Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 16
Seyðisfjörður | Einstök veðurblíða hefur verið á
Austurlandi undanfarna daga, sumarið í heild hefur
raunar verið afar gott og ekki yfir neinu að kvarta
þegar blessuð sólin skín, eins og skáldið orðaði það.
Hlýtt og gott hefur verið yfir daginn en næturnar
hafa líka verið hlýjar, iðulega hefur verið á milli 14
og 18 stiga hiti að næturlagi og þá fá þeir sem ekki
sofa að líta listaverk í háloftunum. Einnig er til-
komumikil sjón að líta út fjörðinn líkt og þessi mynd
sýnir, en hún var tekin eina kyrra sumarnótt í vik-
unni á Seyðisfirði. Sjónarspilið er ógleymanlegt
þeim sem vaka og njóta. Há fjöll beggja vegna fjarð-
ar skýla mjög fyrir vindi og veðrum þannig að veðr-
ið verður oft hvergi betra en einmitt þar í skjólinu.
Morgunblaðið/Einar Bragi
Seyðfirskt sjónarspil að næturlagi
Sumarnótt
Árborg | Akureyri | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Síðustu daga hefur verið bjart yfir Breiða-
firði. Í vikubyrjun birti upp og sólin tók að
skína, sólin sem við höfum lítið orðið var
við fyrr á þessu sumri. Fólk hefur verið að
rifja upp hvort svona rigningatíð hafi verið
áður á þessum tíma og ef svo væri hvenær
það hafi verið. Vorið var kalt og þurrt, og í
byrjun júní byrjaði að rigna og það hefur
vart stytt upp síðan fyrr en í vikubyrjun.
Til marks um tíðarfarið er haft eftir Haf-
steini í Flatey að hann telji þetta versta
sumarið upp á vætu og vind að gera, þau
40 ár sem hann hefur búið þar. Síðustu
dagar gefa vonir um að sumarið sé loksins
komið.
Dúntekja var víðast hvar minni í eyjunum
við sunnanverðan Breiðafjörð, en und-
anfarin ár. Þar hefur tíðarfarið afgerandi
áhrifavaldur. Þeir æðarbændur sem náðu
að hirða dúninn áður en lagðist í rigningar
sluppu nokkuð vel, en hjá hinum skemmd-
ist dúnninn af bleytu og gæðin eru rýrari.
Fyrirtækið Íslenskur æðardúnn ehf
sem hefur starfrækt dúnhreinsun að Læk
í Dýrafirði í mörg ár er að flytja starfsemi
sína til Stykkishólms. Vélar og tæki komu
hingað í vikunni og er farið að setja þau
upp á nýjum stað. Það er Erla Friðriks-
dóttir, bæjarstjóri og Friðrik, faðir henn-
ar sem eru þar í forsvari. Erla hefur séð
um sölumálin frá upphafi og hefur verið í
góðu sambandi við Japani sem eru aðal
kaupendurnir. Þau fegðin segja að starf-
semin hefjist af fullum krafti eftir nokkra
daga og eru þau ánægð með að geta skap-
að ný atvinnutækifæri í bæjarfélaginu.
Ný Breiðafjarðarferja hefur komið að góð-
um notum í sumar og notið vinsælda.
Gamli Baldur náði engan veginn að þjóna
umferðinni yfir Fjörðinn yfir sumartím-
ann. Það hefur komið forsvarsmönnum
Baldurs skemmtilega á óvart hve margir
taka sér far með ferjunni á leið í sum-
arfríið. Þeir segjast vera kljást við sama
vandann og undanfarin ár að koma sem
flestum bílum á þilfarið, en núna komast
meira en helmingi fleiri bílar um borð í
nýja Baldur. Í gær, föstudag, fóru með
Baldri yfir 100 farartæki,
Úr
bæjarlífinu
STYKKISHÓLMUR
EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON
Nú í sumar líkt ogvar síðastliðiðsumar býður
Sögusetrið á Hvolsvelli
upp á dagskrá sem nefnist
Njála með sunnudags-
kaffinu. Um er að ræða
fyrirlestraröð þar sem
fengnir verða virtir fyr-
irlesarar til að flytja pistla
í Víkingasal setursins og á
eftir geta gestir rabbað
saman um efnið. Fyrsti
fyrirlesturinn á þessu
sumri verður á sunnudag,
23. júlí en þá mun Einar
Karl Haraldsson ráðgjafi
flytja fyrirlestur sem hann
nefnir; Nýjustu fréttir af
mér og Njálu. Sverrir Jak-
obsson sagnfræðingur
verður svo næstur í röð-
inni með fyrirlesturinn;
Tengslanet Flosa Þórð-
arsonar. Hann verður
fluttur 30. júlí.
Pétur Gunnarsson rit-
höfundur mætir svo í
Sögusetrið 6. ágúst með
erindi sem hann nefnir
Um kristni og kynlíf í
Brennu-Njálssögu. Krist-
rún Heimisdóttir lögfræð-
ingur flytur fjórða Njálu-
fyrirlestur sumarsins,
… ólög eyða – um lög og
réttlæti í Njálu, sunnudag-
inn 13. ágúst. Loks mun
Gísli Sigurðsson íslensku-
fræðingur flytja fyr-
irlestur sem nefnist Sjó-
leiðahandbókin Njála,
sunnudaginn 20. ágúst.
