Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 22

Morgunblaðið - 15.07.2006, Page 22
22 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Gönguferð í Pýreneafjöllunum 19.–26. ágúst bjóða Göngu-Hrólfur og Úrval Útsýn upp á spennandi göngu- ferð um spænska þjóð- garða Pýreneafjallanna. Flogið er til Barcelona og síðan ekið í þjóðgarð- inn Sant Maurici og Agüestortes þar sem gengið verður næstu 3 daga. Fjölbreytt gran- ítlandslagið kemur sífellt á óvart þar sem stór- brotin fjöll rísa með hvassar eggjar yfir fag- urbláum vötnum og djúpum dölum. Gróð- urfarið er einstakt, m.a. má sjá breiður af lyng- rósum og írisum, en inni á milli birtast svo kunn- ugleg blóm á borð við blóðberg og ljónslappa. Gengið er um fjallaskörð og eftir gömlum þjóðleiðum milli lítilla þorpa sem kúra eins og steinborgir í fjallshlíðunum. Litlu húsin falla sér- lega vel að umhverfinu og sér- kennilega ferhyrnda kirkjuturna ber við himin. Þá er haldið í elsta þjóð- garð Spánar, Ordesa og Monte Per- dido, en þar hefur ísaldarjökullinn grafið djúpa og fagurmótaða dali í kalksteinsfjöllin og skilið eftir ávala fjallshryggi sem unun er að ganga um. Jólaferð til Aspen GB ferðir bjóða upp á jólaskíðaferð til Aspen í Colorado í Bandaríkjum 19.– 29. desember. Um er að ræða fimm stjörnu jólaferð þar sem gist verður á svítuhótelinu Aspen Meadows. Flogið er með Icelandair til Minneapolis, þaðan sem flogið verður með United Airlines til Denver. Innifal- ið í verði eru svo 10 nætur í svítu á Aspen Meadows með morgunverði, ferðir í fjöllin og aðgangur að heilsu- lind hótelsins. Í Aspen eru fjögur fjöll, sem henta ættu öllum, en þar er auk þess gott snjóbrettasvæði og m.a. sérstakur snjóbrettagarður í Buttermilk, þar sem X-Games fara fram ár hvert. Í Aspen eru auk þess yfir hundrað veitingastaðir og fjölbreytt næturlíf fyrir þá sem vilja. Upplýsingar og bókanir hjá Úrvali– Útsýn Sími: 585-4000 Netfang: silja@uu.is Vefslóðir: www.uu.is/ithrottir/ gonguferdir www.gonguhrolfur.is Göngugarpar í Pýreneafjöllum. Nánari upplýsingar um jólaskíða- ferðina: www.gbferdir.is Ása María Björnsdóttir To-gola upplifði mikið æv-intýri í apríl síðastliðnumþegar henni gafst tækifæri til að heimsækja Malí, á vesturströnd Afríku. Eftirvæntingin snerist ekki síst um að fá að heimsækja hina fimm ára gömlu Ramatou Coulibali, sem á heima í þorpinu Bougoula og er styrktarbarn Ásu í gegnum styrkt- arsamtökin Plan International. Ása gerðist fyrst styrktarforeldri haustið 2004 þegar hún hóf að styrkja 13 ára stúlku í Benin og ári síðar bættist Ra- matou við, en Plan Malí hóf hjálp- arstarf í Bougoula árið 1986. Plan International var stofnað á Spáni og hefur verið starfrækt frá árinu 1937. Fjáröflunarstarfsemi er rekin í sextán löndum með það að markmiði að styrkja börn í öðrum 46 löndum. Steikjandi sólskin og um fjörutíu stiga hiti vermdi Íslendinginn á með- an á dvölinni stóð, en með í för var eiginmaður Ásu, Daouda Togola frá Fílabeinsströndinni, en hann á ættir að rekja til Malí. Fulltrúar Plan Malí tóku á móti hjónunum með pomp og prakt. Að lokinni bílferð eftir mal- arvegum og moldartroðningum og viðkomu á markaðstorgi þar sem keyptir voru ávextir, vatn og jurtin kola, sem heimamenn tyggja, og hefð er fyrir að gefa þjóðhöfðingjum í virð- ingarskyni, var loks komið til Bou- goula. Þar tók hópur fólks á móti ferðalöngunum með trumbuslætti og söng í virðingar- og þakklætisskyni. Ramatou færði Ásu vatn að drekka, heimagerða listmuni og maís að gjöf. Það vakti mikla gleði þegar heima- menn uppgötvuðu að „Madam To- gola“ væri gift Malí-ættuðum manni, sem talaði í ofanálag tungumál þeirra. Hvíta evrópska konan vakti hins vegar blendnar tilfinningar hjá börnunum og sum urðu hrædd við þessa skrýtnu veru með sítt rautt hár. „Önnur voru vogaðri og vildu taka í höndina á mér sem þykir al- menn kurteisi. Litla Ramatou reynd- ist ansi kjörkuð, hélt aftur af tárunum í fanginu á mér í heilar tíu mínútur á meðan við færðum fjölskyldu hennar gjafir og vorum kynnt fyrir nánustu ættmennum. Eftir að hafa snætt há- degisverð í boði þorpsbúa vorum við leyst út með enn fleiri gjöfum, fullri körfu af gómsætum mangóávöxtum og lifandi kjúklingi, sem við gætum matreitt síðar.