Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Austurríski listahópurinn Gelitin opnar á laugardag sýn-
inguna Hugris í galleríi Kling og Bang.
Gelitin er að margra mati með fremstu listahópum samtím-
ans og hafa verk listamannanna fjögurra, Ali Janka, Florian
Reither, Wolfgang Gantner og Tobias Urban, vakið mikla at-
hygli. Viðbrögð gagnrýnenda og sýningargesta hafa spannað
allan skalann frá hrifningu og kátínu til hneykslunar.
Sem dæmi um nýjustu uppátæki Gelitin má nefna 60 metra
langa helsærða „tuskudúkku“ sem liggur í fjallshlíð í norður-
hluta Ítalíu og verkið eða gjörninginn „The B-Thing“, sem fór
þannig fram að listamennirnir fjarlægðu glugga á skrifstofu
sem þeir leigðu í öðrum Tvíburaturnanna í New York árið
2000 og komu fyrir svölum á byggingunni þar sem glugginn
var áður. Verkið „Arc de Triomphe“ sem félagarnir sýndu í
Salsburg árið 2003 var tekið niður eftir að hafa valdið miklu
fjölmiðlafári, en í verkinu var karlmannsstytta sem fetti sig
aftur á bak og brúkaði liminn á allsérstæðan hátt.
Heimasíða hópsins er www.gelitin.net.
Myndlist | Listhópurinn Gelitin heldur sýninguna Hugris í Galleríi Kling og Bang
Aðþrengdir Austurríkismenn
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
EFTIR HÁFLEYGT spjall við Ali Janka
þykir mér nauðsynlegt að fá álit fleiri með-
lima hópsins, ef ske kynni að þeir myndu
veita jarðbundnari svör. Florian Reiter býð-
ur sig fram og við setjumst niður innan um
manngerð framtíðarheimkynni Puffin Muff-
in í aðalsal Kling og Bang, og vindum okkur
beint að efninu: „Til að geta gagnrýnt þarftu
að þekkja það sem þú vilt gangrýna, sem um
leið kallar á að þú takir alvarlega það sem þú
vilt gagnrýna. Það er ekki fyrir okkur. Við
erum ekki að gagnrýna, en við erum heldur
ekki ofur-skapandi listamenn. Við leitumst
bara við að búa til heim til að lifa í. Við erum
slæmir neytendur,“ segir Florian og kímir.
Hann er slánalegur, virðist örlítið feiminn og
forðast augnsamband. Hann brosir vand-
ræðalega og þá glittir í brennda tönn.
Lengi lifi fjöldaframleiðslan
Talið berst yfir í list á tímum fjöldafram-
leiðslu, kenningar Walter Benjamin og álíka
pælingar. Florian segir frá kynnum sínum af
sérfræðingi í list Auguste Rodin: „Hún sagði
mér frá því hvernig Rodin átti heilan lager
af höndum og fótum í ýmsum stellingum, í
þúsundatali, sem hann setti saman til að
smíða styttur. Algjör fjöldaframleiðsla.“
Ég spyr Florian hvort þeir Gelitin séu að
gagnrýna þetta en hann er fljótur að svara:
„Nei, nei. Þetta er allt gott og blessað.“
En hvaða hlutverki gegnir þá listin, fyrst
hún er ekki að gagnrýna, hvorki sjálfa sig né
aðra?: „Listin er farin að verða eins og sál-
greining samfélagsins. Sálgreining er í sjálfu
sér ofmetin, en samt ekki svo galin. Í stað
þess að gagnrýna reynum við að beina sjón-
um að grundvallaratriðunum: kjarna tilver-
unnar.“
Sjálfstæð lífvera
Ég heyri að Florian veitir jarðbundnari
svör en Ali,og spyr hann um hvernig Gelitin
starfar: „Samstarfið hefur þróast í sjálf-
stæða lífveru, frekar en að geta kallast hóp-
ur einstaklinga. Við vinnum aðeins sem
heild. Ef við myndum ekki vinna saman
myndum við ekki halda sambandi hvor við
annan, því við höfum ólík áhugasvið. Þetta
þróaðist ekki þannig að við værum vinir sem
byrjuðu að vinna saman. Leiðir okkar lágu
saman með þeim hætti að við vorum að vinna
að ýmsum verkefnum og sýningum með
ýmsu fólki. Smátt og smátt fékk hitt fólkið
sér alvöru vinnu, opnaði ljósmyndastúdíó
eða arkitektastofur, en við fundum enga
vinnu. Við vorum afgangs,“ segir Florian og
hlær.
