Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 24

Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 24
24 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Mikil þensla í atvinnulífinu ogeitthvert minnsta atvinnu-leysi á byggðu bóli hefur haftsín áhrif á íslenskan vinnu- markað undanfarin ár. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið svo mikil að engin leið hefur verið að manna öll störf og mik- ið af erlendu vinnuafli hefur komið til landsins undanfarin ár. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti þrjá vinnu- staði þar sem erlent vinnuafl er áberandi; Ömmubakstur í Kópavogi, byggingar- svæði við Grand hótel og Vöruhótel Eim- skips. „Við erum alltof fá fyrir öll þessi læti,“ sagði Gísli Guðmundsson annar bygging- arstjóra á byggingarvinnusvæðinu við Grand hótel. Hann er þar að vísa til þess mikla annríkis sem verið hefur í bygging- argeiranum undanfarin misseri. Gísli vinnur hjá Íslenskum aðalverktökum og stýrir framkvæmdum á viðbyggingu við Grand hótel þar sem rúmlega 30 Pólverj- ar vinna. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- lenskum aðalverktökum eru alls á launa- skrá hjá fyrirtækinu 514 manns og þar af 135 útlendingar. Séu undirverktakar taldir með er heildarfjöldi starfsmanna um 1.100 og eru margir undirverktak- anna með útlendinga í vinnu. Íslendingarnir eru fámennari á svæð- inu, en algengari í yfirmannastöðum. Gísli segir að pólsku verkamennirnir, sem vinna raunar á vegum pólsks verk- taka, séu harðduglegir. Vinnudagurinn byrjar klukkan hálfátta og það er unnið til sjö á kvöldin og til fjögur á laugardög- um. „Það fengjust ekki Íslendingar til að vinna á þessum tímum,“ segir Gísli og bætir við að á sama tíma og atvinnu- ástandið sé með þessum hætti sé pressa á byggingarfyrirtækjum að ljúka verkefn- um hratt. Aðeins einn Pólverjanna talar ensku en það er Wojciech Zarnowski og sér hann um að koma skilaboðum áleiðis milli manna. „Annars tala menn bara með öll- um líkamanum hér,“ segir Gísli. Zarnowski segir að verkamennirnir séu sáttir við veruna hér. Þeir búa í hús- næði í eigu ÍAV á svæði varnarliðsins í Keflavík og keyra á milli daglega. Launin séu um fimmföld á við það sem þeir fengju í Póllandi fyrir sambærilega vinnu. Hann segir að hópurinn hafi unnið saman í fleiri verkefnum í öðrum löndum og þekkist því vel. Flestir mannanna séu fjölskyldumenn og reiknar hann með að þeir muni fara heim um leið og verkefn- inu er lokið. Guðmundur Jóhannesson, hinn byggingastjórinn við Grand hótel, segir að í þeirri þenslu sem verið hafi að undanförnu hafi ekki annað verið hægt en að fá erlent vinnuafl en óvíst sé hvað gerist þegar samdráttarskeiðið taki við. Miðað við hvernig mál hafa þróast segir Guðmundur að ekki kæmi á óvart þótt Pólverjarnir yrðu fyrir valinu frekar en Íslendingarnir. Víetnamar baka kleinur Í Ömmubakstri í Kópavogi eru erlend- ir starfsmenn einnig áberandi. Þar er hafist handa við að baka kleinur, flatkök- ur og fleira góðgæti klukkan þrjú á nótt- unni og unnið fram undir morgun. Þar vinna 13 starfsmenn frá Víetnam sem tengjast allir fjölskylduböndum. Harald- ur Friðriksson framkvæmdastjóri segist vera afar ánægður með víetnömsku starfsmennina og segir að þau séu harð- dugleg til vinnu. Þegar litið er yfir starfsmenn á gólfinu í Ömmubakstri má sjá að víetnamski hóp- urinn er allur við sama færibandið. Þegar Haraldur er spurður út í hvernig sam- skiptin á vinnustaðnum séu segir hann að víetnamski hópurinn sé mjög samheld- inn. Sum þeirra hafa náð góðum tökum á íslenskunni en aðrir tali nánast enga ís- lensku. Mai Nguyen, ein af víetnömsku starfsmönnunum, segir að samhliða vaktavinnu og aukavinnu og því að eiga fjölskyldu sé lítill tími aflögu. Hún segist til að mynda ekki hafa tíma til að fara á námskeið í íslensku, sem hana myndi þó langa að gera en Mai, sem hefur verið hér í um sex ár, talar ágæta íslensku. Einn Pólverji