Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÞAÐ ER mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk- ana að móta sér stefnu jafnræðis og réttlætis í skatta- málum,“ segir Guðni Ágústsson, varafor- maður Framsókn- arflokksins. Hann tel- ur þó mikilvægast að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi og skattsvik en segir að ætíð séu til staðar mál sem þurfi að taka á. Þannig hafi komið í ljós að stór hópur manna í samfélaginu eigi aðra leið en launþegar í skattamálum og á því þurfi að taka. Þannig geti menn talið stóran hluta launa sinna fram sem fjármagnstekjur og borgað lægri skatt. „Stjórnvöld verða að velta fyrir sér hvort ekki þurfi að stoppa upp í það gat til þess að skapa jöfnuð. […] Ég er tals- maður þess að yfir þetta þurfi að fara þannig að bæði réttlætið sé til staðar og allir sitji við svipað borð,“ segir Guðni. Guðni telur að fara verði varlega í breytingar á skattlagningu fjármagns- tekna eða almenna sparnaðarins. Hann vill hins vegar ekki segja með hvaða hætti eigi að leysa það álitaefni en segir það mikilvægt til þess að skapa þjóð- arsátt. Spurður hvort það sé ekki vandamál fyrir sveitarfélögin hversu margir ein- staklingar greiði frekar fjármagns- tekjuskatt en tekjuskatt segir Guðni að það sé eitthvað sem stingi í augu og þurfi að skoða svo menn standi jafnir í sínu sveitarfélagi. Mikilvægt að móta stefnu jafnræðis og réttlætis Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru sammála um að gera þurfi bre tekjumark á fjármagnstekjur en hækka álögur á það sem er umfram það Guðni Ágústsson Afar hættulegt er aðrjúka til í miðriágústumræðunni umtekjur einstaklinga og hafa á lofti mikla svardaga um breytingar á skattkerfinu, að því er fram kemur í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að slíkt sé hvorki al- menningi né atvinnulífinu til framdráttar og að taka verði verðbólguþróun með í alla um- ræðu um skattamál. Einnig er bent á að upptaka fjármagns- tekjuskatts hafi gengið framar vonum og aukið tekjur ríkissjóðs verulega. „Útilokað er að ræða um fjár- magnstekjuskatt og tekjuskatt á fyrirtæki af sæmilegri skynsemi án þess að taka verðbólguna með í reikninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þar er rifjuð upp saga fjár- magnstekjuskatts hér á landi og bent á að eftir að ríkissjóður tók upp lága skattprósentu og skattlagði verðbólguhagnað hafi innheimta aukist verule „Á verðbólgutímunu 1990 þurfti ekki mikill inga við að óverðtryggð rýrnuðu í verðbólgunni lagning þurfti því að m rauntekjur af fjármagn að forðast hreina eigna Og þegar eftir stóð a leggja rauntekjur af f var skattstofninn svo r tók því ekki að leggja vaxtatekjur af innistæ skuldabréfum. Inn í s ingu fyrirtækja var sv ákveðin verðbólguvörn kölluðum verðbólgur skilum sem almennt s að aðeins raunhagnað tækja kom til skattlag heild var þó allt þet komulag ófullkomið o stofnarnir afar rýrir,“ fréttabréfinu. Rýrar tekjur áður Þar kemur fram magnstekjur hafi í he Samtök atvinnulífsins se Upptaka skatts gen INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur mjög mikilvægt að taka skattkerfið til skoðunar með það að markmiði að auka sanngirni og réttlæti í kerfinu. „Þá þannig að það verði meira jafnræði á milli skattálagn- ingar óháð því hvernig fólk aflar tekn- anna hvort sem það er í gegnum launa- vinnu eða fjármagn. Eins með það að markmiði að skattkerfið verði vinnu- hvetjandi fyrir þá sem eru með lág laun en ekki vinnuletjandi með því móti að jaðarskatturinn verði ekki svona hár.