Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 23

Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 23 DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Sími: 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í Evrópu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 32 54 6 05 /2 00 6 16.600 Ítalía * kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 13.200 Spánn kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 19.400 Holland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 17.900 Bretland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 24.200 Danmörk kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. * Verð miðast við gengi 1. maí 2006. * * * * É g er dugleg í heimilis- törfunum,“ segir Auð- ur Lilja Ámundadótt- ir, 16 ára. ,,Ég kann að skúra gólf, þvo baðkar og pússa spegil. Það er gott ráð að pússa spegil með dagblaði. Ég lærði það hér í Sérsveitinni. Fyrst spraut- ar maður vatni á spegilinn og svo pússar maður hann með dagblaði,“ segir hún og sýnir ljósmyndaranum svolítið feimin. Markmiðið með starfi Texas er einmitt að styðja ein- staklinga með fötlun til sjálfstæðis og byggja á því sem hann getur. Starfsemin grundvallast á þeirri hugmynd að ekki er litið á fötlun sem vandamál heldur möguleika. Hver og einn fær þann stuðning sem hann þarf á að halda og svigrúm til þess að prófa sig áfram. Hugmynda- fræðin er sú að aðeins þannig öðlast fólk færni sem nýtist þeim síðar til þess að framkvæma athafnir, jafnt á eigin heimili eða á vinnustöðum, án stuðnings. Eitt af markmiðum starfsins er að hlusta eftir röddum ungmennanna og fara í starfskynn- ingar á þá staði sem þeim finnst eft- irsóknarvert að skoða og gætu hugs- að sér að vinna á í framtíðinni. Þetta kalla þau í Texas vísindaferðir og finnst fátt skemmtilegra. Langar að vinna í BT Auði Lilju langar mest að heim- sækja einhverja af verslunum BT í sumar. ,,Mér finnst gaman í tölvu- leikjum. Ég er ekki búin að ákveða hvað mig langar að verða þegar ég verð stór. Mig langar að prófa að vera á kassanum í BT.“ Guðjón Gísli Kristinson, 18 ára, er mjög ánægður í núverandi sumar- vinnu en hann sækir eins og flestir meðlimir klúbbsins vinnu fyrir há- degi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur á Miklatúni og er að sögn starfsmanna mjög vinnusamur. Ertu ekkert orðin leiður á rigning- unni í sumar? ,,Nei. Mér finnst gaman að vinna.“ Ferðu bara í regngalla? ,,Já.“ Hvaða vinnustaði langar þig að heimsækja? ,,Ég veit það ekki.“ Hvar myndir þú vilja vinna? ,,Á Miklatúni, reyta arfa og svoleið- is.“ Er Miklatúnið ekki orðið rosalega fínt? ,Jú, mjög fínt,“ segir Guðjón bros- andi sem á veturna er í Borgarholts- skóla. Honum finnst gott og gaman að læra að þrífa líka enda segist hann hjálpa til við heimilisstörfin heima hjá sér. Það gerir Auður, sem er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, líka. ,,Ég tek úr uppþvottavélinni, ryksuga tröppurnar og raða spól- um,“ segir hún og er greinilega dugnaðarforkur.“ Það er margt spennandi fram- undan í starfsemi Texas, sem er ný- flutt úr húsnæði Menntaskólans í Hamrahlíð, þaðan sem nafnið skemmtilega kemur, og í Vesturhlíð- ina. Á dagskránni er samstarf á milli Sérsveitarinnar og Ásgarðs, sem er handverkstæði fyrir fólk með þroskahömlun, um framleiðslu leik- fanga og annarra muna úr tré og er þá hugmyndin að nýta sér náttúru Öskjuhlíðar. Óþolandi heilsufarsspurningar ,,Mér leiðist stundum hérna,“ seg- ir Guðrún Sara Sigurðardóttir stríðnislega þegar blaðamaður spyr hvernig henni finnist í Sérsveitinni. ,,Mig langar miklu frekar að fara heim að sofa.“ Í ljós kemur að Guðrún Sara, sem er 17 ára, starfar í Örva fyrir hádegi og finnst það eiginlega alveg nóg. Hún leggur engu að síður sitt af mörkum við þrifin og ber sig mjög faglega að þar sem hún þurrkar af borðunum eins og alvön kona. ,,Ég veit ekki hvað mig langar til þess að verða þegar ég verð stór eða hvað ég get orðið en ég er núna í almennu námi í sérdeild Borgarholtsskóla. Mig myndi samt langa í starfskynn- ingu í Hagkaup,“ segir hún en fyrir fimm árum lenti Guðrún Sara í bíl- slysi m.a. með þeim afleiðingum að hún hefur lítinn mátt í fótunum. ,,Ég horfi mikið á sjónvarp og spjalla svo- lítið á msn-inu.