Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 10

Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 10
10 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EF vörugjöld á matvæli eru afnum- in, allar matvörur bera 14% virð- isaukaskatt og tollvernd á búvörum er lækkuð um helming yrði verðlag á matvörum hér á landi svipað og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Þessi breyting myndi lækka árs- útgjöld heimilanna um 90 þúsund krónur. Þetta segir Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri og for- maður matvælanefndar. Hallgrímur skilaði skýrslu til forsætisráðherra í gær, en hann stendur einn að nefnd- arálitinu vegna þess að ekki náðist samkomulag í nefndinni. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, skipaði í byrjun þessa árs nefnd sem fékk það hlut- verk að fjalla um hátt matvælaverð á Íslandi og gera tillögur um lækkun matvælaverðs. Í nefndinni sátu embættismenn og fulltrúar hags- munasamtaka. 50 þúsund kr. lækkun útgjalda Í skýrslunni kemur fram að með afnámi vörugjalda og breytingum í skattamálum sé hægt að lækka mat- vöruverð um 7,5% en það þýðir að matarreikningur vísitölufjölskyldu myndi lækka um tæplega 50 þúsund krónur á ári. Í niðurstöðum skýrsl- unnar kemur ennfremur fram að með því að lækka tollvernd á búvör- um um helming myndi útgjöld heim- ilanna lækka um 41 þúsund krónur á ári og ef tollar væru afnumdir myndu útgjöld heimilanna lækka um tæplega 82 þúsund krónur. Hallgrímur sagði að margvísleg vandamál fylgdu núverandi skatt- lagningu á matvælum, en matvörur eru skattlagðar á margvíslegan hátt og mismikið. Sumar matvörur bera vörugjald en aðrar ekki og gjaldið er mishátt. Meirihluti matvæla ber 14% virðisaukaskatt en um fimmt- ungur þeirra ber 24,5% skatt. Á sumar matvörur leggst tollur sem er mishár. Þessari skattlagningu fylgir flókið kerfi undanþága. Hallgrímur sagði að vegna þess að skattlagningin væri á fyrsta stigi framleiðslunnar og við bættist síðan virðisaukaskattur og álagning mögnuðust skattlagningaráhrifin upp. Verðið væri ekki aðeins hærra af þeim vörum sem væru skatt- lagðar heldur líka á vörum sem væru í samkeppni við hina skatt- lögðu vöru. Þetta ætti raunar bæði við um vörur sem bera vörugjöld og einnig landbúnaðarvörur. Hall- grímur tók sem dæmi að ef breyt- ingar yrðu gerðar sem leiddu til þess að mjólk lækkaði verulega í verði myndu vörur eins og gos og safar líka lækka í verði. Hallgrímur sagði að stjórnsýsla í álagningu skatta og tolla á matvæli væri flókin og ógagnsæ. Hún byggð- ist á margvíslegum lögum, reglu- gerðum, tollskrárviðaukum og við- skiptasamningum, væri ýmist almenn eða sértæk. Íslensk veitingahús dýrust í Evrópu Nefndin fjallaði einnig um ein- földun á virðisaukaskatti matvöru, en matvara er ýmist í 14% þrepi eða 24,5% þrepi. Stuðningur var innan nefndarinnar við það sjónarmið að allar matvörur yrðu í lægra þrepinu og jafnframt að veitingahús bæru 14% skatt. Í nýrri skýrslu Hagstofu Evrópu, Eurostat, kemur fram að verðlag á veitinga- og gistiþjónustu á Íslandi er langhæst í Evrópu. Verðið er 91% yfir meðalverði 25 ríkja ESB. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að verslunin og milliliðir myndu að ein- hverju leyti taka til sín þær lækk- anir sem fylgdu breytingum á skött- um og afnámi vörugjalda. Hallgrímur sagði að það væri nið- urstaða sín og Hagstofunnar að þessar breytingar myndu skila sér mjög vel til neytenda. „Ástæðan fyr- ir því að við segjum að þetta muni skila sér er sú að það er feikilega mikil samkeppni á matvörumarkaði. Þar að auki höfum við reynslu af skattalækkunum af þessu tagi og þær hafa yfirleitt gefist ákaflega vel að þessu leyti. Ég vísa þar til lækk- unar á tollum af grænmeti og lækk- unar á virðisaukaskatti á sínum tíma,“ sagði Hallgrímur og bætti við að það skipti máli hvernig að þessari breytingu yrði staðið, þ.e. að hún yrði kynnt vel og með góðum fyr- irvara. Hallgrímur sagði að mikill ágrein- ingur hefði verið í