Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Frú Norma er nýr at-
vinnuleikhópur sem stofnaður var af
þeim Halldóru Malin Pétursdóttur
leikkonu, Stefáni Benedikt Vilhelms-
syni leiklistarnema og Guðjóni Sig-
valdasyni leikstjóra. Auk þeirra
starfa með hópnum þau Kristrún
Jónsdóttir búningahönnuður, Rík-
harður Hjartar Magnússon leik-
myndasmiður, Bergvin Snær Andr-
ésson ljósamaður, Árni Geir
Lárusson tónlistarmaður og Kristín
Nanna Vilhelmsdóttir sem aðstoðar
við handritsgerð.
Frumraunin
verkið Nátthrafnar
Frú Norma er eini starfandi atvinnu-
leikhópurinn á Austurlandi og einn af
örfáum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fyrsta sýning hópsins verður sýn-
ingin Nátthrafnar, sem er til-
raunaverkefni hópsins. Verkið er af-
rakstur 16 daga þróunarvinnu og er
stefnt að því að verkið verði þróað
áfram og sýnt í fullri lengd sumarið
2007 á Egilsstöðum.
Sýnt verður í Sláturhúsi KHB á
Egilsstöðum, þriðjudag 15. ágúst,
miðvikudag 16. ágúst og fimmtudag
17. ágúst. Sýningar verða þessisi þrjú
kvöld kl. 20 og 22.
Nýtt atvinnuleikhús
á Austurlandi
Víkingur á Vesturvegg | Arnfinnur
Amazeen og Gunnar Már Pétursson
opna sýninguna Víkingurinn syngur
söngva í Galleríi Vesturvegg í Skaft-
felli, 12. ágúst kl. 17. Sýningin fjallar
m.a. um eðlisþætti víkingsins í sam-
tímanum. Þeir félagar Arnfinnur og
Gunnar hafa nýlokið mastersnámi
við The Glasgow School of Art en
þetta er fyrsta sýning þeirra eftir að
þeir útskrifast og jafnframt í fyrsta
sinn sem þeir vinna saman að verki.
Reyðarfjörður | Grannar á Reyð-
arfirði lentu á dögunum í því að
finna heilmikið geitungabú við hús
annars þeirra og gripu til aðgerða.
„Nágranni minn Rúnar Hall-
dórsson varð var við að geitungabú
var undir palli sem er við snúr-
urnar hjá honum,“ segir Baldvin
Baldvinsson íbúi í Hæðargerði.
„Hann pantaði til sín mann til að
fjarlægja þetta, en meindýraeyð-
irinn sá ekki ástæðu til að mæta svo
Rúnar greip til sinna ráða. Hellt
var bensíni yfir búið og þegar vissa
var um að flestir væri nú komnir til
síns heima fjarlægði kappinn búið
með þeim hætti að hann skrúfaði
fjölina lausa sem búið var fest við
og síðan var öllu komið fyrir í
tveimur svörtum plastpokum og
sett í frysti.“ Segir Baldvin að
tveimur vikum síðar, eða í fyrradag
hafi verið komið að því að kíkja á
herlegheitin og hefi búið reynst
heil völdunarsmíð sem gaman hafi
verið að rýna í og læra um búskap-
arhætti geitunganna. Hefur ekki
frést af frekari geitungum í Hæð-
argerðinu eftir þetta.
Granninn frysti geitungana
Ljósmynd/Baldvin Baldvinsson
Geitungafjölbýli Búið undir sólpallinum reyndist hið myndarlegasta og
sérstakra aðgerða þörf til að fjarlægja það.
Neskaupstaður | Hefð er fyrir því
á Neistaflugi að keppa í bruna-
slöngubolta, en sú íþrótt er frá-
brugðin venjulegum fótbolta að því
leyti að markvörður er vopnaður
öflugri brunaslöngu sem hann
beitir óspart gegn boltanum, and-
stæðingum og jafnvel áhorfendum
ef svo ber undir. Skipuleggjendur
hátíðarinnar, félagsmenn í
BRJÁN, kepptu í ár við meðlimi
Skítamórals og höfðu þeir síð-
arnefndu sigur eftir mikla og
blauta keppni sem fram fór í blíð-
skaparveðri á laugardeginum í
miðbæ Neskaupstaðar. Var ekki
laust við að áhorfendur væru bara
nokkuð sáttir við þá kælingu sem
vatnið veitti. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Skítamórall bunaði á BRJÁN
Djúpivogur | Hjá Papeyjarferðum á
Djúpavogi hefur verið árviss venja
að afhenda þúsundasta farþeganum
sérstaka viðurkenningu.
