Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er nú dálítið flóknara hjá mér, hr. seðlabankastjóri. Ég er ekki bara með einn takka. Ljóst er að mjög erfarið að hægjastum á fasteigna- markaði hér á landi. Hag- stæð lánskjör og gott efnahagsástand hafa fram til þessa valdið því að eft- irspurn eftir íbúðarhús- næði hefur verið afar mikil en frá því í byrjun árs 2002 hefur vísitala fasteigna- verðs hækkað um 100%. Hærri vextir, breyttar horfur í efnahagsmálum og hærri verðbólguspá ollu því að eftirspurn minnkaði. Spurningin sem flestir spyrja sig nú er hvort að fasteignaverð muni lækka en afleiðingar þess gætu orðið afdrifaríkar, sér í lagi ef ekki nást endar saman í rekstri heimila sem tekið hafa stór lán í húsnæði sem fellur í verði. Grein- ingardeild KB banka telur að ekki sé mikil hætta á hruni á fasteigna- markaði þótt fasteignaverð muni lækka um 7% að raunvirði næstu 12 mánuðina. Hins vegar er í skýrslu greiningardeildarinnar bent á að allt stefni í að um 4.200 íbúðir verði byggðar á þessu ári en að einungis þurfi um 3.300 íbúðir til að fullnægja eftirspurn á fasteignamarkaði. Líkur séu til að hægja muni verulega á innflutn- ingi fólks til landsins, enda muni draga úr eftirspurn eftir vinnuafli í hagkerfinu, og þörf markaðarins muni minnka niður í 1.600 íbúðir. Líklega muni hins vegar 2.500 íbúðir verða byggðar. Eðlileg þróun Það er því engin furða að menn velti vöngum yfir hver áhrif minnkandi eftirspurnar verði á byggingariðnaðinn sem einsýnt þykir að þurfi að draga saman seglin á næstunni. Hætta er á að fasteignaverð lækki og sumir verktakar eigi á hættu að sitja uppi með íbúðir sem ekki seljast. Einnig er líklegt að byggingar- kostnaður fari hækkandi vegna launaskriðs og hækkana á verði innflutts byggingarefnis sökum veikingar íslensku krónunnar. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki verið meiri síðan árið 1979 og starfsemi byggingariðnaðarins er í hámarki. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að reikna megi með að byggingarverktakar muni þurfa að draga saman starfsemi sína. Hann bendir þó á að mikil þensla hafi verið í efnahagslífinu og að slíkt geti ekki haldið áfram endalaust. „Ástandið er afar óeðli- legt núna og það er ekki hægt að gera ráð fyrir þetta haldi svona áfram,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið í gær. Jafnvel þótt verulegur samdráttur yrði í byggingarframkvæmdum þá mundi tæplega verða minna um nýbyggingar en við eðlilegar að- stæður. Hann telur að enn sé ekki farið að gæta mjög áhrifa niður- sveiflunnar. „Það er misjafnt hvernig menn hafa fundið fyrir þessu núna en framkvæmdirnar eru þó enn á fullu. Verktakarnir klára það sem þeir byrjuðu á og menn verða ekki varir við veru- legan samdrátt. Hins vegar byrja þeir ekki á nýjum framkvæmdum í sama mæli og áður.“ Vilhjálmur á ekki von á að hrun verði á mark- aðnum en hækkanir á fasteigna- verði muni stöðvast og ef til vill verði óveruleg lækkun. „Ástandið er svo óeðlilegt núna að það er nauðsynlegt að þetta gerist til að hægt sé að ná verðbólgunni nið- ur,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður hvenær búast megi við að draga muni verulega úr framkvæmdum segir hann að það muni fyrst og fremst verða þegar líða fari á þetta ár og í byrjun þess næsta. Vanhugsaðar aðgerðir Halldór Jónsson, félagslegur starfsmaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, er sammála því að niðursveiflunnar í byggingariðn- aði muni verða vart í vetur og þá sér í lagi upp úr áramótum. „Við kvíðum nokkuð fyrir af- leiðingum þessa en við óttumst að sjálfsögðu að samdráttur leiði til atvinnuleysis.“ Trésmiðafélagið hafi ekki orðið vart við að dregið hafi mikið úr framkvæmdum upp á síðkastið en álagið hafi þó aug- ljóslega minnkað. Dregið hafi úr yfirvinnu og byggingaraðilar séu farnir að draga það að ráðast í framkvæmdir og hætt hafi verið við einhverjar framkvæmdir. Halldór bendir á að mjög mikið af útlendingum starfi í byggingar- iðnaði í dag og segir hann að einn þáttur sem menn hafi nokkrar áhyggjur af sé hvað verði um hið erlenda vinnuafl. „Fara þeir úr landi eða missa Íslendingarnir vinnuna?“ Hann gagnrýnir einnig aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar og sveitarfé- laga sem hann telur að komi of seint. „Okkur finnst undarlegt að þegar þessi samdráttur er að koma fram, sem ég held að hafi verið fyrirsjáanlegur, sé verið að hvetja sveitarfélögin til að draga úr framkvæmdum til að minnka þensluna. Það hefði mátt bregðast fyrr við þannig að þegar eitthvað svona færi að gerast þá færu þær framkvæmdir sem frestað hefði verið í gang. Ríki og sveitarfélög eru að fresta framkvæmdum ofan í fyrirsjáanlegan samdrátt.