Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HALLDÓR Ásgrímsson og Guðni Ágústsson báðu mig um að hitta sig saman og tilkynntu mér að þeir hefðu náð samkomulagi þess efnis að þeir myndu láta af störfum formanns og varaformanns í því skyni að skapa svigrúm fyrir Finn Ingólfsson,“ segir Hjálmar Árnason, for- maður þingflokks Framsóknarflokks, um til- kynningu formanns flokksins þess efnis að hann ætli að hverfa á brott úr stjórnmálum. Þegar Morgunblaðið náði tali af Finni Ing- ólfssyni í gærkvöldi sagðist hann þó ekki hafa uppi áform um að snúa sér aftur að stjórnmál- um en aðspurður segir hann það rétt að Halldór og Guðni Ágústsson, varformaður flokksins, hafi boðað sig til fundar – fyrir hálfum mánuði. Þar var rætt um hugsanlega endurkomu Finns í stjórnmál og hvort hann myndi íhuga að taka við formennsku í flokknum ef á hann yrði skor- að. „Ég tók mér umhugsunarfrest um það í nokkra daga en svaraði því síðan sólarhring síðar að ég hefði ekki verið með það í huga að snúa aftur í stjórn- mál. Ég væri kannski tilbú- inn til að leggja eitthvað á mig fyrir flokkinn en for- sendan fyrir því væri sú að um það væri samstaða.“ Aðspurður hvort hann muni hugleiða að taka við formennsku í flokknum náist um það samstaða segist Finnur ekkert hafa íhugað það. „Ég svaraði ósk þeirra með þeim hætti að ef um það væri samstaða þá væri ég tilbúinn að skoða það. En ég er ekkert að íhuga neitt, ég var með það í huga að snúa mér að allt öðrum hlutum og það eru þeir sem taka huga minn núna. Það er formaður í flokknum og hann var að ítreka að hann yrði það áfram, fram að næsta flokksþingi,“ segir Finnur Ingólfsson. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsókn- arflokksins, segir í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi að hann hefði á fundi með forsætis- ráðherra og hans nánustu samstarfsmönnum fallist á ákveðnar tillögur sem miðuðu að því að ný forysta tæki við flokknum strax í sumar og alger samstaða væri um. Þá var ráðgert að hann og Halldór segðu af sér sem formaður og vara- formaður. „Í dag, annan dag hvítasunnu, var ljóst að ekkert yrði af þessum fyrirætlunum og ekki sú samstaða í flokknum sem áður var talið. Þess vegna vil ég taka fram að ekkert liggur fyrir um afsögn mína sem varaformaður enda ekkert samkomulag miðað við þessa niður- stöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Halldór og Guðni óskuðu eftir að Finnur tæki við formennsku flokksins Samstaða forsenda fyrir endurkomu Finns Finnur Ingólfsson  Yfirlýsing | 4 GUÐJÓN Valur Sigurðsson var í gær- kvöld útnefndur besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, sem talin er sterkasta deildakeppni heims. Hann er annar Íslendingurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi en Ólafur Stefánsson var kjörinn tvívegis, árin 2001 og 2002. Guðjón Valur varð jafnframt markakóng- ur deildarinnar og er einnig annar Íslend- ingurinn sem nær þeim áfanga en Sigurð- ur Sveinsson varð markahæstur árið 1986. „Ég er mjög stoltur yfir því að hafa náð að jafna bæði Óla og Sigga á sama tíma- bilinu,“ sagði Guðjón Valur við Morgun- blaðið í gærkvöld. | B1 Guðjón Valur bestur í Þýskalandi Á ANNAÐ hundrað manns gekk á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands, í blíðskaparveðri um liðna helgi og segir Haraldur Örn Ólafsson, farar- stjóri, að líklega hafi aldrei fleiri gengið á hnúkinn á einum degi. Þrátt fyrir mikinn fjölda göngumanna tókst afar vel til og ríkti almenn ánægja með gönguna sem tók á milli tólf og fjórtán klukkutíma eftir hópum. „Fólk var vel búið undir átökin þannig að gangan gekk alveg vandræðalaust og hefði vart getað verið betri,“ segir Haraldur sem stjórnaði ferðinni ásamt tíu öðrum fararstjórum. | Miðopna Morgunblaðið/RAX Á annað hundrað manns á Hvannadalshnúk „MIÐAÐ við þá markaðsverðsútreikninga sem við sjáum í þessum samningum er verið að tala um miklu hærri tölur en einn millj- arð,“ segir Jón Jónsson, héraðsdómslög- maður, sem ásamt fleiri lögmönnum fer með málefni landeigenda við Jökulsá á Dal, en matsnefnd um verðmæti og umfang vatnsréttinda í Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal/Lagarfljóti vegna Kárahnjúka- virkjunar er um þessar mundir að fá í hend- ur greinargerðir frá Landsvirkjun og land- eigendum. Matsnefndin fjallar um hvaða vatnsrétt- indi Landsvirkjun fær og hvers virði vatns- réttindin eru landeigendum en málið er nokkuð flókið þar sem Jökulsá á Brú er færð úr farvegi sínum yfir í Lagarfljót og hefur ekki áður hér á landi þurft að takast á við lagaleg álitaefni sem að slíkum vatna- flutningum lúta. Meginregla að fara eftir markaðsvirði Jón segir að byggt sé á því að upp séu komnir raunhæfir möguleikar fyrir aðra að- ila en hin opinberu orkufyrirtæki til að virkja og selja raforku, þ.e.a.s. með tilkomu nýju raforkulaganna. „Vegna þessa erum við farin að sjá dæmi þar sem landeigendur hafa leyft öðrum aðilum að virkja vatnsföll í sínu landi gegn ákveðinni leigu á vatnsrétt- indum. Sú verðmyndun leiðir til þess að vatnsréttindi eru, miðað við þessa fáu samn- inga sem hafa verið gerðir frá 2003, mun verðmætari en eldra mat fól í sér,“ segir Jón en meginreglan í eignarnámsrétti er að fara eftir markaðsvirði. Miðað við aðferðafræðina, samkvæmt gömlum matsmálum, hafa menn reiknað út að þau vatnsréttindi sem látin verða af hendi vegna Kárahnjúkavirkjunar nemi u.þ.b. einum milljarði króna. Jón vill ekki nefna ákveðnar tölur fyrr en kröfugerð landeigenda liggur fyrir í næsta viku en eins og áður segir telur hann um að ræða mun hærri upphæð en milljarð króna. Háar kröfur á Landsvirkjun vegna Kárahnjúkavirkjunar Vatnsréttindi eru mun verðmætari en áður  Landeigendur | 8 MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor’s greindi í gær frá því mati fyrirtækisins að horf- ur um lánshæfismat ríkissjóðs væru nú orðnar neikvæðar í stað stöðugra áður. Lánshæfisein- kunnir ríkisins haldast þó óbreyttar og sama á við um Íbúðalánasjóð. Þá breyttust horfur á lánshæfismati í erlendri mynt hjá Íbúðalána- sjóði úr neikvæðum í stöðugar. Ástæðan fyrir breytingunum varðandi láns- hæfismat ríkisins er sögð vera aukin hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Auknar launahækkanir og annar verðbólguþrýstingur eru talin kalla á frekari stýrivaxtahækkanir og ekki sé búist við því að stefnan í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga 2007 styðji viðleitni Seðlabankans til að draga úr verðbólgu. Grípa þarf til áhrifaríkra aðgerða Þá kemur fram að verði ekki gripið til áhrifa- ríkra aðgerða til þess að halda innlendri eft- bankans, segir þessar fréttir ekki hjálpa, frekar en aðrar neikvæðar fréttir. Lykilatriði sé að verðbólgan fari ekki úr böndunum, og vaxta- hækkanir Seðlabankans leysi ekki vandann ein- ar og sér. Allir verði að taka höndum saman. Sigurjón sagði það óheppilega tilviljun að frétt- in kæmi á sama tíma og Halldór Ásgrímsson ákvæði að draga sig í hlé. Einhverjir kynnu að tengja þetta saman, þótt um ótengd atriði væri að ræða. Ekki áhrif á bankana Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings banka, segir tilkynn- inguna ekki skipta máli fyrir bankana og að mikilvægt sé að skilja á milli bankanna og rík- isins. Í heildina séu þetta þó ekki jákvæðar fréttir, hvernig horft sé á íslensk efnahagsmál. Hann segist efast um að þetta hafi mikil áhrif á endurfjármögnun bankanna. | Miðopna irspurn og verðbólgu í skefjum og ef komi til mikils samdráttar og versnandi efnahags gæti það leitt til lækkunar á lánshæfismatinu. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að breytingin þurfi ekki að koma mikið á óvart og að ríkisvaldið hljóti að taka þessa viðvörun al- varlega. Hann segir að hagstjórnin sem ríkis- stjórnin hafi staðið fyrir að undanförnu hafi ekki miðað að því að draga úr þenslu í samfélag- inu og ná fram betra jafnvægi í efnahagslífinu. Ljóst sé að þessi breyting hjálpi ekki til við end- urfjármögnun bankanna. Að hans mati hafi þetta þó ekki nein úrslitaáhrif þar um. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Lands- Horfur um lánshæfismat ríkissjóðs metnar neikvæðar Hjálpar ekki til við fjár- mögnun bankanna að mati forstjóra Glitnis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.