Morgunblaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 29
MESSUR Á MORGUN
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks
er ekki messað í Áskirkju. Fyrsta messa
eftir sumarleyfi verður 30. júlí.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Organisti Guðmundur Sigurðsson. Kór
Bústaðakirkju syngur. Molasopi eftir
messu. Sr. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálm-
ar Jónsson prédikar. Sönghópur úr Dóm-
kórnum syngur, organisti Marteinn H.
Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti
Ástríður Haraldsdóttir. Samskot til Sam-
bands íslenskra kristniboðsfélaga. Mola-
sopi að lokinni guðsþjónustu. Sr. Hans
Markús Hafsteinsson.
GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardagur: Há-
degistónleikar kl. 12 á vegum Alþjóðlega
orgelsumarsins. Sophie-Véronique
Chauchefer-Choplin, organisti í París,
leikur á orgel. Sunnudagur: Messa kl.
11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti
Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kaffisopi eftir
messu. Orgeltónleikar sunnudagskvöld
kl. 20. Sophie-Véronique Chauchefer-
Choplin leikur.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
Guðsþjónusta kl. 10.30 á Landspítala
Fossvogi. Sr. Guðrún Eggertsdóttir, org-
anisti Birgir Ás Guðmundsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Vegna sumarleyfa sóknarprests
og starfsfólks er ekki messað í Lang-
holtskirkju í júlímánuði. Bent er á messu
í Bústaðakirkju kl. 11. Sr Pálmi Matthías-
son sóknarprestur í Bústaðakirkju þjónar
Langholtsprestakalli í júlímánuði og sím-
inn í Bústaðakirkju er 553 8500.
LAUGARNESKIRKJA: Nú stendur yfir
sumarleyfi hjá söfnuði Laugarneskirkju
og er safnaðarfólk hvatt til að heim-
sækja nágrannakirkjurnar á helgum dög-
um. Sóknarprestur er þó að störfum
fram til 15. júlí. Fyrsta messa eftir sum-
arleyfi verður sunnudaginn 20. ágúst kl.
20.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Örn Bárð-
ur Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðar-
söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Að lokinni messu er boðið upp á kaffi á
Torginu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl.
11. Ritningarlestur og bæn. Verið
hjartanlega velkomin. Kaffisopi eftir
stundina. Sr. Arna Grétarsdóttir.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almennt guðs-
þjónustuhald fellur niður til 13. ágúst,
vegna sumarleyfa starfsfólks. Sunnudag-
inn 13. ágúst verður guðsþjónusta kl. 14
sem varðar upphaf fermingarstarfs Frí-
kirkjunnar. Hægt er að ná í safnaðar-
prest í sumar. Prestarnir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11.
Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Krist-
ina Kalló Sklenár organisti. Kirkjukórinn
leiðir safnaðarsöng.
DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg guðs-
þjónusta Digranes-, Linda- og Hjalla-
sókna í Hjallakirkju kl. 11. (www.digra-
neskirkja.is).
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Organisti: Gróa Hreins-
dóttir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór
kirkjunnar syngja. Organisti Jón Ólafur
Sigurðsson. Við minnum á bæna- og
kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einn-
ig á www.hjallakirkja.is).
KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11 í
umsjá sóknarprests. Að henni lokinni um
kl. 11.30 verður farið í safnaðarferð
vestur á Snæfellsnes. Fararstjóri í ferð-
inni verður Guðmundur Guðbrandsson.
LINDASÓKN í Kópavogi: Sameiginleg
guðsþjónusta Linda-, Hjalla- og Digranes-
sókna í Hjallakirkju kl. 11.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta með alt-
arisgöngu kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason
prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Jón
Bjarnason er organisti. Sjá nánar um
kirkjustarf á www.seljakirkja.is.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma
með mikilli lofgjörð. Ágúst Valgarð Ólafs-
son prédikar. Þáttur kirkjunnar „Um
trúna og tilveruna“ er sýndur á Omega kl.
