Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 31

Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 31 MINNINGAR hjálpfús og með mjög ákveðnar og fastmótaðar skoðanir sem kom vel fram í öllu hennar fasi. Það lýsir henni vel spjallið sem við áttum rétt áður en hún dó um launakjör fólks í landinu. Þar hafði hún ákveðnar skoðanir, um að það væri svo mikil stéttaskipting í samfélaginu og fólki gert mishátt undir höfði. Í hennar augum voru öll störf mikilvæg. Hún skildi ekki þennan mikla launamun á bankastjóra og fólkinu sem vinnur við að hlúa að veiku fólki. Að hennar mati átti þetta fólk að hafa svipuð laun. Þetta var Gurra í hnotskurn. Hún vildi að allir sætu við sama borð. Ég bar alltaf virðingu fyrir henni. Hún hafði einhvern ævintýraljóma yfir sér, því hún var kjarkmikil og þorði að standa á sínu. Ef hana lang- aði að framkvæma eitthvað eða ferðast þá gerði hún það. Fyrir henni voru engar brýr í lífinu. Heimili Gurru og Ingólfs stóð öll- um opið. Ég var ein af mörgum sem nutu gestrisni þeirra. Þegar móðir mín dó varð heimil þeirra mitt annað heimili og hefur verið það ætíð síðan. Gurra var alltaf til taks. Þegar ég rifja upp þessar minn- ingar sé ég hversu mikið þol hún hafði gagnvart okkur unglingunum. Hún tók okkur eins og við vorum. Oft settist hún hjá okkur og við spiluðum eða bara spjölluðum. Það var svo merkilegt að hún hafði alltaf tíma til að hlusta á okkur og átti auðvelt með að setja sig í spor okkar og leiðbeina. Hún hafði gaman af því að heyra hvað við vorum að bralla og var aldr- ei með fordóma. Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu hjá henni en þar undi hún sér vel og var góð matselja. Gurra hafði gaman af öllu sem tengdist andlegum málefnum. Hún þreyttist aldrei á því að segja manni frá upplifunum sínum og draumum. Sem krakki var ég skíthrædd við þetta allt saman en þegar ég varð eldri fannst mér þetta skemmtilegt. Við rökræddum oft um lífið og dauð- ann. Hún var viss um að það væri líf eftir dauðann og sagðist því ekki hræðast dauðann. Við vorum ekki alltaf sammála um þessi efni, það var akkúrat það sem var svo gaman. Við skildum samt alltaf sem vinir því að hún leyfði mér að hafa mínar skoð- anir en hún hafði sínar. Einn af mörgum eiginleikum Gurru var hversu góðhjörtuð hún var, alltaf tilbúin að hlúa að mönnum og málleysingjum. Elsku amma, Ingólfur, Ingileif, Ið- unn, Guðmundur, Lúlla, Guðmann, Eva María, Eyrún, Tobbi og Frans, sorg ykkar er mikil en megi tíminn lækna ykkar sár og minningarnar hlýja ykkur. Ásta Sigrún Gylfadóttir og fjölskylda. Okkur langar í nokkrum fátækleg- um orðum að minnast góðrar vin- konu, Guðríðar Gísladóttur, en hún kvaddi okkur 16. júlí síðastliðinn. Það er komið á þriðja áratug síðan við kynntumst þeim hjónum Guðríði og Ingólfi Sigurjónssyni og dætrum þeirra, Ingileif og Iðunni. Þegar við kynntumst höfðu þau fest kaup á verslun okkar í Síðumúla hér í borg og ráku þau hana í nokkur ár. Þá þegar tókst með fjölskyldum okkar góð vinátta sem hefur haldist æ síð- an. Guðríður gekk alltaf hress og óhikað til allra starfa. Hún hafði fast- ar og ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og gat verið rökföst þegar kom að ýmsu sem varðaði þjóðmálin. Við viljum þakka frábærar sam- verustundir bæði heima og í sumar- ferðum okkar að Hólmsá við Gríms- staði og víðar á liðnum árum. Í minningunni geymum við allan húm- orinn sem ætíð fylgdi þér. Að lokum þökkum við Guðríði samfylgdina um leið og við vottum Ingólfi, Ingileif, Ið- unni og fjölskyldum þeirra innileg- ustu samúð. Hilmar og Aðalheiður. Kveðja frá Vífilsstöðum Í janúarbyrjun árið 2004 hófst ný starfsemi á Vífilsstöðum. Stofnað var þar hjúkrunarheimili rekið af Hrafn- istu. Það var samstilltur hópur sem lagði hönd á plóginn við að gera heimilið sem hlýlegast áður en fyrstu íbúarnir fluttu inn. Þetta var ógleym- anlegur tími, því þarna fengum við