Morgunblaðið - 15.07.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 25
varðar að henni sé vel stýrt, til
starfa veljist okkar besta fólk. Því
verður flokkspólitískum sjón-
armiðum við ráðningar hjá hinu op-
inbera að linna. Það á að vera eft-
irsótt og spennandi að starfa fyrir
hið opinbera. Lagarammi starfsem-
innar má heldur ekki standa í vegi
fyrir árangursríkum stjórn-
arháttum. Nýleg dæmi af Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi þar
sem tekist er á um rétt stjórnenda
spítalans til að gera kröfur til yf-
irmanna hans um að vera ekki sam-
hliða í einkapraxís úti í bæ, sýna vel
við hvað er að eiga. Lög um op-
inbera starfsmenn standa í vegi nú-
tímalegra stjórnunarhátta. Reynsl-
an sýnir að þessum lögum verður
varla breytt nema með samningum
við samtök opinberra starfsmanna.
Það er stórt verkefni sem bíður
næstu ríkisstjórnar.
Sérstaða Samfylkingarinnar
Samfylkingin er sá íslenskra
stjórnmálaflokka sem hefur hug-
myndalega burði til að tryggja hér
jöfnuð og hagkvæmni að norrænni
fyrirmynd. Það er hennar sérstaða,
sem felst í fordómaleysi gagnvart
frjálsum markaði þar sem hann á
við, samhliða efnahagslegum jöfn-
uði og vel hugsuðu mennta-, heil-
brigðis- og velferðarkerfi. Þessu
þarf að koma skýrt til skila.
Í þessu felst einnig tiltekin
mannúðarstefna. Að samfélagið
eigi að skapa jöfn tækifæri fyrir
fólk til þroska og áhrifa á eigið líf.
Að það sé sameiginlegur hagur
allra, að sem flestir njóti hæfileika
sinna og eigi hlutdeild í efnislegum,
félagslegum og menningarlegum
gæðum samfélagsins. Að aðbún-
aður þeirra, sem eiga undir högg að
sækja, sé mikilvægur mælikvarði á
það hversu vel okkur tekst. Þetta
er ekki bara hlutverk stjórnmála-
manna, heldur samfélagsins alls.
Um það á Samfylkingin að hafa for-
ystu.
Burðir skipta sköpum
Hér hafa verið nefnd nokkur
brýn mál úr íslensku samfélagi,
fleiri mætti auðvitað nefna. Öll
krefjast þau vandaðrar stefnumót-
unar og framkvæmdar. Þar skiptir
forysta, reynsla, þekking og atgervi
þeirra sem fara með hið póltíska
vald miklu. Enn fremur tengsl
þeirra við aðra sem fara með vald í
okkar samfélagi, samtök og fyr-
irtæki. Þetta er eitt þeirra atriða
sem taka þarf tillit til við val á póli-
tískum samstarfsaðilum.
Er samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn
hugsanlegt eða æskilegt?
Þessi grein er rituð og birt hér til
þess að samfylkingarfólk um allt
land velti þeim kosti fyrir sér að
vinna í ríkisstjórn með Sjálfstæð-
isflokknum, en mörg okkar hafa til-
hneigingu til að líta fremur á dekkri
hliðar hans en styrkleika. Dekkri
hliðar sem í stjórnmálum samtím-
ans birtast í auknum ójöfnuði, í
pólitískri fyrirgreiðslu við einka-
væðingu hlutar Landsbankans í
VÍS og síðan helmingaskiptakerfi
við sölu Landsbanka og Bún-
aðarbanka, birtist í pólitískum
stöðuveitingum m.a. í Seðlabanka,
lögreglu- og dómskerfi, Rík-
isútvarpinu og utanríkisþjónustu
og ótrúlegri bíræfni í eftirlauna-
málum ráðherra, skeytingarleysi í
aðbúnaði aldraðra, svo helstu mál
séu nefnd. Þessi atriði mega þó
ekki verða til þess að viðurkenna
ekki aðra styrkleika Sjálfstæð-
isflokksins.