Að þessu sinni var það ung stúlka,
Daniela Sævarsdóttir, íbúi frá
Garðabæ, sem fékk þann heiður að
taka á móti viðurkenningunni sem
þúsundasti farþeginn sumarið 2006.
Svo skemmtilega vill til að
langamma Danielu, Þorbjörg Jóns-
dóttir, var einmitt fædd í Papey.
Það má því sannarlega segja að
viðurkenningin hefði ekki getað rat-
að í betri hendur. Það var Ugníus
Didziokas sem afhenti Danielu við-
urkenninguna fyrir hönd Papeyj-
arferða þegar ferjan Gísli í Papey
kom að bryggju á Djúpavogi.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Sæfarandi Daniela Sævarsdóttir á
rætur í Papey og hlaut viðurkenn-
ingu sem þúsundasti farþegi Pap-
eyjarferða í ár.
Farþegi nr. 1.000
hjá Papeyjarferðum
SÝNING á bátslíkönum listasmiðsins Gríms
Karlssonar, fyrrverandi skipstjóra í Njarðvík,
var opnuð í Þrándheimi í gær. Sýningin er þar
í tengslum við Nor-Fishing sjávarútvegssýn-
inguna og fer frá Þrándheimi víða um Noreg.
Inge Halstensen, útgerðarmaður og for-
maður Samtaka norskra útvegsmanna, var við
opnun sýningarinnar. Hann sagði að ánægju-
legt hafi verið að Grímur Karlsson skyldi vera
viðstaddur opnun sýningarinnar og einnig
Árni Johnsen, sem hafði milligöngu um að lík-
önin færu til sýningar í Noregi. Árni spilaði á
gítar og söng á íslensku og norsku fyrir gesti
við opnunina. Glitnir hafði veg og vanda af at-
höfninni sem var fjölsótt.
Norsk útgerðarsaga varðveitt hér
Halstensen kom hingað til lands í fyrra og
Árni fór þá með hann í heimsókn til Gríms lík-
anasmiðs í Njarðvík. Halstensen varð furðu
lostinn þegar hann sá þar vandlega smíðuð
líkön af fjölda fiskibáta og skipa, þar á meðal
norskra báta. Þetta varð honum opinberun,
því hann hafði talið að þessir bátar væru
gleymdir og grafnir. Halstensen ákvað að
reyna að festa kaup á nokkrum bátslíkönum
því þau þyrftu að vera til í Noregi. Átta þeirra
voru líkön af norskum bátum en auk þess vildi
hann eignast líkan af Helgu EA, því saga
skipsins heillaði hann. Þau sögufrægu skip
sem mörkuðu upphaf norska síldarævintýr-
isins við Ísland og líkön eru af á sýningunni
eru Harald, Atlas, Albatros, Cambria, Skolma,
Johanna Margaret, Aksla og Ludolf Eid.
Þessi skipslíkön eru öll úr einkasafni Gríms
Karlssonar.
Halstensen sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær að bátslíkönin endurspegluðu mik-
ilvægan þátt í útgerðarsögu Norðmanna frá
1880–1920. Þau væru táknræn fyrir þróun
fiskveiða Norðmanna á úthafinu, frá skútuöld
til gufuskipa beggja vegna við aldamótin 1900.
„Við höfum hugsað okkur að setja upp sýn-
ingu sem sýnir tækniþróun þessarar gerðar
fiskiskipa frá upphafinu að við fórum fyrst að
sækja út á rúmsjó til dagsins í dag. Nú erum
við komnir yfir erfiðasta hjallann, að ná í
gömlu bátana allt fram til 1920. Síðan ætlum
við að bæta við fulltrúum skipa hvers áratugar
síðan allt til dagsins í dag,“ sagði Halstensen.
Að sýningunni standa þrettán hagsmuna-
aðilar í norskum sjávarútvegi, m.a. félagasam-
tök, birgjar vöru og þjónustu, bankar og
tryggingafélög. Þeirra á meðal eru Samtök
norskra útgerðarmanna, sem Halstensen
stýrir. Þessir aðilar slógu saman og keyptu
bátslíkönin. Þau hafa þegar verið til sýnis
undanfarna fimm mánuði á Norska sjóminja-
safninu í Bergen. Frá Þrándheimi fara líkönin
síðar til sýningar í útgerðarbæjum og svæðum
sem tóku mikinn þátt í síldveiðunum við Ís-
land á árum áður. Þeirra á meðal eru Álasund,
Haugasund og Östervold sunnan við Bergen.
