Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 34

Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Stýrimaður óskast á togskipið Hring SH. Upplýsingar í síma 430 3500. Guðmundur Runólfsson Hf. Ráðgjafi Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi auglýsir eftir stöðu ráðgjafa í upplýsinga- og greiningardeild. Um er að ræða tímabundið starf í u.þ.b. 8 mánuði, frá og með september 2006, með möguleika á framlengingu. Menntun og hæfniskröfur:  Háskólapróf.  Góð þekking á Evrópusambandinu og evrópskum stjórnmálum.  Mjög góð skrifleg íslensku- og enskukunn- átta. Kunnátta í norsku er kostur.  Reynsla á sviði upplýsingatækni.  Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi. Umsóknarfrestur er til 10. júní næstkomandi. Umsókn og starfsferilsskrá sendist á ensku til Fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, Haakon VII gt 10, Postboks 1643 Vika, 0119 Oslo merkt „Adviser - Iceland“. Meðmæli og prófgögn sendist ekki með að sinni.  Vinsamlegast hafið samband í síma 893 4694 eftir klukkan 14.00 í Hveragerði. Einnig vantar fólk í sumarafleysingar. Aðstoðarverslunarstjóri - sölumaður Leitum eftir drífandi, stundvísum og heiðarleg- um starfsmanni í verkfæraverslun. Upplýsingar um aldur og fyrri störf og meðmæli sendist á tölvupósti: wl@simnet.is sem fyrst. Þarf að geta hafið starf fljótlega. Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Nám fyrir nemendur úr 10. bekk Sumarskólinn í FB er með nám fyrir nemendur sem ekki gekk sem skyldi á samræmdu prófunum í vor. Kennslugreinar eru stærðfræði, enska, íslenska og danska. Kennslan hefst miðvikudaginn 7. júní og lýkur föstudaginn 23. júní. Upplýsingar og skráning á www.fb.is Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. Hringvegur milli Ármótasels og Skjöldólfs- staða 2, Fljótsdalshéraði Sigurðarskáli í Kverkfjöllum, Fljótsdals- héraði Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 6. júlí 2006. Skipulagsstofnun. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar augl@mbl.is ÍSLENSKA veðrið er furðulegt þar sem sama daginn geta öll veðrabrigði komið upp. Það rignir, það snjóar, það gengur á með éljum, það skiptist á logn og hvassviðri og að lokum getur sólin farið að skína. Kannski má það sama segja um íslenska skáklandsliðið í opnum flokki á Ólympíumótinu á Ítalíu þar sem í 11. og 3. síð- ustu umferð mótsins fyllti það íslenska skák- áhugamenn stolti þegar það malaði lið Argent- ínu mélinu smærra. Lokatölur viðureignarinnar urðu 3½ –½ þar sem Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson unnu sínar skákir á meðan Hannes gerði jafntefli. Í sömu hlutföllum og stoltið urðu skákáhuga- menn fyrir miklum vonbrigðum þegar íslenska liðið tapaði 0-4 gegn liði Ungverja í næstu um- ferð. Hannes var beygður í duftið hægt og síg- andi af Almasi (2.657), Jóhann sá aldrei til sólar gegn Gymiesi (2.614), Henrik var rólega en ákveðið ýtt út af borðinu gegn Berkens (2.593) og Stefán Kristjánsson lagði allt í sölurnar gegn Balogh (2.576) en án árangurs. Þetta þýddi að fyrir lokaumferðina var liðið í 47.