Talið berst yfir í íslenska vinnumarkaðinn,
og Florian furðar sig á við hvað Íslending-
arnir eru að fást: „Það er ekki langt síðan
allir lifðu á fiski, en nú virðist enginn vinna
við fiskveiðar lengur.“ Ég segi honum að Ís-
lendingarnir hafi farið að vinna í bönkum í
staðinn: „En hversu marga banka þarf
300.000 manna þjóð? Það virðist sem allir
sem við hittum hérna aki um á jeppa og séu í
stjórnunarstöðu, en við getum ekki alveg
skilið hverju þetta fólk er að stjórna.“
Og það er kannski þetta sem sýningin í
Kling og Bang á að fjalla um. Hver veit. Ég
fæ Florian alltént til að staðfesta það að
verk Gelitin snúist meira um samfélagið en
listræna fagurfræði. Ég reyni að fá betri
hugmynd um hvað hópurinn vill túlka á sýn-
ingunni: „Í okkar huga er vel heppnuð sýn-
ing þegar fyrsta hugsun fólks þegar það sér
verkin er „Þetta er ekkert mál! Þetta get ég
gert!“. Það er alveg ferlega gaman, því þá
getur maður sagt fólki að drífa sig: „Farðu
þá og gerðu þetta!““
Eva Longoria má vara sig
Florian segir mér frá þeim innblæstri sem
hann fann, þegar hann ferðaðist með hópn-
um um landið. Florian upplifði landið öðru-
vísi en Ali, sem hreifst af þöglum mosanum:
„Undarlegir hlutir gerðust á ferðalagi okkar.
Við sátum fjórir og horfðum á sjónvarpið og
sáum í fyrsta skipti Aðþrengdar eiginkonur,
og það var alveg ótrúlegt. Ég skildi hvorki
upp né niður. Það var ekkert samhengi, og
engin leið að skilja hegðun sögupersónanna.
Ég gat ekki skilið af hverju ein var glöð og
hin döpur. Þetta var allt mjög dularfullt.“
Ég spyr Florian, hvort þeir séu ekki að
gera það sama. Hann hlær, og segir: „Jú,
eiginlega. En við gerum það miklu betur en
Aðþrengdar eiginkonur.“
Hugris, sýning Gelitin í Kling og Bang,
segir Florian að snúist ekki um nekt eða
standpínur eða ádeilu: „En það er betra að
sitja í sófanum heima og hugsa um Hugris
en að glápa á Aðþrengdar eiginkonur, eða
jafnvel HM í fótbolta. Eins og kunningi minn
sagði mér eitt sinn: áður en hann horfir á
sjónvarpið, horfir hann út um gluggann.“
Afgangs listamenn
Morgunblaðið/Sverrir
Gelitin: Wolfgang Gantner og Florian Reiter
til vinstri og Ali Janka til hægri. Toibias Ur-
ban hafði látið sig hverfa og var gripið á það
ráð að fá Heklu Dögg Jónsdóttur sem stað-
gengil hans. Túlkar hún Tobian, standandi á
fötu með rauðan poka á höfði.
ÉG SEST niður með Ali Janka í
hálfkláraðri sýningu Gelitin-hópsins
í Kling og Bang-galleríi. Ég hafði átt
von á að fá að tala við allan hópinn,
en einn meðlimur hafði látið sig
hverfa. Hinir tveir eru önnum kafnir
og segja Ali ágætis fulltrúa hópsins.
