Morgunblaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 11
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MEIRIHLUTINN í bæjarráði Álftaness samþykkti á fundi sl. fimmtudag að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi um slit á samningum við Hjúkrunarheimilið Eir um fyrirhugaða uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins. Var m.a. fyrirhuguð uppbygging þjónustu- íbúða og miðstöðvar fyrir eldri borg- ara. Einnig var samþykkt að hefja undirbúning að samningum við Arki- tektafélagið um arkitektasamkeppni um deiliskipulag svæðisins. Guðmundur G. Gunnarsson, Sjálf- stæðisflokki og fulltrúi minnihlut- ans, gagnrýndi samningsslitin á fundinum og lagði fram bókun þar sem hann sagðist hafa skömm á þessari niðurstöðu fulltrúa Á-listans. Hliðstæð uppbygging Sigurður Magnússon bæjarstjóri segir að ætlunin sé að ráðast í hlið- stæða uppbyggingu sem taki mið af aðstæðum á svæðinu og m.a. verði reistar 40 þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða á miðsvæðinu. „Þetta hefur legið í loftinu nokkuð lengi,“ segir Sigurð- ur. „Það var gerður rammasamning- ur við Eir vorið 2004. Þeir ætluðu að hefja þarna uppbyggingu 2005 sem varð ekki af og urðu miklar deilur um þetta skipulag í sveitarfélaginu. Fráfarandi meirihluti frestaði fram- kvæmdum á liðnum vetri. Við höfð- um áhuga á að fara betur ofan í þessa hluti og óskuðum eftir því við Eir en þar er komin, kannski skiljanlega, upp þreyta og ýmis önnur verkefni eru aðkallandi hjá þeim. Ég get ekki annað en borið þeim vel söguna. Þeir hafa tekið þessu ósköp vel en vilja vera lausir en hafa haft orð á því að ef við viljum kalla þá til aftur þegar við höfum lokið okkar skipulags- vinnu, þá sé hægt að skoða það.“ Sigurður segir að fyrrverandi meirihluti hafi með samningunum ætlað að ráðast í meiri uppbyggingu en núverandi meirihluti telji að sé fjárhagslega skynsamlegt. Þ.á m. voru áform um byggingu stjórn- sýsluhúss. Að áliti núverandi meiri- hluta sé brýnna að ráðast fyrst í skóla og íþróttamannvirki og for- gangsraða verkefnunum. „Næstu skref eru ákveðin. Við ætlum að fara í arkitektasamkeppni um svæðið í haust með Arkitektafélagi Íslands og gefum okkur eitt ár til að skipu- leggja þetta svæði að nýju. Í þeirri skipulagningu verður gert ráð fyrir uppbyggingu fyrir eldri borgara, allt að 40 þjónustuíbúðir á miðsvæðinu í stað 100 sem gert var ráð fyrir í pakkanum með Eir, og einnig þjón- ustumiðstöð. Farið verður í upp- bygginguna fyrir eldri borgara haustið 2007 og má því segja að því verkefni sé frestað um eitt ár.“ Sigurður segir að slit samningsins við Eir feli ekki í sér kostnaðarsöm útgjöld fyrir sveitarfélagið. „Okkur tókst að ná samningum við Eir um að það verður ekki um neinar skaða- bætur að ræða og verktakar hafa ekki sett fram neinar slíkar kröfur. Hvað Eir varðar þá keyptu þeir af okkur lóð sem þarf að leysa út aftur og svo verður um fjármagnskostnað að ræða. Einnig þarf að greiða þeim fyrir hönnun sem þeir voru farnir að vinna fyrir okkur. Hugsanlega nýtist hún okkur þó líka í framhaldinu.“ Óskapleg vonbrigði Guðmundur segir þessa niður- stöðu óskapleg vonbrigði. Hann seg- ist telja að sú samtvinning verkefna og samnýting í rekstri sem áætlan- irnar með Eir gerðu ráð fyrir séu einsdæmi á landinu. „Nú tekur við óvissutími þar sem þeirra áætlanir ganga líka út á að fleygja nýja deili- skipulaginu út í hafsauga og láta fara fram samkeppni um nýtt deiliskipu- lag. Ég tel að það muni taka tals- verðan tíma. Fjárhagsleg staða bæj- arsjóðs er því líka í uppnámi fyrir vikið. Þetta er mjög alvarlegt mál en við þessu er ekkert að gera. Svona er bara pólitíkin.