Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 45

Morgunblaðið - 15.07.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 45 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee KVIKMYNDIR.IS STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI S.U.S. XFM 91,9„SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM SUPERMAN kl. 12:40 - 1:40 - 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. SUPERMAN LUXUS VIP kl. 1:40 - 4:50 - 8 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 3:50 - 6 - 8 - 8:15 - 10:20 - 10:30 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 12:30 - 1 - 3 - 5:30 CARS M/ENSKU TALI kl. 1 - 3:30 SHE´S THE MAN kl. 6 SUPERMAN kl. 1 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN. BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 1 - 3:30 - 6 THE BREAK UP kl. 8:20 - 10:30 eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM. Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ og áður kom fram en reiknar með því að fá einhverja hjálp þegar hann tón- jafnar plötuna og gerir hana útgáfu- hæfa en Villi segir að öll hráa heim- ilisstemningin muni haldast. „Ég vil gefa plötuna út á Íslandi fyrst. Ég á nú í viðræðum við nokkra aðila um útgáfu en það er ekkert komið á hreint ennþá. Mig langar líka til að gefa þetta út í Englandi og jafn- vel annars staðar. Ég ætlaði að vera duglegur að kynna mér markaðinn og kynnast fólki á meðan ég var að taka upp en það hefur hins vegar all- ur tíminn farið í upptökurnar og því hef ég ekki haft tíma til þess. Ég ætla að vinna betur að þeim málum þegar ég er búinn með plötuna og útgáfan á Íslandi er komin á hreint,“ segir Villi en hann ætlar að koma til landsins og spila í tengslum við útgáfuna. „Ég á bara eftir að ákveða hvort ég mun gera það einn eða búa til ein- hverja hljómsveit. Þetta á ég alveg eftir að skipuleggja. Kannski leigi ég rúgbrauð og keyri hringinn og reyni að spila alls staðar. Aðalatriðið er að þetta verði gaman. Það er dálítið langt síðan ég tók þá ákvörðun að ég ætla ekki að gera hluti sem mér finnst ekki gaman að gera,“ segir Villi en hann ætlar sér einnig að spila í London og hefur ákveðið að hvíla Villa-nafnið og þess í stað nota Vil- helm í tengslum við sólóútgáfuna en platan hefur ekki enn fengið nafn. Í mynd með Bond-gellu Eitt lag af plötunni verður í stutt- mynd sem tekin var upp í kastala í Norður-Englandi fyrir skömmu. Ungur leikstjóri, Abi Van Walsum, hefur lengi unnið að myndinni en Villi kynntist henni í gegnum íslenska vin- konu sína sem var úti að læra mynd- list. „Við hittumst og ég hélt fyrst að þetta væri bara eitthvað skólaverk- efni en svo kom í ljós að þetta væri stærðarinnar framleiðsla. Abi var bú- in að leigja þennan risakastala í viku og það voru tuttugu manns að vinna að þessari mynd. Þrír leikarar leika í henni, þar á meðal Rosamund Pike sem er mjög þekkt leikkona,“ segir Villi en hún lék meðal annars Bond- gellu í Die Another Day og var í einu af aðalhlutverkunum í nýlegu kvik- myndauppfærslunni af Pride and Prejudice sem skartaði Keiru Knig- htley í aðalhlutverki. „Ég fór á tökustaðinn og fékk að fylgjast með en flest fólkið sem vinn- ur að myndinni er mikið fagfólk og virt á sínum sviðum í Englandi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Handritið hefur fengið frábæra gagnrýni, en ég vissi reyndar ekki að handrit gætu fengið gagnrýni. Myndin heitir Last Night og fjallar um stúlku sem hittir föður sinn rétt áður en hann deyr. Ég reikna með að myndin fari á kvik- myndahátíðir þegar hún verður tilbú- in,“ segir Villi en Abi stefnir að því að klára myndina í haust. Hljómsveitir hætta aldrei Villi segir að framhaldið sé ekki ákveðið. Hann muni hugsanlega flytja heim þegar Þórdís klárar nám- ið en þau hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvar þau ætla að búa. Ekki er stefnt að því að Naglbít- arnir komi saman á nýjan leik á næst- unni. „Hljómsveitir hætta aldrei en nei það er ekki á dagskrá núna. Ég er með tvær aðrar sólóplötur sem mig langar að gera. Þær eru mun líkari plötunni sem ég er að klára núna en Naglbítatónlistinni. Ég er byrjaður að mála aftur nú þegar ég er búinn með mesta sköp- unarferlið í tengslum við plötuna. Ég er með svo mikinn athyglisbrest, get ekki gert margt í einu, en það er mjög þægilegt að hella sér út í ein- hverja eina sköpun í einu. Ég mála bara og mála og svo sem ég lög á fullu og svo tek ég upp stanslaust. Ég hef líka verið að skrifa mjög mikið. Ég veit ekki alveg hvort ég get lýst til- finningunni í tengslum við sköpunina. Þeir þekkja þetta sem hafa upplifað hana. Þú losar um einhverja spennu innra með þér og það er ótrúlega gaman að sjá hlutina smella saman og verða að einhverju, ef þú ert trúr sjálfum þér og vinnur í fullkominni einlægni.“ Nálgast má tóndæmi af plötunni á www.myspace.com/revwhitedog jongunnar@mbl.is ANNAÐ 90’s partí sumarsins verð- ur haldið í kvöld á Bar 11. Kvöldið er hluti af samvinnuverkefninu NO LIMITS sem að standa lista- maðurinn Curver og Kiki-Ow (Kitty Von Sometime). Í fréttatilkynningu frá Curver segir að staða tónlistar og tísku frá tíunda áratugnum sé að styrkj- ast. Mikið hafi borið á „90’s“ tón- list upp á síðkastið; í bíómyndum, auglýsingum og meira að segja á handboltaleikjum, en þar vitnar Curver til þess að í hléum lands- leiks Íslendinga og Svía á dög- unum hljómuðu lög eins og „No Limits“ með 2Unlimited í hljóð- kerfi Laugardalshallarinnar. Enn- fremur segir Curver að „allt sé að springa“ af „90’s“ kvöldum á skemmtistöðum Evrópu. Fyrir kvöldið í kvöld hvetja að- standendur gesti til að mæta með broskalla, flautur, hvíta hanska, öndunargrímur og glowsticks, íklædda málningargöllum, Stüssy- fötum, hvítum gallabuxum eða smekkbuxum – þ.e. í svokölluðum rave-stíl. Kvöldið byrjar á miðnætti og er aðgangur ókeypis. Fólk | Tíunda áratugnum gert hátt undir höfði á Bar 11 í kvöld Gestir hvattir til að mæta með öndunargrímur Síðasta 90’s kvöld Curvers og Kiki-Ow var vel sótt og öruggt að þau brosa undir grímunum. Bankastræti 3 • S. 551 3635 www.stella.is SNYRTIVÖRUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.