14.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi
Boðun, FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík:
Samkomasunnudaginn kl. 20. Umsjón:
Anne Marieog Harold Reinholdtsen. Opið
húsdaglega kl. 16-22 (nema mánudag-
inn). Söngstund kl. 10.30 og dagskrá kl.
20.00. Bæn og fyrirbæn þriðjudaginn og
lofgjörðarsamkoma fimmtudaginn. Allir
velkomnir.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a:
Samkoma sunnudag kl. 20. Helga R. Ár-
mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir.
Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir
velkomnir.
FÍLADELFÍA: English speaking service at
12.30 pm. The entrance is from the car
park in the rear of the building. Everyone
is welcome. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald.
Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyrir-
bænir í lok samkomu. Allir velkomnir.
Ath. barnakirkjan er farin í sumarfrí,
hefst aftur 27. ágúst. Hægt er að hlusta
á beina útsendingu á Lindinni, FM
102,9, eða horfa á www.gospel.is. Á
Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu
kl. 20.
KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30
á föstudögum.
KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga
heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða-
bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdeg-
is á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.
Alla virka daga: Messa kl. 18. Tilbeiðslu-
stund er haldin í Kristskirkju á hverju
fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e.
frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík,
Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga:
Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á
ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl.
18.30. Tilbeiðslustund á mánudögum
frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnu-
daga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20.
Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa
kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum
degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnu-
daga: Messa kl. 8.30. Virka daga:
Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella:
Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga:
Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga:
Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga:
Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga
kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl.
19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs-
kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga:
Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11.
Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl.
17 og messa kl. 18.
KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja-
vík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Safn-
aðarheimili aðventista, Gagnheiði 40,
Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjón-
usta kl. 11. Ræðumaður Osi Carvalho.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15.
Guðþjónusta kl. 11. Aðventkirkjan,
Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Guðsþjónusta kl. 11. Kór Landakirkju
syngur undir stjórn Guðmundar H. Guð-
jónssonar. Guðspjall dagsins eru orð
Jesú í Mattheusarguðspjalli sem kölluð
eru „skínarskipunin“. Prestur sr. Þorvald-
ur Víðisson. Kl. 16 guðsþjónustunni frá
því í morgun er útvarpað á FM 104 hér í
Eyjum.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgun-
söngur kl. 10.30. Ath. tímann. Prestur
sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti Kjartan
Ólafsson. Félagar úr Kór Hafnarfjarðar-
kirkju leiða song.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi-
stund á sumarkvöldi sunnudag kl. 20.
Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. Kór Víð-
istaðasóknar syngur. Organisti Gróa
Hreinsdóttir. Allir velkomnir.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Fé-
lagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn.
Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik
J. Hjartar þjónar. Þökkum góða daga.
Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30 og
frá Hleinum litlu síðar. Allir velkomnir.
Sjá upplýsingar á vef Garðasóknar:
www.gadasokn.is
KEFLAVÍKURKIRKJA: Púttmessa. guðs-
þjónusta kl. 13 á púttvellinum við Mána-
götu í Keflavík. Ath. breyttan messutíma.
Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason,
Guðmundur Sigurðsson leiðir söng. Að
guðsþjónustu lokinni hefst hið árlega
kirkjumót. Kaffiveitingar og verðlauna-
afhending að móti loknu í Kirkjulundi.
Allir aldurshópar velkomnir.
HÓLADÓMKIRKJA: Dagur Eyjafjarðar-
prófastsdæmis: Sunnudagur 23. júlí: Kl.
11 guðsþjónusta, prestur sr. Hannes
Blandon. Karlakór Eyjafjarðar syngur. Kl.
14 tónleikar Karlakórs Eyjafjarðar.
Ókeypis aðgangur.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fermd
verður Heiðrún Anna Hallgrímsdóttir.
Guðný Einarsdóttir leikur á orgel. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn
Eyþórs Inga Jónssonar organista. Guðs-
þjónusta á Seli kl. 15. Sr. Svavar A.
