Morgunblaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
15
HARÐUR ÁREKSTUR
Sjö voru fluttir á slysadeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss í Foss-
vogi eftir harðan árekstur tveggja
bifreiða á Suðurlandsvegi í gær-
kvöldi. Enginn þeirra reyndist í lífs-
hættu en einn þurfti í aðgerð vegna
útlimabrota.
Úrskurður staðfestur
Hæstiréttur staðfesti í gær úr-
skurð héraðsdóms Reykjavíkur um
að vísa frá 1. ákærulið af 19 í Baugs-
málinu. Kröfu verjenda sakborninga
um að vísa öllu málinu frá var hafn-
að. Þeir ákæruliðir sem eftir standa
verða líklega teknir til efnis-
meðferðar á haustmánuðum.
Samningum slitið
Meirihlutinn í bæjarráði Álftaness
hefur samþykkt að slíta samningum
við Hjúkrunarheimilið Eir um fyr-
irhugaða uppbyggingu á miðsvæði
sveitarfélagsins.
Herinn við landamærin
Ísrelar fluttu mikinn herafla að
landamærunum við Líbanon í gær-
kvöldi og sögðu embættismenn í
hernum að verið væri að undirbúa
hugsanlega innrás landhersins inn í
suðurhluta landsins. Fyrr um dag-
inn hafði herinn kallað til starfa þrjú
þúsund menn úr varaliði hersins og
dreift bæklingum til íbúa í suður-
hluta Líbanons þar sem þeir voru
hvattir til að yfirgefa svæðið.
Þrjátíu látnir vegna hita
Að minnsta kosti 30 manns höfðu
látist í gær af völdum hitabylgj-
unnar sem verið hefur í Evrópu und-
anfarna daga. Þar af hafa 20 manns
látist í Frakklandi en þar var því
spáð að hiti færi upp í 38 gráður um
helgina. Fólki er ráðlagt að hafa
glugga lokaða, drekka mikið vatn og
fara oft í sturtu til að kæla sig.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Úr vesturheimi 28
Fréttaskýring 8 Messur 29
Viðskipti 12/13 Minningar 29/32
Erlent 14/15 Myndasögur 36
Minn staður 16 Dagbók 36/39
Akureyri 17 Víkverji 36
Landið 18 Staður&stund 38
Árborg 18 Velvakandi 37
Daglegt líf 19/22 Bíó 42/45
Menning 23, 40/45 Af listum 42
Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 46
Umræðan 26/27 Staksteinar 47
Bréf 27 Veður 47
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo
Litháa í 2½ árs fangelsi fyrir að hafa smyglað
1.745 millilítrum af amfetamínbasa til landsins en
úr efninu hefði verið mögulegt að vinna 13,3 kg af
amfetamíni í neysluformi.
4. febrúar sl. stöðvuðu tollverðir á Keflavík-
urflugvelli för annars ákærða, Saulinus Prus-
inskas, sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Við
leit í farangri mannsins fundust tvær hvítvíns-
flöskur og við nánari skoðun á þeim kom í ljós að
átt hafði verið við korktappa á báðum flöskunum
og þeir límdir aftur með vaxi. Flöskurnar voru
sendar til Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefna-
fræðum þar sem kom í ljós að vökvinn í flösk-
unum var að mestu leyti amfetamínbasi sem sam-
svaraði 13.309 gr af amfetamíni að 10%
styrkleika, en efnisins er yfirleitt neytt í þeirri
mynd. Prusinskas sagðist hafa haldið að í flösk-
unum væri hvítvín, þótt sjálfur drykki hann að-
eins vodka. Arvydas Maciulskis, Lithái sem bú-
settur er á Íslandi, var handtekinn 13. febrúar
grunaður um að hafa verið vitorðsmaður Lithá-
ans er flutti basann inn til landsins. Við húsleit á
heimili hans í Kópavogi fundust m.a. skjöl þar
sem var að finna lýsingu á því hvernig vinna
mætti amfetamín úr amfetamínbasa. Síðar kom í
ljós að Kópavogsbúinn hafði keypt flugmiða fyrir
Prusinskas milli Litháen og Íslands bæði í des-
ember og janúar. Þegar Prusinskas var inntur
eftir því hvort hann hefði áður komið til landsins í
sama tilgangi játaði hann að hafa flutt tvær vín-
flöskur til landsins í desember 2005 og látið þær í
hendur manns sem hann hitti á hóteli í Reykja-
vík. Sama fyrirkomulag átti að vera í síðari ferð-
inni en þá voru flöskurnar gerðar upptækar af
tollvörðum.