Ég fæ á tilfinninguna að þeir
nenni ekki að veita fleiri viðtöl, hafi
gert nóg af því síðustu misseri. Ég
hætti ekki á að styggja listamenn-
ina, sem virðast illa sofnir, og sest
niður með Ali, einum fjórða af Gelit-
in.
Hinn þögli mosi
Hann segir mér af ferðalagi um ís-
lenska náttúru, undarlega þögn og
upplifanir: „Það er eins og eitthvað
sé ekki með felldu, eins og þú sért í
miðju upptökustúdíói.“
Hann er útitekinn, með fallegt
augnaráð og þétt alskegg. Fjólublá
flauelspeysa með blómamynstri ljær
honum barnalegt yfirbragð og sak-
leysislegt tónfall þýskunnar ratar
inn í enskuna hjá honum og full-
komnar myndina. Svo segir hann,
eins og upp úr þurru: „Ég meina, ef
mosinn myndi öskra, þá yrði það
ansi hávært öskur. En hann öskrar
ekki (en gerir það kannski stundum,
ef þú bíður nógu lengi).“
Hann slær mig út af laginu. Ég
hafði undirbúið hefðbundnar
listaspíruspurningar um tilgang list-
arinnar, samfélagslega gagnrýni og
tilvísanir. Best að spyrja um hvað
sýningin fjalli, og hvort eitthvað sé
til í þeim orðrómi að sýningin verði
gagnrýni á stóriðjustefnu Íslend-
inga: „Nei. Ég er mjög hrifinn af ál-
verum,“ segir Ali af algjörri ein-
lægni. „Og við fundum á ferðum
okkar heita lind, og það er notalegt
að sjá alla þessa orku sem rennur í
straumum eftir landslaginu og kóln-
ar. Þessi náttúrulega sóun á orku er
algjör munaður.“
The famous Puffin Muffin
Ali útskýrir fyrir mér hvað gestir
munu sjá í Kling og Bang, en þarf
stundum að hugsa sig lengi um til að
finna réttu orðin. Á meðan hann
mótar orðin bifast yfirvararskeggið
á honum: Gelitin leggur undir sig
allt sýningarrýmið. Á einum stað
verður nokkurs konar fyrirlestr-
arsalur, og á móti gestum tekur lítil
manngerð eyðieyja. Ali nefnir furðu-
verur eins og Puffin Muffin, Italian
Stallion, Phony Pony og svolítið sem
hann kallar dæmigert fyrir Reykja-
vík: Bananas and Ananas: „Okkur
langar að rannsaka mörkin milli
ímyndaðs ferlis og raunverulegrar,
áþreifanlegrar niðurstöðu,“ segir
Ali, í einni bunu, eftir mikla umhugs-
un. Mig grunar að þetta sé kannski
staðlaður frasi hjá honum.
Þegar Gelitin er annars vegar er
engin leið að vera viss.
Eins og kálhaus …
Listamennirnir hafa starfað sam-
an undir merkjum Gelitin síðan 1993
en vinskapur þeirra og samstarf nær
allt aftur til 1978.
Ég spyr Ali hvort það sé ekki rétt
að listamenn eigi erfitt með að vinna
með öðrum, og hvernig meðlimir Ge-
litin nái að vinna svona farsællega
saman og svona lengi: „Þetta er ekki
ósvipað því að ætla að lyfta borði.
