Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 900 ár frá stofnun biskupsstóls á Hólum á morgun LANDSLIÐ Íslands í opnum flokki í brids heldur í dag til höfuðborgar Póllands, Varsjár, þar sem Evrópu- mótið í brids fer fram í 48. skipti. Mótið er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu auk þess sem fimm efstu sveitirnar úr mótinu komast í úrslit heimsmeist- aramótsins, sem fram fer í Kína að ári. Fyrirliði liðsins er Björn Eysteinsson og með honum í liði eru meðal annarra þeir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, en þremenningarnir voru í liði Íslands sem vann heims- meistaratitilinn í Japan árið 1991, eins og mörgum er í fersku minni. Skriður kominn á keppnisliðið Af tilefni Póllandsreisunnar efndi Bridgesamband Íslands til blaðamannafundar þar sem liðið og markmið þess voru kynnt. Þegar fyrirliðinn, Björn Eysteinsson, var inntur eftir því hverjar líkurnar á því að íslenska landsliðið hafnaði í einu fimm efstu sætanna og tryggði sér þar með þátttökurétt á heimsmeistaramótinu stóð ekki á svarinu: „Ég hugsa að við eigum 50% möguleika á því að komast áfram, eða segjum 51%.“ Björn sagði þó langa leið á heimsmeistaramótið, en stemmningin væri góð innan hópsins og ágætis skriður kominn á keppnisliðið. Ekki var annað að sjá en að létt væri yfir liðs- mönnum sem mestar áhyggjur höfðu af því að fyrirlið- inn eða „meistarinn“ eins og hann var kallaður innan hópsins fengi matareitrun af pólsku soðmeti og yrði frá keppni. Liðið í ár skipa ásamt Birni, Jóni og Þorláki þeir Matthías Þorvaldsson, Magnús E. Magnússon, Sig- urbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson. „51% líkur á að við förum áfram“ Morgunblaðið/Jim Smart Bridslandslið Íslands árið 2006 ásamt formanni Bridgesambandsins, Guðmundi Baldurssyni, en hann er annar til vinstri í fremri röð. Evrópumótið í brids fer nú fram í Varsjá í Póllandi í 48. skipti og landsliðið tekur þar þátt. EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar: „Hinn 30. júní sl. vísaði Arn- grímur Ísberg héraðsdómari frá dómi ákæru sérstaks ríkissak- sóknara á hendur skjólstæðingi mínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni um fjársvik og til vara umboðs- svik í tengslum við kaup Baugs á 10/11 verslunarkeðjunni á árun- um 1998 og 1999. Í forsendum dómsins er sagt að í ákærunni sé ekki lýst auðgunarbroti heldur viðskiptum. Frávísunarúrskurður Arngríms var staðfestur af Hæstarétti 21. júlí sl. Staðfest- ingin var byggð á sömu forsend- um og niðurstöður héraðsdómar- ans. Þetta var í annað skipti sem Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á ákæru á hendur Jóni Ásgeiri vegna kaupa Baugs á 10/11 verslununum. Það sama gerðist 10. október 2005 eins og mörgum er í fersku minni. Við málflutning fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur 15. júní sl. lagði Sigurður Tómas Magnús- son, sérstakur ríkissaksóknari, mikla áherslu á að þessum lið ákærunnar yrði ekki vísað frá dómi. Gat þess sérstaklega að hann sæi ekki að ákært yrði í þriðja sinn vegna kaupa Baugs á 10/11 verslununum yrði ákæru- liðnum aftur vísað frá dómi. Þessu lýsti hann yfir við flutning málsins, fyrir framan dómara málsins, að viðstöddum verjend- um og fjölda annarra áheyrenda. Nú má skjólstæðingur minn lesa það í Morgunblaðinu að sér- stakur ríkissaksóknari sé að gera það upp við sig hvort hann eigi að ákæra í þriðja sinn vegna atvika sem dómarar á tveimur dómstig- um hafa sagt að séu viðskipti en ekki auðgunarbrot. Það er mikilvægt að ákæru- valdið fari varlega í beitingu þess mikla valds sem því hefur verið trúað fyrir. Það eru örugglega til mikilvægari verkefni í réttar- vörslunni á Íslandi en að ákæra Jón Ásgeir Jóhannesson í þriðja sinn fyrir að hafa átt stærstan hlut í kaupum Baugs á 10/11 verslunarkeðjunni fyrir átta ár- um. Kaup sem hafa reynst Baugi góð og arðsöm fjárfesting. Er ekki mál að linni?“ Hvenær er nóg komið? HARALDUR Briem sóttvarnalækn- ir segir mjög brýnt að bæta rann- sóknaraðstöðu hér á landi vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs en fyrirhugaðri rannsóknarstofu í tilraunastöðinni á Keldum var, eins og öðrum fram- kvæmdum á veg- um ríkisins, frest- að á dögunum. Haraldur segir að þó lítið hafi ver- ið fjallað um fuglaflensuna í fjölmiðlum að undan- förnu sé hættan á því að heimsfar- aldur komi upp síður en svo liðin hjá. „Á Taílandi, sem hefur verið laust við flensuna í ár, hafa komið upp tilvik á nýjan leik og fólk hefur látist en þetta virðist ekki vekja mikla at- hygli,“ segir Haraldur og bætir við að flensan hafi einnig komið upp í Indónesíu nýverið. „Fuglaflensan, eins og önnur flensa, er sveiflukennd eftir