“ Ingibjörg segir að í umræðu um það óréttlæti sem felst í mismunandi skatt- lagningu fjármagnstekna og launatekna verði að koma til skoðunar það órétt- læti sem felist í því að sparnaður sé skattlagður með ólíkum hætti. „Það er verið að meðhöndla sparnað fólks með ólíkum hætti eftir því hvort hann er fólginn í lífeyrissjóði eða hluta- bréfum,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að sá sem fái sparnað í formi hlutabréfakaupa sé skattlagður lægra en ellilífeyrisþegi sem spari í lífeyr- issjóði. „Við erum búin að fá hvern vitn- isburðinn á fætur öðrum að undanförnu um að kerfið okkar sé hvorki sann- gjarnt né réttlátt. Það er búið að leiða fram óyggjandi rök fyrir því að skatt- álögur hafi verið að þyngjast á þá sem hafa lægst laun og meðallaun og léttast á þeim sem hafa hæst launin. Svo sjáum við núna að æ fleiri hafa umtals- verðar tekjur af fjármagni og borga af því allt annan skatt heldur en hinir sem hafa tekjur af vinnu.“ Spurð segir Ingibjörg að það sé ekki sjálfgefið að rétta leiðin sé sú að hækka álagningu á fjármagnstekjur. Hugs- anlega megi breyta álagningunni þann- ig að í stað núverandi kerfis verði frí- tekjumark eins og í launatekjum og hærra skattþrep. „Þá lækkar fjármagnstekjuskattur hjá almenningi en hækkar hjá þeim sem hafa umtalsverðar fjármagns- tekjur.“ Taka þarf skattkerfið til skoðunar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir það sjálfsagt að breyta álagningu fjármagnstekjuskatts og fyrir því hafi Vinstri grænir barist undanfarin ár. „Við höfum flutt frumvarp um að breyta álagningu fjármagnstekjuskatts þannig að það yrði visst frítekjumark. Almennur sparnaður væri þá skattfrjáls upp að vissu marki en síðan væri lögð talsvert hærri prósent Steingrímur e inu yrðu fjárm upp að 120 þú skattur yrði la fram. Steingrímur og fyrirtæki f hækkunar fjár „Þetta tal u hverjum missk tala gegn betr værum með þ ingu upp á 18 tekjur væri þa ing fjármagns löndunum í kr einungis um þ hafa áfram þe sem reyndar e hátekjufólk og landi. […] Að gæta hófs og og löndin í kri engin rök fyri lágt.“ Steingrímur hafa svo mikin fjármagnstekn ber vitni. Það að menn leitis skattlagningu til „skattasmu Steingrímur arfélögin verð tekjum þar se staklinga hafi Sjálfsagt að breyta álagn- ingu fjár- magnstekju- skatts Steingrímur J. Sigfússon HIN ÁÞREIFANLEGA ÍSLANDSSAGA Íslandssagan hvergi eins áþreifan-leg og á Hólum“ var fyrirsögngreinar í Morgunblaðinu í upp- hafi þessa árs. Þar var vísað til orða Jóns Aðalsteins Baldvinssonar, vígslubiskups á Hólum, en kveikja viðtalsins við hann var einmitt að þá þegar var farið að undirbúa þá miklu hátíð sem hefst á Hólum í dag í tilefni af níu hundruð ára afmæli biskups- stóls og skólahalds á staðnum. Fjölbreytt dagskrá verður á Hólahátíð vegna afmælisins um helgina með þátttöku erlendra gesta, svo sem norrænna biskupa og skóla- manna, auk innlendra ráðamanna. Ef litið er til einstakra dagskrárliða í há- tíðarhöldunum, þá vekur sérstaka at- hygli að pílagrímagöngum verður stefnt heim til Hóla úr þremur áttum á morgun. Ein þeirra mun fara um Helj- ardalsheiði, önnur um Hjaltadalsheiði og sú þriðja frá Flugumýri. Leiðsögu- menn leiða göngurnar og verður tekið á móti göngumönnum með helgistund í kirkjunni. Segja má að þannig sam- einist söguleg fortíð samtíðinni á Hól- um með áhrifaríkum og táknrænum hætti. Þótt nafn Guðbrands biskups Þor- lákssonar sé samofið sögu Hóla, ekki síst vegna umfangsmikillar bókaút- gáfu þar í hans tíð, er næsta víst að meðal alþýðu manna verður flestum fyrst hugsað til Jóns Arasonar bisk- ups er Hóla ber á góma. Saga Jóns og sona hans er svo stórbrotin, að ekki einungis brýtur hún blað í Íslandssög- unni hvað siðaskiptin varðar, heldur eru örlög þeirra einnig með þeim dramatíska hætti að þau hafa staðið þjóðinni lifandi fyrir hugskotssjónum í gegnum aldirnar. Því má segja að at- burðir úr sögu Hóla hafi haft svo djúp- stæð áhrif á íslenskt samfélag, að mörgum öldum seinna vekja þeir enn sterkar tilfinningar í brjóstum manna. Nægir að nefna sögulega skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Öxina og jörðina, því til staðfestingar – en hún vakti gríðarlega athygli er hún kom út árið 2003 og fékk til að mynda Íslensku bókmenntaverðlaunin á sín- um tíma. Kvikmyndaréttur að þeirri sögu hefur nú verið keyptur svo gera