T. tarda ber vel bæði heitin, sveip- eða stjörnutúlípani. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 573. þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.