árstíðum. Á vorin dettur þetta niður en kemur svo aftur upp seint á sumrin og á haustin. Þetta mynstur er enn í gangi þannig að þetta er alls ekki búið. Það er ekkert um að vera í nágrannalönd- unum núna en við getum ekki búist við því að vera laus við þetta,“ segir hann. Bóluefni leysir ekki allan vanda Í vetur bárust fréttir af því að tek- ist hafi að búa til bóluefni vegna fugla- flensu fyrir menn. Haraldur segir þetta rétt og að búist sé við því að þessi efni verði tilbúin til markaðs- setningar upp úr áramótum. „Þetta getur verið mjög gagnlegt en við vitum ekki hvort þetta sé bólu- efnið sem við þurfum að nota í hugs- anlegum heimsfaraldri, af því við vit- um ekki hvort þessi veira valdi honum eða annað afbrigði af henni. Þetta leysir ekki það mál en getur hjálpað okkur við að verja fólk sem þarf að sinna sýktum fuglum og dýrum.“ Aðspurður hvernig undirbún- ingsvinnu hér á landi miði, segir Haraldur að stýrihópur á vegum rík- islögreglustjóra og sóttvarnalæknis vinni að samhæfðum viðbrögðum í samfélaginu ef heimsfaraldur kæmi upp. Stór æfing á næsta ári Hann segist þar eiga við heimsfar- aldur í mönnum, en gera verði grein- armun á faraldri í fuglum annars veg- ar og mönnum hins vegar. Starf stýrihópsins nær til nánast allra op- inberra stofnana og atvinnulífsins og segir Haraldur að unnið sé að gerð viðbragðsáætlunar. Þegar sú áætlun verði fullunnin standi til að halda stóra æfingu í byrjun næsta árs en Haraldur segir að einnig sé unnið með Evrópusambandinu að samræm- ingu aðgerða. Þá hafi nefnd á vegum forsætisráðuneytisins verið að skoða hverjar efnahagslegar afleiðingar yrðu ef slíkur faraldur kæmi upp. „Nefndin skilar væntanlega áliti í þessum mánuði,“ segir hann og bætir við að mikil vinna hjá embætti sótt- varnalæknis fari í þessi mál. „Við reynum að undirbúa okkur eins vel og hægt er með því að hafa lyfja- og vökvabirgðir í landinu og eins hvernig við getum nálgast bólu- efni ef og til þess kemur að farald- urinn brýst út,“ segir Haraldur. Haraldur Briem segir brýnt að bæta úr rannsóknaraðstöðu Hætta á fuglaflensu síður en svo liðin hjá Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Haraldur Briem VIÐ álagningu ríkisskattstjóra á ein- staklinga, sem kynnt var um mánaða- mótin kom fram að barnabætur árið 2005 hækkuðu um 19% frá fyrra ári. Í ár verður því tæpum sex milljörðum króna úthlutað til 55.000 framtelj- anda. Barnabætur í ár nema rúmlega 8% af tekjusköttum til ríkisins, að fjármagnstekjuskatti undanskildum. Ástæðu aukinna greiðslna má rekja til breytinga á bótakerfinu sem ákveðnar voru 2004 en annar áfangi þeirra breytinga hefur nú komið til framkvæmda. Með honum hækkuðu barnabætur til allra barna undir 7 ára aldri um 25% frá fyrra ári og nema nú 46.747 kr. á ári. Til viðbótar ótekju- tengdum bótum er tekjutengdum barnabótum úthlutað og sæta þær skerðingu eftir tekjum foreldra. Tekjumörkin þar sem kemur til skerðingar hækkuðu um 25% í ár og bæturnar sjálfar um 10%. Með fyrsta barni nema bæturnar nú 140 þúsund kr. hjá samsköttuðum foreldrum en tæpum 233 þúsund kr. hjá einstæðum foreldrum. Fyrir hvert barn umfram eitt nema bætur 166 þúsund kr. hjá samsköttuðum foreldrum og 239 þús- und kr. hjá einstæðum foreldrum. Á næsta ári koma til framkvæmda frekari breytingar á barnabótakerf- inu. Ótekjutengdar bætur munu þá hækka um 20% og verða því greiddar 56 þúsund krónur ár hvert í bætur fyrir börn undir 7 ára aldri. Tekju- tengdu bæturnar munu ekki hækka í þeim áfanga, en tekjumörkin þar sem þær byrja að skerðast koma til með að hækka um 20% til viðbótar þeim 25% sem hækkunin í ár nam auk þess sem dregið verður úr tengingu bót- anna við tekjur foreldra. Samkomulag aðila vinnumarkaðar- ins við ríkisstjórnina í júní sl. felur einnig í sér auknar greiðslur ríkis- sjóðs á barnabótum, en ákveðið var að taka upp bætur til foreldra allt að 18 ára gamalla barna í stað 16 ára eins og verið hefur. Frumvarp um fram- kvæmdina verður lagt fram fyrir haustþing og er áætlað að fram- kvæmdin muni auka greiðslur barna- bóta um 500 milljónir króna til við- bótar. Barnabætur hækka um 19% á milli ára Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Íslandsfána stolið í Kanada ÞJÓÐFÁNUM Kanada og Íslands var stolið úr húsi, sem Kletta- fjallaskáldið Stephan G. Stephans- son bjó í, rétt sunnan við landa- mæri Bandaríkjanna að Kanada í Norður-Dakóta-fylki á laugardag. Fánunum var stolið skömmu eftir skoðunarferð um sögustað- inn og bóndabýlið, en hún var liður í Íslandshátíð bæjarins Mountain sem haldin var á laug- ardaginn. Sáust tveir menn taka fánana niður og hlaupa á brott með þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.