má ráð fyrir að landsmenn muni fá að njóta þess sögusviðs sem saga Hóla geymir á næstunni með nútímalegum hætti. Ofangreint dæmi er einungis eitt fjölmargra er afhjúpa hversu sterkum böndum níu hundruð ára saga Hóla tengist enn íslenskri samtíð. Sterkust þeirra banda eru vitaskuld þau er lúta að tveimur meginstoðum íslensks samfélags í gegnum tíðina; trúar- og menntalífi. En svo samofnir voru þessir tveir þættir í starfsemi Hóla að vart er hægt að skilja þá að. Eins og fram kemur í texta Jóns Þ. Þórs í „Sögu biskupsstólanna“ er gef- in var út af miklum myndarskap af bókaútgáfunni Hólum nýverið, voru Hólar í Hjaltadal í tæpar sjö aldir „mestur tignarstaður í Norðlendinga- fjórðungi“. Hann segir meira að segja enn eima „eftir af fornri Hóladýrð í Skagafirði og víðar um Norðurland. Á Hólum stóð biskupsstóll Norðlend- inga í tæpar sjö aldir, frá 1106 og þar til hann var lagður niður að konungs- boði fyrir eindregnar tillögur Chr. J. Vibe amtmanns og Magnúsar Steph- ensen í Viðey 2. október 1801. Hörm- uðu Norðlendingar lengi síðan missi bæði stóls og skóla og gætti gremju þeirra í garð Magnúsar og Stefánunga langt fram eftir 20. öld. Þótti þá mörg- um með ólíkindum atgangurinn er Hólastaður var rúinn eignum og menningarverðmætum í upphafi 19. aldar. Þá var fáu þyrmt og jafnvel hin forna Auðunarstofa rifin til grunna, engum til gagns.“ Það væri ekki ástæða til að minnast sérstaklega á þessa hnignun Hóla- stóls á jafn stórum tímamótum og nú um helgina, nema vegna þess hversu vel hefur tekist til að endurheimta fyrri glæsibrag staðarins. Í samtalinu sem vísað var til hér í upphafi segir Jón Aðalsteinn frá því er séra Bolli Gústavsson vígslubiskup fékk þá snjöllu hugmynd að endur- reisa Auðunarstofu er biskupsstóll var endurheimtur að Hólum og starfs- aðstöðu vantaði fyrir biskupinn. Nýja Auðunarstofan var reist í sömu mynd og sú gamla og með sama verklagi og verkfærum. Endurreisn Hólastóls á geistlega vísu hefur því haldist í hend- ur við veraldlega uppbyggingu með myndarlegum hætti. Sami myndar- skapur hefur síðan lagt grunninn að skólastarfinu. Jón Aðalsteinn bendir á að það hafi einmitt verið skólastarfið sem mark- aði upphaf endurreisnar Hóla strax í lok 19. aldar „með Bændaskólanum, merkri stofnun sem borið hefur ávöxt í háskólanum sem hér er [Landbún- aðarháskólanum]. En samhliða því hófst barátta fyrir endurreisn bisk- upsstólsins, sem varð að veruleika í lok tuttugustu aldar. Þar hafði Sig- urður Guðmundsson vígslubiskup frumkvæði þegar hann sótti um stöðu sóknarprests á Hólum árið 1986 og fékk. Hólar urðu síðan ekki formlega að biskupssetri að nýju fyrr en árið 1991. Þannig að staðurinn er að rísa til þess vegs sem sagan ætlaði honum og fékk honum og við erum stolt af þeirri framtíðarsýn sem við okkur blasir.“ Eins og bent var á í Reykjavíkur- bréfi í lok síðasta árs, er óðum að rísa fjölmennt háskólaþorp á Hólum. „Að vísu ekki eins fjölmennt enn sem kom- ið er og háskólaþorpin á Hvanneyri og Bifröst en í ljósi hraða þeirra upp- byggingar, sem nú stendur yfir má gera ráð fyrir, að Hólar verði ekki langt á eftir að nokkrum árum liðnum. Hvanneyri og Bifröst hafa þegar haft gífurleg áhrif á umhverfi sitt og átt ótrúlegan þátt í þeirri miklu uppbygg- ingu, sem nú stendur yfir í Borgar- firði. Hólar eru þegar byrjaðir að hafa slík áhrif í sinni sveit, […]. […] Nái áform Hólamanna fram að ganga munu Hólar verða einn helzti kjarni menningarstarfs á Norðurlandi á komandi árum.“ Hólar í Hjaltadal hafa á níu hundr- uð ára afmæli sínu verið gæddir áþekku lífi og áður gerðist – bæði á sviði trúar og menntunar – innan þess ramma er nútíminn krefst. Þar er nú bæði andlegt setur og menntasetur á nýjan leik – setur sem enn og aftur eru samtvinnuð í starfi sínu og eiga að geta tryggt að Hólar eigi ekki einung- is merka fortíð, sem halda ber í heiðri, heldur einnig bjarta framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.