Jónsson.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta
sunnudag kl. 20.30. Sr. Arnaldur Bárð-
arson þjónar. Forsöngvari er Örn Viðar
Birgisson tenór. Organisti Arnór Vilbergs-
son. Kaffisopi í safnaðarsal. Allir vel-
komnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Al-
menn samkoma sunnudaga kl. 20. Allir
velkomnir.
KIRKJUSELIÐ í Fellabæ: Kvöldmessa
sunnudag kl. 20. Sóknarpresturinn, sr.
Lára G. Oddsdóttir, þjónar fyrir altari en
Ólafur Jóhann Borgþórsson, guðfræð-
ingur, prédikar. Organisti er Drífa Sigurð-
ardóttir. Kaffi eftir messu. Allir velkomn-
ir. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur
hádegisverður og kaffisopi í safnaðar-
heimilinu á eftir. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Laugardagur 22. júlí
kl. 10. Ferðabæn og fararblessun í upp-
hafi pílagrímagöngu frá Þingvallakirkju til
Skálholtskirkju. Sunnudagur: Messa kl.
11. Ath. breyttan tíma. Sóknarprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti
Ingunn Hildur Hauksdóttir.
Guðspjall dagsins:
Réttlæti faríseanna.
(Matt. 5).
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSauðárkrókskirkja
MINNINGAR
Takk fyrir, Binni
afi. Við systkinin sitj-
um og tölum um þig.
Okkur finnst auðvitað
erfitt að hafa misst
þig en allar minningar okkar um
þig eru jákvæðar og fá okkur til að
brosa. Minningarnar eru óteljandi.
Þessi minningabrot eru hluti af því
sem lifir í huga okkar. Þrátt fyrir
að þú sért nú kominn á annan stað,
þá erum það við sem erum svo
heppin að hafa átt þig og allt það
sem þú hefur gefið okkur.
Við munum vel eftir:
– þegar amma blikkaði ljósunum
til að láta þig vita að við værum
komin í heimsókn
– að þú vannst okkur aldrei í
skák
– að þú gleymdir aldrei fugl-
unum
– að þú varst alltaf með barn á
örmunum
– grænu stjúpubökkunum
– þér að lesa í Almanaki Háskól-
ans
– að þú hafðir óþrjótandi áhuga
og óbilandi trú á okkur
– að þú lærðir á tölvupóst þegar
við fluttum til útlanda
– þegar þú gafst okkur lykla svo
við yrðum aldrei læst úti
– öllum skiptunum sem þú gafst
okkur hraun og gúmmí
– að þú kunnir að gera allt sjálf-
ur og gerðir alla hluti vel
– að þú leyfðir okkur alltaf að
fara upp á háaloft og tjalda í garð-
inum
– að bílskúrinn var öllum opinn
– þér að smíða hásæti og kolla,
að hefla, hamra og saga
– að þú mundir alltaf eftir af-
mælisdögum, vinum, flugferðum,
útskriftum og við vissum alltaf að
þú fylgdist með okkur
– að í öllum framkvæmdum varst
þú til staðar með þína krafta og
reynslu
– Stundinni okkar, Húsinu á
sléttunni og Tomma og Jenna
– R 4600
– kassabílnum
– stuðningi þínum þegar mamma
dó
– hvernig tekið var á móti barna-
BRYNJÓLFUR
EYJÓLFSSON
✝ Brynjólfur Eyj-ólfsson fæddist í
Reykjavík 8. febr-
úar 1919. Hann lést
á heimili sínu í
Grundargerði 6 í
Reykjavík 8. júlí síð-
astliðinn og var
jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju 19. júlí.
barni inn á heimilið
eftir móðurmissinn
og opnaður var faðm-
urinn fyrir nýju barni
sem bættist í hópinn
– því að þú vildir
alltaf vera hjá Stellu
ömmu
Takk fyrir að þú
hélst í hendurnar á
okkur þegar við lærð-
um að ganga, kenndir
okkur mannganginn,
hvað stjörnurnar
heita, hvernig maður
heldur á hefli, tjaldar
tjaldi, slær gras og sinnir sínum
nánustu. Takk fyrir að þú varst
alltaf til staðar.
