Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 37
DAGBÓK
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Lið-a-mót
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Ferðamálafélag Ölfuss stendur fyrir há-lendisgöngu 17. ágúst næstkomandi. Vigfús Gíslason er formaður ferða-málafélagsins og fararstjóri: „Svæðið
sem við munum ferðast um er í Vestur-
Skaftafellssýslu og liggur á milli Skaftár og
Tungnaár, vestan Vaknajökuls. Þetta svæði er
nokkuð í umræðunni um þessar mundir vegna
áforma um að reisa svokallaða Skaftárveitu,“
segir Vigfús.
Ferðast verður um nágrenni Langasjós,
Fögrufjalla og Sveinstinds: „Langisjór er stöðu-
vatn, um 20 km langt, blátært og fallegt. Sjórinn
var jökulvatn og greina elstu heimildir frá því
að skriðjökull úr Vatnajökli hafi fallið niður í
Langasjó, og var hann áður litaður af jöklinum.
En nú er vatnið tært og umlukið mosavöxnum
móbergsfjöllum og svörtum söndum,“ lýsir Vig-
fús náttúrunni sem gengið verður um. „Fögru-
fjöll eru móbergshryggur sem liggur sunnan við
Langasjó, milli hans og Skaftár. Fjallgarðurinn
er klofinn af allmörgum stöðuvötnum sem eru
tær og afar falleg. Þetta eru mjög fáfarnar og
sérstakar slóðir og einkennist landslagið af jök-
ulvötnum, svörtum söndum, grænum mosa
fjallanna sem sumstaðar vex upp í topp, og jafn-
vel í yfir 1.000 m hæð, og svo jöklarnir sem eru
í baksýn. Sveinstindur er þriðja kennileitið á
leiðinni, og hæsta fjallið um þessar slóðir en
hann ber nafn Sveins Pálssonar, læknis og nátt-
úrufræðings, sem var mikill brautryðjandi í
rannsóknum á íslenskri náttúru.“
Ferðamálafélag Ölfuss er óformlegur fé-
lagsskapur og eru allir velkomnir í félagið:
„Þetta er lítið félag áhugafólks um útivist og
gönguferðir og sníðum við okkur stakk eftir
vexti hverju sinni. Ferðamálafélagið hefur stefnt
að því að fara eina veglega ferð á hverju ári og
höfum við skoðað marga markverða staði und-
anfarin sumur,“ segir Vigfús. „Við förum að auki
í styttri kvöldgöngur, sérstaklega fyrri part
sumars og reynum þá að fá til liðs við okkur
góða fararstjóra sem þekkja söguna á hverjum
stað.“
Vigfús segir algengast að félagsmenn fari í
stærri ferðir á eigin bílum og skipti þá kostnaði
með sér og reyni að hafa ferðir sem hagkvæm-
astar. Haldnir eru fundir nokkru fyrir ferðina
þar sem þátttakendafjöldi er áætlaður og ferðin
undirbúin.
Hálendisganga Ferðamálafélagsins hefst sem
fyrr segir fimmtudaginn 17. ágúst. Ferðalagið
mun taka fjóra daga og munu ferðalangar snúa
aftur heim á sunnudeginum en þeir munu hafa
bækistöð í gömlu gangnamannahúsi við Sveins-
tind.
Nánari upplýsingar um Ferðamálafélagið má
finna á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfus,
www.olfus.is, undir „Ferðaþjónusta“. Þar má
einnig finna ýmsar upplýsingar um sveitarfélag-
ið, viðburði og þjónustu, fornleifar og sögu, svo
nokkuð sé nefnt.
Þeir sem eru áhugasamir um hálendisferð
Ferðamálafélagsins geta einnig haft samband
við Vigfús í síma 892 4452.
Útivist | Ferðamálafélag Ölfuss í hálendisgöngu um nágrenni Sveinstinds 17. til 20. ágúst
Langisjór og Fögrufjöll
Vigfús Gíslason
fæddist á Flögu í
Skaftártungu 1957.
Hann er sölustjóri hjá
Flügger-litum, áður
Hörpu Sjöfn, þar sem
hann hefur starfað síð-
an 1982. Vigfús hefur
einnig starfað sem far-
arstjóri um nokkurra
ára skeið og er for-
maður Ferðamálafélags
Ölfuss. Vigfús er kvæntur Lydíu Pálm-
arsdóttur og eiga þau tvo syni og einn son-
arson.
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
80 ára afmæli. Guðmundur Frið-riksson Tröllagili 3, 603 Ak-
ureyri er 80 ára í dag, 12. ágúst. Hann
verður að heiman.
Brúðkaup | Þann 15. júlí síðastliðinn
voru gefin saman í Fríkirkjunni Kefas
þau Guðrún Hlín Bragadóttir og Narfi
Ísak Geirsson af Verði Traustasyni.
Þau eru til heimilis í Kópavogi.
Undanásafélagið.
