Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 26

Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Málfundur RSE og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um málefni Mið-Austurlanda. Klukkan 12:10 í sal 101 í Odda, Háskóla Íslands, miðvikudaginn 7. júní nk. Örbirgð og allsnægtir í Mið-austurlÖnduM Miðvikudaginn 7. júní 2006, Salur 101 í Odda, Háskóla Íslands Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.rse.is Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. FraMsÖguerindi: Lífsskilyrði almennings í Mið-Austurlöndum - Leiðir til úrbóta Fadi A. Haddadin fjallar um stöðu efnahagsmála í Mið- Austurlöndum, um tengsl fátæktar í þessum heimshluta við umfangsmikil ríkisafskipti, skort á efnahagslegu frelsi og virðingu fyrir mannréttindum og veltir upp hugmyndum um leiðir til úrbóta. Fundarstjóri: Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður Gert er ráð fyrir að fundi ljúki eigi síðar en klukkan 13:30. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Fadi A. Haddadin hefur BA gráðu í hagfræði frá University of Beirut og meistaragráðu í hagfræði frá London School of Economics og Chicago University. Hann starfar sem ráðgjafi í málefnum Mið-Austurlanda, m.a. fyrir Alþjóðabankann. LENGI vel brýndu uppalendur á Íslandi fyrir börnum sínum að nota ekki blótsyrði nema í algjörum und- antekningartilfellum, ,,aldrei opinberlega“, og gera fjölmargir ennþá. Slík orð væru sprottin af illum hugs- unum og með notkun þeirra kæmi svartur blettur á tunguna. Þeir sem vendu sig á slíkan ósið féllu í áliti enda fulltrúar Svarta-Péturs í samfélaginu og það fólk hefði ekki taum- hald á skapi sínu og jafnvel gjörðum. Und- antekning frá þessari reglu væru þeir sem vegna starfa sinna glímdu við grimm náttúruöflin og þyrftu útrás á að halda í barátt- unni við erfiðar aðstæður. Á nýrri öld milljarðavæðingar þegar flest virðist leyfilegt í skjóli peninga tekur banki allra lands- manna uppá þeim ósið að nota blóts- yrði í annars vel gerðri fótboltaaug- lýsingu sinni svo eftir er tekið. Þessi leikur er spilaður í tíma og ótíma í fjölmiðlum. Einum þekkasta presti landsins séra Pálmi Matthíassyni er brugðið og ræðir hann um þetta mál í snjallri útvarpsprédikun sunnu- daginn 28. maí sl. Þar kemur klerk- urinn inná áhrifamátt auglýsing- arinnar á ómótuð börnin sem telja sig mega apa allt eftir fyrirmyndinni hvenær sem þeim sýnist. Hann beinir orðum sínum til forráðamanna markaðs- og auglýsingamála bankans og er undrandi á andvaraleysi stjórn- endanna. Í stað þess að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar þá er blásið í seglin og örstutt myndbrot með blóts- yrðinu sýnt í sjónvarp- inu daglega á eftir. Þetta er augljóslega gert til þess að ögra öll- um þorra fólks enn frekar og beina þannig athygli að gamalgróinni starfsemi sinni og örva þannig viðskiptin. Það er augljóst mál að þeir sem eiga í hlut er órótt í sálu sinni og dap- urlegt að þeir skuli draga hina ágæt- ustu forráðamenn og eigendur bankans niður í svaðið með sér og sverta um leið virðulega ímynd bankans. Þá er athyglisvert að hinn þekkti þjálfari þeirra Skagamanna er orðinn Svarti-Pétur í augum landsmanna – dapurleg ímynd sem hann á erfitt með að þvo af sér. Ármann Reynisson skrifar um sjónvarpsauglýsingu Landsbanka Íslands Ármann Reynisson Landsbankablót Í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag er grein eftir Davíð Ingason, markaðsstjóra og lyfja- fræðing, um „Danmerkurþrá landlækna“. Tilefnið mun vera það, að við höfum bent á þá stað- reynd að lyf, sem Íslendingar framleiða og selja jafnframt í Danmörku, er tífalt dýrara hér á landi; já, ekki 10% heldur 10 sinn- um dýrara. Skiljanlegt er að þessu sé ekki svarað með öðru en aulabrandara, eins og Davíð gerir. Ekkert mælir gegn því að lyfja- fræðingar og markaðsmenn, með milljón á mánuði, skemmti sér. En fátækt fólk og veikt, sem greiðir þetta verð fyrir lyfin sín, getur ekki tekið