Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 37
DAGBÓK
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður upp áfjölbreytta fræðslu- og göngudagskrá ísumar. Guðrún Lára Pálmadóttir er að-stoðarþjóðgarðsvörður: „Gönguferðir
með leiðsögn eru farnar fjórum sinnum í viku:
sunnudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag og
hefjast alltaf kl. 14, en á mismunandi stöðum,“ seg-
ir Guðrún Lára. „Á fimmtudögum eru farnar
óvissuferðir. Hitta gestir landvörð við afleggjarann
út á Öndverðarnes og er haldið í þægilega einnar til
tveggja klukkustunda göngu. Á laugardögum eru
gönguferðir um Svalþúfu og Lóndranga, sömuleiðis
létt og skemmtileg ganga þar sem gefur að líta
stórkostlega fegurð dranganna, verbúðarminjar og
mikið fuglalíf. Þar um slóðir hefur einnig verið á
ferð ófeimin tófa með yrðlinga.“
Á sunnudögum er gengið um Búðir: „Búðahraun
er friðland sem við í þjóðgarðinum höfum umsjón
með. Svæðið er friðað sérstaklega vegna þeirrar
gróðurfjölbreytni sem þar er að finna og er þar
einnig að finna merkilegar verbúðarminjar,“ segir
Guðrún Lára. „Á þriðjudögum göngum við um
Djúpalónssand og nágrenni. Þar má meðal annars
finna steintökin sem menn vilja oft spreyta sig á:
amlóða, hálfdrætting, hálfsterkan og fullsterkan.“
Á laugardögum kl. 11 til 12 halda landverðirnir
barnastund á gestastofunni að Hellnum. Sagðar
eru sögur, náttúran rannsökuð og farið í leiki.
Auk reglulegra gönguferða stendur þjóðgarð-
urinn fyrir ýmsum sérferðum: „Sæmundur Krist-
jánsson er manna fróðastur um þjóðgarðinn og
dýralífið þar og hefur haldið fuglaskoðunarferðir
og refaskoðunarferðir. Sæmundur mun fræða gesti
um búskap við gamla Saxhólsbæinn 27. júlí kl. 20.
Farin verður Seljaferð við Rauðhól undir hans leið-
sögn 12. ágúst kl. 13 þar sem gefin verður innsýn í
líf fólksins undir jökli fyrr á tímum,“ segir Guðrún
Lára. Ásta Davíðsdóttir landvörður blómasérfræð-
ingur þjóðgarðsins fræðir gesti um blóm og hjátrú
á morgun, sunnudag, 23. júlí, kl. 14 við Gufuskála,
og aftur 20. ágúst.
Skrifstofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins er
á Hellissandi en Gestastofa þjóðgarðsins er á
Hellnum og er opin 10 til 18 alla daga til 10. sept-
ember. „Þar er að finna fróðlega og skemmtilega
náttúruminjasýningu og tilvalið fyrir gesti þjóð-
garðsins að líta þar við í upphafi heimsóknar sinnar
til að sjá hvað er í boði í þjóðgarðinum og fá upplýs-
ingar hjá landvörðum,“ segir Guðrún Lára.
Öll dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og þarfnast
ekki skráningar. Nánari upplýsingar eru á http://
www.ust.is/Natturuvernd/Thjodgardar/Snaefells-
jokull/. Gestir þjóðgarðsins sem hyggja á göngur
eru minntir á að taka með sér drykkjarvatn, fylgja
merktum gönguleiðum, hlaða ekki vörður og taka
með sér allt rusl. Tjaldsvæði eru ekki innan þjóð-
garðsins en göngu- og hjólreiðafólki er velkomið að
tjalda til einnar nætur. Allur akstur utanvega er
bannaður innan þjóðgarðsins.
