Morgunblaðið - 06.06.2006, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLDÓR HÆTTIR
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra, lýsti því yfir á fundi lands-
stjórnar og þingflokks Framsókn-
arflokksins á Þingvöllum í
gærkvöldi, að hann hefði ákveðið að
draga sig í hlé og hætta í stjórn-
málum. Gert er ráð fyrir að á rík-
isstjórnarfundi í dag verði lögð fram
tillaga um að ný ríkisstjórn verði
mynduð undir forustu Geirs H.
Haarde, utanríkisráðherra og for-
manns Sjálfstæðisflokksins.
Finnur í stjórnmál á ný
Finnur Ingólfsson, stjórnar-
formaður VÍ og fyrrverandi ráð-
herra, tilkynnti í gær að hann hefði
fengið áskoranir frá forustu Fram-
sóknarflokksins að hefja þátttöku í
stjórnmálum á ný. Hann hefði
ákveðið að verða við þessum áskor-
unum.
Neikvætt lánshæfismat
Matsfyrirtækið Standard &
Poor’s hefur tilkynnt að það hefði
breytt horfum á lánshæfismati rík-
issjóðs Íslands í neikvæðar úr stöð-
ugum vegna aukinnar hættu á
harðri lendingu íslenska hagkerf-
isins. Matsfyrirtækið staðfesti einn-
ig óbreyttar lánshæfiseinkunnir rík-
issjóðs Íslands fyrir langtíma-
skuldbindingar í erlendri mynt AA-
og AA+ fyrir langtímaskuldbind-
ingar í íslenskum krónum.
Topolanek í vanda
Vaclav Klaus, forseti Tékklands,
fól í gær Mirek Topolanek, leiðtoga
Borgaralega lýðræðisflokksins
(ODS), að hefja stjórnarmynd-
unarviðræður, eftir afar nauman sig-
ur stjórnarandstöðuflokkanna í
þingkosningunum á laugardag.
Flest bendir því til að stjórn jafn-
aðarmanna í Tékklandi sé fallin eftir
átta ár á valdastóli.
Garcia forseti Perú á ný
Alan Garcia varð á sunnudag for-
seti Perú í annað sinn þegar hann
bar sigurorð af Ollanta Humala í
kosningum sem þykja undirstrika
djúpstæðan klofning þjóðarinnar.
Þegar 91% atkvæða hafði verið talið
í gær hafði Garcia hlotið 53,53% at-
kvæða en Humala 46,47% sem er of
stórt bil til að Humala geti brúað
það.
Tóku 50 manns höndum
Vígamenn tóku 50 manns höndum
í Bagdad í gær og er talið að flestir
þeirra hafi verið starfsmenn og við-
skiptavinir samgöngufyrirtækja í
götunni þar sem atvikið átti sér stað.
Flest bendir til að um mannrán hafi
verið að ræða.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 30/32
Fréttaskýring 8 Skák 34
Vesturland 12/13 Myndasögur 36
Viðskipti 14 Dagbók 36/40
Úr verinu 16 Víkverji 36
Erlent 18 Velvakandi 37
Daglegt líf 21/22 Staður&stund 38/39
Menning 21, 41/45 Ljósvakamiðlar 46
Forystugrein 24 Veður 47
Umræðan 26/29 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann
Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús
Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri,
sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„Vænlegasta aðferðin til að vinna gegn
fátækt í heiminum er sú sem hinn mikli
hagfræðingur frá Perú, Hernando de
Soto, hefur sótt fram með.”
Þekktasta bók Hernando de Soto er nú komin
út á íslensku og fæst í öllum betri bókaverslunum.
— Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti
Hernando de Soto
LEYNDARDÓMUR
FJÁRMAGNSINS
RSE
Rannsóknarmiðstöð um
samfélags- og efnahagsmál
www.rse.is
HÚN var nokkuð óvenjuleg messan, sem fram fór í
Digraneskirkju í gær en þá komu mótorhjólamenn
saman og gengu til messu.
Vélhjólamenn önnuðust messuna og komu safnaðar-
gestir á vélfákum sínum til kirkju. Gunnar Sigur-
jónsson, prestur og hjólamaður, stóð fyrir messunni og
sagði hann að um heimssögulegan viðburð væri að
ræða, enda hefði ekki honum vitanlega verið staðið fyr-
ir sambærilegri messu hingað til, þótt haldnar hefðu
verið t.d. helgistundir á Ingólfstorgi.
Aðspurður sagði Gunnar að tilgangurinn með mess-
unni væri að fá mótorhjólamenn saman, reyna að opna
á umræðu og draga úr fordómum í garð mótorhjóla-
manna. Auk Gunnars þjónaði Íris Kristjánsdóttir, sem
er þjóðkirkjuprestur eins og Gunnar, sem og Jón Þór
Eyjólfsson frá Fíladelfíu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Séra Gunnar Sigurjónsson settist á mótorhjólið áður en hann gekk inn að altarinu í Digraneskirkju til að messa.
Messaði yfir mótorhjólamönnum
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VÍÐIR Smári Petersen nýstúdent út-
skrifaðist 26. maí síðastliðinn af fé-
lagsfræðibraut Menntaskólans í
Kópavogi með af-
burðaárangri. Víðir
Smári er aðeins 17 ára
gamall og fæddur
tveim árum fyrr en
þorri íslenskra nýstúd-
enta á þessu vori. Hann
lauk menntaskólanum
á þremur árum og
hafði hlaupið yfir 9.
bekk í grunnskóla. Auk
menntaskólanámsins
var Víðir Smári í stífu
tónlistarnámi í vetur,
sat í liði MK í Gettu bet-
ur-keppninni og spilaði
með hljómsveitinni
Bárujárni í Músíktil-
raunum.
