Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 19

Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 19 MINNSTAÐUR q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. M IX A • fí t • 6 0 3 2 9 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog SUÐURNES Reykjanes | Forvarnardeild Sjóvár og bílaleigur víðs vegar um landið hafa efnt til átaks sem beint er að erlendum ferða- mönnum sem taka sér bílaleigubíl við komuna til landsins. Að sögn Einars Guð- mundssonar, forvarnarfulltrúa Sjóvár, þurfti að beita óhefðbundnum aðferðum við kynningu á átakinu, enda mun erf- iðara að ná til erlendra ökumanna en ís- lenskra. Því hafi verið farin sú leið að hengja spjöld á stýri bílaleigubifreiða, þar sem erlendir ferðamenn eru upp- lýstir um malarvegi, hraðakstur og nauð- syn bílbeltanotkunar. Þá hefur illa út- leiknum fólksbíl verið komið fyrir við Reykjanesbraut í nágrenni Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar og honum ætlað að vera erlendum ferðamönn- um víti til varnaðar. Einar segir fulla ástæðu til að efna til átaks sem þessa enda lendi mun fleiri útlendingar hlutfallslega í banaslysum en Íslend- ingar. Með átakinu segir Einar Sjóvá vonast til að slysum og óhöppum er- lendra ferðamanna fækki og þeir skili sér heilir heim. Víti til varnaðar Erlendir ökumenn beðnir um að aka varlega á misgóðum íslenskum vegum Erlendir öku- menn í brennidepli Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær gætti misskilnings milli blaða- manns og viðmælanda hans, Hildar Margrétardóttur, listakonu og íbúa í Álafosskvos. Í greininni kom fram að tengibraut sem leggja á meðfram Álafosskvos lægi allt að 48 metrum frá árfarveginum. Hið rétta er að brautinni er ætlað að liggja innan 48 metra beltisins og því nær íbúð- arbyggð en 48 metrum nemur. Hildur vill einnig koma því á framfæri að Umhverfisstofnun og Skipulags- stofnun hafa reynst henni mjög vel og veitt allar þær upplýsingar sem hún óskaði eftir, og því sé ekki rétt að all- ar stofnanir hafi brugðist illa við fyr- irspurnum hennar. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Leiðrétting ♦♦♦ Reykjanesbær | Miðland ehf., sem haft hefur veg og vanda af undirbún- ingi og skipulagningu íbúðahverfis innan bæjarmarka Reykjanesbæjar, hefur nú boðið lóðir á landinu til sölu. Um er að ræða fyrsta áfanga fram- kvæmdanna, en í honum stendur til að selja 28 einbýlishúsalóðir auk þess sem landeigendur hyggjast reisa nokkurn fjölda lágreistra fjölbýlis- húsa á svæðinu. Það sem hvað mesta athygli hefur vakið er aðferðin við sölu lóðanna. Lóðirnar sem fyrirhugað er að byggja á eru boðnar til sölu á uppboðsvefnum www.midland.is. Þar getur fólk sem skráir sig inn séð þær lóðir sem í boði eru hverju sinni, fengið nánari upp- lýsingar um þær og gert tilboð í þær. Þannig svipar vefnum nokkuð til vin- sælasta uppboðsvefs í heimi, Ebay- .com. Að sögn Elíasar Georgssonar, annars eigenda Miðlands ehf., er um nýmæli á Íslandi að ræða og þó víðar væri leitað. Elías segir ekki ólíklegt að aðferðin verði notuð við sölu land- areigna einkaaðila og jafnvel sveitar- félaga í framtíðinni, enda sé aðferðin mun hentugri og nútímalegri heldur en núverandi fyrirkomulag. Upphaflega var það land sem nú er kallað Neðra-Nikel hluti af jörðinni Vatnsnesi í Keflavík. Á stríðsárunum tók íslenska ríkið landið eignarnámi að kröfu varnarliðsins. 1942 reisti bandaríski herinn herskálahverfi á svæðinu og var það kennt við fallinn hermann úr byggingardeild Banda- ríkjahers, Julius R. Nikel. Á vestur- hluta svæðisins var olíubirgðastöð varnarliðsins um langt skeið og síðar kom í ljós að mikið magn olíu hafði lekið niður í jarðveginn þá áratugi sem starfsemin var á svæðinu. Nikel- svæðið var lengi vel talið sá landfræði- legi fleygur sem skildi bæjarfélögin Njarðvík og Keflavík að. Ellert Ei- ríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Keflavíkur, var einn af þeim fyrstu til að átta sig á mikilvægi svæðisins fyrir framtíðaruppbyggingu Suðurnesja og hóf hann að berjast fyrir því að landið yrði afhent heimamönnum á nýjan leik í þeirri mynd sem varnarliðið tók við því. Lóðir á Nikel- svæðinu til sölu TENGLAR .............................................. www.midland.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.