Útivist | Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður upp á gönguferðir með leiðsögn oft í viku
Ferðir um náttúru Snæfellsjökuls
Guðrún Lára Pálma-
dóttir fæddist í Reykja-
vík 1967. Hún lauk
stúdentsprófi frá MK
1987, BS-gráðu frá
Landbúnaðarháskól-
anum á Hvanneyri 1993
og stundaði viðbótar-
nám á sviði umhverf-
isfræði við HÍ og Utah
State University. Guð-
rún var héraðsfulltrúi
Landgræðslu ríkisins á Norðausturlandi
1994–1999, heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavík-
urborg 2000–2001 og starfaði hjá Íslensku
óperunni og Borgarleikhúsinu 2002–2005.
Guðrún tók við starfi sérfræðings við Snæ-
fellsjökulsþjóðgarð 2006.
Hugrekki.
Norður
♠G964
♥104 S/Allir
♦ÁKG
♣Á965
Vestur Austur
♠Á5 ♠873
♥83 ♥G97652
♦D73 ♦10
♣KG10832 ♣D74
Suður
♠KD102
♥ÁKD
♦986542
♣--
Í síðasta hefti Dansk Bridge er að
finna fallegt spil frá 8-liða úrslitum Ro-
senblum-keppninnar í Veróna. Dan-
irnir Hansen og Bilde voru í AV gegn
Tyrkjunum Özdil og Ginossar:
Vestur Norður Austur Suður
Hansen Özdil Bilde Ginossar
– – – 1 tígull
2 lauf Dobl * 3 lauf 4 spaðar
Pass 4 grönd Pass 6 lauf *
Pass 6 tíglar Pass 6 hjörtu
Pass 6 spaðar Allir pass
Tyrkirnir melda þetta skemmtilega,
þótt stökk suðurs í fjóra spaða sé
kannski full hart. En hvað um það, Gi-
nossar sá ekki eftir neinu og meldaði
óhikað sex lauf til að sýna þar eyðu og
tvö lykilspil til hliðar. Özdil bauð upp á
sex tígla í leiðinni, Ginossar nefndi
hjartað og sögnum lauk loks í sex spöð-
um.
Jörgen Hansen í vestur fylgdist vel
með sögnum og dró af þeim réttar
ályktanir: „Sex tíglar er uppástunga,
ekki satt?“ spurði hann sessunaut sinn
og var fullvissaður um það.
Og þá kom útspilið – tígulþristur!
Sagnhafi drap með ás og fór í spað-
ann, en Hansen tók slaginn strax og
spilaði aftur tígli. Ginossar stakk að
sjálfsögðu upp kóng, en austur tromp-
aði og síðan fékk vestur annan slag á
tíguldrottningu: tveir niður.
Það er ekki huglaus maður sem spil-
ar svona út.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6
5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Ba7 7. Rc3 Rc6 8.
Dg4 Rf6 9. Dg3 d6 10. 0-0 b5 11. Kh1
Bb7 12. Dxg7 Hg8 13. Dh6 Re5 14. f3
Hg6 15. Dh4 Hc8 16. Bd2 Kd7 17.
Had1 Dg8 18. Bf4 Ke7 19. Re2 Rxd3
20. Hxd3 Hxc2 21. Bxd6+ Ke8 22. Rg3
Dg7 23. e5 Hh6 24. exf6 Dg6
Staðan kom upp á hollenska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Hilversum. Stórmeistari að gamla
skólanum, John Van der Wiel (2.511),
hafði hvítt gegn hinum unga kollega
sínum Daniel Stellwagen (2.543). 25.
Be7! Hc8 svartur hefði orðið mát eftir
25. … Hxh4 26. Hd8# og orðið manni
undir eftir 25. … Dxd3 26. Dxh6. 26.
Df4 Bb8 27. Hd6! Bxd6 28. Dxd6 Dc2
29. Rc5 og svartur gafst upp enda
staða hans að hruni komin.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Besta sundlaug landsins
MIG langar til að þakka þeim á
Drangsnesi fyrir allra bestu sund-
laug landsins sem ég hef komið í og
hef ég sótt margar. Þeir eiga hrós
skilið.
