Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. ÚTSALA - ÚTSALA Opið 10-17 Nýtt Kortatímabil AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ „ÞETTA hefur gengið alveg óskap- lega vel og allir eru ánægðir,“ segir Haukur Vilhjálmsson, menningar- fulltrúi Félags heyrnarlausra, en alla þessa viku hefur staðið yfir á Akureyri Menningarhátíð heyrn- arlausra. Þátttakendur eru um 250 talsins, flestir Norðurlandabúar, en einnig hefur fólk komið víða að úr heiminum. Samhliða hátíðinni hefur staðið yfir alþjóðleg Döff- leiklistarhátíð á vegum Drauma- smiðjunnar og ber hún yfirskrift- ina Draumar 2006. „Við ákváðum að keyra okkar hátíð samhliða þessari, það er ekki oft sem við fáum svona tækifæri, þar sem svo margir heyrnarlausir eru saman komnir á sama stað,“ segir Mar- grét Pétursdóttir hjá Drauma- smiðjunni. Haukur segir að vel hafi tekist til með menningarhátíðina, en slíkar hátíðir eru haldnar á fjögurra ára fresti, til skiptis á Norðurlönd- unum og þá í því landi sem fer með formennsku í félagskap heyrn- arlausra á Norðurlöndum. Svíar taka nú við formennskunni af Ís- lendingum og verður næsta hátíð því í Svíþjóð að fjórum árum liðn- um. Norðurlandabúar eru áberandi en þó segir Haukur að fólk hafi komið víða að til að taka þátt í há- tíðinni, nefnir Bandaríkin, Holland, Frakkland, Singapúr og Ástralíu sem dæmi. Dagskráin hefur verið mjög blönduð að sögn Hauks, boðið upp á skoðunarferðir af ýmsu tagi, farið í Mývatnssveit í blíðskaparveðri og eins var hvalaskoðunarferð út frá Húsavík sem tókst einkar vel. „Við sáum m.a. steypireyð, stærsta hval heims, sem er mjög sjaldgæft og fólk var að vonum afar ánægt með vel heppnaða ferð,“ segir hann. Kristinn Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri Félags heyrn- arlausra, segir einstaka upplifun að fara í Mývatnssveit nú, leið- sögumenn voru með í för og túlkar sem túlkuðu yfir á táknmál fjög- urra landa. „Ég hef aldrei áður far- ið í svona ferð með túlk, þetta var allt annars konar upplifun fyrir mig en áður, þegar ég hef ferðast einn. Við fengum mikla fræðslu um landið, þetta var ógleymanleg ferð,“ segir Kristinn. Listasmiðjur voru í gangi alla daga, unnið með ýmis efni, ull og gler og einnig útbúin víkingakeðja. Þá voru haldnir fyrirlestrar um margvísleg málefni er heyrn- arlausa varða, „við höfum rætt um táknmál og menningu um rann- sóknir á myndlíkingum í táknum og hvernig þau birtast,“ segir Haukur um fyrirlestrana sem hafa verið vel sóttir og fólk áhugasamt. „Það eru alltaf miklar umræður um efnið að loknum hverjum fyr- irlestri,“ segir hann. Þannig urðu miklar umræður um túlkun og ábyrgð túlka, um heyrnarlausa í al- menna skólakerfinu sem hafa með sér túlk og hvert sé hlutverk hans og ábyrgð miðað við kennarann. „Þetta var mjög skemmtileg um- ræða,“ segir Haukur. Á kvöldin hafa heyrnarlausir svo komið sér upp eigin kaffihúsi á Græna hattinum og þar hefur verið rappað fram á nótt. Listsýningar eru einnig í boði, þar eru verk eftir heyrnarlausa. Börn eru líka með í för sumra þátttakenda og þau hafa sótt útilífsskóla á Hömrum. „Það eru allir rosalega ánægðir, þetta hefur verið afar skemmtileg hátíð og eftirminnileg og allt sam- starf við Akureyrarbæ hefur verið með miklum ágætum,“ segir Hauk- ur. Menningarhátíð heyrnarlausra hefur tekist einkar vel Skemmtileg og eftirminnileg hátíð Morgunblaðið/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Píkusögur Það var troðfullt úr úr dyrum þegar franskur leikhópur sýndi Píkusögur á leiklistarhátíðinni Draumum. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is SUMARTÓNLEIKAR við Mývatn fagna nú 20. starfsári sínu með tónleikum í kvöld, laugarskvöldið 15. júlí, kl. 21 í Reykjahlíðarkirkju. Þar munu tvær sópransöngkonur sem báðar rekja ættir sínar í Þingeyjarsýslu, þær Elma Atladóttir og Bryndís Jóns- dóttir, flytja sönglög eftir ýmis þingeysk tónskáld og einnig sönglög við ljóð eftir tvær þekktar skáldkonur, þær Jakobínu Sigurðardóttur og Huldu. Meðal tónskálda eru bræðurnir Páll H. Jónsson og Áskell Jónsson, Örn Frið- riksson, Árni Björnsson og Elísabet Jóns- dóttir frá Grenjaðarstað. Píanóleikari er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Moregunblaðið/Margrét Þóra Söngfuglar Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Elma Atladóttir og Bryndís Jónsdóttir koma fram á afmælistónleikum í Reykja- hlíðakirkju í kvöld. Sumartón- leikar í 20 ár Snorri opnar| Snorri Ásmundsson opnar sýningu hjá Jónasi Viðar galleríi að Kaup- vangstræti 12 á Akureyri í dag, laugardag- inn 15. júlí klukkan 16. Snorri hefur komið víða við í listsköpun sinni og á að baki sér- kennilegan feril sem listamaður. Snorri hefur verið mjög umdeildur og hafa gjörn- ingar hans oftar en ekki snert viðkvæma strengi hjá samborgurum. Sýningin stend- ur yfir til 30. júlí næstkomandi. „BOLTINN byrjaði að rúlla eftir að við próf- uðum eina barnasýningu árið 2000,“ segir Margrét Pétursdóttir hjá Draumasmiðjunni, sem stendur fyrir alþjóðlegu Döff-leiklistarhá- tíðinni Draumum 2006. Þetta er leiklistarhátíð leikhúsa sem sérhæfa sig í leikhús fyrir heyrn- arlausa. Hátíðin hófst á sýningu Draumasmiðjunnar á leikritinu Viðtalinu sem hlaut góðar við- tökur. Upphafið má rekja til þess að hún fór ásamt ungu barni sínu á sýningu á Galdrakarlinum í Oz þar sem lokaatriðið var einnig flutt á tákn- máli. „Ég fékk einhverja hugljómun, vildi prófa þetta og hélt ég hefði fundið upp hjólið; leikhús fyrir heyrnarlausa. Komst svo að því þegar ég kynnti hugmyndina að svo var alls ekki, það voru til í útlöndum 100 ára gömul leikfélög heyrnarlausra!“ segir Margrét, en hún hefur lagt stund á nám í táknmáli und- anfarin tvö ár. „Ég hef lært alveg geysilega mikið hér á Akureyri nú í vikunni,“ segir hún. Mikil gróska er í hinum svonefndu Döff- leikhúsum um þessar mundir, segir hún og vís- ar líka til þess að leikhús séu æ meira að fikra sig út úr hinum hefðbundna ramma, leggja áherslu á líkamlega tjáningu og nefnir hún uppsetningu á Rómeó og Júlíu sem dæmi þar um. Aðsókn á sýningar hefur verið feikigóð, troðfullt á þær allar og menn haft á orði að húsnæðið hefði þurft að vera stærra, en sýnt er í Rýminu, nýju leikhús Leikfélags Akureyr- ar. Svíar hafa boðið upp á sýningu sem er dansleikhús, Frakkar tóku hinar frægu Píku- sögur fyrir á frönsku táknmáli, eins konar uppistand var í boði frá Singapúr svo dæmi séu tekin af því sem í boði var. Sú sýning verð- ur í Tjarnarbíói í Reykjavík annað kvöld kl. 20.30. Hátíðinni lýkur svo með fjölskyldusýningu í dag kl. 15, en á ferðinni er bandarískur leik- hópur. „Þau nota ekkert tungumál í sýning- unni, þannig að þessi sýning hentar jafnt heyr- andi sem heyrnarlausum,“ segir Margrét. Leikhóparnir munu svo verða með atriði á lokahófi Menningarhátíðarinnar í Íþróttahöll- inni í kvöld. Mikil gróska í Döff-leikhúsunum    Stokkseyri | Á hverju ári stíga at- hafnamenn og -konur á Stokkseyri eitt skref fram á við til móts við nýja tíma. Það má vel komast svo að orði að framkvæmdir séu látnar fylgja nýrri hugsun. Hin nýja hugsun byggist á því að breyta gömlu og grónu sjávarþorpi þar sem aðal- áherslan var á fiskvinnslu í það að takast á við ný viðgangsefni á sviði lista, menningar og ferðaþjónustu. „Það er komin samfélagsleg stemmning hér á Stokkseyri fyrir þeirri