Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bergur MagnúsGuðbjörnsson
vélstjóri fæddist á
Ísafirði 22. júní
1969. Hann varð
bráðkvaddur á
Akranesi 28. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Áslaug Ár-
mannsdóttir kenn-
ari, f. 19. október
1947, og Guðbjörn
Páll Sölvason skip-
stjóri, f. 18. október
1945, þau skildu
1988. Maki Áslaugar
er Valgeir Gestsson og maki Guð-
björns er Peao Singsawat.
Systur Bergs eru: a) Sigrún Lilja
kennari, f. 4. apríl 1968, gift Einari
Gíslasyni rafmagnsiðnfræðingi, f.
1967, og eiga þau dæturnar Áróru,
f. 31. mars 1991, og Áslaugu Dóru,
f. 5. júlí 1993. b) Gunnhildur kenn-
ari, f. 26. júní 1970, maður hennar
er Freyr Halldórsson viðskipta-
fræðingur, f. 1972.
Árið 2000 hóf Bergur sambúð
með Oddnýju Guðmundsdóttur,
B.s í umhverfisskipulagi, f. 7. júlí
1967. Þau gengu í hjónaband á sjó-
mannadaginn í fyrra, hinn 4. júní.
Börn Oddnýjar frá fyrra hjóna-
bandi eru Þórhildur, f. 18. mars
1988, og Svavar Kristján, f. 10.
febrúar 1995, Kristjánsbörn. Berg-
ur og Oddný fluttu ásamt börnun-
um á Akranes í júlí 2004.
Oddný er dóttir
hjónanna Þóru
Benediktsdóttur, f.
1947, og Guðmundar
Kr. Guðmundssonar
skipstjóra, f. 1946.
Bróðir Oddnýjar er
Guðmundur Kr.
Guðmundsson skip-
stjóri, f. 1968,
kvæntur Soffíu Guð-
mundsdóttur kenn-
ara, f. 1972, og eiga
þau þrjú börn.
Bergur fluttist
með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur strax eftir fæð-
ingu og bjó þar næstu þrjú árin.
Árið 1972 flutti fjölskyldan til Flat-
eyrar og þar ólust Bergur og syst-
ur hans upp. Bergur gekk í Grunn-
skólann á Flateyri og var síðan
einn vetur á Núpi í Dýrafirði.
Hann fór strax á sjó eftir að grunn-
skólanámi lauk. Haustið 1987 sett-
ist hann í Vélskólann og útskrif-
aðist þaðan vorið 1993. Bergur
hefur að mestu leyti verið til sjós á
fiskiskipum og farið víða, m.a. til
Suður-Afríku og Kóreu. Síðustu
tvö ár hefur hann verið á togar-
anum Sturlaugi H. Böðvarssyni.
Hann fór í land í aprílmánuði sl. og
hóf störf í Norðuráli á Grundar-
tanga.
Útför Bergs verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
„Ég veit það að ókeypis er allt það
sem er best, en svo verð ég að greiða
dýru verði það sem er verst.“ Okkur
dettur í hug þessar línur úr uppá-
haldsljóði Bergs, „Tvær stjörnur“
eftir Megas nú þegar við sitjum og
syrgjum ótímabært fráfall okkar
elskulega bróður. Því vinátta, kær-
leikur, ást og tryggð var nokkuð sem
hann átti ríkulega af og gaf það fús-
lega þeim sem vildu þiggja. Sorgina
og sársaukann verðum við nú að bera
þegar við kveðjum þennan elskulega
og elskaða mann. Bergur Magnús
Guðbjörnsson var ekki nema tæp-
lega 37 ára þegar hann var kvaddur
skyndilega á brott. Það er skjótur
endir og miskunnarlaus gagnvart
þeim sem eftir lifa. Nafn hans átti vel
við þann mann sem hann hafði að
geyma, þar sem það þýðir Kletturinn
Mikli. Lýsingin á íslenskum karl-
mönnum í minni karla átti afar vel
við hann: „… þéttir á velli og þéttir í
lund og þrautgóðir á raunastund“,
því það var hann. Fólk treysti honum
ósjálfrátt, því hann var alltaf yfirveg-
aður og skipti sjaldan skapi. Tryggur
og traustur vinum sínum og fjöl-
skyldu. Við systkinin vorum náin
enda mjög stutt á milli okkar, aðeins