nefndinni um breytingar á tollvernd á landbún- aðarvörum. Helstu búvörur svo sem kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólk- urafurðir, ostar og egg bera nú háa tolla og sagði Hallgrímur að þeir kæmu að mestu í veg fyrir innflutn- ing á þessum vörum. „Þessi toll- vernd veitir ekki einungis vernd fyr- ir innlenda búvöruframleiðslu heldur veitir hún ennfremur skjól fyrir hátt verð á samkeppnisvörum. Af þessum sökum hefur það sjón- armið verið reifað innan nefnd- arinnar að til þess að ná niður mat- vöruverði hér á landi sé engin ein aðgerð jafnárangursrík og að draga verulega úr eða afnema tollverndina og veita innfluttri vöru aðgang að innanlandsmarkaði,“ sagði Hall- grímur. Ágreiningur um lækkun tolla Í nefndinni voru settar fram til- lögur um breytingar á tollum. Ann- ars vegar var gerð tillaga um að inn- flutningsverndin yrði lækkuð markvisst og afnumin og markaðs- kerfi landbúnaðarins gert opnara og frjálsara en það er nú. Hins vegar yrði stuðningur við landbúnaðinn og byggð í landinu aukinn sem svaraði til lækkunar tollverndarinnar. Hall- grímur sagði að fulltrúar landbún- aðarins í nefndinni hefðu ekki tekið undir þessi sjónarmið. Þeir hefðu raunar talið að áhrif niðurfellingar tollverndar væru ofmetin og aðgerð- ir af þessu tagi væru skaðlegar land- búnaðinum. Í skýrslunni kemur fram að áætluð áhrif af helmings- lækkun tolla fyrir heimilin í landinu væru 4.750 milljónir og afnám allra tolla þýddi 9,5 milljarða lækkun matarútgjalda. Hallgrímur sagði að- spurður að þetta þýddi ekki að þetta væru þær upphæðir sem ríkissjóður þyrfti að bæta landbúnaðinum upp í formi meiri styrkja. Um væri að ræða lægri upphæðir, en hann vildi ekki nefna hversu háar upphæðir þyrftu að koma til. Lækkun eða afnám tolla á búvör- um hefði óveruleg áhrif á tekjur rík- issjóðs vegna þess hvað lítið er flutt inn af búvörum. Afnám vörugjalds og breytingar á virðisaukaskatti þýddi hins vegar að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 4,1 milljarð króna. Á móti kemur að heimilin myndu verja tekjum sínum í aðra hluti sem bera skatta. Hallgrímur áætlar að þarna gæti verið um 840 milljónir að ræða og veltuaukningar samfara af- námi allra tolla á búvörum væru 1.800 milljónir. Helmingslækkun tolla og afnám vörugjalda myndu lækka útgjöld um 90 þúsund krónur Morgunblaðið/Þorkell Hagstofustjóri segir að engin ein aðgerð sé jafn árangsrík og að draga verulega úr eða afnema tollvernd af landbúnaðarvörum. „Ef ákvörðun verður tekin um að afnema matarskattinn er ekki hægt að gera það á þeirri for- sendu að um sé að ræða aðgerð til tekjujöfnunar.“ Þetta segir Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri, en rannsókn Hagstof- unnar sýnir að heimilin verja álíka miklum fjárhæðum í mat- arútgjöld hvort sem tekjur heim- ilanna eru háar eða lágar. Afnám matarskattsins (14% virð- isaukaskattur á matvæli) bætti kaupmátt heimilanna tiltölulega jafnt. Niðurstaða Hagstofunnar er að heimili, þar sem tveir fullorðnir eru í heimili og tvö börn yngri en 12 ára, verji að meðaltali um 750 þúsund krónum á ári í matarút- gjöld. Þetta eru um 14,4% af út- gjöldum heimilisins. Um 90% heimila af þessari gerð eyða ár- lega 648–767 þúsund krónum í mat á ári. Mjög misjafnt er hversu hár virðisaukaskattur er lagður á matvæli í Evrópu. Þessi skattur er 25% í Danmörku, 17% í Finn- landi, 13% í Noregi, 6% í Hollandi og 5% í Tékklandi. Í mörgum löndum er virðisaukaskattskerfið flóknara en á Íslandi. Í fjórum Evrópulöndum bera matvæli t.d. þrjú virðisaukaskattsþrep. Þetta eru Belgía, Írland, Kýpur og Portúgal. Afnám mat- arskatts ekki tekjujöfn- unaraðgerð ALÞÝÐUSAMBAND Íslands telur brýnt að þegar verði hafist handa við að umbreyta nú- verandi stuðningskerfi í landbúnaði úr kerfi hafta og hamla í kerfi með verulega auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda og myndu auðvelda aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum. Fagnar Alþýðusambandið því að í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar forsætisráð- herra sé sýnt fram á það, með vönduðum út- reikningum Hagstofu Íslands, hverjar séu helstu ástæður fyrir því að matvælaverð hér á landi er mun hærra en í helstu nágrannalönd- um. Jafnframt sé sýnt fram á það í skýrslunni hvernig ná má matvælaverði á Íslandi niður á sambærilegt stig og í þeim löndum. Ljóst sé að afnám verndartolla ráði þar úrslitum. „Að mati Alþýðusambands Íslands er ekki eftir neinu að bíða; íslensk landbúnaðaryfir- völd, bændur og neytendur eiga nú þegar að taka höndum saman um slíkar tímabærar að- gerðir,“ segir í tilkynningu frá Alþýðusam- bandinu. Megináhersla á venjuleg matvæli Í tillöguflutningi sínum í matvælaverð- snefnd forsætisráðherra hafi ASÍ lagt áherslu á að meginþungi aðgerðanna til að lækka mat- vælaverð næði til venjulegra matvæla í inn- kaupakörfu heimilanna. „Þegar ljóst var að ekki væri nægjanlegur stuðningur í nefndinni við umbreytingar á stuðningskerfi landbúnaðar og til stóð að af- marka beinar tillögur við breytingar á tollum, vörugjöldum og samræmingu virðisaukaskatts af matvælum var ljóst að ekki myndi nást sam- komulag í nefndinni. Alþýðusamband Íslands taldi það ranga forgangsröðun og vildi ekki standa að tillögum sem leiða myndu til veru- legra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla,“ segir í tilkynningu. Tillögur nefndarinnar skref í rétt átt Samtök verslunar og þjónustu telja tillögur matvælanefndar forsætisráðherra skref í rétta átt þó æskilegra hefði verið að full samstaða hefði náðst um að heimila tollfrelsi í innflutn- ingi á landbúnaðarvörum og afnema ofurvernd fyrir innlenda framleiðslu, sem sé ein sú mesta í heiminum. Slíkar breytingar muni hafa áhrif til lækk- unar á vöruverði, séu hvetjandi fyrir atvinnu- lífið og auka trúverðugleika Íslands í alþjóða- viðskiptum. Eðlilegt samkeppnisumhverfi fyrir landbúnaðinn, sem þá stæði jafnfætis öðr- um atvinnugreinum í landinu, myndi skapast í kjölfar frelsis í innflutningi landbúnaðarvöru, einkum kjöts, osta, eggja og blóma. Telja samtökin mikilvægt að stjórnvöld bregðist fljótt við ráðum meirihluta matvæla- nefndar um aukið frelsi í viðskiptum með land- búnaðarvöru. „Ísland er meðal þeirra þjóða sem krefjast hvað harðastrar verndarstefnu fyrir landbún- að innan alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. Þessi einarða stefna Íslendinga á litlu fylgi að fagna meðal helstu viðskiptalanda okk- ar í Evrópu og spillir fyrir í þeim samninga- viðræðum WTO sem nú eru á mjög viðkvæmu stigi. Ísland er hluti af innri markaði Evrópu og landsmenn eiga að njóta þess í viðskiptum sínum innan þess svæðis,“ segir í tilkynningu. Opinber neyslustýring alltaf mistekist Samtökin mótmæla kenningum um að lægri tollar og aukið frelsi í innflutningi á matvælum skili sér ekki til neytenda því smásöluverslunin hækki þá álagningu sína. Því til stuðnings benda samtökin á að lækkun tolla á grænmeti fyrir nokkru hafi leitt til viðvarandi lægra verðs til neytenda. Samtökin álíta enn fremur að opinber neyslustýring, á borð við hugmyndir Lýð- heilsustofnunar um að halda beri í hærri skatt- lagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar, sé dæmd til að mistakast. Það hafi hún alltaf gert og engin dæmi hafi verið sýnd um að hærri skattlagning á slíkar vörur breyti neyslumynstrinu sem neinu nemur. Vísbendingar séu um að efnalitlir neytendur kaupi frekar óhollar matvörur en þeir sem hafa meiri fjárráð og hærri skattlagn- ing á slíkur vörur myndi líklega verða til þess að rýra kjör þessa fólks enn frekar. ASÍ og SVÞ leggja áherslu á skjót viðbrögð Morgunblaðið/Eggert Frelsi í innflutningi, meðal annars á ostum, myndi leiða til lægra vöruverðs að mati SVÞ.            !"     ! "# $%" & ' () *   )'   + ()  , -  '  %"(( *  .-"  %"(( * &( ' "("  /-  " -" () & #  0 ! " 1   )'  + ()  2 3&  '-" 4"(   56   ( ! " & % 56   *(!" .-"  ('# 6&                          

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.