“ Skólar, brunnar, heilsugæsla Ása María og Daouda kynntu sér alla starfsemi Plan Malí og litu auk þess inn hjá bæjarfógetanum, sem hafði búið sig undir heimsóknina. „Það var frábært að sjá hversu lítið hjálparstarf gefur mikið og hvað það skiptir miklu máli fyrir byggðina,“ segir Ása og bætir við að samtökin hafi reist m.a. tvær skólabyggingar fyrir um þrjú hundruð börn, tvo vatnsbrunna og heilsugæslu þar sem bæði hjúkrunarkona og ljósmóðir eru starfandi. Hefði samtakanna ekki notið við, hefðu börnin þarna ekki fengið neina kennslu, verið án almennrar heilsu- gæslu og þurft að ganga langar leiðir eftir drykkjarhæfu vatni. Það er í raun ótrúlegt að trúa því að lífs- gæðamunurinn geti verið svo mikill frá höfuðborginni Bamako, sem er skammt undan. „Konurnar í þorpinu viðurkenndu fyrir mér að þær hefðu verið tregar í fyrstu að senda stúlk- urnar í skóla, en nú voru þær orðnar ánægðar og farnar að sjá árangur af menntuninni. Sjálf er ég mjög ánægð og þakklát fyrir að fá að vera þátttak- andi í þessu hjálparstarfi því ég hef fengið að upplifa það mjög sterkt hversu mikilvægur minn litli stuðn- ingur er þorpsbúum. Plan-reikn- ingana mína kem ég því til að borga með mikilli gleði í framtíðinni,“ sagði Ása að lokum, en hún er nýflutt heim til Íslands frá Noregi þar sem hún gerðist fyrst styrktaraðili. Hún stefn- ir að því að bæta þriðju stúlkunni við von bráðar, líklega þó ekki fyrr en hún lýkur því námi, sem hún nú stundar, sem er háskólanám í nær- ingarfræðum, en með hverju barni greiðir Ása 2.500 krónur á mánuði.  MALÍ | Ása María Björnsdóttir heimsótti styrktarbarn sitt til Afríku Sá að stuðningurinn skiptir máli Ása María Björnsdóttir Togola og eiginmaðurinn Daouda með Ramatou litlu. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.plan-norge.no www.plan-international.org www.plan-uk.org Einn af þorpsbrunnunum skoðaður. SPÁNN er vinsæll viðkomu- staður hjá fólki í leit að sól og sumaryl. Spánn hefur þó upp á margt annað að bjóða og vel þess virði að kynna sér fjöl- breytilega menningu landsins í næstu heimsókn. Þar er m.a. að finna þrjár borgir á heims- minjaskrá Sameinuðu þjóð- anna – Toledo, Cáceres og Córdoba – sem myndu krydda skemmtilega upp á næstu Spánarför.  Toledo, sem er eina 70 km frá Madrid, er t.d. þekkt fyrir að kristnir menn, múslimar og gyðingar bjuggu þar árhundr- uðum saman að því er virðist að mestu í sátt og samlyndi og er gaman að virða fyrir sér þau áhrif sem þessi menning- arlegi bræðingur hefur haft á arkitektúr borgarinnar, t.d. mudéjar-stílinn.  Córdoba í Andalúsíu byggðist upp í dal við árbakka Gudalquivir. Það var síðan sem höfuðstaður máraríkisins sem Córdoba stóð í hvað mest- um blóma, en í dag er í borg- inni að finna moskudóm- kirkju, gyðingahverfi, rómverskar brýr og fjölda áhugaverðra bygginga og safna.  Cáceres átti sinn glæsileg- asta tíma á valdaskeiði kaþ- ólska konungsins Ferdinands og drottningar hans Ísabellu, sem bæði áttu sinn þátt í upp- götvun Ameríku. Í hinum gamla bæjarhluta er að finna fjölda halla og bygginga sem gegndu hernaðarhlutverki og umluktar eru múrum mára. Það mikla safn fornrar bygg- ingalistar sem Cáceres hefur að geyma felur enda í sér að borgin er skráð sem sá staður í Evrópu sem hefur þriðja stærsta samansafn minn- isverðra bygginga. Heimsminjar í sumarfríinu  SPÁNN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.