tvö ár og tveir mánuðir milli þess
yngsta og elsta. Beggi, eins og flest-
ur kusu að kalla hann, var miðju-
systkinið og eini strákurinn, sem
veitti honum svolitla sérstöðu í systk-
inahópnum. Eins og góðum bróður
sæmir verndaði hann okkur systurn-
ar og reyndi að leiðbeina okkur um
hitt og þetta, hvort sem við tókum
mark á því eða ekki. Við ólumst upp á
Flateyri, við frjálsræði það sem oft
skapast í svona litlum plássum úti á
landi. Við áttum ekki mikið af nánum
ættingjum á staðnum, en áttum þó
afa og ömmu sem Beggi leitaði mikið
til, sérstaklega afa, sem gaukaði oft
að stráknum ýmsu góðgæti. Pabbi og
afi stunduðu báðir sjómennsku og
snemma hneigðist hugur hins unga
manns að henni líka. Hann lét sér
ekki nægja að sigla um höfin breið,
heldur notaði hann hvert tækifærið
til að fá sér sundsprett, eða sigla um
hann á kajak. Á ættarmótum var það
fastur liður að bróðir okkar tæki
sundsprett í sjó, við mikla aðdáun
yngri frændsystkina. Það hefur
kannski byrjað þegar hann var lítill
strákur á Flateyri að ekki leið sá
dagur á sumrin að hann kom ekki
blautur heim eftir að hafa verið að
sulla í sjónum, leika sér í fjörunni
uppi á Kambi, eða að veiða marhnúta
niðri á bryggju. Fjölskyldan flutti frá
Flateyri, en Beggi var tregur til að
fara þaðan og var síðastur okkar til
að yfirgefa æskustöðvarnar. Við
gerðum að því góðlátlegt grín og
fannst hann lítt ævintýralega sinn-
aður. En hann afsannaði þá kenningu
okkar í eitt skiptið fyrir öll þegar
hann tók sér á hendur miklar og
langar ferðir sem lágu til Suður-Afr-
íku og um Norður-Japanshaf. Ein-
mitt í dvölinni í Suður-Afríku kynnt-
ist Beggi ástinni, konunni sem hann
kvæntist fyrir tæpu ári, henni Odd-
nýju. Við systurnar samglöddumst
honum innilega, því með Oddnýju
eignaðist hann góða konu og ham-
ingjusamt fjölskyldulíf. Þau áttu
engin börn saman, en börn Oddnýj-
ar, Þórhildur og Svavar, hefðu ekki
getað eignast betri stjúpföður því
hann var þeim góður vinur og traust
fyrirmynd. Beggi unni íslenskri nátt-
úru og naut þess að arka um óbyggð-
ir með bakapokann á bakinu og tak-
ast á við náttúruöflin. Þessu
áhugamáli deildi hann með konu
sinni. Það var einmitt við þessa iðju á
sólskinsbjörtum maídegi sem hann
lést svo skyndilega. Það er svo margs
að minnast þegar við hugsum um
hann Begga okkar, og eiginlega
verst að geta ekki spurt hann sjálfan,
því hann var stálminnugur. Það var
varla svo lítilvægt eða ómerkilegt at-
vik sem við gátum ekki spurt hann
um og hann mundi það í smáatriðum,
enda var hægt að fletta upp í honum
eins og alfræðibók. Hann þoldi ekki
að hafa rangt fyrir sér og oftar en
ekki voru miklar rökræður í gangi
sem nánast alltaf enduðu þannig að
það kom í ljós hann hafði rétt fyrir
sér og við hin urðum að láta undan.
Beggi var líka mikill húmoristi og
hafði góð tök á tungumálinu sem
hann notaði sem verkfæri í frásögn-
um sínum, þannig að hrein unun var
að hlusta á. Beggi var duglegur að
rækta fjölskyldu og vináttubönd.
Bergs bróður okkar er sárt saknað af
öllum sem þekktu hann og engin orð
geta lýst þeim harmi sem fráfall hans
er. Oddný, Þórhildur og Svavar, hug-
ur okkar er með ykkur á þessari
sorgarstund.
Gunnhildur Guðbjörnsdóttir og
Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir.