Forystuskipti hafa orðið í Sjálf-
stæðisflokknum og víst er að þar
fara fyrir einstaklingar, sem vel má
vinna með náist góð samstaða um
fyrrgreind stefnumál. Og mér sýn-
ist við yfirferð þeirra, að Samfylk-
ingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi
þar býsna margt sameiginlegt.
Samfylkingin hefur á að skipa
hæfileikaríkum þingmönnum og
öflugum formanni. Það er að-
alsmerki góðra stjórnenda og for-
ystumanna að velja sér til sam-
starfs sterka aðila, hafa styrk til að
standast þeim snúning og laða fram
það besta í fari þeirra. Neikvæð
reynsla Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks af tveggja flokka
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,
kann að vera til marks um innri
veikleika þeirra sjálfra, sem Sjálf-
stæðisflokknum verður varla kennt
um.
Samfylkingin
gangi óbundin til kosninga
Samfylkingin á ekki að mynda
bandalag með tilteknum flokkum
fyrir næstu kosningar. Tímar R-
listans eru liðnir. Vinstri grænir
brutu upp R-listann undir forystu
Svandísar Svavarsdóttur og
greiddu þar með leið Sjálfstæð-
isflokksins til valda í Reykjavík.
Undir forystu Steingríms J. Sigfús-
sonar klufu þeir sig út úr samein-
ingarferli vinstri flokkanna þegar
Samfylkingin var mynduð. Í bæði
skiptin voru flokkshagsmunir settir
ofar möguleikum sameinaðra
vinstri manna til áhrifa. Vinstri
grænir eiga því engan móralskan
rétt gagnvart Samfylkingu um að
vera annað en einungis einn mögu-
legra samstarfskosta.
Samfylkingin á að ganga óbundin
til næstu kosninga. Niðurstöður
kosninganna sjálfra, stefnumál og
líkur á árangri, eiga að ráða vali
Samfylkingarinnar. Þar á engum
dyrum að loka fyrir fram. Sjálf-
stæðisflokkurinn, eins og aðrir
flokkar, á að vera þar meðal ann-
arra kosta.
aðeins með tvennu móti, veita
auknu fé til ríkisháskólanna og/eða
heimild þeirra til að taka skóla-
gjöld. Undan því verður ekki vikist.
Breska leiðin þar sem skólagjöld
eru sett samhliða sjálfkrafa náms-
lánum, sem ekki eru innheimt fyrr
en viðkomandi hefur náð tilteknu
tekjumarki, sýnist mér tryggja
jafnrétti til náms að svo miklu leyti
sem það snýst um peninga.
Ytra gæðamat á skólastarfi er
takmarkað við grunnskóla, þó ný
háskólalög eigi að bæta eitthvað úr
því. Þessu þarf að breyta. Í öllu
skólastarfi verði leitast við að nota
alþjóðleg gæðaviðmið og sam-
anburð.
Brýn verkefni
í heilbrigðismálum
Ísland ver miklu fé til heilbrigð-
ismála í alþjóðlegum samanburði,
þrátt fyrir að þjóðin sé ung og ætti
því að vera þurftaminni hvað varð-
ar lyf og læknisþjónustu. Ekki ligg-
ur fyrir hvaða þættir heilbrigð-
isþjónustunnar eru dýrari en í
samanburðarlöndum og því erfitt
að segja hvar þurfi að auka skil-
virkni. Kerfið hér er ólíkt því sem
víðast gerist með nær óheftum að-
gangi almennings að sérfræðilækn-
um og veiku frumheilsugæslukerfi,
einkum á Reykjavíkursvæðinu.
Enn fremur er stofnanavistun aldr-
aðra hér mun meiri en t.d. á Norð-
urlöndum og okurverð á lyfjum
verður ekki skýrt með smæð mark-
aðarins.
Rannsóknir og greining á ís-
lenska heilbrigðiskerfinu eru of fá-
ar og duga illa sem grunnur stefnu-
mörkunar. Úr því þarf að bæta.