starfsmenn annars konar tækifæri til að kynnast, vinnan önnur en vant er, því hér fóru allir kraftar í að bera húsgögn til og frá, raða upp hlutum og allt gert, sem hægt var til að gera heimilið okkar sem vistlegast. Þetta tókst allt með mestum ágætum enda vinnuhópurinn frábær og ósérhlífinn. Elsku Guðríður okkar var með okkur í þessum undirbúningi allt frá byrjun. Það fór aldrei mikið fyrir þessari mætu konu. Hún vann störf sín af mikilli natni og samviskusemi, unni sér aldrei hvíldar. Nærgætni hennar og hlýja gagnvart skjólstæð- ingum sínum var einstök. Guðríður var mjög fróð um menn og málefni og nutum við þess, bæði starfsmenn og íbúar, að heyra frásögur hennar og var ósjaldan slegið á létta strengi. Nærvera hennar var afar notaleg. Söknuður okkar er því mikill við frá- fall Guðríðar. Vífilsstaðir hafa misst frábæran starfsmann og vin. Við samstarfsfólk og heimilismenn á Víf- ilsstöðum þökkum Guðríði fyrir sam- fylgdina og vottum ástvinum hennar dýpstu samúð okkar. Biðjum ykkur öllum Guðs blessunar. Samstarfsfólk á Vífilsstöðum. ir því í návist hennar. Hún hafði svo sterka skapgerð og viljastyrk og mikla útgeislun. Og hún var allra manna kátust og skemmtilegust á góðri stundu. Ég þakka henni sam- fylgdina og flyt Thor, Marybeth , Margret Ann og Kyle kveðju mína. Björn Dagbjartsson. Margrét Þorsteinsdóttir móður- systir okkar hefði orðið áttatíu og fimm ára í dag, ef henni hefði enst ald- ur. Hún lést á heimili sínu í Banda- ríkjunum í byrjun þessa árs. Við frænkurnar vorum svo lánsamar að alast upp í stórfjölskyldu sem hefur haldið vel saman. Mæður okkar, tví- burasysturnar Halla og Sigrún og eldri systur þeirra, Margrét og Elín, héldu alltaf góðu sambandi, þótt oft hafi höf skilið að. Það leyndi sér ekki þegar þær systur hittust hversu kært var með þeim. Tengsl okkar við Möggu frænku voru mjög mikil og ná- in, þó svo að hún hafi flestöll sín full- orðinsár búið í Bandaríkjunum. Hún kom heim til Íslands eins oft og hún gat og þess á milli voru skrifuð bréf og hringt einstaka símtal. Það var mikið tilhlökkunarefni hjá okkur frænkun- um þegar Magga og Thor sonur hennar komu í heimsókn til Íslands og alltaf var slegið upp veislu. Þegar þau héldu aftur til Bandaríkjanna að lokinni dvöl hér á landi var það venjan að sem flestir fjölskyldumeðlimir fylgdu þeim á flugvöllinn. Það var allt- af jafndapurlegt og féllu mörg tárin á þessum kveðjustundum. Magga frænka var einstök kona, lífsglöð og skemmtileg. Hún var smá- vaxin og fínleg og átti, að okkar mati, heimsins fallegustu föt. Hún var fróð og fylgdist vel með og oft var gaman að sitja og ræða við hana um málefni líðandi stundar. Magga gat verið hnyttin í tilsvörum og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, en bar einnig djúpa virðingu fyrir skoðunum okkar stelpnanna. Hún var einstaklega frændrækin og barngóð og lét sér annt um okkur systrabörn sín. Okkur er í fersku minni hvað það var gaman að fá jólapakkana frá Möggu frænku í Ameríku. Í þeim leyndust fínustu leikföng, svo sem dúkkurnar Barbie og Ken og fallegur fatnaður bæði á þær og á okkur. Hún hélt þeim sið að senda systrabörnum sínum jólagjafir þótt alltaf fjölgaði í hópnum og lét ekki þar við sitja, því börnum okkar sendi hún einnig gjafir árum saman. Hann var því stór hóp- urinn sem beið spenntur eftir pökk- unum frá Möggu. Á kveðjustund koma margar góðar minningar fram í hugann. Samveru- stundirnar hér heima með þeim Möggu og Thor og síðar Marybeth eiginkonu hans og börnunum Margr- et Ann og Kyle voru alltaf ánægju- legar. Við áttum þess einnig kost að heimsækja þau í Bandaríkjunum og er gestrisni þeirra okkur ógleyman- leg. Nú er komið að leiðarlokum. Þegar Magga og Thor voru kvödd á flugvell- inum forðum daga vonuðum við alltaf að þau mæðgin kæmu sem fyrst aftur. Nú eigum við ekki von á Möggu oftar, en við treystum því að Thor frændi okkar og fjölskylda