Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 18
Blönduós | Þessir krakkar sem
voru á leið í hesthúsin hjá pabba
sínum í blíðunni voru ekki í
neinum vafa um að best væri að
búa á Blönduósi. Bæjarhátíðin
sem nú er hafin og nefnist
Húnavaka hefur upp á margt að
bjóða. Þeir sem áhuga hafa á
menningu, listum og hún-
vetnsku mannlífi hafa úr mörgu
að velja þessa helgina.
Þessi blessuð börn litu björt-
um augum á tækifæri helg-
arinnar við botn Húnaflóa. Talið
frá vinstri: Harpa Hrönn Hilm-
arsdótir, Aron Orri Tryggvason
með Týru í fangi og hans bróðir
Kristófer Már.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hlakka til Húnavöku um helgina
Á leið í hesthús
Suðurnes | Akureyri |Árborg
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Herinn fer, hvað svo? | Margir Suð-
urnesjamenn hafa misst atvinnuna eftir að
hafa unnið í áratugi hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, þó nokkuð hafi ræst
úr. Það leikur mörgum forvitni á að vita
hvernig viðskilnaður Bandaríkjamanna
verður á vellinum, lítið er um svör hvað
verður um framtíð mannvirkja, verður
stærsta draugabyggð landsins á varn-
arsvæðinu? Það er von allra að staðurinn
eigi eftir að iða af lífi.
Gaman á næstunni | Um þessar mundir
er unnið að undirbúningi bæjarhátíða í
flestum bæjarfélögum á Suðurnesjum.
Hátíðirnar eru misstórar og hefjast í Vog-
um 12. ágúst með fjölskylduhátíð. 18. til
20. ágúst halda Garðmenn Sólseturshátíð
á Garðsskaga. Sandgerðisdagar innan
seilingar, verða haldnir 26. til 28. ágúst,
síðasta og stærsta hátíðin er Ljósanótt í
Reykjanesbæ sem verður 2. til 4. sept-
ember. Svo lýkur formlegum útihátíðum
um miðjan september með hinum vinsælu
Grindavíkurréttum þar sem hobbíbændur
og aðrir njóta stemmingar sem ávallt er.
Bættar samgöngur | Í öllum bæj-
arfélögum á Suðurnesjum eru miklar
gatnaframkvæmdir um þessar mundir til
að svara eftirspurn eftir byggingalóðum.
Vegagerðin er með mörg verkefni í gangi
á Reykjanesskaga. Má nefna tvöföldun á
Reykjanesbraut, vinnu við Suður-
strandaveg við Grindavík, malbikun á vegi
útá Reykjanes frá Stað og lagningu Ósa-
botnavegar sem kemur til með að opna
skemmtilega hringleið með sjónum frá
Grindavík til Sandgerðis, Garðs og
Reykjanesbæjar. Það hefur lengi verið
barist fyrir að fá veg fyrir Ósabotna en
þar sem herinn var með mikilvæga stöð á
svæðinu fékkst ekki leyfi. Margur hefur
verið handtekinn af herlögreglunni fyrir
að ganga leiðina. En í október geta Suð-
urnesjamenn og aðrir ekið hana án þess að
verða stoppaðir af vopnuðum dátum. Á
Ósabotnaleið eru margir merkir staðir frá
fyrri tíð, s.s. Þórshöfn, Gálgar, og versl-
unarstaðurinn Básendar.
Úr
bæjarlífinu
SUÐURNES
EFTIR REYNI SVEINSSON FRÉTTARITARA
Snæfell | Íshestar hafa undanfarin ár
staðið fyrir hestaferðum á Snæfells-
svæðið, þar sem meðal annars er komið
við á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar,
Eyjabökkum og Vatnajökli. Í sumar
verða farnar fjórar ferðir um þetta
svæði og ferðalangarnir úr fyrstu ferð-
inni komu til byggða um seinustu helgi
eftir viku ferðalag.
Þetta sumar nota margir til að fara
um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.
Boðið er upp á skipulagðar gönguferðir
um svæðið sem bráðlega hverfur undir
vatn en einnig er möguleiki að fara og
fylgjast með framkvæmdum við virkj-
unina sjálfa úr fjarlægð.
Koma innan úr óbyggðum
Á laugardag varopnaður nýr sýn-ingarskáli við
Samgönguminjasafnið á
Ystafelli. Halldór Blöndal
orti við afhendingu:
Þegar gamall bognar bíll í bljúgri elli
er alltaf pláss á Ystafelli.