þátt í gríninu. Henni var að minnsta kosti ekki hlátur í huga gömlu konunni sem ræddi við mig í síma fyrir nokkrum dögum. Hún er á lyfinu Triazolam, sem á að vera á markaði hér á landi. Hvað eftir annað er henni sagt í apótekinu að lyfið sé ekki til, þar sem framleiðandinn standi sig ekki. Hún getur í þess stað fengið lyfið Halcion, sem er nær þrefalt dýrara. Virka innihaldsefnið er ná- kvæmlega hið sama í báðum þess- um lyfjum og þau eru að fullu greidd af sjúklingi sjálfum. Hinum almenna lyfjafræðingi í apótekinu, sem þarf að útskýra þessa vitleysu fyrir sjúklingnum, er ekki skemmt. En lyfjafræð- ingar, sem jafnframt eru markaðs- stjórar, geta haldið áfram að skemmta sér. Matthías Halldórsson Lyfjafræðingur skemmtir sér Höfundur er aðstoðarlandlæknir. HINN 15. júní næstkomandi munu Alþjóðleg samtök gegn of- beldi á öldruðum, INPEA, standa fyrir alþjóðlegum forvarnardegi gegn ofbeldi á öldruðum. Tilgang- urinn með deginum er að vekja fólk til umhugsunar og umræðu um hvað sé ofbeldi gegn öldruðum og hvað samfélagið og stofnanir þess geti gert til að sporna við því að slíkt eigi sér stað. Umræður um ofbeldi gegn öldruðum Umræður um ofbeldi gegn öldr- uðum eiga sér ekki langa sögu þrátt fyrir að vandinn sé löngu þekktur. Í bókinni „The Dimens- ions of Elder Abuse“ er talað um að í Bandaríkjunum hafi ofbeldi gegn öldruðum verið „uppgötvað“ seint á áttunda áratugnum. At- hyglinni var þó ekki beint sér- staklega að þessu málefni á þeim tíma. Á síðustu árum hafa hins vegar litið dags- ins ljós ýmsar rann- sóknir er lúta að al- gengi ofbeldis gegn öldruðum og for- vörnum gegn því. Al- þjóðleg samtök gegn ofbeldi á öldruðum, INPEA, hafa verið starfandi frá árinu 1997. Þau hafa meðal annars í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar unnið að stefnumótandi aðgerðum gegn of- beldi á öldruðum. Má í því sam- bandi sérstaklega nefna yfirlýs- ingu sem gefin var út árið 2000 um alheimsforvörn gegn ofbeldi á öldruðum. Í þessari yfirlýsingu er bent á ýmsar stað- reyndir og ýmislegt sem betur má fara í flestum löndum, svo sem að: Lagaramma vanti til að bregðast við þeim vandamálum sem upp koma For- vörn gegn ofbeldi á öldruðum krefjist sam- vinnu þvert á kerfi samfélagsins Heil- brigðisstarfsfólk í grasrótinni sé lykilfólk í forvörnum gegn of- beldi á öldruðum, þar sem það fá- ist við slík mál reglulega – en oft þekki það ekki einkennin. Mennt- un og fræðsla sé mjög mikilvæg bæði á formlegan hátt í menntun fagfólks og í gegnum fjölmiðla. Of- beldi gegn öldruðum sé þekkt um allan heim og oftast þekki þoland- inn gerandann. Ofbeldið eigi sér oftast stað innan fjölskyldunnar eða á stofnunum. Í yfirlýsingunni er ennfremur hvatt til rannsókna á þessu mál- efni, þar sem rannsóknir veki at- hygli á þessu vandamáli og verði til þess að samfélagið krefji yf- irvöld um úrbætur. Málþing um forvarnir gegn ofbeldi á öldruðum Í anda forvarnardags gegn of- beldi á öldruðum mun Þjónustu- miðstöð Laugardals og Háaleitis í samvinnu við Félag eldri borgara, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Öldrunarfræðafélag Íslands standa fyrir málþingi hinn 8. júní 2006 og eru markmið málþingsins þau sömu og INPEA samtakanna með forvarnardeginum. Þegar nær dregur verður dagskrá mál- þingsins meðal annars auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is Þann 15. júní mun samantekt frá málþinginu verða birt á vefsíðum Reykjavík- urborgar. Sigrún Ingvarsdóttir skrifar í tilefni af alþjóðlegum forvarn- ardegi gegn ofbeldi á öldr- uðum, sem er 15. júní ’… mun Þjónustu-miðstöð Laugardals og Háaleitis í samvinnu við Félag eldri borgara, Vel- ferðarsvið Reykjavíkur- borgar og Öldrunar- fræðafélag Íslands standa fyrir málþingi hinn 8. júní nk.‘ Sigrún Ingvarsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og núverandi formaður Öldrunarfræðafélags Íslands (ÖFFÍ). Athygli beint gegn ofbeldi á öldruðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.