Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 10

Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 13 3 500.000 KR. VERÐLÆKKUN! VERÐBÓLGAN BÍTUR EKKI Á NISSAN Nissan X-Trail Sport Verð aðeins 2.890.000 kr. Verð áður 3.390.000 kr. Önnur tilboð frá Nissan gilda ekki með þessu tilboði. TAKMARKAÐ MAGN! TRYGGÐU ÞÉR EINAR K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra segir að það sem fram komi í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar varðandi þorsk- stofninn séu von- brigði. Þannig hafi fiskifræð- ingar, sjómenn, stjórnmálamenn og aðrir vonast eftir því að þorskstofninn væri að braggast. Skýrslan sýnir hins vegar fram á að svo sé ekki. Einar segir að þetta séu einnig vonbrigði í ljósi frétta af góðum aflabrögðum. Hins vegar hafi skýrsla Hafrann- sóknastofnunar á síðasta ári dregið upp þá mynd að ef ekki yrði dregið úr veiðiálaginu mætti búast við því að við yrðum í svipuðum sporum á næstu árin. Vill láta reyna á aflaregluna Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark í þorski verði 187 þúsund tonn, samanborið við 198 þúsund tonn í fyrra. Það er í samræmi við núgildandi aflareglu, sem gerir ráð fyrir að veidd séu 25% veiðistofns á ári. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að rannsóknir bendi til þess, að verði veiðihlutfallið lækkað tíma- bundið niður í 16% séu yfirgnæfandi líkur á að hrygningarstofninn stækki. Þá er jafnframt bent á að sama markmiði mætti ná með því að festa aflamarkið tímabundið við 150 þúsund tonn. Aðspurður segir Einar að hann sé ekki búinn að taka ákvörðun um heildarkvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Hins vegar sé ljóst að hann muni ekki lækka aflaregluna frá því sem nú er. „Ég tel að við þurfum að láta reyna betur á hana auk þess sem við höfum verið að nálgast markmiðin sem við settum upphaflega með þeirri aflareglu undanfarin ár. Ég mun því ekki beita mér fyrir þessari breytingu á aflareglunni nú.“ Einar bendir á að hér sé um að ræða alvarlegan hlut og stóra ákvörðun sem krefjist meiri um- ræðu en allt það sem fram komi í skýrslu Hafrannsóknastofnunar beri auðvitað að taka alvarlega. „Um þessa hluti þurfi að fara mikil alvöruumræða meðal sjó- manna og útvegsmanna í samráði við fiskifræðinga. […] Hér er um að ræða breytingu sem að fæli í sér niðurskurð aflaheimilda niður í 150 þúsund tonn sem er 25% niður- skurður á þorskaflaheimildum. Slík- ar ákvarðanir taka menn ekki nema að vel yfirlögðu ráði. Þess vegna tel ég einfaldlega að við þurfum lengri tíma til þess að komast að nið- urstöðum varðandi slíkar hug- myndir.“ Aðspurður segist Einar telja að sjónarmið Hafrannsóknastofnunar hvað þetta varðar séu sett fram með efnislegum og fullkomlega heið- arlegum hætti þó að það sé ekki í samræmi við þær fréttir sem sjó- menn hafi borið honum af miðunum. Veiðar Færeyinga skoðaðar? Fram kemur á heimasíðu Lands- sambands íslenskra útvegsmanna að Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, telji einsýnt við núverandi aðstæður að fella beri niður þann sértæka skatt sem lagð- ur er á sjávarútveginn í formi svo- kallaðs veiðigjalds. Einar segir hins vegar engin áform hafa verið uppi um að fella niður veiðigjaldið. Á heimasíðu LÍÚ er jafnframt haft eftir Friðrik, að það sé ólíðandi að Færeyingar veiði stjórnlaust eins og þeir mögulega geti úr íslenska þorskstofninum á meðan við séum að berjast við að byggja hann upp. Því verði íslensk stjórnvöld að fara strax í málið með það fyrir augum að koma böndum á þessar veiðar. Einar segir að fiskveiðisamning- urinn við Færeyinga hafi nýlega verið endurnýjaður fyrir þetta ár. Hins vegar sé ljóst að mikið og virkt eftirlit þurfi að hafa með þessum veiðum eins og öðrum. „Þetta getur verið mér tilefni til þess að fara yfir þessi mál.“ Sjávarútvegsráðherra varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar varðandi stöðu þorskstofnsins „Mun ekki beita mér fyrir breytingu á aflareglunni“ Einar K. Guðfinnsson Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að byggja upp þorskstofninn og í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sé lagt til að aflamark þorsks verði minnkað. „Alltaf er verið að gefa okkur von um það að verði gert svona og hins- egin eigi ástandið að geta lagast. En núna virðist sagt að ekkert sé til ráða annað en að minnka aflann einu sinni enn. Ég er mjög ósáttur við það.“ Sævar segir það vel geta verið að sérfræðingar Hafrannsóknastofnun- ar hafi rétt fyrir sér – hann deili ekki um það. Honum þyki hins vegar mið- ur að veiði hafi verið um það bil 200 þúsund tonn úr stofninum undanfar- in tíu ár án þess að nokkuð gangi að byggja stofninn upp. „Það eru einnig vonbrigði með karfann á Reykjaneshrygg. Að stofn sem var 2,5 milljón tonn fyrir tíu ár- um síðan skuli ekki gefa neitt af sér á næsta ári eru auðvitað vonbrigði.“ Sævar segist taka undir þau sjón- armið sem fram hafa komið varðandi ýsuna og telur ekki hafa verið tilefni til þess að minnka sóknina. „Bæði þorskurinn og ýsan virðast vera í hungri. Þau vaxa ekki eins og þau gerðu áður þó að sjávarhitinn hafi hækkað en það ætti að gefa skil- yrði til þess að vaxa hraðar. […] Ég hef vissar áhyggjur af því að við skulum vera að veiða um og yfir milljón tonn í 25 ár af loðnu sem ekki var veidd áður þegar veidd voru 500 þúsund tonn af þorski á ári.“ Sævar segir að sjómenn og út- vegsmenn gætu ekki staðið undir því að veiðihlutfallið yrði lækkað niður í 16%. Leita verði annarra ráða. „Þá spyr maður hvort ekki sé ver- ið drepa of mikið af fæðunni frá þorskinum. Verðum við ekki að setj- ast yfir það og vita hver er ástæðan fyrir því að við náum ekki þorsk- stofninum upp. Það er ekki ofveiði enda er það útilokað að 200 þúsund tonn séu ofveiði ef allt annað væri eins og það á að vera. Það verður að skoða alla þætti þessa máls.“ Kom ekki á óvart „Þetta kom alls ekki á óvart,“ seg- ir Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands. „Þetta lá í loftinu og ég er sammála því sem fram hefur komið að við eigum að fylgja því að veiða það sem gefið er út en ekki fara ætíð yfir heimildir.“ Árni segir að miðað við mikinn við- búnað til að stuðla að uppbyggingu þorskstofnsins séu það mikil von- brigði að árangurinn sé sá sem raun ber vitni. „Við höfum hins vegar ekk- ert betra að byggja á en það sem okkar færustu fræðingar segja. Það verður að kyngja því.“ „Ég er mjög ósáttur“ Árni Bjarnason Sævar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.