Stefán Friðbjarnarson
blaðamaður veltir upp
þeirri spurningu hvort
verið sé að „varðveita“
Kjósarskarðsveg í holu-
brettaformi sem minjar
um veröld sem var í sam-
gönguháttum þjóð-
arinnar.
Tjaldar milljón holna her;
hér sprakk margur barði.
Landsins versta akbraut er
enn í Kjósarskarði!
Guðmundur G. Hall-
dórsson frétti að Bjart-
marz-fjölskyldan væri
rakið íhaldsfólk og orti
um framboð Jónínu Bjart-
marz til varaformanns:
Jónínu vegur vænkast má
vaxa nú liljur í hennar garði
sem höfuðbólinu hrökklaðist frá
á hjáleiguna í Vonarskarði.
Afhending
á Ystafelli
pebl@mbl.is
♦♦♦
Fjarðabyggð | Alls hafa tuttugu manns
sótt um að verða næsti bæjarstjóri Fjarða-
byggðar. Starfið var auglýst laus til um-
sóknar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu
25. júní sl. en IMG Mannafli var falið að
hafa umsjón með ráðningarferlinu og mati
umsókna. Umsækjendur eru:
Bergur Elías Ágústsson, fv. bæjarstjóri
Vestmannaeyja, Birgir Jóhannesson, hag-
verkfræðingur, Björn Bergmann Þor-
valdsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu-
sviðs flotaflugstöðvar Varnarliðsins, Björn
Elísson, ráðgjafi hjá Talningu ehf., Björn
S. Lárusson, framkvæmdastjóri sam-
félagssamskipta hjá Bechtel, Bryndís
Bjarnarson, fv. bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ,
Einar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri
Svefns og heilsu ehf., Guðmundur Helgi
Sigfússon, forstöðumaður Umhverfismála-
sviðs Fjarðabyggðar, Guðmundur Rúnar
Svavarsson, framkvæmdastjóri Kerhóls
hf., Gunnar Páll Viðarsson, tæknifræðing-
ur hjá Suðurverki hf., Helga Jónsdóttir,
borgarritari og sviðsstjóri Stjórnsýslu- og
starfsmannasviðs Rvk.borgar, Jón Hrói
Finnsson, ráðgjafi hjá ParX, Kristófer
Ragnarsson, viðskiptafræðingur, Ólafur
Jakobsson, lektor HÍ, Ólöf Inga Sigur-
bjartsdóttir, héraðsráðunautur hjá Bú-
garði, Páll Björgvin Guðmundsson, fjár-
málastjóri Fjarðabyggðar, Róbert Trausti
Árnason, rekstrarráðgjafi. Sigríður Stef-
ánsdóttir, forstöðukona félagsþjónustu-
sviðs Fjarðabyggðar, Snorri Styrkársson,
markaðs- og verkefnastjóri hjá Element
hf. og Veturliði Þór Stefánsson, sendiráðs-
ritari
20 sóttu
um bæjar-
stjórastarfið
Skagafjörður | Veðrið hefur ekki leikið við
landsmenn alla í sumar. Óhagstætt tíðarf-
ar hefur verið til heyskapar síðustu daga í
Skagafirðinum.
Úrkoma hefur verið nánast daglega og
því hefur mun minna hey náðst í rúllur en
ella. Undantekning var síðasti mánudagur,
þá var þurrkur sem hélst fram á miðjan
þriðjudag og náðist heilmikið af heyi.
Þá var víða mikið flatt og margir bændur
fengu rigningu í hálfþurrt hey. Í miðhér-
aðinu eru tún farin að spretta úr sér en í út-
sveitunum var spretta seinni til en þar mun
þó heyskapur eflaust hefjast um leið og
veðrátta breytist til batnaðar.
Veður hamlar
heyskapnum
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Hér er um að ræða mjög glæsilegt
og vandað 46,1 fm. sumarhús auk
svefnlofts á 4.918 fm. skógi vaxinni
og fallegri lóð. Húsið er byggt árið
1996 og er innréttað á afar vandað-
an máta. Stórar verandir umlykja
húsið. Hitaveita er í húsinu.
Útsýni er óviðjafnanlegt yfir suður-
landsundirlendið með óheftu útsýni
m.a. til Mosfells, Vörðufells, Eyja-
fjallajökuls, Mýrdalsjökuls og
Heklu.
Verð 15,7 millj.
Sumarhús - Efstadalsskógi - Opið hús
Eigendur verða á staðnum laugardag og sunnudag
milli kl.13.00 og 16.00