Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 17
MINNSTAÐUR
Fyrir magann
og meltinguna.
PÓSTSENDUM
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Árnesapóteki Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði
Sýrubindandi.
...eftir þínu höfði
Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is
Frumlegur
vínkælir
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Golfmót | Opið mót öldunga, Bón-
usmótið, verður haldið á Jaðarsvelli
laugardaginn 12. ágúst. Um er að
ræða höggleik, með og án forgjafar,
og er keppt bæði í karla- og kvenna-
flokkum. Verðlaun verða veitt fyrir
þrjú fyrstu sætin í báðum flokkum,
auk nándarverðlauna á 4., 11. og 18.
holu.
Tónleikar | Hljómsveitin Fræ held-
ur tónleika í Ketilhúsinu á laugar-
dag, 12. ágúst.
Þetta er í fyrsta sinn sem hljóm-
sveitin heldur tónleika í höfuðstað
Norðurlands og mikil eftirvænting
meðal meðlima hennar, en helm-
ingur sveitarinnar er úr bænum.
Húsið verður opnað klukkan 21.30
og aðgangseyrir er 1.000 kr. Tón-
leikarnir eru opnir öllum aldurs-
hópum.
Brota/Brot | Stella Sigurgeirs-
dóttir opnar sýninguna Brota/Brot
í Galleríi BOXi á morgun, föstu-
daginn 11. ágúst kl. 17. Stella út-
skrifaðist árið 2000 úr Listahá-
skólanum í Reykjavík. Hún hefur
sýnt víða á Íslandi og einnig er-
lendis. Stendur sýningin „Where
Do We GoNow But Nowhere!“ yf-
ir á tuttugu stöðum víðsvegar um
Reykjavíkurborg.
Stella mun sýna textaverk inn í
BOXinu og skilti í Listagilinu.
„Brot sem koma héðan og þaðan
standa ein sér eða með öðrum.
Brot af upplifun, af endurkasti,
af hugmyndum. Brot sem mynda á
endanum heild,“ segir í frétt um
sýninguna. Galleríið er opið á
fimmtudögum og laugardögum frá
kl. 14 til 17.
SÝNINGIN Handverk 2006 var
formlega sett í Hrafnagili í Eyja-
fjarðarsveit síðdegis í gær. Fjöldi
sýnenda er þar og kynnir handverk
sitt, af ýmsu tagi og geta gestir
gleymt sér við skoða allt það sem
sýnt er og kynnt. Auk þess sem
handverksfólk kynnir varning sinn
í íþróttahúsi og tjöldum utandyra
geta gestir og gangandi fylgst með
handverksfólki að störfum, séð
listaverkin verða til. Þannig er ver-
ið að smíða hljóðfæri á staðnum,
líka risann Bergþór í Bláfelli, ríf-
lega tveggja metra háan, en hann
verður fluttur suður á land, að
Geysi í Haukadal, þegar verkinu
lýkur.
Í tengslum við sýninguna á
Hrafnagili verður margt um að
vera á svæðinu, en handverkssýn-
ingin dregur jafnan að sér fjölda
gesta. Nú í ár munu gestir á sýning-
unni hafa tækifæri til að velja feg-
urstu landnámshænsn landsins, nýj-
ung sem bryddað er upp á að þessu
sinni.
Sýningin verður opin fram á
sunnudagskvöld.
Góð kaup Margir gestanna á handverkssýningunni
gera góð kaup, en sumir sýnenda eru með tilboð á hand-
verki sínu í tilefni af sýningunni.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Handverk Hin árlega handverkssýning í Hrafnagili í Eyjafirði hófst í gær,
þar er að venju hægt að skoða fjölbreytt handverk frá hagleiksfólki víða að
af landinu. Þessar konur veltu málverkum fyrir sér.
Blómarósir Það kennir margra grasa á handverkssýn-
ingunni í ár líkt og vanalega. Þessar tvær voru að búa
til rauðar rósir en fjöldi sýnenda kynnir handverk sitt.
Hand-
verkssýn-
ing hafin
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Kópavogur | Nýr kirkjugarður var
vígður í gær í Leirdal í Kópavogi, við
Uppsali neðan Salahverfis. Garður-
inn er einkum ætlaður Kópavogsbú-
um en eins og í flestöllum kirkjugörð-
um á Íslandi er garðurinn opinn þeim
sem þar vilja láta greftra sig. Vöku-
maður garðsins var jarðsettur í garð-
inum í gærmorgun.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, hélt stutta ræðu við
vígsluathöfnina og sagði m.a. að
vígslan markaði spor í sögu bæjar-
félagsins en þar hefur aldrei verið
kirkjugarður fyrr en nú. Sumarið
2001 úthlutaði bærinn Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma um 12
hektara svæði og verða þar um 13
þúsund kistugrafir og um 5 þúsund
duftgrafir.
