Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 23
MENNING
Skálholtshátíð um helgina
Laugardagur 22. júlí
9.00 Morgunsöngur
12.00 Hádegisbæn
14.00 Mozarttónleikar
Flytjendur: Jaap Schröder - fiðla
Rut Ingólfsdóttir - fiðla
Sigurður Halldórsson - selló
Hilmar Örn Agnarsson - orgel
Björn Bjarnason ráðherra flytur ávarp í upphafi tónleikanna.
15.00 Kaffihlé.
16.30 Dagskrá um tónlistar- og trúararf í íslenskum
handritum.
Kynnt verður verkefni Helgisiðastofu.
Ásmundur Jónsson kynnir útgáfur Smekkleysu sem
tengjast verkefninu.
Kári Bjarnason kynnir verkefnið og opnar nýjan vef.
Matthías Jóhannessen kynnir nýja sýnisútgáfu úr
verkum Ólafs frá Söndum og les valin ljóð.
Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar
Agnarssonar flytur efni úr handritum.
Einsöngvari: Guðrún Edda Gunnarsdóttir.
18.00 Aftansöngur.
22.00 Náttsöngur.
Sunnudagur 23. júlí
9.00 Morgunsöngur
12.00 Hádegistíð
13.00 Hópreið að staðnum með fánaborg.
Pílagrímar koma í hlað.
Fluttur Ísleifs þáttur biskups.
Lesari Gunnar Eyjólfsson.
14.00 Hátíðamessa. Herra Sigurbjörn Einarsson predikar.
Séra Sigurður Sigurðarson, séra Egill Hallgrímsson og
séra Bernharður Guðmundsson þjóna fyrir altari.
Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson lýsir blessun.
Skálholtskórinn syngur.
Organisti: Hörður Áskelsson.
Söngstjóri: Hilmar Örn Agnarsson.
Forsöngvari: Marta Halldórsdóttir.
Trompetleikur: Jóhann Stefánsson,
Guðmundur Hafsteinsson.
Meðhjálpari: Guttormur Bjarnason.
15.00 Kirkjukaffi.
16.30 Samkoma í kirkju. Ávörp flytja herra Ólafur Ragnar
Grímsson forseti Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson
biskup Íslands og Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra.
Tónlistarflutningur í umsjá Harðar Áskelssonar
söngmálastjóra, Hilmars Arnar Agnarssonar
og Jaap Schröder fiðluleikara.
18.00 Aftansöngur.
NÝ BÓK um ævi Ásu Guðmunds-
dóttur Wright var kynnt á blaða-
mannafundi sem haldinn var á Þjóð-
minjasafni Íslands um hádegisbilið í
gær. Bókin er eftir dr. Sturlu Frið-
riksson og heitir einfaldlega Ása
Guðmundsdóttir Wright – Ævihlaup
og athafnir. Bókin er byggð á fjöl-
sóttum fyrirlestri sem Sturla hélt um
ævi Ásu fyrir um ári, en í nýja ritinu
bætir hann við miklum fróðleik.
Stofnaði minningarsjóð
fyrir Þjóðminjasafnið
„Ása var mikill velunnari Þjóð-
minjasafnsins og merk kona sem lifði
viðburðaríku lífi, svo ekki sé meira
sagt,“ sagði Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður við tilefnið. „Þjóð-
minjasafnið er þakklátt fyrir framlag
Ásu til safnsins,“ bætti hún við.
Ása tengist Þjóðminjasafninu á
þann hátt að hún lét stofna minning-
arsjóð í eigin nafni sem er notaður til
að geta boðið erlendum fræðimönn-
um hingað til lands til að halda fyr-
irlestra um þætti í sögu norrænnar
menningar. Stjórn þessa sjóðs skipa
Margrét, Jónas Kristjánsson fyrr-
verandi forstöðumaður Árnastofn-
unar og Sturla Friðriksson, höfundur
bókarinnar.