–52. sæti og í henni var att kappi við lið Qatar. Í þeirri viðureign unnu Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson sannfærandi sigra á 3. og 4. borði á meðan Hannes Hlíf- ar og Jóhann Hjartarson mættu stórmeisturunum og hjónunum Mohammed Al- Modiahki (2.579) og Zhu Chen (2.483). Hannes hélt jöfnu eftir að hafa fengið að- eins lakara tafl gegn Al- Modiahki en Jóhann fékk snemma óteflandi stöðu gegn fyrrverandi vonar- stjörnu kínverska alþýðulýð- veldisins og þó að hann berð- ist um hæl og hnakka náði hann ekki að koma í veg fyrir beiskan ósigur gegn fyrrverandi heimsmeistara kvenna í skák. Þessi sigur gegn Qatar hafði í för með sér að íslenska liðið fékk 28½ vinning og hafnaði í 43.–48. sæti en eftir nánari stigaútreikninga lenti liðið í 45. sæti. Fyr- irfram mátti búast við að liðið lenti í 27. sæti af 148 keppnissveitum svo að niðurstaðan er vita- skuld umtalsverð vonbrigði. Árangur einstakra liðs- manna varð þessi: 1. borð: Hannes Hlífar Stefánsson (2.579) 4½ v. af 10 mögulegum (tapar 5 stigum, árangur upp á 2.541 stig) 2. borð: Jóhann Hjartarson (2.619) 4 v. af 10 mögulegum (tapar 23 stigum, árangur upp á 2.443 stig) 3. borð: Helgi Ólafsson (2.521) 5 v. af 8 mögulegum (græðir 4 stig, ár- angur upp á 2.559 stig) 4. borð: Henrik Danielsen (2.520) 4½ v. af 8 mögulegum (tapar 4 stigum, árangur upp á 2.479 stig) 1.vm.: Stefán Kristjánsson (2.480) 5½ v. af 9 mögulegum (græðir 6 stig, árangur upp á 2.525 stig) 2. vm.: Þröstur Þórhallsson (2.448) 5 v. af 7 mögulegum (græðir 5 stig, árangur upp á 2.489 stig.) Gengi Hannesar og Jóhanns var nokkuð und- ir væntingum. Hannes hóf mótið af krafti en dal- aði þegar á leið. Jóhann hóf keppnina vel en tap- aði svo þremur skákum í röð en náði að rétta úr kútnum áður en hann tapaði síðustu tveim skák- unum. Henrik Danielsen átti köflótt mót á með- an Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson stóðu sig vel á heildina litið. Að ósekju hefðu Helgi og Þröstur mátt tefla meira en Þröstur vann síðustu þrjár skákirnar. Fyrirfram mátti búast við að íslenska liðið í kvennaflokki myndi lenda í 55. sæti af 103 keppnisliðum en dömurnar íslensku stóðu sig betur en það, þær lentu í 45.–52. sæti með 20 vinninga af 42 mögulegum. Lenka Ptácníková (2.183) tefldi af öryggi á mótinu, tapaði í fyrstu umferð en vann svo 5 skákir og gerði 5 jafntefli, þ.e. 7½ vinningur af 11 mögulegum. Árangur hennar samsvarar 2.292 stigum og hækkar hún um 25 stig. Guðlaug Þorsteinsdóttir (2.138) gekk vel á öðru borði og fékk hún 7 vinninga af 11 mögulegum og hækkar á stigum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (2.013) fékk 4½ vinning af 11 mögulegum og lækkar þó nokkuð á stigum sem og Sigurlaug Friðþjófsdóttir (1.876) sem fékk 1 vinning af 5 mögulegum. Flestum að óvörum urðu Armenar hlutskarp- astir í opnum flokki með 36 vinninga, Kínverjar komu næstir með 34 vinninga og Bandaríkja- menn náðu bronsinu á meðan stigahæsta sveit- in, Rússar, urðu að gera sér sjötta sætið að góðu, einu sæti neðar en lið Ungverja. Úkraína varð sigurvegari í kvennaflokki með 29½ vinning en Rússar komu næstir með 28 vinninga. Það skiptast á skin og skúrir SKÁK Tórínó á Ítalíu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 2006 20. maí – 4. júní 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON Þröstur Þórhallsson og Lenka Ptácníková fengu hæstu vinningshlutföll íslensku keppendanna á ÓL.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.