Einn maður getur ekki lyft því, og
heldur ekki tveir. Þegar við tökum
höndum saman allir fjórir getum við
loksins lyft borðinu,“ segir Ali, og ég
held hann sé aftur kominn niður á
jörðina þegar hann bætir við „Gelit-
in er eins og kálhaus. Blöð kálhauss-
ins leggjast hvert yfir annað, bæta
við hvert annað og styrkja. Innst
inni, undir þessu öllu, verður til
ferskur kjarni. Auðvitað koma upp
ólíkar listrænar skoðanir innan
hópsins, en það koma líka upp ólíkar
skoðanir innan einstaklingsins, og
við leysum úr þeim eftir sömu leið-
um, til að finna bestu leiðina.“
Ali finnst samstarfið gott en nú til
dags vinna meðlimir hópsins aðeins
saman, en ekki hver í sínu lagi:
„Þegar þú ert einn á báti sem lista-
maður ertu í djúpum skít, því þá
þarftu stanslaust að vera á fundum
og í viðtölum. Maður þarf eiginlega
að vera á lyfjum til að geta afborið
allt þetta umstang sem fylgir list-
inni. Ég gæti ekki gert það einn, og
myndi ekki vilja það.“
List án ásetnings
Og hvað er Gelitin, að mati Ali,
svo að fást við? Hvað gengur þeim til
með list sinni? Sumir hafa sagt Ge-
litin gagnrýna listheiminn. Aðrir
segja Gelitin reyna að hneyksla og
ögra. Enn aðrir segja Gelitin gera
það sem þeir gera af því bara.:
„Við höfum engan æðri ásetning,
ekkert „manifestó“. Samstarfið varð
ekki til svo að við gætum náð ein-
hverju markmiði. Það bara gerðist,
spratt fram. Við erum ekki að gagn-
rýna neitt, heldur erum við bara að
búa til það sem okkur þykir vanta.“
Ali segir alla meðlimi hópsins hafa
ólíka skoðun á listinni: „Stundum
vinnum við verk úti á götu eða uppi á
fjalli. Sumir kalla það ekki list, því
það er ekki innan veggja gallerís. Ef
við myndum gera það sama í kjötbúð
myndu einhverjir kalla það slátrun,
og ef við gerðum það sama í svefni
myndu sumir kalla það drauma.“
Hann þvertekur fyrir að hópurinn
reyni að hneyksla eða reyna á áhorf-
endur: „Fjargviðrið sem varð t.d.
vegna „Arc de Triomphe“ er gott
dæmi. Það var ekkert hneykslanlegt
við sýninguna, og enginn var að
amast við henni, nema stjórn-
málamenn sem notuðu fjölmiðla-
maskínuna til að vekja athygli á
sjálfum sér. Það kom okkur á óvart
hvernig það atvikaðist allt saman, en
í dag erum við ekki jafnbláeygir.“
Gæsir og rúmföt
Hópurinn er mikið á ferðinni og
mjög afkastamikill – hélt t.d 12 sýn-
ingar í 8 löndum á síðasta ári. Þeir
eru samt ekki alltaf á ferðinni: „Við
eigum heimahöfn í Vín og eigum
okkar eigið líf – erum ekki saman
öllum stundum: Florian á frábæra
fjölskyldu, Wolfgang heldur gæsir
sem gæludýr og Tobias … ég held
að Tobiasi þyki góð lyktin af eigin
rúmi, því hann skiptir aldrei um
lök.“
Það fer að líða að lokum viðtalsins,
og við Ali höfum spjallað vítt og
breitt um verk Gelitin. Áður en ég
slekk á snældunni inni ég hann eftir
því hvort ég sé nokkuð að gleyma að
spyrja hann að einhverju mikilvægu:
„Það er athyglisvert að þú hefur
ekki spurt neinna þeirra spurninga
þar sem við yfirleitt bindum snaran
endi á viðtöl, eins og „Af hverju heit-
ir hópurinn Gelitin?“.“
„Gelitin er eins
og kálhaus“
Meðal verka Gelitin sem vakið hafa mesta athygli síðustu ár er þessi risavaxna tuskudúkka sem smíðuð var úr
heyböggum og bleikri bómull á fjallshlíð í norðurhluta Ítalíu. Fjöldi ferðamanna leggja leið sína árlega til kan-
ínunnar stóru, sem liggur eins eins og útjaskað leikfang í landslaginu.