Ágætt dæmi um þetta er einka-
rekstur í heilbrigðisþjónustu, sem
hér er tískuorð, tískuorð sem í heil-
brigðiskerfinu byggist því miður á
pólitískri hugmyndafræði, en ekki
rannsóknum sem sýni að aukinn
einkarekstur skili betri árangri.
Erlendar rannsóknir, að ekki sé
minnst á háborg einkarekstrar í
heilbrigðiþjónustu, Bandaríkin,
benda því miður ekki til þess að
svörin séu einhlít, svo ekki sé meira
sagt. Einkarekstur skilar ekki
sjálfkrafa betri árangri nema með
virkri samkeppni, hvorki hér né
annars staðar. Fordómalaust þarf
að skoða hvaða rekstrarform skili
mestu fyrir almenning.
Fyrirsjáanleg er aukning heil-
brigðisútgjalda. Forgangsröðun og
gagnrýnið mat á öllum kostn-
aðarþáttum er því óumflýjanlegt.
Þessi verkefni krefjast því
sterkrar ríkisstjórnar ekki síst
gagnvart öflugri eiginhags-
munagæslu fagstétta í heilbrigð-
iskerfinu.
Lagaumgjörð og
stjórnun opinberrar starfsemi
Opinber starfsemi tekur til sín
ríflega 46% þjóðartekna. Miklu
Byggðastofnunar eru atvinnuþró-
unarvandi landsbyggðarinnar í
hnotskurn.
Byggðastefna næstu rík-
isstjórnar á að felast í því að
styrkja sveitarstjórnarstigið. Sveit-
arfélög eru enn of mörg og of smá.
Sannfæra þarf íbúa þeirra um það
að stækkun sveitarfélaga upp að til-
teknu marki eða samvinna er meg-
inatriði til að styrkja samkeppn-
isstöðu þeirra, bæði um fólk og
atvinnustarfsemi. Bjóða þarf veru-
lega fjárhagslega hvata þeim sveit-
arfélögum sem sameinast og
styrkja fjölskyldur sem flytjast af
jaðarsvæðum, þar sem atvinnuleysi
hefur verið viðvarandi. Flytja þarf
yfirstjórn löggæslu, umönnunar
aldraðra og heilsugæslu til þeirra
sveitarfélaga, sem mögulega geta
tekið við þeim. Framhaldskóla
sömuleiðis. Aðeins með þeim hætti
verða til lífvænlegir byggðakjarn-
ar.
Brýn verkefni í menntamálum
Fyrir jafnaðarmannaflokk er
skólakerfið ekki síst tæki til aukins
jafnaðar. Greiður aðgangur allra að
menntun og árangur skiptir miklu í
félagslegum hreyfanleika og vinnur
þannig gegn stéttaskiptingu.
Menntun og félagsstaða foreldra
veitir þeim börnum, er vel standa,
forskot sem bæta þarf öðrum upp
með afbragðs skólum.
Yfirvöld menntamála verða að
hafa sýn á það hvernig íslenskt
menntakerfi skuli þróast. Fram-
haldsskólastigið er veikur hlekkur
vegna mikils brottfalls nemenda, en
um 40% árganga ljúka ekki fram-
haldsskólanámi. Gera þarf áætlun
um aðgerðir gegn brottfalli á fram-
haldsskólastigi þar sem einkum
tvennt þarf til: betri undirbúning
nemenda úr grunnskólum, en sam-
kvæmt rannsóknum er árangur
nemenda þar, það sem mest segir
fyrir um afdrif þeirra í framhalds-
skólum. Erfið staða drengja í skóla-
kerfinu kallar enn fremur á ný úr-
ræði og það sama má segja um
börn innflytjenda.
Grunnskólann þarf að efla með
auknum kröfum til nemenda og
kennara, samhliða eflingu kenn-
aramenntunar og áherslu á al-
þjóðleg viðmið í kennslu og námi á
grunnskólastigi. Sjálfsagt er að
fjölga kostum í rekstrar- og stjórn-
arformi grunnskóla og leyfa for-
eldrum að velja sjálfum skóla fyrir
sín börn.