vinnur í Ömmubakstri. Hann segist kunna ágætlega við sig á Ís- landi og að faðir hans hafi unnið hér á landi um nokkurt skeið. Ein af ástæð- unum fyrir því að vera hér segir hann vera að ef hann sneri aftur til Póllands núna þyrfti hann að gegna herskyldu og á því hafi hann lítinn áhuga. Haraldur segir að í vinnu sem þessa sé að verða nánast vonlaust að fá Íslend- inga. Sé skólafólk ráðið þurfi yfirleitt að útvega aukafólk í afleysingar fyrir það vegna þess að skólafólkið fari sjálft í sumarfrí. Hann segir að sín reynsla af líðan útlendinga sé sú að tungumálið sé lykillinn til að einangrast ekki. Þó að erlendu fjölgað mikið un fáir vinnustaðir og Vöruhótel Eim útlendingar frá u flóran allt frá Gr lands. Blaðamaðu að setjast niður mönnum Vöruhó ræða hvernig lífi fjölbreyttum vin voru svörin á sö komu frá nígerísk úskum eða holle Allir báru þessum og sögðu að áre eða trúarbragða væri að eiga við t skiptin gengju þegar starfsme tungumálið en þ Bæði lærðu út gengustu orðin o hægt að gera sig unum. Þær Elín Hjá Björk Ragnarsd haldi Eimskips s fyrirtækið að ver Starfsmenn frá 2 á sama vinnus Erlendu verkafólki hefur fjölgað hratt og ekki óvanalegt að útlendingar séu í meirihluta á íslenskum vinnustöðum. Árni Helgason og Eggert Jóhannesson heimsóttu þrjá vinnustaði og ræddu við starfsmenn og yfirmenn. Eins og sjá má er atvinnuleysisstig afar ólíkt eftir löndum og verjar eru sem kunnugt er fjölmennir meðal erlendra verka           )   "  !.  #$3' $ '$"  ' =2 ) S%  )   ) !C8 !" D 2  )   . # +&  @ )R                                                Hópur af pólskum verkamönnum ræðir saman í kaffihléi á b Í Ömmubakstri í Kópavogi vinnur víetnömsk fjölskylda við k er handa um miðja nótt og unnið fram undir morgun. FELULEIKIR, SKATTAR OG EIGNARHALD Morgunblaðið sagði frá því í fréttá baksíðu í gær að félög og einstaklingar skráðir á Ermarsundseynni og skattaparadísinni Guernsey ættu um 41 milljarð króna í ís- lenzkum fyrirtækjum. Er þá miðað við beina fjármunaeign, sem miðast við 10% hlut eða stærri í félögum. Samtals eiga erlendir aðilar yfir 250 milljarða króna í íslenzkum félögum og tvöfaldaðist sú eign á síðasta ári. Í fréttinni kemur fram að líklega sé stærstur hluti þessara eigna í raun í höndum íslenzkra borgara, þar sem miðað sé við lögheimili félag- anna en ekki ríkisborgararétt eigenda þeirra. Í mörgum og kannski flestum tilfell- um er allt uppi á borðinu um það hverjir eru raunverulegir eigendur félaga, sem eiga stóra hluti í fyrirtækjum hér á landi. Allir vita til dæmis hverjir eiga Exista, sem er skráð í Hollandi. Í öðrum tilfellum liggja upplýsingar um raunverulega eigendur hins vegar ekki á lausu. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri er harðorður um þessa þróun í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég held að það leiki enginn vafi á því að mörg af þessum félögum sem þarna er um að ræða stað- setji sig þarna til þess að komast undan skatti,“ segir Indriði. „Raunar er alveg óvíst hvað af þessum eignum er talið fram. Við sjáum það í ýmsum málum sem hafa komið upp að þar vantar mikið á. Í mörgum tilvikum eru þetta bein skatt- svik þar sem margir af þeim aðilum sem við höfum náð til hafa ekki gert grein fyr- ir þessum eignum og tekjum.“ Indriði segir að skattayfirvöld eigi erf- itt um vik, vegna þess að ekki sé í gildi hér á landi svokölluð CFC-löggjöf, sem veiti þeim heimild til að skattleggja tekjur einstaklings eða félags sem ís- lenzkir ríkisborgarar eiga erlendis í svo- kölluðum skattaparadísum með sama hætti og ef þær hefðu myndazt hér á landi. Indriði segir að flest nágrannalönd okkar hafi þessa löggjöf. „Við erum að verða sér á parti í þessu og þetta er það sem fyrst og fremst vantar til að taka á þessum feluleik,“ segir ríkisskattstjóri. Það verður auðvitað að gera skýran greinarmun á athæfi, sem er lögbrot og því, sem er í samræmi við gildandi lög og reglur. Hins