Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 33
MESSUR
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks
er ekki messað í Áskirkju. Fyrsta messa
eftir sumarleyfi verður 30. júlí.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Organisti Aðalheiður Þorsteins-
dóttir. Kór Bústaðakirkju syngur. Prestur
sr. Hans Markús Hafsteinsson. Molasopi
eftir messu.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson prédikar. Sönghópur úr
Dómkórnum syngur. Organisti Marteinn H.
Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til
Hjálparstarfs kirkjunnar. Molasopi eftir
messu. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs-
þjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardagur: Org-
eltónleikar kl. 12:00 á vegum Alþjóðlega
orgelsumarsins. Ji-Youn Han frá Suður-
Kóreu leikur. Sunnudagur: Messa kl.
11:00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjón-
um. Organisti Lenka Mátéová. Hópur úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Kaffi-
sopi eftir messu. Orgeltónleikar sunnu-
dagskvöld kl. 20:00. Ji-Youn Han leikur á
orgelið.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
Guðsþjónusta kl. 14:00 á Landspítala
Landakoti. Rósa Kristjánsdóttir, organisti
Birgir Ás Guðmundsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Vegna sumarleyfa sóknarprests
og starfsfólks er ekki messað í Langholts-
kirkju í júlímánuði. Bent er á messu í Bú-
staðakirkju kl. 11. Sr Pálmi Matthíasson
sóknarprestur í Bústaðakirkju þjónar Lang-
holtsprestakalli í júlímánuði og síminn í Bú-
staðakirkju er 5538500.
LAUGARNESKIRKJA: Nú stendur yfir sum-
arleyfi hjá söfnuði Laugarneskirkju og er
safnaðarfólk hvatt til að heimsækja ná-
grannakirkjurnar á helgum dögum. Sókn-
arprestur er þó að störfum fram til 15. júlí.
Fyrsta messa eftir sumarleyfi verður
sunnudaginn 20. ágúst kl. 20:00.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður
Jóhanna María Ævarsdóttir, Fálkagötu 19.
Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju
syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Kaffi á Kirkjutorginu eftir messu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl.
11:00. Ritningarlestur og bæn. Sr. Arna
Grétarsdóttir. Verið hjartanlega velkomin.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almennt guðs-
þjónustuhald fellur niður til 13. ágúst,
vegna sumarleyfa starfsfólks. Sunnudag-
inn 13. ágúst verður guðsþjónusta kl. 14
sem varðar upphaf fermingarstarfs Fríkirkj-
unnar. Hægt er að ná í safnaðarprest í
sumar. Prestarnir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta fellur
niður sunnudaginn 16. júlí vegna hrein-
gerninga og viðhalds kirkjunnar. Sókn-
arfólki er bent á guðsþjónustuhald í ná-
grannakirkjum. Næsta guðsþjónusta
verður sunnudaginn 23. júlí.
DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg guðs-
þjónusta Digranes-, Linda- og Hjallasókna í
Hjallakirkju kl. 11.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Elínborg Gísladóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti Gróa Hreinsdóttir.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris
Kristjánsdóttir þjónar. Barn borið til skírn-
ar. Félagar úr Kór kirkjunnar leiða safn-
aðarsönginn. Organisti Jón Ólafur Sigurðs-
son. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund
á þriðjudögum kl. 18.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti
Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Boðið verður
upp á hressingu að lokinni guðsþjónustu.
LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sameiginleg
guðsþjónusta Linda-, Hjalla- og Digranes-
sókna í Hjallakirkju kl. 11.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta með alt-
arisgöngu kl. 20. Sunna Dóra Möller guð-
fræðinemi prédikar. Sr. Bolli Pétur Bolla-
son þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir
söng undir stjórn Kára Þormar.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma
fellur niður vegna útilegu kirkjunnar. Þáttur
kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýnd-
ur á Omega kl. 15.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11:00.
Bænastund alla miðvikudaga kl. 20:00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp
Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnu-
dag kl. 20. Umsjón: Miriam Óskarsdóttir.
Elín Kjaran talar. Opið hús daglega kl. 16–
22 (nema mánudaga). Söngstund kl.