Karl Sigurbjörnsson biskup vígði
kirkjugarðinn og lýsti því yfir að
grafreiturinn væri helgaður kristinn
legstaður. Hann bað guð einnig að
blessa minningu Guðmundar Helga-
sonar en duftker hans var jarðsett að
vígslunni lokinni. Að gömlum sið er
sá sem fyrstur er lagður til hinstu
hvílu í kirkjugarði kallaður vökumað-
ur hans og er þá talið að hann vaki yf-
ir garðinum og taki á móti þeim sem í
hann komi.
Breyttir útfararsiðir
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, segir að þó nokkur þörf hafi
verið komin á að Kópavogur fengi
sinn eigin kirkjugarð, enda vilji
margir vera lagðir til grafar í eigin
sveitarfélagi. Garðurinn er í minna
lagi miðað við kirkjugarðana í
Reykjavík en Fossvogskirkjugarður
er 28 hektarar og kirkjugarðurinn í
Gufunesi um 30 hektarar. Nægt pláss
er enn í þessum görðum en Þórsteinn
gerir ráð fyrir að grafið verði á nýjum
svæðum í Gufuneskirkjugarði allt til
ársins 2020. Búast megi þó við að
grafið verði á fráteknum svæðum í
báðum görðunum í Reykjavík um
mörg ókomin ár.
„Það eru fráteknar grafir í þessum
görðum langt fram í tímann. Það er
t.d. enn verið að grafa í Hólavalla-
kirkjugarði en hann var vígður 1838,“
sagði Þórsteinn við Morgunblaðið í
gær.
Kirkjugarðar hafa breyst töluvert
síðastliðna áratugi og segir Þórsteinn
að í stað þess að grafir liggi þétt sam-
an og mikið sé um mannvirki sé nú
reynt að hafa garðana opna svo þeir
nýtist betur sem útivistarsvæði að-
standenda og annarra en einnig svo
auðveldara sé að hirða þá.
„Nú laða kirkjugarðarnir frekar að
sér fólk fremur en fæla það frá eins
og áður var.“ Breyttir útfararsiðir
þjóðarinnar hafa einnig áhrif en nú
eru um fjórðungur þeirra sem deyja
brenndur. Í Kópavogskirkjugarði
verður duftgarðurinn því töluvert
stærri en áður hefur þekkst hér á
landi.
Kópavogskirkjugarður
vígður við Uppsali í Leirdal
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór
Karl Sigurbjörnsson vígir nýjan
kirkjugarð í Kópavogi en Gunnar I.
Birgisson flutti ræðu við vígsluna.
I
G!E!
N
A
N
5=;
; '
0
0
; 0 ;! < ; 7 !
> : ; - F * ? . -
* > < * 6 H >
1 2 & # 3 , "
! "!#$%
%
$&
BORGARRÁÐ samþykkti með fjór-
um atkvæðum gegn einu á fundi sín-
um í gær að fallast á tillögu stjórn-
kerfisnefndar borgarinnar um að
stofna leikskólaráð og leikskólasvið.
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi Vinstri grænna, greiddi at-
kvæði gegn tillögunni og taldi skorta
á að fagleg rök væru fyrir stofnun
ráðsins. Ólafur F. Magnússon, borg-
arfulltrúi Frjálslynda flokksins, lýsti
einnig andstöðu við tillöguna í bókun
en hann er áheyrnarfulltrúi í ráðinu.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæð-
isflokks bókuðu hins vegar að fagleg
rök byggju að baki ákvörðuninni. Sjö
fulltrúar sitja í borgarráði en vegna
sumarleyfa sóttu einungis fimm
fulltrúar auk Ólafs fundinn í gær.
Forsaga málsins er að nýr meiri-
hluti ákvað í vor að búa til nýtt ráð um
málefni leikskóla og taka málaflokk-
inn út úr menntaráði, þar sem hann
hafði verið. Minnihlutinn í borgar-
stjórn hefur hins vegar talið skorta á
að fagleg rök standi að baki ákvörð-
uninni og á fundi borgarráðs í gær
lagði Árni Þór Sigurðsson fram beiðni
um að lögð yrðu fram ítarlegri gögn
um málið, meðal annars skriflegar
umsagnir leikskólakennara, leik-
skólastjóra, grunnskólakennara og
grunnskólastjóra.
Fagleg umræða farið fram
Fulltrúar meirihlutans í borgarráði
bentu hins vegar á að þessi breyting
hafi staðið til frá því í júní og að síðan
þá hefði mikil og góð fagleg umræða
farið fram um málið. „Fulltrúar
meirihlutans hafa hitt fjölda hags-
munaaðila á fundum, fengið góðar
ábendingar og skipst á skoðunum,“
segir í bókun þeirra. Þá er bent á að
með stofnun leikskólaráðs fái málefni
leikskólans meiri athygli en áður.
Tillaga um
leikskólaráð
samþykkt
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is