Hátt brottfall úr framhalds-
skólum skýrist enn fremur af skorti
á áhugaverðum kostum í iðn- og
starfsmenntun á framhalds-
skólastigi, en slíka menntun þarf að
efla í samstarfi við fagsamtök
greinanna.
Brýnt er að jafna samkeppn-
isstöðu háskólanna eigi ríkishá-
skólar ekki að verða annars flokks
skólar innan örfárra ára. Það gerist
alla umgjörð atvinnulífsins um leið
og samkeppni verði tryggð og hag-
ur neytenda virtur. Leita þarf
bestu fyrirmynda stjórnvalds-
aðgerða og regluverks til að sætta
sjónarmið um hagkvæmni fyr-
irtækjasamsteypa og fyr-
irtækjastærðar og þess að sam-
keppni sé tryggð. Þær stofnanir,
sem með þau völd og eftirlit fara,
þurfa að vera búnar okkar fremstu
sérfræðingum og stjórnendum.
Pólitísk sjónarmið við ráðningar
æðstu manna í lögreglu, eftirlits-
og dómskerfi, eins og hér tíðkast,
verða að heyra sögunni til. Traust
verður að ríkja á þessum lykilstofn-
unum.
Börn náttúrunnar
Íslendingar sækja drjúgan hlut
eigin sjálfsmyndar og þjóðern-
isskilnings til náttúru landsins eins
og Guðmundur Hálfdanarson sagn-
fræðingur hefur sýnt fram á. Þetta
birtist vel í deilum samtímans um
virkjanir og stóriðju andspænis
kröfum um vernd óbyggðanna.
Hafa þar báðir aðilar nokkuð til
síns máls og verða að setja sig hvor
í annars spor. Það verður verkefni
komandi ríkisstjórna að leita leiða
til að sætta þessi sjónarmið, eins og
kostur er, með samræðum og upp-
lýsingamiðlun. Stjórnvöld geta ekki
vísað ábyrgðinni á orkufyrirtæki og
sveitarstjórnir, eins og nýr iðnaðar-
áðherra reynir að gera.
Byggðastefna
Stóriðjustefna liðinna ára tengist
ekki síst atvinnuþróun á lands-
byggðinni eftir áratuga samdrátt í
sjávarútvegi og landbúnaði. Ferða-
þjónusta, sem oft er vísað til í þessu
sambandi, er því miður árs-
tíðabundin láglaunaatvinnugrein,
sem ekki mun bæta upp að fullu áð-
urnefndan samdrátt fyrir þá fjöl-
mörgu sem eiga rætur og eignir
sínar á landsbyggðinni og vilja búa
þar. Nýja hagkerfið, sem svo er
nefnt; þekkingariðnaður, skapandi
atvinnugreinar krefjast tiltekins
umhverfis og mannafla, sem varla
er fyrir hendi nema á nokkrum
stöðum á landinu. Erfiðleikar
é minnst á
nda býr
ovéska
andaðs
mbóta- og
mfylking
íklega ein
ssum
m
nahags-
mjög um-
sjálf-
a rúm
ndi fram-
lokks Al-
i á ráðin
rík-
og það að
okksins
ð koma
gerist
r ekki
stjórnar
komið er
markað
misserin.
andi
að til
Heimsmet
gsta dæm-
r aðild að
nt þess.
erslu á
nu og lík-
því máli
rn með
G. Þó
á um
ærstum
stum
S er hér
óg að
gsins eins
forsætis-
nig brott-
n gera Ís-
jálfstæða
sextíu ára
komu
slenskum
sserum er
ur verði
Eftir
rða að
narþörf
a hafist
ýrslu um
ldar.
fi
rðleggja
selja fisk.
ar orðið
ðarins
nbyrðis
um sem
g við blas-
ostur er,
samstarfskostir Samfylkingarinnar
’Þessi verkefni krefjaststerkrar og samhentrar
ríkisstjórnar. Samfylk-
ingin á að ganga óbundin
til næstu kosninga og
stefna og styrkur að
ráða vali á samstarfs-
aðilum. Sjálfstæðisflokk-
urinn er þar einn
kosta, en að sjálfsögðu
ekki sá eini.‘
Höfundur er félagi
í Samfylkingunni.