Víðir Smári var spurður hvort
álagið hefði ekki verið mikið í ljósi
þess hve námsframvindan var hröð
og árangurinn góður.
„Nei, ekki þannig. Þetta var
ákveðin vinna, en ekki mjög erfið,“
sagði Víðir Smári. Hann sagði að lík-
lega hafi erfiðasti hjallinn á leiðinni
að stúdentsprófi verið stökkið úr 8.
bekk grunnskóla í 10. bekk. „Það
var svolítið erfitt að læra fyrir sam-
ræmdu prófin, sérstaklega nátt-
úrufræði og aðrar greinar sem ég
hafði hlaupið yfir í 9. bekk.“
Tónlist í tómstundum
Í MK er einingakerfi og kvaðst
Víðir Smári hafa tekið að meðaltali
um 22 einingar á önn. Hann fékk
tónlistarnám sitt einnig metið að
hluta, en Víðir Smári lærir á klarin-
ett og hefur lokið framhaldsstigi við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann
stefnir að burtfararprófi á næsta ári.
Tónlistarnámið hóf hann 9 ára gam-
all og spilaði upphaflega í Skóla-
hljómsveit Kópavogs. Honum þykir
nútímatónlist, samin
eftir 1910, mest
heillandi og nefnir tón-
skáldin Stravinsky og
Shostakovich í því sam-
bandi. Víðir Smári
sagði að tónlistin fyllti
upp í tómstundirnar og
auk hennar hefði hann
tíma fyrir margt ann-
að.
Þær upplýsingar
fengust hjá MK að
Víðir Smári hefði verið
annar tveggja nýstúd-
enta sem fengu sérstök
verðlaun fyrir góðan
námsárangur í vor.
Hann hefði einnig ver-
ið virkur í félagslífi utan skólatíma
og m.a. verið einn liðsmanna skólans
í Gettu betur-spurningakeppninni,
stundað tónlistarnámið og spilað í
hljómsveit í Músíktilraunum í vor.
Uppáhaldsnámsgreinar Víðis
Smára í menntaskólanum voru saga
og félagsfræði. En hvert stefnir hug-
urinn að loknu stúdentsprófi?
„Ég ætla að byrja á að taka eitt ár
í lögfræði við Háskóla Íslands næsta
vetur,“ sagði Víðir Smári. Í sumar
leggur hann stund á „Skapandi sum-
arstörf“ á vegum Kópavogsbæjar.
En hvað skyldi Víði Smára þykja um
styttingu náms til stúdentsprófs?
„Það er vel gerlegt. Mér finnst allt
í lagi að stytta nám til stúdentsprófs,
en ekki endilega að stytta fram-
haldsskólann. Það má eins stytta
grunnskólann,“ sagði Víðir Smári.
17 ára nýstúdent náði afburðaárangri
„Þetta var
ákveðin vinna, en
ekki mjög erfið“
Víðir Smári Petersen
ÁTTA ökumenn svokallaðra mótor-
krossvélhjóla mega búast við kær-
um vegna aksturs utan vega en lög-
reglan á Selfossi handsamaði þá á
Hengilssvæðinu á laugardag í átaki
lögreglusveita á suðvesturhorninu
og Landhelgisgæslunnar. Þyrla
gæslunnar, TF-LIF, var notuð til
eftirlitsflugs yfir svæðinu til að
fylgjast með hugsanlegum utan-
vegaakstri og var lögregla kölluð
til þegar til mannanna sást. Þeir
mega eiga von á kæru. Einnig voru
tveir jeppar stöðvaðir utan vega við
Hagavatn.
Átta ökumenn
teknir utan vega
ANÍTA Briem mun leika á móti
Brendan Fraser í ævintýramynd
byggðri á frægri skáldsögu franska
rithöfundarins Jules Verne,
Leyndardómar Snæfellsjökuls: för
í iður jarðar. Samkvæmt Kvik-
myndavefnum IMDB hefur mynd-
in fengið heitið Journey 3-D og er
hún frumraun leikstjórans Eric
Brevig sem hingað til hefur helst
skapað sér orðspor fyrir tækni-
brellur í myndum á borð við The
Island, The Village, og Pearl
Harbour. Aníta fer með annað
tveggja aðalhlutverka myndarinn-
ar, og leikur leiðsögumann sem
fylgir persónu Fraser ásamt föru-
neyti inn í Snæfellsjökul, og þaðan
að miðju jarðar. Meðal handrits-
höfunda er D.V.
DeVincentis sem
hefur m.a. tekið
þátt í gerð hand-
rita kvik-
myndanna High
Fidelity og
Grosse Pointe
Blank. Áætlað er
að myndin verði
frumsýnd næsta
sumar en fyrstu tökur hefjast um
miðjan þennan mánuð.
Aníta útskrifaðist frá Royal Aca-
demy of Dramatic Art í Lundúnum
árið 2004 og hefur síðan fengist við
ýmis kvikmynda- og sjónvarps-
þáttahlutverk og tekið þátt í upp-
færslum í West End í Lundúnum.
Aníta Briem leikur í
Hollywood-stórmynd
Aníta Briem
LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir
Oddnýju Hönnu Helgadóttur. Oddný
Hanna er 16 ára, um 177 cm á hæð,
þéttvaxin, með
axlarsítt ljóst hár
og græn augu.
Hún sást síðast
klædd í svartar
gallabuxur,
svarta Nikita-
hettupeysu og í
hvítum Puma-
strigaskóm.
Oddný Hanna
sást síðast í Brekkuhverfi í Kópa-
vogi um klukkan níu á laugardags-
kvöld. Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar um ferðir Oddnýjar eru beðnir
um að hafa samband við lögregluna í
Kópavogi, í síma 560-3050.
Lýst eftir sextán
ára stúlku