Morgunblaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 31
MINNINGAR
✝ SteingrímurKolbeinsson
fæddist í Reykjavík
21. apríl 1944. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað miðviku-
daginn 5. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Andrés Kolbeinn
Steingrímsson, f. 1.
ágúst 1907, d. 7.
mars 1985, og Þór-
hildur Árnadóttir, f.
11. september 1919,
d. 14. júní 1999. Systkini Stein-
gríms eru Hulda Björk, Árni Heið-
ar og Sigurborg, sem er látin.
Eiginkona Steingríms er Hjör-
dís Arnfinnsdóttir.
Þau eiga fimm börn,
þau eru: 1) Kristín
Guðleif, gift Mikael
Hansen. Hún á fimm
börn úr fyrra hjóna-
bandi. 2) Andrés
Kolbeinn, kvæntur
Huldu K. Óladóttur.
Hann á þrjú börn. 3)
Sigurður Þór, hann
á einn son. 4) Rúnar
Þröstur, hann á tvö
börn. 5) Arnfinnur
Ægir, sambýliskona
Hjördís Nílssen.
Hann á tvö börn.
Steingrímur verður jarðsung-
inn frá Norðfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Elsku tengdapabbi, nú hefur þú
fengið hvíldina og ert laus frá þeim
þrautum sem þú þurftir að þola síð-
ustu vikur ævi þinnar. Það var mjög
sárt að kveðja þig, Steini, eins og þú
varst alltaf kallaður. Þetta er okkur
öllum ofsalega erfitt en við huggum
okkur við það að þú þurfir ekki að
þjást lengur og sért kominn á góðan
stað þar sem vel hefur verið tekið á
móti þér.
Þú varst yndislegur maður og er ég
þakklát fyrir að hafa kynnst þér og
þínu fólki, alltaf gat ég og Addi sonur
þinn leitað til þín með allt og þú varst
ekki lengi að finna svör og lausnir á
öllu. Betri afa er ekki hægt að hugsa
sér, þess fengu börnin mín svo sann-
arlega að njóta og eiga börn og barna-
börn þín um sárt að binda núna.
Ég hef hugsað mikið um minning-
arnar sem ég og fjölskyldan mín eig-
um um þig, Steini, og vorum við að
skoða myndbandsupptöku frá því þú
bauðst okkur öllum út í Hellisfjörð í
sumarbústaðinn, það var dásamlegur
tími. Það er yndislegt að hugsa um
allar minningarnar og maður heldur
fast í þær, já, Steini minn, og ekki
vantaði blíðuna frá þér og tengda-
mömmu þegar við komum með
krakkana í heimsókn og þá vantaði
ekki flottheitin hjá henni Hjördísi
tengdamóður minni við baksturinn.
Endalausar veislur og eru snúðarnir
hennar þeirra uppáhald og ef við vor-
um ekki með bæði börnin passaðir þú
að við tækjum örugglega snúða með
handa barninu sem ekki var með í för.
Þetta er svo lýsandi dæmi um hvernig
þú varst og heimilið ykkar alltaf opið
fyrir öllum.
Nú er komið að kveðjustund, elsku
Steini minn. Það er sárt að hugsa til
þess að þú komir ekki aftur til okkar
hingað á Eskifjörð í kaffisopa, þótt þú
hafir yfirleitt verið á hraðferð og
drukkið kaffið þitt á dálitlum hraða en
þú varst bara svoleiðis, drakkst kaffið
og svo kom jæja og þið rokin. Ég ætla
að enda þessa grein með hversu ynd-
islegur þú varst, til dæmis vildir þú
ekki láta hafa mikið fyrir þér í veik-
indum þínum heldur fórst sjálfur og
reddaðir því sem þú þurftir að gera,
þótt þú værir mjög veikur. Þú varst
algjör hetja, Steini minn, ég á ekki
nógu gott lýsingarorð yfir það. Við
munum sakna þín sárt en ég er þakk-
lát fyrir að hafa getað verið hjá þér áð-
ur en þú fórst frá okkur. Ég veit að nú
líður þér betur og takk fyrir allt,
Steini. Elsku Hjördís, Kristín, Addi,
Þröstur, Þór og Ægir, megi góður guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Hulda K. Óladóttir.