“ Hún talar hægt en örugglega, velur hvert orð af kost- gæfni og er mikil sögukona. Það er greinilegt að hún hefur fylgst vel með töktum sjónvarpsfólksins þegar hún tekur nokkra óborganlega leik- þætti þar sem hún er ýmist í hlut- verki spyrilsins eða viðmælanda. Sérstaklega gerir hún grín að spurn- ingunni „Hvernig líður þér?“ og öðr- um heilsufarstengdum, sem hún segist ekki þola og setur upp mæðu- svipi, breytir röddinni og andvarpar af mikilli innlifun. ,,Já, kannski ætti ég líka að fara í vísindaferð í leikhús, ég ætla að hugsa um það,“ segir hún brosandi. Hennar og annarra sér- sveitarkvenna og -manna biðu svo að loknu þessu góða dagsverki vöfflur með rjóma.  UNGMENNI | Texas er atvinnutengt tómstundastarf í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur Skínandi Sérsveit í starfskynningum Angandi sápulykt og vaskir garpar og val- kyrjur á aldrinum 16–20 ára með sópa, skrúbba og tuskur á lofti tóku á móti Unni H. Jóhannsdóttur þegar hún heimsótti eitt af verkefnum Sérsveit- arinnar, Texas, sem er atvinnutengt tómstunda- starf í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur. Það fór ekkert kusk fram hjá hon- um Gunnari Gísla. Hann var mjög sáttur í Vinnuskóla Reykjavíkur á Miklatúni þrátt fyrir rigninguna nú í sumar og átti sér enga aðra draumavinnustaði . Morgunblaðið/Eggert Þessir vösku garpar og valkyrkjur eru í Texas, atvinnutengdu tómstundastarfi sem er samvinnuverkefni Sérsveit- arinnar og Vinnuskóla Reykjavíkur. Þau fara víða í starfskynningar í sumar sem þau kalla því skemmtilega nafni vísindaferðir enda er margt sem þarf að rannsaka á vinnumarkaðnum. Guðrún Sara bar sig fagmannlega með borðtuskuna. Hana langaði í starfskynningu í Hagkaup en hún er líka efnilegt skáld og leikkona. Auður Lilja er bráðefnileg í hús- verkunum en langar að prófa að vinna á kassa í BT því henni finnst gaman að vera í tölvuleikjum. ÞAU börn sem á sínum fyrstu skólaárum sæta einelti kunna að eiga við hegðunarvanda að stríða síðar, að því er rannsókn sem gerð var við Kings College í London bendir til. „Nið- urstöður okkar benda til þess að það að verða fórnarlamb eineltis á fyrstu skólaárum hafi áhrif á hegðunarþroska barnsins og geð- heilsu,“ hefur heilsuvefurinn msnbc.com eftir dr. Louise Arseneault, höfundi rannsókn- arinnar. „Inngripsáætlun sem og áætlun sem hindra á geðræn vandamál meðal barna ættu einnig að taka til eineltis sem áhættuþáttar,“ segir í rannsókninni sem birt var í tímaritinu Pediat- rics. Alls tóku 2.232 einstaklingar þátt í rann- sókninni og voru þeir fyrst teknir til skoðunar við fimm ára aldur og síðan aftur sjö ára. Stærstur hluti barna á þessu aldursbili hafði aldrei upplifað einelti, en 14,4% þeirra voru „hrein fórnarlömb“ og 6,2% féllu í flokkinn “yfirgangsseggur/fórnarlamb“ – þ.e. börn sem höfðu sætt einelti og lagt síðar aðra í einelti. Hópur 1.387 barna sem ekki þekktu til eineltis voru síðan notuð sem samanburðarhópur. Þeir hópar barna sem sætt höfðu einelti eða beitt aðra því áttu í umtalsvert fleiri tilfellum við meiri hegðunarvanda að stríða auk þess að eiga erfiðara með að aðlagast skólastarfinu. Vandi „hreinu fórnarlambanna“ var þar víða sá að þau voru inn í sig, þunglynd, kvíðin og al- mennt óhamingjusamari í skólanum. Börn úr „yfirgangsseggs/fórnarlambs“ hópnum áttu einnig við innri vanda að stríða auk þess sem hegðun þeirra var andfélagslegri og gerðu þau t.d. lítið af því að taka tillit til tilfinninga ann- arra. Þau voru þá enn óhamingjusamari í skól- anum en „hreinu fórnarlömbin“ og börnin í samanburðarhópnum. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að staða fórnarlambs kunni að tengjast geðrænum vandamálum hjá fullorðnum og einnig er vitað að geðræn vandamál meðal fullorðinna eiga oft rætur sínar í slælegri geðheilsu í æsku. Langvarandi áhrif eineltis  BÖRN Morgunblaðið/ÞÖK Áhrif eineltis geta reynst langvarandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.