hans haldi áfram að koma og rækta fjölskylduböndin. Við kveðjum kæra móðursystur og þökkum henni fyrir allt og allt. Thor frænda okkar og fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Ragnheiður Elfa og Sigurveig. Móðursystir okkar, Margrét Ágústa Þorsteinsdóttir, eða Magga í Ameríku eins og við kölluðum hana, lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í janúar síðastliðnum. Útför hennar fór fram frá Víkurkirkju í Mýrdal þann 27. maí, þar sem hún fæddist fyrir réttum 85 árum. Hún fluttist ung kona til Bandaríkjanna þar sem hún bjó meiri hluta ævi sinnar. Þar ól hún upp einsömul af miklum dugnaði son sinn Thor og kom honum til góðra mennta. Þó svo að hún hafi búið í Bandaríkjunum öll sín fullorðinsár þá var Magga alltaf mikill Íslendingur í sér og unni Íslandi innilega, sér í lagi sínum heimahögum í Mýrdalnum. Þau mæðgin komu reglulega í heim- sókn til Íslands og viðhéldu sterkum tengslum við ættingja sína. Það má segja að Magga hafi verið okkur systkinunum eins og önnur móðir og Thor eins og stóri bróðir, og hafa þau sterku bönd haldist alla tíð. Magga hefur síðan við munum eftir okkur verið mjög stór hluti af lífi okkar systkinanna enda voru þær systur mjög nánar. Því er ekki að leyna að fyrir okkur hafi það að fá Möggu í heimsókn verið stærri viðburður en jólin, enda litum við mikið upp til hennar. Þessi góðhjartaða og gjaf- milda frænka kom oftar en ekki með úttroðnar töskur af alls kyns fötum og leikföngum handa ættingjum sínum. Engum var gleymt í því gjafaflóði. Að heimsækja Möggu til Ameríku var einnig mikið ævintýri fyrir okkur systkinin og voru móttökur hennar alltaf höfðinglegar. Síðastliðin ár höf- um við systkinin og Thor og fjölskylda hans haft tækifæri að heimsækja hvort annað og mæður okkar hafa hist. Þær stundir þegar við hlustuðum á þær rifja upp gamla tíma frá Víkinni hafa bæði verið ljúfar og ómetanleg- ar. Magga var einstök kona, reisuleg og bjó hún yfir ótrúlegum styrk sem endurspeglaðist í fallegri framkomu hennar. Það fylgir því mikill söknuður að kveðja hana nú og mun minning hennar lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við vottum ykkur, Thor, Marybeth, Margret Ann og Kyle, okkar innileg- ustu samúð. Þorsteinn og Ragnheiður. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN CLAESSEN, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 25. júlí klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Thorvaldsensfélagið (sími 551-3509). Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaugur Claessen, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Helga Kristín Claessen, Ragnar Hinriksson, Júlíus S. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sonur okkar elskulegur, ÁRNI HEIMIR JÓNSSON, Kárastíg 10, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu sunnudaginn 16. júlí, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Ólöf E. Árnadóttir, Jón Ólafsson. Ástkær eiginmaður minn, BRAGI EINARSSON fyrrv. garðyrkjumaður og forstjóri, Krókabyggð 1, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn í Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. júlí kl. 15.00. Karen Mellk og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNA GUÐRÚN HERMANNSDÓTTIR (BÍBÍ), Ásgarði 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. júlí kl. 15.00. Guðsteinn Magnússon og fjölskylda. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN SIGURBORG JÓHANNSDÓTTIR, Hjarðartúni 3, Ólafsvík, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 19. júlí. Gunnar Þór Olgeirsson, Marilou P. Villacorta, Björk Marie Villacorta, Olgeir Kyle Villacorta Gunnarsson. Móðir okkar, ÁSDÍS LÁRUSDÓTTIR fyrrum símavörður á Kleppi frá Austur-Meðalholtum í Flóa, lést laugardaginn 8. júlí og verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Ólafur Ó. Lárusson, Hannes Lárusson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.