“ Fréttaskýring | Staðan í byggingariðnaði Samdráttur í lok ársins Atvinnuleysi starfsmanna í byggingar- iðnaði vofir yfir á næstu mánuðum Draga mun úr framkvæmdum á árinu. Eftirspurn á íbúðamarkaði minnkar verulega  Ekki hefur orðið vart við sam- drátt í byggingariðnaði en mörg- um þykir ljóst að verktakar þurfi að draga saman seglin í kjölfar minnkandi eftirspurnar eftir húsnæði. Bent er á að slíkt sé eðlilegt þar sem ekki hafa fleiri íbúðir verið í byggingu hér á landi í tæpa þrjá áratugi. Hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur velta menn fyrir sér hvað verði um allt það erlenda vinnuafl sem starfi nú á landinu. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is HEIMIR Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Gay Pride í Reykja- vík, hefur sent Dzintar Jaundzeik- ars, innanríkisráðherra Lettlands, bréf þar sem hann mótmælir því að þarlend stjórn- völd heimili ekki Gay Pride-göng- una í Riga og minnir á að ís- lensk stjórnvöld hafi verið fyrst til að viðurkenna sjálfstæði lettn- esku þjóðarinn- ar. „Þegar Ísland var fyrsta landið í heiminum til að viðurkenna sjálf- stæði Lettlands, voru Íslendingar stoltir af því að styðja við þróun lýðræðis og mannréttinda í land- inu. Íslendingar bera djúpstæða virðingu fyrir mannréttindum allra sinna þegna, bæði gagn- og sam- kynhneigðra,“ skrifar Heimir m.a. í bréfi sínu og getur þess að árlega komi um 50 þúsund manns saman í Reykjavík út af Gay Pride-göng- unni. Ótrúverðugar skýringar „Athygli mín hefur verið vakin á því að borgaryfirvöld í Riga neit- uðu að leyfa Riga Pride 2006 göng- una en gert hafði verið ráð fyrir því að hún færi fram 22. júlí 2006. Þessi ákvörðun er áhyggjuefni þar sem Lettland er skuldbundið til að virða rétt manna til að safnast saman og rétt þeirra til tjáningar sem er var- inn af 21. grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og 10. og 11. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu.“ Heimir segir að þær skýringar borgaryfirvalda í Riga að ekki sé hægt að tryggja öryggi þeirra sem taka þátt í göngunni með fullnægj- andi hætti geti ekki talist trúverð- ugar, þar sem lögregluyfirvöld í borginni hafi getað tryggt öryggi við aðra viðburði sem hafi verið svipaðir eða stærri að umfangi, t.d. heimsmeistarakeppnina í íshokkí og væntanlegan leiðtogafund NATO í nóvember. „Ég hvet ykkur því til að standa við skuldbindingar Lettlands sam- kvæmt alþjóðalögum og veita leyfi fyrir því að gangan verði eins og áætlanir hafa gert ráð fyrir. Ég hvet líka borgaryfirvöld og lettnesk stjórnvöld til að tryggja að löggæsla verði sýnileg og fullnægj- andi til að halda uppi lögum og reglu og vernda þátttakendur lík- amlega og andlega,“ segir Heimir í lok bréfs síns. Sendir lettneskum ráðherra bréf vegna Gay Pride Hvetur stjórnvöld til að leyfa gönguna Heimir Már Pétursson „ÍSLAND væntir þess að sérhver maður geri skyldu sína í baráttunni gegn fíkniefnum.“ Svo hljóðar aug- lýsing sem um þessar mundir birt- ist jafnt í dagblöðum, sjónvarps- stöðvum og bíóhúsum landsins. Það er Svavar Sigurðsson, baráttumað- ur gegn fíkniefnum, sem stendur að baki auglýsingunni og segist hann með henni vilja vekja al- menning til meðvitundar um vand- ann og hvetja fólk til þess að setja raunverulegan þrýsting á stjórn- völd. Svavar hefur lengi barist fyrir því að ríkið veiti fé til kaupa eða leigu á gegnumlýsingabíl fyrir toll- yfirvöld. Segir hann slíkan bíl geta gegnumlýst um 30 gáma á klukku- stund, en í dag sé hins vegar not- ast við mun afkastaminni tækni. Bendir hann á að bíllinn geti einnig nýst við leit að sprengiefni og vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Segir hann tækið kosta um 84 milljónir, en að hægt sé að leigja það fyrir eina milljón á mánuði. „Svona bíll gæti slegið svo á sölu- mennskuna með þeim afleiðingum að fíkniefnamarkaðurinn hérlendis gæti hreinlega splundrast.“ Að undanförnu hefur Svavar ferðast um landið til að vekja at- hygli á þjóðarátaki sínu gegn fíkni- efnum. Segist hann hafa fengið af- ar góð viðbrögð frá almenningi og mikinn stuðning. Hvetur hann fólk til þess að beita sér með markviss- um hætti og þrýsta á stjórnvöld um að taka gegnumlýsingabíl á leigu, t.d. með því að skrifa ráð- herrum tölvupóst, eða panta sér viðtöl við t.d. félagsmála-, heil- brigðis- eða fjármálaráðherra. Að- spurður segist Svavar raunar furða sig á andvaraleysi yfirvalda gagn- vart fíkniefnamarkaðnum og segist velta fyrir sér hvað valdi. Allar nánari upplýsingar um átakið má nálgast á vefslóðinni: http://vortex.is/sayno/. Skorar á almenning að leggja baráttunni lið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.