Elsku Binni afi, þú varst okkar
leikfélagi, kennari og viskubrunn-
ur. Þú ert og munt alltaf verða
okkar fyrirmynd. Takk fyrir, Binni
afi.
Brynhildur, Helga,
Brynjólfur, Kjartan,
Eyjólfur Karl, Þórir
og fjölskyldur.
Elsku Binni afi. Ég kynntist þér
fyrst árið 1988 þegar ég kom inn í
fjölskylduna ykkar Stellu. Mér var
tekið afskaplega vel og mér fannst
ég strax eiga þar heima. Þið hélduð
svo vel utan um ykkar fólk og mikil
samstaða meðal afkomenda. Jóla-
boð og afmælisboð voru fastir liðir
og þekki ég ykkar stórfjölskyldu
betur en mína eigin.
Synir okkar Binna hafa alist upp
í mikilli fjarlægð frá öðrum ætt-
ingjum þar sem við bjuggum í Nor-
egi. Ekki var samt erfitt fyrir
strákana að vita hver Binni afi og
Stella amma væru, þau sendu
strákunum Tomma og Jenna spól-
ur, harðfisk og íslenskt nammi,
einnig voru þau dugleg að hringja í
okkur. Grundargerði 6 var alltaf
fyrsta stopp eftir lendingu á Ís-
landi.
Þú sagðir mér fyrir um tveimur
árum þegar heilsu þinni fór að
hraka, að þú skyldir lifa þann dag
er við Binni flyttum heim til Ís-
lands á ný. Þetta endurtókst þú oft
og þetta stóðst þú við. Við erum
mjög þakklát fyrir þann tíma sem
við fengum með þér.
Takk fyrir að hugsa svona vel
um okkur, Binni afi. Við Binni
munum halda minningunni um þig
lifandi og rifja upp liðnar stundir
með strákunum okkar um hann
Binna afa þeirra sem þótti svo
vænt um okkur.
Pálína Þorsteinsdóttir.
Hún Bergþóra var
alveg sérstök kona.
Hafði mikil áhrif á
samtíð sína. Þeir sem
nutu vináttu hennar fundu það
best og traust þeirra varð þeim til
mikillar blessunar. Söngur hennar
og undirleikur á gítarinn varð
þeim sem á hlýddu sem helgi-
stund, og heimilið var alltaf svo
vinalegt og gleðin sem þar mynd-
aðist lifði lengi á eftir.
Þannig kom hún mér fyrir sjónir
og þegar við hjónin nutum hennar
og mannsins hennar hans Benja-
míns fannst mér alltaf eins og að
koma í helgidóm. Þær voru marg-
ar samkomurnar sem við áttum
BERGÞÓRA
KRISTINSDÓTTIR
✝ Bergþóra Krist-insdóttir fædd-
ist á Akureyri 17.
júní 1931. Hún lést á
St. Franciskusspít-
alanum í Stykkis-
hólmi 30. júní síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Stykkishólmskirkju
8. júlí.
hjá þeim og eins þau
hjá okkur og allt
hjálpaði það til að
gera lífið bjartara.
Fyrir allt þetta og
allt annað vil ég nú
þakka að enduðum
ferli hennar hér í
heimi.
Þetta voru dýr-
mætar stundir, fjöl-
skyldum okkar
beggja, sem nú fylla
hugann hlýju og
þakklæti.
Ég minnist hennar
því fyrst og fremst með þakklæti
og virðingu. Hún var alltaf jafn-
sönn og elskuleg.
Mín fjölskylda naut ástríkis
þeirra hjóna allt frá fyrstu kynn-
um. Um leið og ég sendi þessar fá-
tæklegu þakkarkveðjur, bið ég eft-
irlifandi ástvinum hennar
blessunar drottins sem reyndist
henni skjól og skjöldur lífsins.
Góður vinur gleymist aldrei.
Ljósin lifa í góðri minningu.
Árni Helgason,
Stykkishólmi.