Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Síðumúla 13
sími 588 2122
www.eltak.is
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í
sölu og þjónustu á
vogum.
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
LÍKLEGT er að litlar breytingar
verði á verði frystra þorskflaka á
Evrópumarkaði á síðara misseri
þessa árs og jafnvel er hugsanlegt
að verðið lækki aðeins eftir nokkra
hækkun á síðasta ári. Kemur það
fram í markaðsspá frá FAO, Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna, og er megin-
ástæðan sögð aukið framboð af
ódýrum fiski frá Kína og lágt gengi
dollara.
Samkvæmt Evrópsku verð-
skránni, EPR, hefur verð á frystum
þorskflökum hækkað minna á Evr-
ópumarkaði að undanförnu en á
öðrum fisktegundum, til dæmis
Alaskaufsa, ufsa og lýsingi, og flest
bendir til að verðið verði í besta falli
óbreytt á næstu mánuðum. Fram
kemur að í mars og apríl síðast-
liðnum hafi Norðmenn fengið 2%
hærra verð en fyrir ári en það, sem
af er þessu ári, hafa Norðmenn flutt
út um 7.000 tonn af frystum þorsk-
flökum og er það í takt við útflutn-
inginn á síðasta ári.
Nokkur samdráttur var í kaupum
Frakka á frystum þorskflökum í
fyrra og hann hefur haldið áfram á
þessu ári. Er meginskýringin minni
innflutningur frá Íslandi og Noregi
en miðað við janúar og febrúar í
fyrra minnkaði hann um 37% frá Ís-
landi og um 14% frá Noregi. Á síð-
asta ári jókst innflutningurinn frá
Kína um 23% en hann hefur heldur
dregist saman á þessu ári. Hlutur
Kínverja í frystum þorskflökum á
franska markaðnum er nú rétt rúm-
lega 22%.
Kínversk sókn á
breska markaðnum
Kínverjar hafa einnig verið að
sækja fram á breska markaðnum
fyrir þorskflök, sem er sá stærsti í
Evrópu, en alls fluttu Bretar inn
79.080 tonn af þorskflökum á síðasta
ári. Var það þó heldur minna en
2004. Hafa Kínverjar nú tekið annað
sætið af Íslendingum og eru rétt á
hælum Dana, sem enn eru stærstir
á breska markaðnum þrátt fyrir
11% samdrátt á síðasta ári. Þá jókst
útflutningur Kínverja til Bretlands
um 10% og var alls 16.470 tonn.
Njóta Kínverjar þess að fram-
leiðslukostnaður þeirra er miklu
lægri en gerist í Evrópu.
Sem dæmi um verðmuninn er
nefnt að meðalverð á frystum þorsk-
flökum frá Kína á breska markaðn-
um var 334 kr., 512 kr. frá Íslandi,
451 kr. frá Noregi og 419 kr. frá
Danmörku.
Við þetta má bæta að Rússar láta
æ meira til sín taka á þessum mark-
aði en útflutningur þeirra á frystum
þorskflökum til Bretlands jókst um
35% á síðasta ári og var þá alls 9.000
tonn.
Spá óbreyttu verði á
frystum þorskflökum
Jafnvel hugsanlegt að verðið lækki á næstunni vegna mikils framboðs frá Kína
FJÖLTÆKNISKÓLI Íslands út-
skrifaði nemendur frá skólanum í
lok maí en á vorönn 2005 var Vél-
skóla Íslands og Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík formlega slitið í
síðasta sinn.
Nemendur Fjöltækniskólans út-
skrifuðust með skipstjórnarpróf og
vélstjórnarpróf og vélstjórar sam-
hliða með stúdentspróf. Að þessu
sinni útskrifuðust nemendur einn-
ig af 4. stigi skipstjórnar, varð-
skipsdeild, en 4. stigið er haldið í
samvinnu við Landhelgisgæsluna á
nokkurra ára fresti.
Endanleg sameining skólanna
átti sér stað í febrúar 2005 þegar
nýtt nafn, Fjöltækniskóli Íslands,
var tekið upp með endanlegri sam-
einingu Vélskóla Íslands og Stýri-
mannaskólans í Reykjavík.
Miklar breytingar hafa orðið á
rekstri skólanna á síðustu árum og
er skólinn að mótast sem nýr skóli
með breyttar áherslur.
Innritaðir nemendur á haustönn
voru samtals 317 þar af 70 til skip-
stjórnarnáms, 228 til vélstjórn-
arnáms og 19 í almenna deild skól-
ans. Í fyrsta sinn á haustönn var
innritað í nýja vélstjórnartengda
náttúrufræðibraut og á almenna
braut.
Nemendur sem luku námi frá
Fjöltækniskólanum að þessu sinni
voru 42, þar af 23 á vélstjórn-
arsviði og 19 á skipstjórnarsviði.
Viðurkenningar hlutu Jón Ingi
Hjaltalín á skipstjórnarsviði fyrir
hæstu einkunn siglingagreina á 2.
stigi og Arnar Páll Ágústsson á 3.
stigi. Árni Viggó Sigurjónsson á
vélstjórnarsviði fyrir hönnun
skipa, íslensku og dönsku. Ólafur
Karl Brynjarsson fyrir vélstjórnar-
greinar og rafmagnsfræðigreinar.
Viðurkenningu fyrir 100% mæt-
ingu á skólaárinu fengu þeir Jón
Páll Ásgeirsson, Gunnlaugur Stef-
ánsson, Guðmundur Rúnar Jónsson
og Reynir Baldursson, en Reynir
hefur mætt 100% frá upphafi
skólagöngu.
Menntun Nemendur við Fjöltækniskólann voru 317 við upphaf nýliðins skólaárs. Í vor voru nemendur útskrifaðir með réttindi til skip- og vélstjórnar.
Fjöltækniskólinn
útskrifar skip- og
vélstjóra
Fréttir á SMS