Morgunblaðið - 15.07.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 29
UMRÆÐAN
ekki gleymast að lyf eru í mörgum
tilfellum góð fjárfesting.
Þakka má aðgengi að góðum
lyfjum það að þúsundir Íslendinga
geta stundað dagleg störf sín,
greitt skatta til samfélagsins og
lifað eðlilegu fjölskyldulífi.
Fjölmargir þessara einstaklinga
væru án lyfjanna öryrkjar og jafn-
vel vistaðir á sjúkrastofnunum.
Þrátt fyrir talsverða gagnrýni er
íslenskt heilbrigðiskerfi eitt það
besta í veröldinni. Við eigum frá-
bæra lækna og hæft starfsfólk í
heilbrigðisgeiranum.
Gríðarlegur árangur hefur náðst
hér á landi í meðhöndlun ýmissa
sjúkdóma eins og krabbameins og
hjartasjúkdóma.
Nú er svo komið að Íslendingar
geta vænst þess að halda góðri
heilsu lengst allra Evrópubúa.
Þá er lífaldur Íslendinga með
því hæsta sem gerist í veröldinni.
Þýðingarmikill þáttur í góðu
heilbrigðiskerfi er aðgangur að
nýjum og fullkomnum lyfjum auk
annarra lyfja sem sjúklingum eru
nauðsynleg.
En vitaskuld er það eðlileg
krafa að lyfin séu á svipuðu verði
og í þeim löndum sem við berum
okkur helst við og þar sem lífs-
gæði eru á svipuðu stigi.
Höfundar eru formaður og varafor-
maður Astma- og ofnæmisfélagsins og
eiga sæti í stjórn SÍBS.
Nýverið var haldin fyrsta ráð-
stefna um tungutækni á Íslandi. Á
ráðstefnunni komu saman fræði-
menn og fólk úr atvinnulífinu sem
starfar við tungutækni hér á landi.
Þetta efni er afar mikilvægt því að
flestar tækninýjungar fyrir al-
mennan markað snúast um sam-
skipti fólks, t.d. í síma eða á net-
inu, og þá skiptir meginmáli að öll
samskipti fari fram á íslensku. Um
þetta segir Eiríkur Rögnvaldsson,
prófessor í íslensku: Ef við lend-
um í þeirri aðstöðu að tæknin
ræður ekki við íslensku þá höfum
við tvo kosti. Við getum ákveðið
að taka þessa tækni ekki upp á Ís-
landi, sem er að sjálfsögðu slæmur
kostur, en hin leiðin er að tala
bara ensku við tækin. Varla erum
við sátt við það. Best væri að að-
laga tæknina þannig að hún ráði
við íslensku en það kostar peninga
og þekkingu (Frbl. 6.6.06). Þetta
eru orð að sönnu. Íslendingar hafa
þráfaldlega staðið frammi fyrir
miklum nýjungum og ávallt tekist
að aðlaga sig þeim og nýta sér
þær. Dæmi um þetta eru breyt-
ingar sem leiddi af ritvæðingu,
prentvæðingu, siðskiptum og
tölvuvæðingu. Í öllum tilvikum
stóð íslensk tunga og menning af
sér storminn og varð auðugri eftir.
Ef brugðist er rétt við er full
ástæða til að ætla að sama muni
eiga við tungutækni á fjölmiðlaöld.
Í 78. þætti um íslenskt mál var
fjallað um orðasambandið skrif-
aðu flugvöll. Þar var það réttilega
eignað Adolf Björnssyni en hins
vegar var rangt farið með önnur
atriði, m.a. var sagt að hann hefði
boðið sig fram fyrir Sósíal-
istaflokkinn í Þingeyjarsýslu. Um
þetta segir Ármann Jakobsson:
„… Adolf var í framboði [fyrir Al-
þýðuflokkinn] í Dalasýslu og fékk
35 atkvæði.“ Og Ármann bætir
við: „… eftir þennan góða árang-
ur í Dalasýslu hafi Adolf litið á
sig sem talsvert efni í stjórn-
málum. En þegar næst komu
kosningar bað Alþýðuflokkurinn
hann um að fara aftur fram í
Dalasýslu. Þá móðgaðist Adolf og
segir sagan að hann hafi sagt:
„Dalasýsla er bara fyrir byrj-
endur.“ Lauk þar með stjórn-
málaferli Adolfs.“ – Umsjón-
armaður þakkar Ármanni
kærlega fyrir leiðréttinguna því
að vitaskuld ber að fara rétt með
staðreyndir.