“ Bæjarráð Álftaness slítur samningum við Eir um uppbyggingu á miðsvæðinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR DEILUR meirihluta og minnihluta um samningsslitin við Eir koma fram í bókunum á fundi bæjarráðs Álftaness. „Þar sem bæjarstjóra hefur nú, á fáum dögum í starfi, tekist að hrekja Hjúkrunarheimilið Eir úr samstarfi við Álftanes, lýsi ég fullri ábyrgð á hendur fulltrúum Á-lista. Þessi stórkostlegi og hagstæði samningur frá árinu 2005 um framkvæmdir fyrir Álftnesinga og einkum eldri íbúa, var mikið framfaraspor í uppbyggingu á Álfta- nesi,“ segir í bókun Guðmundar G. Gunnarssonar, full- trúa D-listans. „Þrátt fyrir þessi slit eru mikil tækifæri til að standa myndarlega að uppbyggingu á þjónustu við eldri borgara á miðsvæðinu og verður þegar hafist handa við uppbyggingu sem verður hluti af arkitektasamkeppni,“ segir í bókun Margrétar Jónsdóttur, formanns bæjarráðs. Tekist er á um uppbyggingu og skipulag á miðsvæði Álftaness Deilt er um mið- svæði Álftaness. KARLI og konu sem handtekin voru á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur vikum með eitt kíló af kók- aíni í fórum sínum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að málið teljist upplýst. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði parið við komuna til lands frá Frankfurt við hefðbundið eft- irlit og kom í ljós að þau höfðu falið fíkniefnið í skóm sínum. Þau höfðu holað þykka skósóla og komið efn- inu þar fyrir. Þá hefur gæsluvarðhald verið framlengt yfir ungum manni sem rændi verslun Krónunnar í Mos- fellsbæ um síðustu helgi, fram til 1. september. Hann er síbrotamaður og segir Hörður hann eiga annað mál í kerfinu. Maðurinn hafi kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Laus úr gæslu- varðhaldinu LÖGREGLAN í Reykjavík segir að sóðaskapur í umferðinni sé eitt þeirra vandamála sem lögreglan taki á. Nokkuð beri á því að öku- menn hendi rusli á götur borg- arinnar en slíkt er með öllu óheim- ilt. Í sumar hafa allnokkrir ökumenn verið sektaðir fyrir að henda sígarettustubbum á götur borgarinnar en slíkur sóðaskapur er brot á lögreglusamþykkt. Lögreglan segir að umdeilanlegt sé hvort notkun vetrardekkja um hásumar flokkist sem sóðaskapur en það sé a.m.k. trassaskapur. Í vik- unni hefur lögreglan stöðvað för þriggja ökumanna, sem allir voru á bílum búnum vetrardekkjum. Sektaðir fyrir sóðaskap LÖGREGLAN á Akranesi hefur sent flestum atvinnurekendum á fé- lagssvæði Verkalýðsfélags Akra- ness bréf þar sem er áréttað að um- talsverðar skyldur hvíla enn á þeim atvinnurekendum sem ráða til sín erlenda starfsmenn frá hinum nýju aðildarríkjum EES, þó svo að kvöð um atvinnuleyfi sé ekki lengur fyrir hendi. Formaður Verkalýðsfélags Akra- ness fagnar þessu framtaki lögregl- unnar á heimasíðu félagsins. Hann segir mjög gott eftirlit á Akranesi með að lögum um atvinnuréttindi útlendinga sé framfylgt. Áréttar skyldur atvinnurekenda EITT af því sem tilheyrir utan- landsferðum okkar Íslendinga er að láta smámynt af hendi til tón- listarmanna sem hafa tekið sér stöðu á fjölfarinni götu og leika tónlist af miklum móð. Und- anfarna daga hafa margir sem hafa lagt leið sína í matvöruversl- anir á höfuðborgarsvæðinu orðið varir við slíkan farandspilara sem leikur á harmonikku af innlifun. Er þar um að ræða hinn brosmilda Gheorghe sem hefur lagt á sig ferð alla leið frá Rúmeníu til að gleðja eyru Reykvíkinga. Gheorghe hefur komið víða við með harmónikugarminn og leikið á hljóðfæri sitt í flestum stór- borgum álfunnar. Hann ber Ís- landi söguna sérstaklega vel, enda situr hann einn um hituna hér og fær óskipta athygli, öfugt við það sem tíðkast annars staðar í Evr- ópu. Gheorghe hyggst snúa aftur heim til fjölskyldu