uppbyggingu sem hér er orðin og þeirri nýbylgju sem komin er af stað hérna,“ sagði Björn Ingi Bjarnason, einn frumkvöðlanna í þorpinu. Hann benti á söfnin í þorp- inu, Veiðisafnið, Tónminjasafn Páls Ísólfssonar og gallerí listmálarana Elfars, Gussa, Valgerðar Þóru, Reg- ínu og Sjafnar Har sem legðust á eitt um að skapa aðdráttarafl og svo líka Töfragarðinn sem hefði þegar sannað gildi sitt. Svo bættust við fleiri aðilar sem legðust á hinar metnaðarfullu menningarárar á Stokkseyri til að skapa staðnum enn betri framtíð, Kajakferðirnar væru alltaf vinsælar, Shellskálinn væri með minigolf og vespuleigu og svo væri eina garðyrkjustöðin í Árborg á Stokkseyri með suðræna stemmn- ingu. Á nokkrum árum hefur frystihús- ið í þorpinu orðið að menningarmið- stöð eða Menningarverstöðinni Hólmaröst þar sem miklir salir verða menningarvinnslusalir svo tengingunni við upprunann sé hald- ið. Í þessum menningarvinnslusölum hússins eru listmálarar að störfum og með sýningar, glerlistakona starfar í húsnæði þar sem fiskmót- taka var áður. Draugasetrið og Draugabarinn er þarna að finna og orgelsmiður er einnig til húsa í ein- um salanna. Þá er nú unnið að því að koma fyrir nýjum þætti í starfsem- inni í húsinu en það er álfa- og trölla- setur með öllu því hugarflugi sem það býður upp á. Á hlaðinu við hlið Hólmarastar hefur veitingastaður- inn Við fjöruborðið skotið rótum og dregur að sér fjölda gesta með góð- um mat þar sem aðaláherslan er á humarinn og skemmtilega umgjörð. Nú er frekari rótum skotið undir starfsemina í kringum Hólmaröstina með því að koma fyrir útisviði á bryggjunni framundan húsinu þar sem hljómsveitir geta troðið upp eða hvaðeina sem fólki dettur í hug að sýna. Þá hefur líka verið komið fyrir mikilli dælu á bryggjunni sem notuð verður til að mynda gosbrunn sem þeytir vatni upp í 18 metra hæð. Björn Ingi sagði að þessi gosbrunn- ur gæti orðið farandbrunnur því hægt væri að flytja dæluna og koma henni fyrir annars staðar þar sem menn væru með viðburði. „Með þessu nýja sviði getum við stillt upp tónleikum hvenær sem er, leikþáttum nú eða haldið útifundi. Þetta er góð viðbót við þá gerjun sem er hérna í tónlistinni. Hljóm- sveitin Nilfisk hefur vakið athygli og það eru fleiri hljómsveitir á sama róli og þeir sem vilja koma hingað og spila. Það er alveg frábært að upp- lifa þetta og fylgjast með þessari gerjun hérna, hvernig allir takast á við verkefnin af jákvæðni og standa saman. Afraksturinn er sá að hér um hlöðin fara þúsundir gesta á hverju ári, ég held þeir nálgist 100 þúsund sem koma hingað í heimsókn,“ sagði Björn Ingi Bjarnason, fram- kvæmdastjóri og einn frumkvöðl- anna á Stokkseyri. Mikil samfélagsleg stemmning fyrir menningartengdri uppbyggingu Tugþúsundir gesta á ári hverju um bæjarhlöðin Morgunblaðið / Sigurður Jónsson Svið á eyrinni Bræðurnir Rúnar og Halldór Ásgeirssynir og Björn Ingi Björnsson framan við nýja bryggjusviðið en þeir bræður unnu við uppsetn- ingu nýja sviðsins á Stokkseyrarbryggju ásamt Jóni bróður sínum. Ekkert kallar á endurskoðun| Bæjarráð Akureyrar telur að engar þær upplýsingar hafi komið fram sem kalli á endurskoðun á áætlun varðandi lagningu tengibrauta í bænum. Ráðið minnti í bókun sinni á sam- þykkt bæjarstjórnar frá því í apríl síðast- liðnum þar sem gert er ráð fyrir að Miðhús- abraut verði lögð að Súluvegi á þessu ári og í samkomulagi núverandi meirihluta kemur fram að þörfin fyrir lagningu Dalsbrautar verði metin þegar Miðhúsabraut hefur ver- ið í notkun í tvö ár. Þannig sé komið til móts við mismunandi sjónarmið íbúa og fag- manna í þessu máli.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.