Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
LJÓSMYNDA
SAMKEPPNI
UNGA
FÓLKSINS
ANDLIT VÍSINDAMANNSINS
Reglur og skil:
● Myndin þarf að þola prentun og stækkun í A4 eða stærra.
● Skila skal mynd á geisladiski auk útprentaðrar myndar.
● Myndir mega vera hvoru tveggja .jpg eða .tif, en án layera eða maska.
● Gæði myndanna og frágangur hafa áhrif á mat dómnefndar.
● Síðasti skiladagur er 8. september 2006.
Myndin sendist til:
Ljósmyndasamkeppni, Vísindavaka, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík
Merkja þarf diskinn og myndina með dulnefni. Umslag þarf að fylgja merkt dulnefni með upplýsingum um sendanda
(nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer).
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina: Canon EOS 350D hágæða myndavél frá Nýherja.
Frekari upplýsingar veitir Ása Hreggviðsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, asa@rannis.is eða í síma 515 5811
Dómnefnd: Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, Steinunn Thorlacius, líffræðingur og Páll Vilhjálmsson, sviðstjóri.
16 - 23 ára
Í tilefni af Vísindavöku 22. sept. nk. efnir Rannís til ljósmyndakeppni meðal ungs fólks á aldrinum
16 - 23 ára. Þema keppninnar er „Andlit vísindamannsins“ og er ætlast til að ljósmyndarar fangi
vísindamanninn og vinnu (umhverfi) hans.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
NÝVERIÐ var samþykkt á þingi
Evrópusambandsins að flugfélög
skyldu greiða skatt af flugvélaelds-
neyti og setja ætti mengunarkvóta á
útblástur flugvéla. Þá var einnig talað
um að fella úr gildi undanþágu flug-
félaganna frá virðisaukaskatti, en frá
þessu er sagt í í Wall Street Journal.
Blaðið segir að tillögunar séu ekki
nýjar af nálinni heldur hafi „fjársvelt-
ar“ ríkisstjórnir og náttúruverndar-
samtök lengi talað fyrir þeim. Flug-
félögin hafi hingað til getað varist
slíkri skattlagningu með því að vísa til
alþjóðlegra samninga, t.d. kveður
samkomulag frá árinu 1944 á um að
bannað sé að skattleggja flugvéla-
eldsneyti.
Hins vegar virðist sem þessi flótta-
leið flugfélaganna sé óðum að lokast
og að skriffinnar Evrópusambandsins
séu staðráðnir í að láta flugfélögin
greiða fyrir þá mengun sem þau
valda. Þar sem slíkur skattur muni
óhjákvæmilega hækka verð á öllum
flugleiðum til og frá Evrópu, er líklegt
að aðgerðirnar muni hafa víðtækar
afleiðingar.
Um 3% kolvetnismengunar af
mannavöldum má rekja til brennslu
flugvélaeldsneytis. Mengunin hefur
þó aukist hratt síðustu ár og árið 2050
er reiknað með að hlutfallið verði
komið upp í 15%. Í Bretlandi er spáð
að um helmingur allrar kolvetnislos-
unar muni koma frá flugvélaeldsneyti
innan 50 ára. Þessi þróun gefur kröf-
um Evrópuþingsins byr í seglin, en
hart er deilt um hvernig best sé að
haga gjaldtökunni.
Mengunarkvótar skynsam-
legri en skattlagning
Skattlagning er sú aðferð sem
mestri andstöðu hefur mætt frá flug-
félögunum. Þau andmæla – réttilega
að mati WSJ – á þeirri forsendu að
þeim fjármunum sem renna muni í
vasa ríkisins verði að öllum líkindum
eytt í verkefni sem stuðla muni að
aukinni mengun, s.s. í vegafram-
kvæmdir. Vænlegra til árangurs væri
að úthluta flugfélögum mengunar-
kvóta og þannig væri hægt að verð-
launa þau flugfélög sem bestum ár-
angri næðu í eldsneytissparnað.
Vilja fá undanþágu
Bandarísk stjórnvöld hafa nú þeg-
ar krafist þess að flugfélög frá Am-
eríku verði undanskillin gjaldtöku
verði hún að veruleika. Þannig er
komið tilefni til nýrra átaka um
flugumferðarmál á milli Evrópu og
Ameríku. Stjórn flugumferðarmála
er að mestu leyti í höndum Samein-
uðu þjóðanna, sem hafa markað sér
þá stefnu að setja skuli mengunar-
kvóta á orkufrekan iðnað. Sú stað-
reynd er til þess fallin að veikja stöðu
Bandaríkjanna fari þau og Evrópu-
sambandið í hart vegna málsins.
Samkvæmt útreikningum Evrópu-
sambandsins munu aðgerðirnar þýða
að flugmiðar hækka að meðaltali um
10,5 dollara, sem að mati WSJ er ekki
há upphæð. Hins vegar hafa flug-
félögin áhyggjur af því að kostnaður-
inn kunni að hækka hratt þar sem
mengunarkvótar verði æ dýrari eftir
því sem flugumferð eykst og flug-
félögin stækka.
ESB leitar leiða
til að draga úr
mengun flugvéla
Reuters
Lággjaldaflugferðir úr sögunni?
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is