Í byrjun júní fyrir einu ári hitt-
umst við systkinin til að undirbúa
ræðuhöld og skemmtidagskrá fyrir
brúðkaup systursonar okkar Bergs
Magnúsar og Oddnýjar. Í þeirri
ræðu lofuðum við því að íþyngja hon-
um ekki um of framvegis með
skondnum sögum úr uppvexti hans
en af nógu var að taka þar sem Berg-
ur var okkur öllum mjög hjartfólginn
og kynntumst við honum mjög vel
strax sem barni. Ekki óraði okkur
fyrir því þá að svo auðvelt yrði að
efna þetta loforð þar sem lífið virtist
blasa við þeim Oddnýju og engin
merki voru um það að Bergur væri
ekki fullfrískur. Hann var hreystin
uppmáluð, sífellt á göngu um landið,
kleif hæstu fjöll og tinda og naut úti-
vistar með fjölskyldu sinni. Enda var
það í gönguferð sem kallið kom, öll-
um að óvörum, þó að hann hefði
fundið fyrir smáþreytu í nokkurn
tíma sem virtist eiga sér eðlilegar
skýringar.
Bergur var fjölskyldumaður í
bestu merkingu þess orðs. Strax í
bernsku sýndi hann okkur ættingj-
um sínum mikla ræktarsemi og átt-
um við oft skemmtilegar stundir með
honum þegar við heimsóttum fjöl-
skylduna á Flateyri. Hann hafði góða
kímnigáfu og var óvenjufordómalaus
strax sem barn. Hann átti góð sam-
skipti jafnt við unga sem aldna, var
einstaklega hlýr í viðmóti enda
komst hann fljótt í gott samband við
börn Oddnýjar. Þegar hann kom í
bæinn sem barn og unglingur, oft í
þeim tilgangi að fara í bíó, leit hann á
það sem sjálfsagðan hlut að heim-
sækja ættingjana og voru heimsókn-
ir hans okkur mjög kærkomnar.
Það voru ekki einungis kvikmynd-
ir sem vöktu áhuga Bergs og fljót-
lega varð hann dyggur sjónvarps-
áhorfandi. Bergur þurfti oft að
hlusta á okkur segja frá því að þegar
hann var fimm eða sex ára gamall
vildi hann flýta sér heim úr göngu-
ferð til þess að missa ekki af Þingsjá.
Þetta er hins vegar gott dæmi um
hversu fjölbreytt áhugamál hans
voru. Aldrei var komið að tómum
kofanum hjá Bergi hvort sem rædd
voru þjóðmál, saga eða bókmenntir.
Íslenskukennarinn í hópi okkar
systkinanna leitaði stundum til hans
varðandi val lestrarefnis, alltaf mátti
treysta því að Bergur væri búinn að
lesa það helsta sem hafði komið út á
síðustu árum. Bergur starfaði lengst
af á sjó og nýtti sér vel þann tíma
sem gafst til að auðga andann.
Þegar Bergur hafði þekkt Odd-
nýju í stuttan tíma var Svavar, sonur
hennar, að velta því fyrir sér hvort
þau væru rík og svaraði móðir hans
því til að Beggi væri ríkur. Svavar
svaraði þá að bragði að þau væru rík
því að þau ættu Begga. Við sem höf-
um fengið að kynnast Bergi höfum
svo sannarlega orðið ríkari af þeim
kynnum. Minningin um hann á eftir
að auðga tilveru þeirra sem þekktu
hann. Áslaug, Bubbi, Oddný, Þór-
hildur og Svavar, megi minningar
um góðan dreng sefa sárustu sorg-
ina.
Guðbrandur, Steinunn
og Halldís.
BERGUR MAGNÚS
GUÐBJÖRNSSON
Fleiri minningargreinar
um Berg Magnús Guðbjörns-
son bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga. Höfundar
eru: Halldór Ármannsson og Mar-
grét Skúladóttir; Ármann; Starfs-
félagar og stjórnendur Norðuráls á
Grundartanga; Guðrún Ósk,
Hrefna, Svava og fjölskyldur; Ólaf-
ur Elíasson; Ófeigur Hreinsson;
Helena Guttormsdóttir.