Fjarstæðukenndur framburður
Í héraðsdómi kemur fram að framburður
beggja mannanna sé fjarstæðukenndur í ljósi
gagna málsins og að þeir hafi báðir verið marg-
saga um ýmis atriði. Dómurinn telur að um
styrkan og einbeittan brotavilja hafi verið að
ræða af hálfu þeirra beggja auk þess sem inn-
flutningurinn í desember, sem ekki komst upp
um, sé til marks um skipulagða brotastarfsemi.
Dómnum þótti ekki ástæða til að gera grein-
armun á þætti ákærðu í málinu og taldi hvorugan
eiga sér nokkrar málsbætur. Var refsing beggja
ákvörðuð fangelsisvist í tvö ár og sex mánuði að
frádreginni gæsluvarðhaldsvist.
Dæmdir í 2½ árs fangelsi
fyrir smygl á amfetamínbasa
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
ELDUR er bestur með ýta sonum
og sólarsýn, segir í fornum spak-
mælum og víst er að létt hefur verið
yfir mörgum bæði í geði og klæða-
burði í blíðviðrinu sem verið hefur
víða um land undanfarna daga.
Margir hafa notað tækifærið og
brugðið sér í sundlaugarnar líkt og
þessar yngismeyjur sem sóluðu sig í
sundlaug Seltjarnarness.
Gert er ráð fyrir hæglætisveðri
um allt land fram yfir helgina en
stöku skúrir gætu þó fallið sunnan-
og vestanlands á morgun en annars
verður ríkjandi bjartviðri og hlý-
indi, einkum inn til landsins.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í sól og sumaryl á Seltjarnarnesi
HAGAR, dótturfélag Baugs sem
meðal annars á Hagkaup og Bónus,
hefur sent frá sér fréttatilkynningu
þar sem skýrslu nefndar, sem for-
sætisráðherra skipaði til að komast
að orsökum hás matvælaverðs á Ís-
landi, er fagnað en um leið hvatt til
málefnalegrar umræðu um niður-
stöður hennar.
„Sérstaklega ber að fagna tillög-
um um einföldun á skattlagningu
matvæla. Í dag eru fjölmörg dæmi
um að matvara sé margskattlögð,
s.s. með umboðagjaldi, almennum
tolli, sérstökum magntolli, vöru-
gjaldi og síðast en ekki síst virð-
isaukaskatti. Einnig ber að fagna
tillögum um minni skattlagningu á
matvæli og auknu frelsi til innflutn-
ings á matvörum, sem verða að telj-
ast sjálfsagðar neysluvörur heim-
ilanna. Bent er á í skýrslu
matvælaverðsnefndar að óhagræði
fylgi fyrirkomulagi núverandi
skattlagningar,“ segir í fréttatil-
kynningunni. Þá er bent á þá stað-
reynd að hlutfall af útgjöldum ís-
lenskra heimila sem fari til
matvöru af ráðstöfunartekjum hafi
lækkað úr 24% í 14% frá stofnun
Bónuss árið 1999. Jafnframt hafi
vísitala neysluverðs hækkað um
35% frá ársbyrjun árið 2000 en á
sama tíma hafi vísitala matar og
drykkjarvöru hækkað um 16%.
Matvaran hafi því haft veruleg
áhrif til lækkunar verðbólgu und-
anfarin ár.
„Þar sem ríkir hagsmunir ís-
lenskra heimila eru í húfi er það
ósk Haga að stjórnvöld taki tíma-
mótaákvarðanir, annars vegar hvað
varðar skattlagningu á matvöru og
hins vegar hvað varðar viðskipta-
frelsi með innflutning á matvörum.
Rétt er að benda á það viðskipta-
frelsi sem þjóðin nýtur víða varð-
andi útflutning á matvörum.“
Hagar fagna
matvælaskýrslu