Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FYRSTU tónleikar sumarsins voru haldnir á Gljúfrasteini í gær. Tón- leikarnir eru þeir fyrstu af 13 sem haldnir verða í safninu, allt til ágústloka, og voru það Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari sem komu fram að þessu sinni. Við sama tækifæri var kynnt stefnumótun og framtíðarsýn Gljúfrasteins sem aðstandendur safnsins, starfsmenn, fjölskylda Halldórs Laxness og fulltrúi forsæt- isráðuneytis unnu að, en liðið er rösklega eitt og hálft ár frá því safnið var opnað almenningi. Segir í fréttatilkynningu að Gljúfrasteini hafi nú verið mörkuð sú framtíðarsýn að þar verði eitt helsta menningarsetur þjóðarinnar og að það verði þekktur áfanga- staður á leiðinni til Þingvalla. Stefnt er að því að safninu verði tryggt viðbótarhúsnæði í næsta ná- grenni þar sem hýsa má fjölþættari starfsemi en nú er unnt. Auk þess að leita eftir nýjum viðfangsefnum mun Gljúfrasteinn sem fyrr verða trúr því hlutverki og ímynd sem keppt hefur verið að hvað varðar heimili Nóbelsskáldsins og upp- byggingu lifandi safns er starfar samkvæmt gildum metnaðar, sköp- unargleði og virðingar. Menning | Stefnumótun og framtíðarsýn Gljúfrasteins kynnt Sumartónleikar á Gljúfrasteini Morgunblaðið/Kristinn Hér syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir fyrir gesti gærdagsins en Anna Guðný Guðmundsdóttir lék á píanó. Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Laxness 11. júní: Nemendur Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar. 18. júní: Halldór Halldórsson píanóleikari. 25. júní: Nemendur frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. 2. júlí: Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. 9. júlí: Ungir tónlistarmenn. 16. júlí: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. 23. júlí: Flís tríóið. 30. júlí: Jón Sigurðsson píanóleik- ari. 6. ágúst: Kristjana Helgadóttir flautuleikari og Gunnhildur Ein- arsdóttir hörpuleikari. 13. ágúst: Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleikari. 20. ágúst: Símon H. Ívarsson gít- arleikari. 27. ágúst: Jónas Ingimundarson píanóleikari. Stofutónleikar alla sunnudaga kl. 16 Í LJÓSMYNDASAFNI Reykjavíkur opnaði í síðustu viku sýning á ljósmyndum Andrésar Kolbeinssonar, sem vakið hefur mikla athygli. Á sýningunni gefur að líta verk Andrésar á tímabilinu 1952 til 1965 og má þar finna skemmtilegar svipmyndir af stílhreinni borg í örri þróun og sérstæðu mannlífi, fönguðu af næmu auga listamannsins. Andrés var sjálfmenntaður ljósmyndari og hóf ljósmyndun til að skapa sér aukatekjur: „Það var þannig að ég spilaði í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, allt frá stofnun, og lék með hljómsveitinni í þrjá áratugi,“ segir Andrés söguna. „En tekj- urnar voru afskaplega lélegar og menn reyndu að verða sér úti um aukatekjur. Ég var því mið- ur ekki sérlega gjaldgengur í skemmtanabrans- anum, því ég spilaði á óbó, og gat ekki keppt við saxófóna og trompeta.“ Andrés þurfti að finna sér einhverja auka- vinnu, og hafði lengi haft áhuga á ljósmyndun: „Ég eignast á þessum árum, kringum 1950, gamla, notaða myndavél (enda ekki annað að fá á landinu á þessum tíma). Ég fór að taka myndir fyrir kunningja og vini, vini og kunningja, og brátt fór það að spyrjast út að ég tæki að mér verkefni.“ Forðaðist að styggja fagmennina Fyrst um sinn fékkst Andrés við að ljósmynda fyrir listamenn, sem vildu eiga myndir af verk- um sínum. Þá fékk hann starf tækniljósmyndara hjá Iðntæknistofnun, og seinna Orkustofnun: „Á endanum var sviðið sem ég dekkaði orðið ansi fjölbreytt, allt frá Kassagerð Reykjavíkur til Sláturfélags Suðurlands. Þetta hafði ég sem aukabúgrein öll þessi ár.“ Þótt Andrés hefði enga formlega menntun sem ljósmyndari gat hann með þessu móti haft ágætar aukatekjur af ljósmyndun: „Ég var ekk- ert að keppa við fagmennina. Það var ekki nema einu sinni, þegar ég var beðinn að taka myndir fyrir Leikfélag Reykjavíkur á æfingum. Ég valdi mér aðra aðferð en atvinnuljósmyndarar: að hafa lýsinguna eins og leikarar höfðu sjálfir hag- að henni til á sviðinu til að skapa stemmningu, og styrkti hana kannski með aukalömpum. En at- vinnumennirnir komu með rosastórar Speed Graphic vélar, og flöss, og drekktu öllu í ljósi svo að stemmning var rokin út í veður og vind.“ Eftir nokkra mánuði tóku að berast kvartanir frá atvinnuljósmyndurum yfir að Andrés hefði verið fenginn til verksins og varð leikfélagið að hætta samstarfinu, en fékk Andrés þau kveðju- orð að aldrei hefði leikfélagið fengið betri mynd- ir. Toppvélin Rollerflex Það var annað að taka myndir fyrir hálfri öld en það er í dag: „Jú, þetta var dýrt sport. Efni var dýrt, filmur og pappír. Ég eignaðist snemma stækkunarvél, nokkuð frumstæða, en eftir því sem mér óx fiskur um hrygg gat ég keypt mér betri tæki. Ég eignaðist Rollerflex myndavél, og er meirihlutinn af myndunum eftir mig tekinn á hana. Það voru toppvélar þeirra tíma, Rollerflex og Leica,“ segir Andrés. Andrés reyndi að fylgjast sem best með straumum og stefnum í ljósmyndun, lagði sig fram við að viða að sér bókum og tímaritum: „Svo kom þetta bara af sjálfu sér, og ég sullaði í bökkum í myrkraherberginu fram á nótt. Þegar ég kom syfjaður í vinnuna á morgnana hafa koll- egarnir eflaust haldið að það væri af einhverjum allt öðrum ástæðum,“ segir Andrés og hlær. Þegar blaðamaður spyr Andrés að lokum hvort hann taki ennþá myndir, segir hann ald- urinn vera farinn að segja til sín og hann komist ekki langt frá rúmi og hjúkrunartækjum til að ljósmynda. En glöggt auga ljósmyndarans kem- ur upp um Andrés, sem verður 87 ára á þessu ári, þegar hann sér glitta í smáa og ómerkta lyklakippu blaðamanns, þvert yfir herbergið, og spyr sísvona: „Ekurðu á Mitsubishi?“ Aðföng næms auga Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Ljósmynd/Andrés Kolbeinsson Sverrir Haraldsson og Steinunn Marteinsdóttir á mynd Andrésar frá árinu 1957. Yfirlitssýning á verkum Andrésar Kolbeinssonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur frá 1. júní til 24. september. Sýningin er opin daglega, kl. 12–19 á virkum dögum og 13–17 um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.