✝ Pálína SigurrósGuðjónsdóttir
fæddist í Skjaldar-
bjarnarvík í Árnes-
hreppi í Stranda-
sýslu 13. nóvember
1919. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 24. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guðjón
Kristjánsson, bóndi í
Þaralátursfirði, f.
24. júní 1880, d. 28.
október 1954, og
Anna Jónasdóttir, f.
22. ágúst 1881, d. 12. júlí 1954. Pál-
ína var næstyngst af níu systkin-
um. Hin eru Jónas Kristinn, f. 16.
apríl 1906, d. 10. apríl. 1981; Þor-
steina, f. 30. október 1907, d. 10.
apríl 1991; Eiríkur Annas, f. 25.
nóvember 1908; Guðmundur, f. 24.
september 1910, d. 4. júlí 1984;
Guðjón, f. 22. maí 1942, búsettur í
Mosfellsbæ, maki Sigríður Jakobs-
dóttir. Þau eiga fjögur börn og tvö
barnabörn. 4) Samúel Vilberg, f.
26. febrúar 1944, búsettur í Hafn-
arfirði, maki Bjarney Georgsdótt-
ir. Þau eiga fjögur börn og sex
barnabörn. 5) Þorgerður Erla, f.
18. nóvember 1946, búsett í Borg-
arnesi, maki Ágúst Skarphéðins-
son. Hún á þrjú börn og tvö barna-
börn. 6) Ragnar Sólmundur, f. 26.
febrúar 1950, búsettur í Hafnar-
firði, maki Þórey Guðmundsdóttir.
Þau eiga fimm börn og þrjú barna-
börn. 7) Anna Sigríður, f. 25. sept-
ember 1951, búsett í Hafnarfirði.
Hún á tvö börn og tvö barnabörn.
8) Jón Elías, f. 10. júní 1955, búsett-
ur í Reykjavík, maki Antonía Rodr-
igues. Þau eiga fimm börn. 9) Ólöf
Brynja, f. 16. október 1961, búsett í
Hafnardal, maki Reynir Stefáns-
son. Þau eiga þrjú börn.
Pálína og Jón Jens bjuggu í Mun-
aðarnesi til ársins 2000. Þá fluttu
þau á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Pálínu verður gerð frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Kristján Sigmundur,
f. 17. nóvember 1911,
d. 22. desember 1989;
Anna Jakobína, f. 6.
október 1913; Guð-
mundur Óli, f. 20.
desember 1914, d. 28.
maí 1954; og Ingi-
gerður Guðrún, f. 9.
apríl 1923, d. 24.
ágúst 1986.
Pálína giftist Jóni
Jens Guðmundsyni í
Munaðarnesi. Hann
lést 9. mars 2005. Þau
eignuðust níu börn.
Þau eru: 1) Guðlaug, f. 3. nóvember
1937, búsett í Reykjavík, maki
Tómas Einarsson, d. 12. febrúar
2006. Hún á þrjú börn og eitt
barnabarn. 2) Guðmundur Gísli, f.
9. júní 1939, búsettur í Grundar-
firði, maki Sólveig Jónsdóttir. Þau
eiga sex börn og 13 barnabörn. 3)
Mamma er konan sem heldur í
höndina á manni fyrstu árin en hjartað
alla ævi. Þessi setning kom upp í huga
minn þegar ég stóð við rúmið þitt og
þú varst farin. Það var friður yfir
ásjónu þinni og nú voru sex ára erfið
veikindi að baki, ég þakkaði góðum
Guði fyrir að nú loks varst þú laus við
allar þjáningarnar og komin á betri
stað, örugglega með pabba þér við hlið.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Takk fyrir allt og hvíl í friði.
Þín dóttir,
Anna.
Elsku mamma. Það voru blendnar
tilfinningar sem bærðu á sér þegar
ég vissi að þú varst farin. Það er sárt
að þú sért ekki með okkur lengur en
samt svo mikill léttir að þessu er lok-
ið. Þegar þú veiktist fyrir sex árum
tók við endurhæfing þar sem þú
varst svo ótrúlega dugleg. En svo
kom bakslagið og síðustu árin hefur
þú verið skugginn af sjálfri þér. Það
hefur verið svo sárt að heimsækja
þig við þessar aðstæður. En núna
ertu komin á betri stað og komin til
pabba og jafnvel farin að trítla um í
Þaralátursfirði sem var að þínu mati
fallegasti staðurinn á jörðunni.