Einnig styð ég fækkun á mávum
sem fyrst. Finnst mér þeir vera yf-
irtaka Tjörnina og sjást varla orðið
endur og hef ég ekki séð einn and-
arunga í allt sumar en það hefur
aldrei gerst áður.
Vinsamlega takið tillit til okkar
Reykjavíkurbúa og fækkum þeim
strax.
Reykjavíkurbúi.
Heimildarfölsun
JÓN Magnússon, fil.kand. frétta-
stjóri Ríkisútvarpsins um langt
skeið, var jafnan talinn traustur í
starfi, ábyrgur og áreiðanlegur. Þó
brást það einu sinni. Hann ritaði
um Poul Robeson, blökkumanna-
söngvarann heimskunna. Þar vitn-
aði hann í ummæli söngvarans og
lagði að líku nazisma og komm-
únisma. Jón lét ekki getið hvert
hann sótti heimildir sínar. Ljóst er
þó að slíka samlíkingu hefir söngv-
arinn aldrei nefnt. Poul Robeson
var alla tíð eldheitur kommúnisti.
Hann var félagi í samtökum komm-
únista. Missti borgararétt sinn í
Ameríku og sætti ofsóknum vegna
skoðana sinna.
Um þetta má lesa á umslagi
söngplötu Robesons og í uppslátt-
arbókum. Fróðlegt væri að vita
hvert Jón sótti heimild sína. Veit
það nokkur? Mér kemur í hug Bon-
niers Littärra, Clarté, eða einhver
slík rit. Kann nokkur skil á þessu?
Þetta er heimildafölsun af verstu
gerð.
Pétur Pétursson, þulur.
PSP-tölva glataðist á
Esso-móti – Fundarlaun
Á Esso-mótinu sem haldið var á
Akureyri 5.–8. júlí glataði sex ára
sonur minn PSP-tölvunni sinni,
leikur var í tölvunni. Tölvuna var
hann búinn að eiga í stuttan tíma
og var þetta því óskaplega sár
missir fyrir hann. Að öllum lík-
indum skildi hann tölvuna eftir á
salerni inni í Lundarskóla. Ég trúi
ekki öðru en að sá sem að finnur
slíkan hlut vilji koma honum aftur
til eiganda síns, sérstaklega þar
sem eigandinn er barn. Skilvís finn-
andi er beðinn að hafa samband við
Jónu í síma 861 3459. Að sjálfsögðu
bíða hins skilvísa finnanda fund-
arlaun.
Snælda týndist
frá Lambastekk
SNÆLDA er brúnbröndótt (eig-
inlega doppótt), eyrnamerkt en
ekki með ól. Hún hefur ekki sést
heima hjá sér frá því um helgina
síðustu sem er mjög ólíkt henni.
Nágrannar, vinsamlegast athugið í
bílskúra og aðra/ eða aðra skúra
eða rými sem sjaldan eru opnuð og
athuga hvort Snælda leynist þar.
Ef einhver verður hennar var, vin-
samlegast hringið þá í Sigurbjörgu
síma 557 7276, 696 7181 eða
696 5013.
Morgunblaðið/Þorkell
Hlutavelta | Þær Helga Dís Svavarsdóttir, Birta María Elvarsdóttir og Sigur-
björg Halla Svavarsdóttir söfnuðu 7.410 kr. til styrktar börnum í Afríku með því
safna peningum í bauk frá Rauða krossi Íslands.
Morgunblaðið/Eyþór
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn-
ingar um afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa
að berast með tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í síma 569-
1100 eða sent á netfangið ritstjorn-
@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Sýningin er opin
alla daga frá 10–17
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
www.reykjavik871.is
Hverjir bjuggu
í skálanum?