Á efri árum seldi Ása búgarðinn
Spring Hill sem hún og eiginmaður
hennar höfðu komið sér upp í Trini-
dad, en garðurinn heitir nú Asa
Wright Nature Centre. Fyrir féð
sem henni áskotnaðist stofnaði hún
tvo sjóði: annars vegar minning-
arsjóð í nafni hennar við Þjóðminja-
safnið, sem notaður er til að flytja er-
lenda fyrirlesara hingað til lands.
Hins vegar verðlaunasjóð við Vís-
indafélag Íslendinga. Síðarnefndi
sjóðurinn hefur veitt verðlaunapen-
inga til vísindamanns á ári hverju frá
1969, sem hannaðir voru af Kristjáni
Eldjárn, fv. forseta og þjóðminja-
verði. Sigurður Nordal var fyrstur til
að hljóta verðlaunin og titlaði þá sem
hljóta þessi verðlaun „ási“ í nafni
Ásu.
Gekk vel að skrifa bókina
Dr. Sturla Friðriksson er þjóðinni
vel kunnur fyrir rannsóknir sínar í
Surtsey og rit um eyna. Hann var til-
tölulega nýkominn úr leiðangri í
eynni og hafði á orði við blaðamann-
inn að þar væri svo gróið að grasið
næði upp að hné og jafnvel mitt læri
sums staðar. „Það má segja að akr-
arnir verði bleikir í hólmanum í
Surtsey á haustin.“
Að sögn Sturlu gekk vel að skrifa
bókina. Hann hefur safnað þar sam-
an miklum fróðleik um Ásu og for-
eldra hennar bæði hér heima og er-
lendis. „Ég ferðaðist til Englands og
kynntist henni þar, og ferðaðist einn-
ig til Trinidad þegar ég var við nám í
Bandaríkjunum. Í Trinidad kunni
fólk margar sögur af henni.“
Bókina prýða margar myndir í
eigu Sturlu, þar á meðal athyglisverð
skopmynd. „Þetta er mynd eftir
Halldór Pétursson sem sá hana á
gangi einn daginn. Honum fannst
hún svo merkileg að hann teiknaði
mynd af henni í einum grænum þótt
hana þekkti hana ekki neitt.“ Síðar
meir, þegar Halldór komst að því
hver væri á myndinni, gaf hann
Sturlu þessa teikningu.
Menning | Rit um ævi Ásu Guðmundsdóttur Wright gefið út
Ævintýrakona sem reyndist
Þjóðminjasafninu vel
Morgunblaðið/Eggert
Ása G. Wright seldi búgarð sinn á Trinidad til að setja á stofn minningar-
sjóð í eigin nafni. Á myndinni má sjá stjórn sjóðsins: Jónas Kristjánsson,
Sturlu Friðriksson og Margréti Hallgrímsdóttur.
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
„ÁSA var mjög merkilegur persónuleiki og
ævintýrakona,“ segir Sturla Friðriksson. Ása
fæddist árið 1892 og lést 1971. Hún og Sturla
voru náskyld en móðir hennar, Arndís Jóns-
dóttir, var föðursystir Sturlu. „Hún fór til
London að læra hjúkrun og ensku og kynntist
enskum manni, Newcome Wright, á leiðinni
heim. Sá var að skrifa doktorsritgerð um lýð-
ræði og datt í hug að kom til Íslands og skoða
hvernig var útlits á Þingvöllum. Þau felldu
svo hugi saman og giftust.“
Ása tók upp ættarnafnið Wright og hún og
Newcome komu sér fyrir í Cornwall í Suður-
Englandi. Þar var Ása með býflugnabú og
ýmis dýr. „Það lýsir því hvernig Ása var inn-
rætt að hún tók strax völdin þar í bær og
stofnaði kvenfélag í Cornwall. Hún Íslending-
urinn var formaður þessa kvenfélags,“ segir
Sturla. Í síðari heimsstyrjöld vann Ása sem ritskoðari í Englandi og ritskoð-
aði bréf sem fóru frá Íslandi til Englands. Í stríðinu veiktist Newcome af
gaseitrun og þau hjón fluttu í kjölfarið til Trinidad. Þar framleiddu hjónin
kakó, kaffi og sedrusvið á búgarðinum Spring Hill.
