Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 30 64 06 /2 00 6 Flugustangasett Tilboð 21.490kr. Verð áður 24.990 kr. Lífstíðarábyrgð. Önnur sett frá 14.700 kr. Slate vöðlujakki Tilboð 19.990kr. Slate öndunarvöðlur Tilboð 29.900kr. Verð áður 37.990 kr. Vangen mittisvöðlur Tilboð 10.990kr. Verð áður 14.990 kr. Verð áður 24.990 kr. Íslenskar fjallkonur Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir á morgun SAMKVÆMT reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykja- víkurborg er heimilt að auglýsa ekki eftir starfsmanni ef afleysingu er ætlað að standa skemur en eitt ár. Sama regla á við í kjarasamningum við stéttarfélög starfsmanna borgar- innar. Þetta segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri en fulltrúar stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn lögðu fyrir borgarráð á fimmtudag fyrirspurn vegna tímabundinnar ráðningar Magnúsar Þórs Gylfason- ar í starf skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra. Í fyrirspurninni er m.a. spurt hvort „þetta mikilvæga starf innan stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar“ hafi verið auglýst, hvaða hæfnis- og menntunarkröfur hafi verið gerðar og hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borg- inni, á kostnað menntunar, hæfni og reynslu. Er vakin athygli á því að Magnús Þór sé fyrrverandi starfs- maður í Valhöll og aðstoðarmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, „með nýlegt BS próf í við- skipafræði“, líkt og það er orðað. Kristín Árnadóttir, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2004, er í tíma- bundnu leyfi frá störfum. Vilhjálmur bendir á að þegar um ráðningu til styttri tíma sé að ræða sé reynt að finna þann sem getur losnað með stuttum fyrirvara, sett sig inn í starfið og gegnt því í stuttan tíma án þess að skuldbinding mynd- ist um áframhaldandi ráðningu. „Það heyrir til undantekninga að störf séu auglýst þegar um afleysingar er að ræða og þá einungis í þeim tilvikum að ekki hefur tekist að finna neinn sem getur tekið að sér starfið á ofan- greindum forsendum. Það hefur ekki átt við um störf stjórnenda,“ segir Vilhjálmur. Starfið ekki auglýst á sínum tíma Hann segir ekki liggja fyrir hvaða hæfnis- og menntunarkröfur voru gerðar þegar upphaflega var ráðið í stöðu skrifstofustjóra. Þá var ekki auglýst þótt um ráðningu til 5 ára hafi verið að ræða heldur valin sú leið að leggja fyrir borgarráð tillögu um ráðningu fyrrverandi sviðsstjóra fjölskyldu- og þróunarsviðs, sem áð- ur var pólitískur aðstoðarmaður borgarstjóra R-listans. „Þeirri til- lögu fylgdi ekki sérstakur rökstuðn- ingur né sérstök skilgreining um hæfnis- og menntunarkröfur,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkur dæmi um það á síðustu árum að ráðið sé í störf í stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar í ráðhúsinu, bæði tímabundin og föst störf, án auglýsinga. Vilhjálmur bendir á að Magnús Þór sé viðskiptafræðingur og upp- fylli vel allar hæfniskröfur og hafi menntun og reynslu sem nýtast í starfinu. „Við ráðningu hans hefur verið fylgt hefðbundnum ráðningaraðferð- um þegar um tímabundið afleysinga- starf er að ræða. Gagnrýni Samfylk- ingarinnar um annað er því á engan hátt á rökum reist og hreinar að- dróttanir. Borgarfulltrúar Samfylk- ingarinnar ættu að líta sér nær,“ segir Vilhjálmur. Undantekning ef afleys- ingastörf eru auglýst Minnihlutinn spyr hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is BLÓÐBANKINN mun fá nægilega stórt rými í húsnæði sem bankinn flytur í nú í haust. Sveinn Guðmunds- son, yfirlæknir í bankanum, segir að lausn hafi fundist í húsnæðismálum bankans fyrir milligöngu heilbrigðis- ráðuneytisins. Blóðbankinn hefur átt við töluverð- an húsnæðisvanda að etja en ljóst hefur þótt að húsnæði hans við Bar- ónsstíg sé allt of lítið. Landspítali – háskólasjúkrahús skrifaði fyrr í þess- um mánuði undir leigusamning á hús- næði á Snorrabraut 60 og var ákveðið að Blóðbankinn flytti þar inn. Samt sem áður var óljóst hvort sú lausn nægði þar sem reiknað var með að framkvæmdanefnd nýs Landspítala fengi efstu hæð hússins til afnota. Að sögn Sveins Guðmundssonar fékkst lausn í málinu í vikunni sem felur í sér að Blóðbankinn fái u.þ.b. helming efstu hæðarinnar á móti fram- kvæmdanefndinni. Sveinn segir að miðað við núverandi húsnæði muni aðstaða bankans stækka um 60–70% með flutningi í hið nýja húsnæði. „Þessi lausn þýðir að við getum kom- ið fyrir með góðu móti þeirri starf- semi sem er í Blóðbankanum í dag. Við fögnum þessari niðurstöðu.“ Hann segir að þarfagreining bankans geri ráð fyrir að hann fái stærra hús- næði en húsið á Snorrabraut 60 mið- ist vel við starfsemi hans nú. „Við mættum góðum skilningi ráðuneytis- ins á aðstæðum og þörfum Blóðbank- ans og við vonum að það skili þeim ár- angri að ráðuneytið vaki yfir því í framtíðinni að með vaxandi starfsemi og umsvifum verði hlutirnir sífellt skoðaðir og metnir,“ sagði Sveinn. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málið hefði verið leyst og að hann teldi að málið hefði byggst á einhvers konar misskilningi. „Blóðbankinn fær þessar tvær hæðir og hluta þeirr- ar efstu eins og ráð var gert fyrir í upphafi.“ Þarfir Blóð- bankans verða uppfylltar VEGGJAKROT verður ekki þolað á eigum borgarinnar. Á þetta leggur umhverfisráð Reykjavíkur áherslu. Beinir ráðið því til sviða og stofnana borgarinnar að við veggja- kroti verði brugðist taf- arlaust er þess verði vart með því að fjarlægja það svo fljótt sem auðið er. Þetta kemur fram í bókun sem lögð var fram í umhverfisráði á mið- vikudag. Í bókuninni segir enn- fremur að umsjónarmenn eigna Reykjavíkurborgar skuli líta á það sem starfs- skyldu sína og hluta af rekstri og viðhaldi að fjarlægja veggjakrot. Þá er því beint til hverfisráða og þjónustumiðstöðva að fylgjast vel með því hvernig unnið er gegn veggjakroti í þeirra hverfum. Því er einnig beint til einstaklinga og fyrirtækja í borginni að taka með sama hætti á veggjakroti og mælst er til að opinberir aðilar geri. Í skýrslu um veggjakrot sem unnin var árið 2003 og kynnt var á fundi umhverfisráðs, kemur fram að lögreglan í Reykjavík leggur áherslu á að til þess að mögulegt verði að lágmarka veggjakrotið í borginni þurfi samstillt átak bæði opinberra og einkaaðila. Bent er á að veggjakrot sé skemmdarverk sem varði við lög. Veggjakrot ekki þolað á eigum borgarinnar Morgunblaðið/Golli Umhverfisráð borgarinnar vill veggja- krotið burt - og það strax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.