Það er furðu algengt að ruglað
sé saman föstum orðasamböndum
svo að úr verður hálfgerður
óskapnaður. Í flestum tilvikum
má ætla að þessu valdi merking-
arlegir þættir, þ.e. fast orða-
samband sem er svipaðrar merking-
ar og annað hefur áhrif á búninginn.
Sem dæmi þessa má nefna: [söngv-
arinn] sló öllum karlsöngvurunum
ref fyrir rass (Frbl. 9.6.06), sbr.
skjóta e-m ref fyrir rass og slá e-m
við. Af svipuðum toga eru fjölmörg
dæmi, t.d.: Mér fannst þetta harður
[þ.e. erfiður] biti
að kyngja (Mbl.
27.5.06), sbr. e-ð
er hart (að-
göngu). – Það er
rosalega þungur
biti að kyngja
[að fá á sig tvö
mörk í upphafi
leiks] (Sýn
23.6.06). –Hlæja
framan í opið geðið á e-m (Mbl.
16.5.06), sbr. hlæja framan í e-n og
hlæja upp í opið geðið á e-m. – Virt-
ust þeir taka ásakanir hans opnum
örmum (Mbl. 26.6.06), þ.e. „fagna
ásökunum hans, taka ásökunum
hans vel“.
Samsláttur af þessum toga virðist
benda til þess að þær líkingar sem
að baki liggja blasi ekki lengur við,
séu ekki gegnsæjar. Það er að vísu
svo að orðatiltæki breytast oft í tím-
ans rás og þannig verða til ýmis af-
brigði. Sem dæmi má nefna að af
orðatiltækinu ganga úr skaftinu,
„þurfa að hætta við að taka þátt í
e-u; detta/skerast úr leik“, eru
kunn afbrigðin detta/falla úr
skaftinu. Þau hljóta að teljast góð
og gild enda er líkingunni haldið,
vísað er til hnífs sem festur var á
skaft en hann gat losnað (gengið,
dottið, fallið, dregist úr skaftinu).
Afbrigðið heltast úr skaftinu er
hins vegar nýtt og líkingin farin
veg allrar veraldar: fjárfestar
heltust úr skaftinu (Útv. 13.5.06).
Hér gætir vafalaust áhrifa frá
orðatiltækinu heltast úr lestinni,
„dragast aftur úr; (neyðast til að)
hætta þátttöku í e-u“.
Í pistlum þessum hefur áður
verið á það bent að sögnin forða
er alloft notuð með sérkenni-
legum hætti. Eftirfarandi dæmi
eru af sama toga: Starfshópurinn
bendir á að fjárhagslegur sparn-
aður fyrir þjóðfélagið við að forða
[„koma í veg fyrir“] örorku hjá
einum einstaklingi nemi 30 millj-
ónum króna (Frbl. 4.5.05); Spurt
verður hvort hægt sé að forða
[„verja fyrir“] móðurmálinu frá
margboðuðum dauða (Mbl.
24.4.06); hægt var að forða nær-
liggjandi byggingum frá eldinum
[„koma í veg fyrir að eldurinn
næði til“] (Sjónv. 24.5.06) og forða
uppsögn kjarasamninga [„koma í
veg fyrir“] (Blaðið 16.6.06). Umsjón-
armaður hefur skotið inn merkingu
í hornklofum en guð forði okkur frá
því að þetta nýmæli nái að festa
rætur.
Úr handraðanum
Um miðja 14. öld ritaði óþekktur
Íslendingur formála fyrir mál-
fræðiritgerðunum fjórum í svo
nefndri Wormsbók. Þar segir: Leiti
eftir sem vandlegast, þeir sem nú
vilja fara að nýjum háttum skáld-
skapar, hversu fegurst er talað en
eigi hversu skjótt er ort; því að að
því verður spurt, hver kvað, þá er
frá líður, en eigi hversu lengi var að
verið. Umsjónarmanni virðast orð
þessi enn eiga fullt erindi til okkar:
Menn eiga að hafa það til fyr-
irmyndar hversu fegurst er talað.
Hér má sjá hryggjarstykki íslenskr-
ar málstefnu og í íslenskum bók-
menntum eigum við Íslendingar
vissulega næga fyrirmynd. Það er
reyndar óþarfi að umsjónarmaður
leitist við að leggja út af þessum
texta. Nútímamenn geta auðveld-
lega lesið hann og skilið. Hann vek-
ur til umhugsunar en þarfnast
engra skýringa. Milliliðalaus tengsl
nútímans við fortíðina eru hluti ís-
lenskrar menningar.