Þar eru til margar sögur af útsjónarsemi hennar og hjúkrunarstörfum að
sögn Sturlu. „Ása var höfðingi og hjálparhella í senn, en mjög ákveðin líka.
Hún til dæmis fór í miðbæinn í Trinidad og gekk út á götu og stoppaði bíla
með hendinni ef hún þurfti að fara yfir götuna. Auk þess átti hún það til að
leggja bílnum á stað þar sem ekki mátti og ávarpaði þá einfaldlega lög-
regluþjóna og sagði: „Komdu hérna og passaðu bílinn fyrir mig á meðan ég
fer inn í búðina.““
Ása Guðmundsdóttir Wright
Ása Guðmundsdóttir
Wright, en myndin prýðir
forsíðu nýju bókarinnar.
FRANSKI orgelleikarinn Sophie-
Véronique Cauchefer-Choplin varð
fyrst kvenna til að vinna önnur
verðlaun í spunakeppninni í
Chartres árið 1990. Nú er spuni
kannski ekki það fyrsta sem fólki
dettur í hug þegar kemur að org-
elleik en að sögn Erlu Elínar
Hansdóttur, tónleikastjóra Al-
þjóðlegs orgelsumars í Hallgríms-
kirkju, er hann til dæmis mjög
áberandi í orgeltónlist í Frakk-
landi. Cauchefer-Choplin stundaði
orgelnám í Tónlistarháskólanum í
París og fór síðar í framhaldsnám
í spuna. Hún hefur haldið fjöldann
allan af námskeiðum í spuna og
komið fram á tónleikum víða um
heiminn.
Cauchefer-Choplin mun koma
fram á tvennum tónleikum í Hall-
grímskirkju um helgina. Þeir fyrri
eru í dag og hefjast kl. 12. Þar
mun hún leggja áherslu á franska
orgeltónlist og leikur hún þrjú
verk, Suite du premier ton eftir
Denis Bédard, Prelúdíu eftir Gabr-
iel Pierné og Tu es Petra, eitt
frægasta orgelverk Henri Mulet.
Tónleikunum mun svo ljúka með
spuna. „Ég mun láta hana fá ein-
hverja laglínu sem hún þekkir
ekki, mjög líklega annaðhvort
þekkt íslenskt þjóðlag eða eitt-
hvert íslenskt sálmalag. Hún spilar
hana svo yfir einu sinni þannig að
áheyrendur heyra hvaða lag þetta
er og laglínan mun svo segja henni
eitthvað. Hún vinnur í framhaldi
með það. Yfirleitt er valin einhver
tóntegund, unnið er í henni og hún
mun reyna að mála þau áhrif sem
laglínan hefur á hana inn í tónlist-
ina,“ segir Erla Elín og tekur fram
að orgelspuni þekkist líka að ein-
hverju leyti á Íslandi. „Það er ekki
mikil spunakennsla í grunnnáminu
hér heima en til dæmis eru for-
spilin á sálmum sem kirkjuorg-
anistar spila í guðsþjónustum allt-
af einhvers konar spuni.“
Seinni tónleikar Sophie-
Veronique fara fram á morgun kl.
20 og mun þeim einnig ljúka með
spuna. Þar munu m.a. heyrast
verk eftir Mendelssohn, Pierné,
Mulet og Duruflé.
Orgelspuni í Hallgrímskirkju
Franski orgelleikarinn Sophie-
Véronique Cauchefer-Choplin ætl-
ar að spinna fyrir tónleikagesti í
Hallgrímskirkju.
Tónlist | Orgelleikari frá París gestur Alþjóðlegs orgelsumars
www.hallgrimskirkja.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn