Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi
bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir
þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu
bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira
öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum
erlendis hvert sem leið þín liggur.
50 50 600 • www.hertz.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
16
24
03
/2
00
6
Safnaðu
Vildarpunktum
Vesturströnd Ítalíu, Lígúría,er sannkölluð náttúru- ogmenningarparadís. Líg-úríuhérað er ekki stórt, en
mjög þéttsetið bæði af Ítölum og
eins af túristum yfir sumartímann.
Landslag Lígúríu einkennist mest af
fjalllendi og mjóum flatlendis-
tungum, sem að hluta til fylgja
strandlengjunni en að hluta til sam-
svara grunnum dölum sem myndast
hafa við framburð fljóta í gegnum
aldirnar. Lígúríustrandlengjan
skiptist í tvær rivíerur: Levante-
rivíeruna frá La Spezia í suðri til
Genóva og Ponente-rivíeruna frá
Genóva til Ventimiglia (við frönsku
landamærin). Levante-rivíeran er
mun klettóttari en Ponente-
strandlengjan og þar eru hamrar og
höfðar nánast við sjávarborðið.
Þjóðgarðurinn Cinque terre hefur
mikið aðdráttarafl vegna hinnar sér-
stæðu fegurðar sem myndast við ná-
lægð byggðar og mannlífs við hið
stórbrotna sjávar- og fjallalandslag.
Hið fjölbreytta landslag ásamt mið-
jarðarhafsloftslagi og skjólinu sem
Appenín-fjöllin veita héraðinu fyrir
hinum köldu norðanvindum alpanna
skapa kjöraðstæður til ýmiss konar
ræktunar. Lígúría er t.d. eitt helsta
ólífuræktarhérað Ítalíu og þar er
einnig mikil sítrónu- og blómarækt,
en þaðan er fengið nafn þess hluta
strandlengjunnar sem nær frá Im-
peria til frönsku landamæranna –
blómarivíeran. Stórkostlegt ólífu-
safn er að finna í Imperia, sjá
www.museodellolivo.com.
Helstu vín héraðsins eru hvítvínin
Pigato og Vermentino, en einnig eru
framleidd þar fyrirtaks rósavín og
rauðvín. Paolo Bosoni er forvitni-
legur og metnaðarfullur framleið-
andi í Ortonovo.
Réttir Lígúríu eru flestir af létt-
ara taginu, en mikill fjölbreytileiki
ríkir þar. Fiskur, grænmeti og ólífu-
olía eru þar í lykilhlutverkum og
sem dæmi um klassíska Lígúríurétti
má nefna „fritto misto“ (risarækjur,
smokkfiskhringir og smáfiskar, allt
djúpsteikt í léttu deigi), basilíku-
pestó og „torta pasqualina“. Líg-
úríumatargerð gengur gjarnan und-
ir nafninu „la cucina del ritorno“, eða
matargerð heimkomunnar. Það
kemur til af því að í gamla daga
hossuðust karlmennirnir mánuðum
saman úti á sjó og höfðu fátt annað
að japla á en þurrann þorsk og þurrt
kex. Þegar þeir komu svo í land
gerðu eiginkonurnar allt til að snara
fram fjölbreytta og safaríka rétti og
var þá ekkert til sparað.
Gnocchi með
klettakálspestó
Ekki missa móðinn þótt gnocchi-
kartöflukúlurnar heppnist ekki í
fyrsta skiptið. Það þarf að komast
upp á lagið með að búa til gnocchi og
gæði og mjölinnihald kartaflanna
skiptir þar miklu. Það eru til upp-
skriftir sem segja til um að einungis
skuli vera kartöflur, hveiti og salt í
gnocchi og aðrar sem innihalda einn-
ig egg. Prófið hvorutveggja. Það er
e.t.v. auðveldara fyrir byrjendur að
setja líka egg, því þannig tolla kart-
öflukúlurnar betur saman við suðu.
Uppskrift handa fjórum
450 g hveiti
1½ kg kartöflur (gullauga)
2 egg
salt eftir þörfum
Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni,
afhýðið og merjið. Sigtið hveitið
saman við ásamt eggjum og salti og
hrærið í jafna blöndu. Deilið deiginu
niður í marga langa bita (fingra-
lengd) og skerið svo hvern niður í
um 2 cm kubba. Pressið hvern
gnocchi-bita laust með gaffli, þannig
kemur smá gaffalfar og bitinn verð-
ur kringluleitari fyrir vikið (má vel
sleppa, en þetta getur hjálpað til við
að halda deigi saman við suðu).
Skellið gnocchi-kúlunum í vænt
magn af söltuðu sjóðandi vatni og
þegar þær fljóta upp á yfirborðið
(mjög fljótlega) eru þær tilbúnar.
Veiðið upp úr vatni með fiskispaða,
leggið á diska og berið fram með
sósu að vild eða e.t.v. bara með
smjörklípu og salvíu eða öðrum
kryddjurtum.
Klettakálspestó
Klettasalat, eða rucola, nýtur sífellt
vaxandi vinsælda hér á landi, enda
um frábært grænmeti að ræða,
kraftmikið, frískandi og bráðhollt.
Klettasalat er mjög harðger jurt
sem auðvelt er að rækta úti á svölum
eða úti í garði í beði og vex hún mjög
hratt. Klettasalat er frábært í salöt
og ofan á pítsu með hráskinku (bæði
er þá sett á margaritupítsu eftir
bökun). Klettakálspestó er svo frá-
bær sósa út á pasta, gnocchi eða sem
salatsósa.
120 g klettasalat
35 g furuhnetur
50 g rifinn parmesanostur (parmi-
giano reggiano)
70 g jómfrúarólífuolía
1 hvítlauksgeiri
Malið hneturnar og bætið svo
klettasalati og olíu saman við. Mauk-
ið í matvinnsluvél. Bætið osti saman
við og smakkið til með salti. Blandið
mörðum hvítlauksgeira saman við.
Blandið sósunni saman við heitar
gnocchi-kúlurnar.
*Letiútgáfa af sama rétti
1 pakki gnocchi frá Rana (soðið á
sama hátt og lýst er í uppskrift), 1
dós rucola-pestó frá Saclà. Hrærið
sósu saman við gnocchi í sjóðheitum
potti.
LÍGÚRÍA | Náttúruperla við vesturströnd Ítalíu
Frískandi Pigato
og pestó á
blómarivíerunni
Lígúría er sannkölluð náttúru- og menningarparadís
sem dregur til sín fjölda ítalskra sem erlendra ferð-
manna. Hanna Friðriksdóttir segir matinn heldur
ekki vera af verri endanum.
Það er ekki amalegt að slappa af við Lígúríuströnd.
Girnilegt gnocci með klettasalatspestói.
Paolo Bosoni:
www.cantinelunae.com
Morgunblaðið/Hanna Friðriksdóttir
Sítrónutré svo gott sem svigna
undan ávöxtunum og setja líka svip
sinn á svæðið.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111