Sigrún Ragnheiður
Ragnarsdóttir, for-
stöðumaður Söguseturs-
ins, segir fyrirlestrana
hafa verið vel sótta á liðnu
sumri.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Njála með sunnudags-
kaffinu á Sögusetri
Njálusöngleikur Atriði úr söngleiknum, fremstur er
Jón Smári Lárusson sem leikur Gunnar á Hlíðarenda.
Rúnar Kristjánsson,hagyrðingurinngóðkunni á
Skagaströnd, yrkir um
ástandið í þjóðfélaginu,
sem hann er ekki alls
kostar sáttur við:
Valdið hefur sút og sekt,
síst til hjálpar beysið,
fyrr og síðar fjandalegt,
fyrirhyggjuleysið.
Ennfremur:
Það er ljóst að þjóðmenning
þroskar gengið eina,
gefur brjóst sem góðmenning
gegnum strengi hreina.
Loks yrkir Rúnar
Kristjánsson:
Margt á þingi þarf sitt svar
þegar bjóðast föngin.
Oft er sem menn ætli þar
inn í Strákagöngin!
Einhvern tíma átti hag-
yrðingur leið yfir Hesta-
kleif og gerði vísu:
Hestakleif er hábölvuð,
hnúkar og slæmur vegur.
Hafi’ hana skapað góður guð,
það gert mun hafa tregur.
Af fyrir-
hyggjuleysi
pebl@mbl.is
HÚSVÍKINGAR og gestir þeirra munu
gera sér glaða daga í næstu viku. Þeir
spyrða saman tvær hátíðir, Sænska daga
og Mærudaga, og bjóða upp á fjölbreytta
dagskrá alla vikuna.
Sænsku dagarnir er liður í uppbyggingu
Garðarshólma, en hann á upphaf í sögnum
um Svíann Garðar Svavarsson og þræl
hans, Náttfara, sem námu land á Skjálf-
andasvæðinu kringum árið 870.
Hugmyndir eru um að með framþróun
Garðarshólma skapist miðpunktur menn-
ingar, þekkingar og upplifunar sem taki
mið af því landi sem birtist ferðalöngunum.
Þessu sjónarhorni er ætlað að spegla Ís-
land í dag og hugmyndir um þróun og sam-
spil náttúru og manns eftir landnám, segir
í frétt um hátíðina.
Forseti opnar sýningu á
sænsku glerlistagjöfinni
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð-
herra opnar Húsavíkurhátíðina formlega á
mánudag, 24. júní, og verður sænskur kon-
súll útnefndur í tengslum við þann atburð.
Meðal dagskrárliða má nefna sýningu á
sænsku glerlistagjöfinni, sem afhent var á
Íslandi árið 2004 af hans hátign Carl Gust-
af XVI konungi, en forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, opnar sýninguna.
Þá verða í boði fyrirlestrar, verkstæði
með leiðsögn Svía, sirkusskóli, siglingar,
leiksýningar, skútusigling í Náttfaravík og
sænskur matur á veitingastöðum í bænum.
Húsavíkur-
hátíð alla
næstu viku
ÓBYGGÐANEFND hefur nú til meðferð-
ar landsvæði á Norðurlandi sem tekur til
Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandar-
hrepps, Þingeyjarsveitar, Skútustaða-
hrepps, Aðaldælahrepps, Tjörneshrepps
og þess hluta hins nýja sveitarfélags Norð-
urþings sem áður tilheyrði sveitarfélögun-
um Húsavíkurkaupstað og Keldunes-
hreppi. Auk þess fellur svokölluð
Krepputunga innan afmörkunar svæðisins,
en hún var á sínum tíma skilin frá svæði 5
hjá óbyggðanefnd.
Fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska
ríkisins hefur verið veittur frestur til 15.
september nk. til að lýsa kröfum um þjóð-
lendur á umræddu svæði, sé um slíkar
kröfur að ræða.
Frestur til að lýsa
kröfum nyrðra
♦♦♦
Drangsnes | Mireya Samper mynd-
listarmaður hefur dvalið á Drangs-
nesi á Ströndum undanfarna daga,
unnið þar að list sinni og opnar sýn-
ingu þar á morgun, laugardag, á
svonefndri Bryggjuhátíð.
Verkin vinnur hún beint í fjöru-
grjótið og verða þau svo sett upp
við heitu pottana niðri í fjöruborð-
inu. Gestum ætti að gefast ágætt
tóm til að virða verkin fyrir sér úr
pottunum, en þeir eru opnir al-
menningi allan sólarhringinn árið
um kring.
Við opnun hátíðarinnar mun svo
Mireya færa heimamönnum að gjöf
listaverk eftir sig, en hefð er fyrir
því að Drangnesingar bjóði lista-
manni að taka þátt í Bryggjuhátíð-
inni.
Margt fleira verður á döfinni á
hátíðinni, hægt er að fara í góða
gönguferð með leiðsögn, stunda
dorgveiði, skoða grásleppusýningu,
fara á hestbak, taka þátt í söngva-
keppni eða kaupa á markaðstorgi
sem sett verður upp af þessu tilefni.
Þá hafa börn úr grunnskólanum
tekið ljósmyndir og sýna afrakstur
vinnu sinnar á hátíðinni. Grillveisla
verður um kvöldið og slegið upp
balli.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Listsköpun í fjörunni. Mireyja Samper hefur unnið að gerð listaverka í
fjörunni við Drangsnes undanfarna daga og opnar sýningu á morgun.
Listaverkin unnin
beint í fjörugrjótið