Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 17
ERLENT
A
llt líf hér er gegnsýrt af
samskiptum þjóð-
arbrotanna sem hér
búa, allur dagurinn fer í
að tala um þau,“ segir
Kolfinna Baldvinsdóttir, sem býr og
starfar í Pristina, höfuðstað Kosovo-
héraðs. Hún er þar á vegum sænskr-
ar stofnunar og vinnur að því að
mennta fólk, meðal annars í stjórnun
og rekstri.
Kosovo er undir stjórn Sameinuðu
þjóðanna en er enn tæknilega hluti af
Serbíu. Nú standa yfir viðræður um
framtíð héraðsins en Kosovo-Albanar
sem eru um 90% af íbúum héraðsins,
vilja að héraðið fái sjálfstæði. Serbar
búa á afviknum svæðum í héraðinu
þangað sem þeir hörfuðu eftir að
Kosovo-stríðinu lauk 1999.
Kolfinna segir Serbana alls ekki
sátta við hugmyndina um sjálfstæði,
en Svartfjallaland fékk sjálfstæði frá
Serbíu á dögunum. „Það er búið að
vera í deiglunni að Kosovo fái sjálf-
stæði jafnvel í lok ársins. Því nær
sem dregur þeirri stundu virðast
Serbarnir verða ósáttari, þeir vilja að
Kosovo verði áfram serbneskt svæði.
Það er því að hitna í kolunum hér.“
Hún segir fólk vera farið að taka
lögin í sínar eigin hendur, til dæmis
hafi nokkrir Serbar frá bænum
Mitrovice, sem er í um hálftíma akst-
ursfjarlægð frá Pristina, tekið sig til
og keypt þjónustu næstum 400 mála-
liða. Það geti ekki boðað gott.
Kolfinna segir að Serbarnir í Kos-
ovo búi að mörgu leyti í öðrum heimi
en Albanarnir. Hún nefnir sem dæmi
áðurnefndan bæ Mitrovice. Lítil á
rennur í gegnum hann og skiptir hon-
um í tvo hluta, serbneskan og alb-
anskan. Engin samskipti eru þar á
milli þótt fólk búi í sama bænum.
„Það er brú yfir ána en það fer eng-
inn yfir hana og fólki er ráðlagt að
gera það ekki,“ segir Kolfinna og
bætir við að hún eigi þó vini og kunn-
ingja úr báðum hópum.
Komst að því að
kærastinn væri Serbi
Sem dæmi um spennuna á milli
hópanna nefnir hún vinkonu sína,
Kosovo-Albana, sem hafði verið með
manni í þrjú ár. Hann hafði allan tím-
ann sagst vera frá Svartfjallalandi en
nýlega komst hún að því að hann
væri Serbi og þá gekk hún út. Nú sé
hún óhuggandi auk þess sem hún
þori ekki að segja fjölskyldu sinni frá
því að maðurinn sem hún var með
hafi verið Serbi. „Þjóðernið virðist
vera ástinni yfirsterkara. Sem Ís-
lendingur sem hefur aldrei átt í deil-
um við neina þjóð, er erfitt að reyna
að skilja þetta, hatrið er svo mikið
eftir allt sem hefur gengið á.
Þessi vinkona mín missti bróður og
föðurbróður í stríðinu, eignir þeirra
voru gerðar upptækar og eftir
þriggja mánaða dvöl í flótta-
mannabúðum í Makedóníu var þeim
neitað um ferðaleyfi og þurftu því að
snúa aftur í brunarústirnar hér í
Pristina. Þetta gerðist fyrir einungis
sex árum svo ef ég set mig í hennar
spor get ég vel skilið reiðina og
skömmina eftir að hafa uppgötvað
uppruna kærastans.“
Óttast okurlánara
Kolfinna bendir á að innviðir sam-
félagsins í Kosovo séu í lamasessi,
þarna verði gjarnan vatns- og raf-
magnslaust, víðast hvar séu vegir
ekki malbikaðir og skólarnir og
sjúkrahúsin ekki vel búin. Þá bendir
hún á að Sameinuðu þjóðirnar séu að
draga saman seglin á svæðinu og að
efnahagsástandið eigi eftir að versna
mjög við það. Um 90% íbúa Pristina
vinni í eða í kringum erlendar stofn-
anir.
Hún segir marga kunningja sína
hafa tekið lán fyrir húsunum sínum,
bílnum sínum eða veitingastaðnum
sem þeir reki. Hins vegar sé ekki
hægt að fá lán í banka nema maður
hafi föst laun og bankareikning og
því hafi flestir leitað til okurlánara.
Þeir séu engin lömb að leika við og ef
fólk sjái ekki fram á að geta borgað
sé hætta á að það borgi með lífi sínu.
Margir hafi komið að máli við hana
um hvort hún geti hjálpað þeim að
komast úr landi.
Sjálf er Kolfinna ánægð í Kosovo
þar sem hún býr ásamt manni og
börnum. „Mér finnst mjög gaman að
vera hérna, fólkið er svo gott og ég á
marga góða vini. Ég ferðast líka mik-
ið um, þetta er svo lítið land og því
stutt í allar áttir,“ segir hún að lok-
um.
Hitnar í kolunum í Kosovo
Albanir í Kosovo vilja sjálfstæði héraðsins sem
gæti verið í sjónmáli en serbneski minnihlutinn er
því afar andsnúinn. Bryndís Sveinsdóttir ræddi
við Kolfinnu Baldvinsdóttur sem býr og starfar í
Kosovo.
bryndis@mbl.is
Kolfinna ásamt ungum vini sínum í Kosovo. Hún segir innviði samfélagsins
í lamasessi, oft verði vatns- og rafmagnslaust og víðast hvar séu malavegir.
MAÐUR er manns gaman
segir máltækið og því stund-
um sagt að mikil einvera sé
óæskileg fyrir geðheilsuna.
Ef marka má nýja rannsókn
danskra vísindamanna getur
einveran haft skaðlegri áhrif,
með því að auka líkurnar á
hjartasjúkdómum.
Þannig bendir rannsókn
vísindamannanna, sem starfa
við Aarhus Sygehus-
háskólann í Danmörku, á að
einhleypar konur, sem eru
komnar yfir sextugt, og karl-
ar, sem eru eldri en fimm-
tugir og búa einir, séu mun
líklegri til að fá hjartakveisur
og hjartaáföll en jafnaldrar
þeirra í fullri sambúð, að því
er kemur fram á fréttavef
breska útvarpsins, BBC.
Alls könnuðu rannsakend-
urnir heilsufarsgögn yfir
138.000 manns sem búsettir
eru í Árhúsum.
Af þessum fjölda voru 646
einstaklingar greindir með
alvarlegar hjartakveisur eða
fengu hjartaáfall á tímabilinu
2000 til 2002. Þegar bak-
grunnur þeirra var kannaður
kom í ljós að aldur og búsetu-
hagir voru líklegustu þætt-
irnir til að veita vísbendingu
um hverjir væru líklegir til
að þróa með sér slíka sjúk-
dóma.
Sérfræðingar segja hins
vegar að reykingar og óhollt
mataræði séu algengari í lífs-
tíl einhleyps fólks og að það
skýri m.a. ofangreinda fylgni.
Einveran
er óholl
B&L verslun og varahlutir
Brú
Shell
Fossháls