Viljum frekar ferðast
en að fjárfesta í steinsteypu
Blaðakonu leikur forvitni á því hvernig Stoj-
anov og Hajduk fjármagni svo löng ferðalög
sem raun ber vitni. Segjast þau hafa fengið
styrki frá ýmsum aðilum fyrir þessa ferð, m.a.
frá alþjóðlegum samtökum Farfuglaheimila og
Icelandair. „En auk þess höfðum við lagt fyrir.
Við lifum afar einföldu lífi heima í Liege í Belg-
íu, þar sem við erum ekki að borga af íbúð og
rekum ekki bíl. Við höfum kosið að eyða pen-
ingunum frekar í ferðalög heldur en stein-
steypu, ef svo má að orði komast,“ segja Stoj-
anov og Hajduk.
Spurð hvort þau séu nú þegar farin að leggja
drög að næstu hjólreiðaferð líta Stojanov og
Hajduk hvort á annað áður en þau fara að
skellihlæja. „Við þurfum nú aðeins að fá að
jafna okkur fyrst á þessari ferð, enda erum við
dauðþreytt eftir fjórtán mánaða ferðalag, en
hver veit,“ segir Elena Stojanov, en bætir svo
við að kannski muni næsta ævintýri þeirra fel-
ast í því að takast á við foreldrahlutverkið, enda
ekki verið mikill tími til barneigna á síðustu ár-
um sökum ferðalaga. Spurð hvað taki við þegar
þau komi heim segjast Stojanov og Hajduk
munu ganga frá greinum fyrir tímarit Far-
fuglaheimila sem gefið er út í Belgíu um ferða-
lag þeirra, auk þess sem þau munu opna ljós-
myndasýningu með myndum úr ferðinni og
einnig halda fyrirlestra um reynslu sína.
Belgíu að þeirri ferð lokinni tók hinn hvers-
dagslegi raunveruleiki aftur við. Fljótlega fór
þó að bera á ákveðinni óþreyju, því okkur lang-
aði til þess að komast aftur út í heim til þess að
upplifa og sjá meira,“ segir Elena Stojanov og
Philippe Hajduk bætir við að sér hafi strax
fundist nauðsynlegt að leggja leiðina á norð-
lægari slóðir sem nokkurs konar mótvægi við
ferðina til Afríku.
Aðspurð hvort mikill munur sé á því að
ferðast á suðrænum eða norrænum slóðum
hugsa Stojanov og Hajduk sig aðeins um en
svara því síðan til að fyrir utan veðráttuna, sem
sé auðvitað afar ólík, því þau hafi t.d. aldrei áð-
ur upplifað lárétta rigningu fyrr en þau komu
hingað til lands, þá hafi það komið þeim mest á
óvart hversu fólk á norðurslóðum var vingjarn-
legt og reiðubúið að aðstoða þau. „Í Afríku vor-
um við alls staðar boðin velkominn.
Fyrirfram höfðum við búist við því að fólk á
norðurslóðum væri lokaðra og ekki eins vin-
gjarnlegt, en reynslan hefur sýnt okkur að hér
er fólk tilbúið að taka manni opnum örmum,“
segir Elena Stojanov og bendir til dæmis á að á
ferðalagi þeirra hér á landi hafi þau oft leitað
til ábúenda á bóndabæjum um að fá að tjalda í
garðinum hjá viðkomandi til þess að njóta
skjóls frá vindum. „Undantekningarlaust tók
fólk okkur afar vel og langflestir buðu okkur
að gista innandyra,“ segir Elena Stojanov og
kann Íslendingum bestu þakkir fyrir gestrisn-
ina.
Morgunblaðið/Kristinn
Belgíska hjólareiðaparið Elena Stojanov og Philippe Hajduk lætur ævintýramennskuna ráða för.
Fyrir sex árum héldu þau í tveggja ára hjólreiðaferð um Afríku og fyrir fjórtán mánuðum lögðu
þau síðan upp í ferð um fjórtán Evrópulönd sem lauk hér á landi fyrir skemmstu.