10.30 og dagskrá kl. 20. Bæn og fyrirbæn
á þriðjudagskvöldum og lofgjörð-
arsamkoma á fimmtudagskvöldum. Allir
velkomnir.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam-
koma sunnudag kl. 20. Gestaprédikari er
Pétur Erlendsson. Lofgjörð og fyrirbænir.
Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir vel-
komnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðumenn:
Biblíuskólanemar úr biblíuskólum erlend-
is. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyr-
irbænir í lok samkomu. Allir velkomnir. Ath.
barnakirkjan er komin í sumarfrí, hefst aft-
ur 27. ágúst. Hægt er að hlusta á beina út-
sendingu á Lindinni FM 102,9 eða horfa á:
www.gospel.is. Á Omega er sýnd sam-
koma frá Fíladelfíu kl. 20. www.gospel.is
KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á
föstudögum.
KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga
heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða-
bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdegis
á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm-
kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl.
10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla
virka daga: Messa kl. 18.00. Tilbeiðslu-
stund er haldin í Kristskirkju á hverju
fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e.
frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Mar-
íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa
kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl.
18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Til-
beiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00
til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga:
Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00.
Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa
kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi
kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga:
Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl.
8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi
38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykk-
ishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga:
Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl.
10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl.
11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl.
18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl.
16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl.
19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Pét-
urskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga:
Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl.
11.00 Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi
kl. 17.00 og messa kl. 18.00.
KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja-
vík. Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðþjónusta
kl. 11:00. Ræðumaður: Manfred Lemke.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11:00.
Ræðumaður: Gavin Anthony. Safn-
aðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Sel-
fossi: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðþjón-
usta kl. 11:00. Ræðumaður Birgir Vilhelm.
Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðþjón-
usta kl. 11:00. Ræðumaður: Jóhann Þor-
valdsson. Aðventkirkjan Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00.
Guðsþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður: Eric
Guðmundsson.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa
í Landakirkju kl. 11. Ferming Einars Hrafns
Stefánssonar. Kór Landakirkju syngur und-
ir stjórn Hauks Guðlaugssonar organista.
Gengið verður að borði Drottins. Guðspjall
dagsins er úr Lúkasarguðspjalli og fjallar
um köllun Péturs, er Jesús Kristur segir við
hann: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú
menn veiða.“ Prestar sr. KristjánBjörnsson
og sr. Þorvaldur Víðisson.
LÁGAFELLSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Fermdar verða: Kristín Júlía Erlings-
dóttir og Ragnheiður Þóra Björnsdóttir.
Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Org-
anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Kór
Lágafellskirkju syngur. Einsöngvari Bjarni
Atlason. Allir velkomnir. Prestarnir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur
kl. 10.30. Ath. tímann. Prestur sr. Gunnþór
Þ. Ingason. Organisti og píanóleikari Kjart-
an Ólafsson. Félagar úr kór kirkjunnar
leiða söng.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi-
stund á sumarkvöldi sunnudag kl. 20.
Prestur Bragi J. Ingibergsson. Einsöngur
Sigurður Skagfjörð. Organisti Gróa Hreins-
dóttir. Allir velkomnir.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Ferming kl.11.
Fermdur verður Atli Þorkelsson, búsettur í
Bandaríkjunum. Prestur: Einar Eyjólfsson.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr
Kór Vídalínskirkju leiða sönginn. Organisti
Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Friðrik J. Hjartar
þjónar. Biðjum fyrir betri tíð. Rúta fer frá Ví-
dalínskirkju kl. 19.30 og frá Hleinum litlu
síðar. Allir velkomnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Önnur kvöldguðs-
þjónusta sumarsins fer fram á sunnudag
kl. 20. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson og org-
anisti er Ester Ólafsdóttir.
HÓLADÓMKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sig-
hvatur Karlsson prédikar. Sr. Jón Ármann
Gíslason og sr. Örnólfur J. Ólafsson þjóna
fyrir altari. Kl. 14 samkoma í kirkjunni. Ein-
söngur Kristveig Sigurðardóttir. Aðalsteinn
Júlíusson og Kristján Þ. Halldórsson. Kór
Snartarstaðakirkju syngur undir stjórn
Björns Leifssonar. Valmar Valjaots leiðir
tónlistarflutning úr Mývatnssveit.
AKUREYRARKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta
kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Ey-
þór Ingi Jónsson.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl.