Það er furðu al-
gengt að ruglað
sé saman föst-
um orða-
samböndum
svo að úr verð-
ur hálfgerður
óskapnaður.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 81. þáttur.
BLÓÐBANKI Íslands var
stofnaður fyrir 53 árum og hefur
alla tíð síðan lagt heilbrigðisþjón-
ustunni öflugt lið með stuðningi
fjölda blóðgjafa. Ef
blóðgjafanna nyti
ekki við gætum við
þurft að kaupa blóðið
og þá jafnvel erlendis
frá.
Blóð sem er okkur
lífsnauðsynlegt bæði
til lækninga og rann-
sókna. Á hverju ári
gefa 19.000 blóðgjafar
um 6.700 lítra af heil-
blóði.
Fjöldi blóðgjafa
getur farið upp í 228
manns á einum degi
en þá þarf að snúa
fólki frá þar sem aðstæður leyfa
ekki að öllum sé sinnt.
Það er löngu orðið tímabært að
bæta hag Blóðbankans, sem nú er
deild í Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi. Þrátt fyrir að hjarta
þjóðarinnar slái í bankanum er
hann enn í sama húsinu og fyrir
rúmri hálfri öld.
Húsnæðið sem bankinn er í er
650m2 en samkvæmt þarfagrein-
ingu þarf stafsemin 1.600 m2
til að sinna móttöku blóðgjafa
auk rannsókna og vísindastarfa.
Starfsfólk blóðbankans (50 í 42
stöðugildum) og virkir blóðgjafar
eiga heiður skilið fyrri frábær
verk við þessar
skammarlega þröngu
aðstæður.
Til að varpa ljósi á
starfsemi Blóðbank-
ans bar ég fram fyr-
irspurn á alþingi til
heilbrigðisráðherra 3.
apríl sl. en eitthvað
vafðist svarið fyrir
ráðherra því það kom
ekki fyrr en í júní-
mánuði!
Eitt af því athygli-
verða í svarinu var
hnútukast í fjár-
málaráðherra þegar
ég spurði um hvort til stæði að
bæta úr húsnæðisþörf Blóðbank-
ans. Í svarinu stendur orðrétt:
„Endurnýjun á húsnæði Blóðbank-
ans hefur verið til skoðunar und-
anfarin ár.
Óskað hefur verið eftir heimild
fjármálaráðuneytisins til að aug-
lýsa eftir húsnæði, en svar hefur
ekki borist enn.“
Á meðan ráðherrarnir hnýta
hver í annan og leika sér í stóla-
skiptum er ein þýðingarmesta
starfsemi landsins látin vera á
hrakhólum.
En bíðum við. Nú berast okkur
fréttir um að Blóðbankinn muni
flytja í nýtt húsnæði í haust. Sei,
sei er einhver að rumska? Og þó,
enn ein sýndarlausnin.
Í boði er 900m2 leiguhúsnæði
þrátt fyrir að allir viti að það er of
lítið. Á sjóaramáli væri þetta kall-
að „drulluredding“.
Hér eru fagleg sjónarmið ekki
látin ráða för. Það þarf að bæta úr
brýnum húsnæðisvanda bankans
og þá í samvinnu við fagaðila.
Ágætu landsmenn.
Stöndum vörð um framtíð Blóð-
bankans og þá starfsmenn sem
sinna þessu þýðingarmikla starfi
við aðstæður sem þóttu boðlegar
fyrir 53 árum þegar við Íslend-
ingar vorum 152.000.
Aðgangur að úrvalsblóði er ekki
sjálfsagður. Sýnum starfsfólkinu
og blóðgjöfunum þá virðingu sem
þau eiga skilið.
Blóðbankinn – upp á líf og dauða
Valdimar Leó Friðriksson
fjallar um starfsemi
Blóðbankans ’Aðgangur að úrvalsblóði er ekki
sjálfsagður. Sýnum
starfsfólkinu og
blóðgjöfunum þá
virðingu sem
þau eiga skilið.‘
Valdimar Leó
Friðriksson
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar.
Sagt var: Til forna var þetta sjaldgæft, en í dag gerist það vikulega.
RÉTT VÆRI: Að fornu var þetta sjaldgæft en nú á dögum gerist það
vikulega.
Gætum tungunnar