Nafni minn og afi Steingrímur Kol-
beinsson andaðist á fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað 5. júlí síðastlið-
inn, eftir erfiða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Mig langar til að minnast
hans nú við leiðarlok.
Afi var yndislegur maður, það var
ekki það til sem hann vildi ekki fyrir
mig gera. Þær voru margar ferðirnar
sem ég var búinn að fara með afa og
ömmu, um landið. Afi var hafsjór
fróðleiks og miðlaði af þekkingu sinni
í þessum ferðum sem því miður verða
ekki fleiri, en ég mun geyma í minn-
ingu minni. Afi var búinn að gera sér
ljóst að hverju stefndi, og af æðru-
leysi stappaði hann í okkur stálinu,
bað okkur að vera glöð og hress, hann
færi sáttur. Ég veit að það gladdi afa
mikið að geta verið heima fram á síð-
asta dag, umvafinn umhyggju og
kærleika eiginkonu, sem stóð sem
klettur við hlið hans þar til yfir lauk.
Það voru miklar gleðistundir hjá afa
þegar börnin og barnabörnin komu í
heimsókn, þá ljómaði afi.
Afi vildi ekki láta hafa mikið fyrir
sér, hann fór alltaf sjálfur með ömmu á
sjúkrahúsið í sprautur sem hann
þurfti, þannig var það einnig 5. júlí síð-
astliðinn, þá um morguninn fór hann í
fylgd ömmu uppá sjúkrahús, en í þetta
skipti átti hann ekki afturkvæmt, hann
andaðist kl. 11 það kvöld.
Það gladdi mig mikið að afi skyldi
biðja mig um að smíða kross á leiðið
sitt, mér er svo ljúft að gera þetta og ég
vona að afa líki handbragðið þegar því
er lokið. Ég þakka guði fyrir að mér
skyldi auðnast að fá að vera hjá honum
og halda í hönd hans þegar hann skildi
við, friður og ró einkenndi ásjónu hans
þegar hann tók síðustu andvörpin. Ég
bið guð að styrkja og blessa ömmu og
fjölskylduna á þessari sorgarstundu,
þau hafa misst svo mikið.
Elsku afi, nú ert þú horfinn úr
þessum heimi, og ég vil þakka þér all-
an þann kærleika, blíðu og gleði sem
þú sýndir mér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Steingrímur Óli Andrésson.
Horfinn er yfir móðuna miklu
elskulegur afi minn Steingrímur Kol-
beinsson. Hann lést á sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 5. júlí síðastliðinn. Mér
er bæði ljúft og skylt að minnast hans
við leiðarlok. Afi minn barðist við ill-
vígan sjúkdóm sem að lokum dró
hann til dauða. Afi var besti afi í
heimi. Umhyggja hans fyrir fjöl-
skyldunni var alveg með eindæmum,
ekkert var til sparað, til að konan,
börnin og barnabörnin hefðu það sem
best. Ég var ekki gömul þegar ég fór
að heimsækja afa og ömmu á Norð-
firði, þær heimsóknir urðu mér
ógleymanlegar. Þar var ekki í kot vís-
að. Afi og amma vissu hvað litlum
börnum kom best. Það var alltaf séð
til þess að enginn færi svangur frá
þeim. Afi var yndislegur maður, hann
var alveg sérstaklega barngóður og
naut þess að hafa barnabörnin í
kringum sig. Þá var hann í essinu
sínu.
Fljótlega eftir að afi greindist með
þennan illvíga sjúkdóm gerði hann
sér ljóst, að það gat brugðið til beggja
vona. Hann fór því að ganga frá sín-
um málum, og búa allt í haginn fyrir
ömmu ef illa færi, og nú er þessi góði
maður horfinn af sjónarsviðinu. Afi
hafði alltaf verið heilsuhraustur, varla
kennt sér meins, því kom þessi sjúk-
dómsgreining eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Nú verður skrítið að koma
í heimsókn í Miðstrætið á Norðfirði
og sjá ekki afa í stólnum sínum, og
eins er skrítið að vita til þess að elsku
afi á ekki eftir að koma í kaffisopa til
okkar á Eskifjörð. En minningin um
elskulegan afa mun lifa í hjarta mínu
um ókomin ár.