Þar ólst þú upp og þaðan varstu
fyrst og fremst. Aðalbláberin voru
alltaf best þar. Og eyrarrósin og
fjalldalafífillinn voru fallegust þar
líka. Það var svo yndislegt að koma
til ykkar pabba í heimsókn og vera
hjá ykkur á Munaðarnesi. Börnin
okkar urðu svo oft eftir og urðu svo
rík af lífinu með ykkur þar. Þegar ég
var barn og unglingur gengum við
venjulega einu sinni á ári upp á Tagl
og hlóðum þar vörðu. Stækkuðum
hana ár frá ári. Það var alltaf í far-
vatninu hjá okkur að fara saman og
laga hana. En það varð aldrei af því.
Það er því orðið löngu tímabært að
fara og skoða vörðuna.
Elsku mamma. Ég þakka þér í
hjarta mínu fyrir það veganesti sem
þú gafst mér fyrir lífið. Þú varst
heimspekingur af guðs náð og með
svo sterka réttlætiskennd.
Guð geymi þig.
Þín
Ólöf.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Pálínu Sigurrósar
Guðjónsdóttur, með nokkrum orð-
um. Það var okkur öllum mikið áfall
þegar Pálína fékk heilablóðfall fyrir
sex árum, þessi fríska og kraftmikla
kona sem elskaði að vera úti í nátt-
úrunni í gönguferðum og ekki síst að
hugsa um blómin sín í garðinum
heima á Munaðarnesi. En allt í einu
var fótunum kippt undan henni og
varð hún að vera að mestu rúmliggj-
andi síðan. Ég kynntist Pálínu fyrir
46 árum þegar ég kom að Munaðar-
nesi 18 ára gömul, nýtrúlofuð Guð-
mundi syni þeirra Pálínu og Jens, og
tóku þau mér eins og þeirra eigin
dóttur. Áttum við eftir að búa í nánu
sambandi í 40 ár þar sem húsið
þeirra stóð fyrir neðan hólinn en
okkar uppi á hólnum. Allt þar til þau
Palla og Jens fluttu suður og ætluðu
að hafa vetursetu þar en vera heima
á sumrin. En því miður varð ekki af
því þar sem veikindi hennar dundu
yfir. Ég á Pöllu afar mikið að þakka
þar sem hún tók að sér heimili og
börn í hvert skipti sem ég þurfti á að
halda, sérstaklega þegar ég var að
fara og eiga börnin mín. Þá var engin
ljósmóðir í Árneshreppi svo ekki var
um annað að ræða en að fara til
Reykjavíkur eða á Akranes og stóð
þá ekki á Pöllu að sjá um allt sem
heima var og þurfti ég ekki að hafa
áhyggjur af neinu í því sambandi.
Þegar börnin komust á legg voru
þau fljót að uppgötva ömmu sína fyr-
ir neðan hólinn og fóru þau þangað
nánast hvern dag. Það var ekki erfitt
að hlaupa niður brekkuna en öllu erf-
iðara að fara upp og var þá afi alltaf
til í að bera krílin heim þegar amma
var búin að dekra við þau stóran part
úr deginum.
Pálína var lítil, grönn og létt á sér
og kvik í hreyfingum, hún fór oft í
langar í gönguferðir og var stundum
nokkra klukkutíma í burtu. Síðasta
sumarið sem hún var heima, þá 79
ára, lét hún sig ekki muna um að
ganga á Munaðarnesfjall sem er ekki
sérstaklega létt því það er mjög
bratt.
Við Palla áttum margar góðar
stundir saman bæði yfir handavinnu
og kaffibolla og ekki síst spjalli um
heima og geima því Palla var mjög
fróð kona og ættfræðina gat hún þul-
ið upp eins og ekkert væri.
Ég votta börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra samúð mína og kveð
tengdamóður mína með virðingu og
þökk. Hvíl í friði.
Sólveig Stefanía Jónsdóttir.
PÁLÍNA SIGURRÓS
GUÐJÓNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Pál-
ínu Sigurrós Guðjónsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Ásta;
Unnur Pálína; Guðbjörg, Bryndís
og Hafrún Guðmundsdætur; Sigur-
rós Sandra og Ingibjörg Bergvins-
dætur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800