sinnar á mánu- daginn og fer því hver að verða síðastur að berja þessa skemmti- legu viðbót við menningarflóru Reykjavíkur augum. Leikur á nikkuna fyrir gesti og gangandi Morgunblaðið/Jim Smart FLUGUMFERÐARSTJÓRAR furða sig á yfirlýsingum Flugmála- stjórnar um að þeir hafi hafnað til- boði um nýtt fyrirkomulag vakta í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra segir að þeim hafi aldrei verið boðið upp á samn- inga um breytt vaktafyrirkomulag – þvert á móti hafi Flugmálastjórn lýst því yfir að slíkt væri ekki samn- ingsatriði heldur gæti hún einhliða ákveðið vaktafyrirkomulagið. Félag- ið hafi hins vegar ítrekað boðist til að semja um málið og það tilboð standi enn. „Í mars sl. ákvað Flugmálastjórn einhliða nýtt vaktafyrirkomulag gegn hörðum mótmælum félagsins. Félagið taldi að slíkar breytingar hlytu að vera samningsatriði og ekki viðunandi fyrir starfsfólk að una geðþóttaákvörðunum yfirmanna sinna í þeim efnum. Félagið skoraði á Sturlu Böðvarsson samgönguráð- herra að gefa fyrirmæli til Flug- málastjórnar um að hafa fullt sam- ráð við starfsmenn um nýtt fyrirkomulag vakta,“ segir m.a. í til- kynningunni. Samráð við starfsfólk Félagið segir grundvallarsjónar- mið flugumferðarstjóra í málinu vera á þá leið að stjórnendur verði og eigi að hafa samráð við starfsfólk sitt um tilhögun vakta utan hefðbundins dagvinnutíma. Þá geti félagið alls ekki sætt sig við nýtt vaktakerfi sem kveði á um aðeins fjögur helgarfrí á ári enda sé slíkt engan veginn í sam- ræmi við þá fjölskyldustefnu sem Flugmálastjórn hafi samþykkt. „Félag íslenskra flugumferðar- stjóra vill að lokum árétta að það er fyrir sitt leyti tilbúið að setjast niður strax í dag til að semja um nýtt og þá vonandi betra vaktafyrirkomulag en það vaktakerfi sem var við lýði fyrir 16. mars 2006,“ segir í tilkynningu flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar segj- ast ekki hafa fengið tilboð Morgunblaðið/Arnaldur Flugumferðarstjóri að störfum. MAGNÚS Stefánsson félagsmála- ráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um réttarstöðu eigenda og íbúa frístundahúsa samkvæmt gild- andi lögum og reglugerðum og gera tillögur um nauðsynlegar breytingar ef þörf krefur. Starfshópnum er falið að kanna hvort þörf sé á að semja heildstæða löggjöf um frí- stundahús eða réttarstöðu eig- enda og íbúa slíkra húsa. Með- al atriða sem til álita kemur að slík löggjöf taki til eru samskipti sveitarfélaga og sumarhúsaeigenda, réttur sumar- húsaeigenda gagnvart landeigend- um, skipulag þjónustu á vegum op- inberra aðila og öryggi þeirra sem dvelja í frístundahúsum. Í hópnum eru: Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtak- anna; Ingibjörg Halldórsdóttir, lög- fræðingur í umhverfisráðuneytinu; Jana Friðfinnsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga; Skúli Guðmundsson, skrif- stofustjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu; Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda, og Gylfi Krist- insson, skrifstofustjóri í félagsmála- ráðuneytinu, sem er formaður. Gert er ráð fyrir að starfshópur- inn skili tillögum fyrir 1. mars 2007. Nefnd um sum- arhús Magnús Stefánsson LANDSPÍTALINN hefur ekki ákveðið hvort hann áfrýjar niður- stöðu héraðsdóms í máli Stefáns Matthíassonar fyrrverandi yfirlækn- is á LSH. Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri segir að málið sé í höndum lögfræðinga. Hann útilokar ekki að samið verði um þann ágrein- ing sem verið hefur milli Stefáns og spítalans, en tekur fram að ef það verði gert verði ekki um samskonar samning og í máli Tómasar Zoëga yf- irlæknis. Enn ósamið í máli Stefáns ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.