Afi minn átti gamla antikklukku,
mikinn kjörgrip, sem hann hafði mik-
ið uppáhald á. Ég fylltist stolti þegar
afi minn nokkrum dögum fyrir andlát
sitt bað mig að taka við klukkunni og
sjá um hana. Hún er nú komin upp á
vegg í herbergi mínu og mun minna
mig á afa minn um alla framtíð. Ég
var við dánarbeð elsku afa þegar yfir
lauk og hélt í hönd hans, friður og ró
hvíldu yfir honum er hann yfirgaf
þennan heim.
Elsku hjartans afi minn, ég þakka
þér fyrir ástúð þína og kærleika mér
til handa. Ég bið góðan guð að veita
ömmu og börnunum styrk í þeirra
miklu sorg. Elsku afi minn, ég kveð
þig svo með orðum úr ritningunni.
Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyr-
ir Drottin vorn Jesú Krist!
Hjördís Bára
Andrésdóttir.
STEINGRÍMUR
KOLBEINSSON
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
RANNVEIG FRIÐRIKA KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður búsett
á Boðahlein 5,
Garðabæ,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 10. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudag-
inn 17. júlí kl. 15.00.
Kristján Þorkelsson,
Kristján E. Kristjánsson, Áslaug Gísladóttir,
Brynhildur Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson,
Auður Kristjánsdóttir, Roger Olofsson,
Alfa Kristjánsdóttir, Sigmar Þormar,
Bárður Halldórsson,
Grétar Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Rjúpufelli 42,
Reykjavík,
áður Vestmannabraut 10,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
17. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Einar Ottó Högnason,
Magnús Hörður Högnason, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Guðmundur Ingi Einarsson,
Kristín Högna Magnúsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HANNES JÓNSSON
fyrrverandi sendiherra,
sem lést mánudaginn 10. júlí sl. verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
18. júlí kl. 13.00.
Karin Waag Hjálmarsdóttir,
Hjálmar Waag Hannesson, Anna Birgis,
María Inga Hannesdóttir, Ólafur Georgsson,
Guðrún Andrésdóttir,
Kristín Hanna Hannesdóttir, Páll Torfi Önundarson,
Jakob Bragi Hannesson,
Glódís Karin E. Hannesdóttir,
Guðmundur Hannes Hannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
EIRÍKS HJALTA JÓNSSONAR,
Strandgötu 79a,
Eskifirði.
Tómas Hjaltason, Björg Sigurðardóttir,
Guðjón Hjaltason,
Elín Hjaltadóttir, Einar Eyjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
RAGNAR MARNÓ BJARNASON
rafvirkjameistari,
Háagerði 31,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn
13. júlí.
Diana Ragnarsdóttir, Þorsteinn Kárason,
Sigurbjörg Laufey Þorsteinsdóttir,
Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir, Jeffrey Sokolov.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALGARÐUR STEFÁNSSON,
Bræðraborgarstíg 23,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 20. júlí kl. 13.00.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
Ásdís Ingibjargardóttir,
Guðlaugur Valgarðsson, Guðrún Helga Stefánsdóttir,
Lárus Valgarðsson,
Valgerður R. Valgarðsdóttir,
Ingibjörg Helga og Auður Olga Skúladætur,
Ísold og Silfrún Una Guðlaugsdætur,
Veronika Sesselja Lárusdóttir,
Áslákur Hrafn og Iðunn Rannveig Thorarensen.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR THORODDSEN,
Boðagranda 4,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Hringbraut fimmtu-
daginn 13. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elín Bjarnadóttir,
Bjarni Thoroddsen, Ástríður H. Þ. Thoroddsen,
Ólafur Örn Thoroddsen, Sigríður Jónsdóttir,
Jóhann Thoroddsen, Katla Kristvinsdóttir,
Ólína Elín Thoroddsen,
barnabörn og barnabarnabörn.