En hvað finnst Halstensen um bátslíkön
Gríms?
„Ég er sömu skoðunar og allir Norðmenn
og Íslendingar sem eru á sjávarútvegssýning-
unni að þetta séu stórkostlegir bátar sem hafa
mikið sögulegt gildi fyrir þróun norskra út-
hafsveiða.“
Íslandsveiðarnar fyrir einni öld voru mik-
ilvægt skref í þróun norskra fiskveiða, að sögn
Halstensens. „Við vorum nýbúnir að fá gufu-
vélar í bátana og svo komu olíumótorar. Bát-
arnir stækkuðu, afköstin jukust, mikið fisk-
aðist og þróunin var mjög hröð.“ Vélvæðing
fiskiskipa í Noregi hófst um 1885 með gufu-
skipum, að sögn Halstensens. Þá voru stund-
aðar innfjarðaveiðar á síld með landnót og
landnetum. Um aldamót 19. og 20. aldar þró-
uðust síldveiðarnar í reknetaveiðar og veiðar
með snurpunót. Samtímis stunduðu Norð-
menn línuveiðar utan Íslandsmiða með góðum
árangri á vorin og fyrripart sumars. Síldveið-
arnar við Ísland stunduðu þeir síðsumars þeg-
ar síldin var feitust.
Líkönin vöktu mikla lukku
Árni Johnsen sagði að bátslíkönin hafi vakið
mikla lukku í Noregi. Líkön af þessum bátum
hafi ekki verið til þar í landi. Norðmenn hefðu
sýnt áhuga á að byggja upp sérstakt safn um
þróun fiskibátaflota síns og fiskveiða. Þeir hafi
haldið að þeir væru orðnir of seinir að ná þess-
um bátum, sem löngu eru horfnir, en verið
hrifnir að uppgötva að líkön af þeim voru til á
Íslandi. Árni sagði að Kjartan Ólafsson,
stjórnandi sjávarútvegsteymis Glitnis fyrir
Atlantshaf, hafi verið lykilmaður í að tengja
saman Íslendinga og Norðmenn í þessu máli
og Menningarsjóður Glitnis stutt sýninguna af
myndarskap.
Þegar Norðmenn hófu síldveiðar hér við
land var síldarbrestur í Noregi. Þeir flykktust
hingað til að veiða og verka síld. Í kjölfarið
lærðu Íslendingar síldveiðar, síldarverkun og
að borða síld. Með sanni má segja að síldveið-
arnar á opnu hafi og síldarverkun í landi hafi
orðið fyrsta stóriðjan hér á landi. Hinn 8. júlí
1903 kom Marsley fyrst með síld til Siglu-
fjarðar og viku síðar var í fyrsta sinn borgað
út í beinhörðum peningum. Síldarævintýrið
var hafið. Sjálfur kynntist Grímur því æv-
intýri ungur, en hann er fæddur og uppalinn í
síldarbænum Siglufirði. Síðar gerðist hann
síldarsjómaður. Grímur hefur stuðst við fjölda
mynda og ritaðra heimilda við gerð bátslíkana
sinna. Þannig hefur hann stuðlað að varð-
veislu sögulegra menningarverðmæta sem
ættu að vera fiskveiðiþjóðunum Íslendingum
og Norðmönnum afar mikilvæg.
Nor-Fishing sjávarútvegssýningin í Þránd-
heimi er nú haldin í 21. sinn. Búist er við að
um 25 þúsund gestir skoði sýninguna að þessu
sinni.
Stórkostlegir bátar
með mikla sögu
Ljósmynd/Valdimar Halldórsson
Bátslíkönin þykja mikill fengur fyrir sjávarútvegssögu Norðmanna. F.v. Árni Johnsen, stjórn-
mála-, blaða- og tónlistarmaður, Inge Halstensen, formaður Samtaka norskra útgerðarmanna,
Grímur Karlsson líkanasmiður og Frank Ove Reite, framkvæmdastjóri Glitnis í Noregi.
Morgunblaðið/RAX
Grímur Karlsson dyttar hér að eftirlætisskip-
inu, Helgu EA 2, en líkanið er eitt þeirra sem
eru á sýningunni í Noregi.