vegar er ástæða til þess fyrir fjármálaráðuneytið og Alþingi að kanna hvort ástæða sé til að setja lög- gjöf á borð við þá, sem ríkisskattstjóri segir að vanti hér á landi. Kannski hefur ekki þótt þörf á henni hingað til vegna þess hversu íslenzkt atvinnulíf hefur verið lítið alþjóðavætt. Nú er orðin þar breyting á. Þeir, sem fjárfesta á Íslandi, eiga að búa við samkeppnisfært skattaum- hverfi, en skattasamkeppnin á að felast í lágum skatthlutföllum, ekki því að menn geti komizt hjá því að borga skatta til samfélagsins eins og aðrir. Á þessu máli er önnur hlið. „Feluleik- urinn“ sem ríkisskattstjóri nefnir svo, þýðir að oft er eignarhald í félögum mjög óskýrt. Fjármálaeftirlitið hefur gagnrýnt þetta og sagt það hamla eðli- legri þróun hlutabréfamarkaðar. Smærri hluthafar í félögum eiga auð- vitað að eiga kost á því að vita hver er raunverulegur eigandi hlutar, sem er 10% eða meiri í félaginu og veitir fyrir vikið áhrif á stjórn þess. Ef eignarhald á félögum er Ermarsundsþoku hulið, verða smærri fjárfestar tregari að fjár- festa í þeim. KOSTIR EINKAFRAMKVÆMDAR Reynsla Íslendinga af einkafram-kvæmd í samgöngumálum er takmörkuð, en góð. Hvalfjarðargöng- in eru eina samgöngumannvirkið, sem hefur verið fjármagnað og rekið í einkaframkvæmd. Sá rekstur hefur gengið vel, raunar betur en margir spáðu í upphafi. Notendur þjónust- unnar, almenningur í landinu, fékk mikilvæga samgöngubót og telur það vegtollsins virði að spara sér akst- urinn um Hvalfjörð. Ríkisvaldið losn- aði við dýra framkvæmd, sem vafa- laust hefði orðið pólitískt umdeild eins og allar dýrar framkvæmdir. Áhætta ríkisins var lítil sem engin. Ríkið mun hins vegar eignast göngin þegar þau hafa verið í notkun í tutt- ugu ár og mun þá hafa fengið mun meiri skatttekjur af þeim en upp- haflega var áætlað. Og eigendur ganganna hafa auðvitað hagnazt á rekstrinum. Hvalfjarðargöngin hafa nú verið í notkun í átta ár. Í þessu ljósi má það nokkrum undr- um sæta að leið einkaframkvæmdar hafi ekki verið farin við gerð fleiri samgöngumannvirkja. Að undanförnu hafa hins vegar komið fram ýmsar hugmyndir og tilboð um slíkt. Trygg- ingafélagið Sjóvá hefur t.d. boðizt til að hafa forgöngu um breikkun Suður- landsvegar frá Reykjavík og austur fyrir fjall. Greið leið ehf. vill gera Vaðlaheiðargöng. Leið ehf. hefur kannað möguleika á ýmsum sam- göngubótum, m.a. brú yfir Hrúta- fjörð, flutningi hringvegar í Húna- vatnssýslum suður fyrir Blönduós og vegi um Arnkötludal og Gautsdal. Þá hafa verið uppi hugmyndir um einka- framkvæmd við lagningu og rekstur Sundabrautar. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur lýst sig fylgjandi því að auka hlut einkaaðila við vegafram- kvæmdir. Ráðherrann hefur nú skip- að nefnd, sem á að leggja fram til- lögur um það við hvaða aðstæður einkaframkvæmd í samgöngum getur talizt vænlegur kostur. Meðal annars á nefndin að marka stefnu um það við hvaða aðstæður, hvort og á hvaða hátt á að ganga til samninga við aðila sem bjóðast til að fjármagna sam- gönguverkefni fyrir ríkið. Þá á hún að skoða hvort hugsanlega sé skylt að bjóða verkin út þannig að fleiri en þeim, sem eiga hugmynd að fram- kvæmdinni, gefist kostur á að bjóða í verkið. Loks á nefndin að meta hvort samstarf við einkaaðila um verkefni, sem ekki hafa komizt inn á sam- gönguáætlun, raski forgangsröð ann- arra brýnna verkefna. Það er jákvætt að nefndin komi öll- um þessum atriðum á hreint og skapi almennan ramma, sem hægt verður að fara eftir þegar einkaframkvæmd í samgöngumálum kemur til álita. Væntanlega mun nefndin líka skoða reynsluna, hérlendis en þó enn frem- ur í nágrannalöndum okkar, og draga af henni ályktanir um það hvers kon- ar verkefni henti bezt til einkafram- kvæmdar. Niðurstaðan af þessari vinnu hlýt- ur að verða sú, að kostir einkafram- taksins verði í vaxandi mæli nýttir til að bæta samgöngur á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.