20.30. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Örn
Viðar Birgisson tenór leiðir söng. Organisti
er Arnór Vilbergsson. Allir velkomnir, kaffi-
sopi í safnaðarsal.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Almenn
samkoma sunnudag kl. 20. Níels Jakob
Erlingsson talar. Bænastund kl. 19.30. All-
ir velkomnir.
LAUFÁSPRESTAKALL: Laufáskirkja:
Guðsþjónusta sunnudag kl. 13.30 í upp-
hafi starfsdaga í Gamla bænum í Laufási.
Allir velkomnir. Svalbarðskirkja: Guðsþjón-
usta sunnudagskvöld kl. 20.30.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Kyrrðarstund mánudag 17. júlí kl. 18.
Sóknarprestur.
KLYPPSSTAÐUR í Loðmundarfirði: Messa
sunnudag kl. 14. Prófastur Múlaprófasts-
dæmis sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Allir velkomnir.
VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Almenn guðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Organisti Kristín
Waage. Félagar í kór Víkurkirkju leiða al-
mennan söng. Sr. Haraldur M. Krist-
jánsson sóknarprestur prédikar og þjónar
fyrir altari. Fjölmennum til kirkju. Sókn-
arprestur og sóknarnefnd.
ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 17. Í messunni verður flutt tónlist
frá sumartónleikum helgarinnar. Sókn-
arprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Léttur hádegisverður og kaffisopi á eft-
ir. Sóknarprestur.
SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu-
dag kl. 14. Séra Birgir Thomsen þjónar fyrir
altari og prédikar. Organisti er Ester Ólafs-
dóttir. Lokabæn flytur Úlfhildur Stef-
ánsdóttir. Eyþór Jóhannsson og Kristján
Már Ólafsson aðstoða við athöfnina.
ÞINGVALLAKIRKJA: Ef veður leyfir verður
göngumessa á Þingvöllum sunnudaginn
16. júlí. Messan hefst fyrir framan Hótel
Valhöll kl.14. Gengið verður þaðan til kirkju
með viðdvöl á þremur stöðum. Lestrar,
söngvar og bænir messunnar verða við
Lögberg, við Flosagjá og hjá þjóð-
argrafreitnum. Messunni lýkur í kirkjunni.
Sóknarprestur predikar og leiðir gönguna
ásamt Guðmundi Vilhjálmssyni organista,
sem leikur á harmonikku.
Guðspjall dagsins:
Jesús kennir af skipi.
(Lúk. 4).
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Klyppstaðakirkja í Loðmundafirði.
Sunnudagskvöldið 16. júlí kl.
20 er guðsþjónusta með alt-
arisgöngu í Seljakirkju. Sunna
Dóra Möller guðfræðinemi
prédikar. Sr. Bolli Pétur
Bollason þjónar fyrir altari.
Kór Seljakirkju leiðir sönginn
undir stjórn Kára Þormar.
Nánar um kirkjustarf í
Seljakirkju á seljakirkja.is All-
ir velkomnir.
Sólrík sum-
armessa í
Seljakirkju
FRÉTTIR
BANDARÍSKU starfsþróunar-
samtökin – National Career Deve-
lopment Association – hafa veitt
dr. Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur,
dósent í félagsvísindadeild Há-
skóla Íslands, viðurkenningu fyrir
framlag hennar til menntunar
náms- og starfsráðgjafa og stefnu-
mótunar í málaflokknum á Íslandi.
Guðbjörg tók við verðlaununum,
sem veitt eru árlega fyrir leiðtoga-
störf á alþjóðavettvangi á sviði
náms- og starfsráðgjafar, við sér-
staka athöfn á ráðstefnu samtak-
anna í Chicago þann 6. júlí síðast-
liðinn.
Bandarísku starfsþróunarsam-
tökin eru víðtækustu samtök
náms- og starfsráðgjafa í Banda-
ríkjunum. Samtökin eru sam-
starfsvettvangur rannsókna um
starfsþróun og hafa að markmiði
að efla ráðgjöf um starfsþróun til
fólks á öllum aldri. Félagsmenn
eru starfandi náms- og starfsráð-
gjafar á öllum
skólastigum eða
í einkafyrirtækj-
um og stunda
nám, kennslu og
rannsóknir á
sviði náms- og
starfsráðgjafar.
Guðbjörg hef-
ur veitt forstöðu
námi í náms- og
starfsráðgjöf við
félagsvísindadeild Háskóla Íslands
frá árinu 1991. Náminu var hleypt
af stokkunum árið áður, 1990, og
þá höfðu innan við tíu Íslendingar
hlotið formlega menntun í náms-
og starfsráðgjöf. Fram til ársins
2004 var námsleiðin eins árs við-
bótarnám við BA- eða B.Ed.-
gráðu, en undanfarin tvö ár hefur
námsráðgjöf verið tveggja ára nám
á meistarastigi. Frá upphafi hafa
um 200 náms- og starfsráðgjafar
útskrifast frá Háskóla Íslands.
Hlaut alþjóðleg verð-
laun í starfsþróun
Guðbjörg
Vilhjálmsdóttir
„ÉG veit þú kemur,“ söng Árni
Johnsen og lék undir á gítarinn fyr-
ir framan aðalskrifstofur kjúklinga-
staðarins KFC á fimmtudag.
Starfsmenn fyrirtækisins vissu ekki
hvaðan á þá stóð veðrið en Árni
stoppaði ekki sönginn fyrr en hann
fann eigandann, Helga Vilhjálms-
son, innan veggja fyrirtækisins.
Árni dró þá upp boðskort á
Þjóðhátíð. Hann býður þó Helga
ekki í eigin nafni, heldur var hann
sendiboði Ölgerðarinnar Egils
Skallagrímssonar. Ölgerðin ætlar
að bjóða helstu viðskiptavinum sín-
um til Eyja með beinu leiguflugi í
lúxusskemmtiferð á Þjóðhátíð um
Verslunarmannahelgina og sér fyr-
irtækið Practical um allan und-
irbúning. Fólkið flýgur með Lands-
flugi og við tekur
sólarhringsævintýri úti í eyjum.
Árni var ánægður, sagðist hafa
fengið fábærar viðtökur á tugum
heimila og vinnustaða: „Það er ótrú-
legt hvað maður er alltaf til í tuskið,
enda er ég búinn að róa í áratugi
fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja.“
Marín Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Practical, segir að
þegar Ölgerðin hafi leitað til sín
með skipulagningu ferðarinnar hafi
hún fljótt séð að Þjóðhátíð og Árni
væru samofin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni Johnsen, Marín Magnúsdóttir hjá Practical og Kristinn starfmaður
Ölgerðarinnar ásamt starfsfólki veitingahúsakeðjunnar KFC.
Fólki boðið á Þjóðhátíð
LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir
vitnum að atviki á Reykjanesbraut
við Álverið í Straumsvík mánudag-
inn 3 júlí. Þar mættust fólksbíll og
vörubíll með grjóthlass og hrundi
mikið af grjóti af vörubílspallinum
yfir fólksbílinn sem skemmdist mik-
ið. Atvikið varð um kl. 14.30 á
mánudag og var hvítur sendi-
ferðabíll á undan fólksbílnum. Þeir
sem þekkja til málsins eru beðnir
um að hafa samband við lögregluna
í Keflavík í síma 4202450.
Lýst
eftir vitnum
VEGNA slæms veðurútlits fyrir
morgundaginn hefur verið ákveðið
að fresta 2. umferð Íslandsmótsins í
motocrossi til sunnudagsins 16. júlí.
Dagskráin breytist ekki að öðru
leyti.
Motocross-
keppninni frestað
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða upp
á umræður á vef samgöngu-
ráðuneytisins en þar verða kynnt
mál sem eru til umfjöllunar í ráðu-
neytinu og leitast við að fá fram
viðbrögð einstaklinga sem og hags-
munaaðila. Þannig mun standa til
boða að senda innlegg í tilteknar
umræður á tölvupósti á netfangið
postur@sam.stjr.is.
Í fréttatilkynningu á vef sam-
gönguráðuneytisins segir að þetta
sé gert í því skyni að fá viðbrögð
við málum sem eru nánast á
hugmyndastigi, áður en frekari
vinna er lögð í málin.
Fyrsta málið sem leitað verður
viðbragða við er hvort breyta eigi
bílprófsaldri úr 17 árum í 18.
Nánari upplýsingar er að finna á
vef ráðuneytisins, www.samgong-
uraduneyti.is.
Umræður
á vef samgöngu-
ráðuneytis