Norður
♠K109
♥64
♦D854
♣D95
Vestur Austur
♠G864 ♠52
♥G83 ♥K72
♦Á9732 ♦G106
♣K ♣G107642
Suður
♠ÁD73
♥ÁD1095
♦K
♣Á83
Á sumarleikunum í Chicago var
Bretinn Brian Senior gerður að
heiðursfélaga í undanásafélaginu
fyrir frækna frammistöðu sína í
spilinu að ofan. Senior var í vestur, í
vörn gegn fjórum hjörtum:
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass Pass 1 hjarta
Pass 1 grand Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 lauf
Pass 4 hjörtu Allir pass
Sagnir bentu til veikleika í tígli og
Senior ákvað að leggja þar til atlögu.
Hann valdi tvistinn til að verja styrk
makkers í litnum, enda líklegt að
blindur væri með nokkra tígullengd
og kannski KG. En allt fór á versta
veg, hélt Senior, þegar suður fékk
slaginn á kónginn blankan.
Sagnhafi þurfti einhvern veginn að
komast inn í borð til að svína í
trompinu og spilaði því litlu laufi að
drottningunni.
Og nú var það Senior sem fékk á
blankan kóng. Sem sýnist þó vera
blendinn ágóði, því vestur er illa
endaspilaður – hann hjálpar sagn-
hafa með því að hreyfa hálit og tíg-
ulásinn fríar drottninguna í borði.
En Senior var heitur og spilaði
aftur undan tígulásnum. Og viti
menn, sagnhafi lét áttuna og tromp-
aði gosa austurs. Sagnhafi fór nú inn
á blindan á spaðakóng til að spila
trompi á tíuna. Senior átti slaginn á
gosann og hélt ótrauður áfram á
fyrri braut – spilaði tígulníu, undan
ásnum í þriðja sinn!
Og auðvitað dúkkaði sagnhafi (ás-
inn gat verið þriðji í austur) og
trompaði heima. Sagnhafi reyndi nú
að taka tvo slagi á ÁD í spaða, en þá
féll tjaldið: Austur trompaði og spil-
aði laufi, sem Senior stakk. Tvær
stungur í viðbót fylgdu í kjölfarið og
sagnhafi endaði þrjá niður – vörnin
fékk fimm slagi á tromp og einn á
lauf. Sem voru góð skipti yfir tíg-
ulslaginn.
En hvernig fer spilið með tígulás
út?
Það er léttunnið. Vestur gerir
ekkert betra en að spila meiri tígli,
og þá nær sagnhafi að svína tvisvar í
trompi án nokkurrar fyrirhafnar.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7.
Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10.
Rd5 f5 11. Bd3 Be6 12. Dh5 Hg8 13.
g3 Rd4 14. c3 fxe4 15. Bxe4 Bg4 16.
Dxh7 Hg7 17. Dh6 Rf3+ 18. Ke2
Rg5+ 19. f3 Rxe4 20. fxg4 Dc8 21.
De3 Dxg4+ 22. Df3 Dxf3+ 23. Kxf3
f5 24. Rc2 Kf7 25. Rce3 Ke6
Staðan kom á norska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Moss. Hinn ungi stórmeistari Kjetil
Lie (2.523) hefur skemmtilegan
skákstíl og í skákum hans koma oft
upp fléttur. Hér hafði hann hvítt
gegn Stig Gabrielsen (2.288) og vél-
aði af andstæðingi sínum peð með
einfaldri sýndarfórn. 26. Rxf5! Kxf5
svartur hefði staðið höllum fæti eftir
26. … Rg5+ 27. Kg4 Kxd5 28. Rxg7
en skást var að verjast með því að
leika 26. … Rd2+ þó að taflið væri
erfitt eftir 27. Ke2 Kxf5 28. Kxd2
Ke6 29. Re3. 27. Re3+ Ke6 28. Kxe4
d5+ 29. Rxd5 Bc5 30. Re3 hvítur
hefur nú tveim peðum yfir og létt-
unnið tafl. 30. … Hh8 31. a4 b4 32.
cxb4 Bxe3 33. Kxe3 Hb7 34. b5
axb5 35. a5 Hd7 36. Hhd1 Hxd1 37.
Hxd1 Hxh2 38. a6 Hh3 39. Kf3 Hh7
40. Ha1 Ha7 41. Ke4 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik
Til fólks af Bernhöftsætt
VIÐ leitum að fólki af Bern-
höftsætt, afkomendum þeirra sem
fluttust til Íslands snemma á 19.
öld.
Til stendur að lagfæra grafreit
forfeðra Bernhöftsættarinnar í
Kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þar
liggja m.a. bakararnir Tönnes
Daniel Bernhöft og k.h. Marie El-
isbeth; Vilhelm Georg Theodor
Bernhöft og k.h. Johanne Louise
og Daniel Edmund Gottfred Bern-
höft og f.k.h. Guðrún Ólafsdóttir.
Okkur þykir rétt að sem flestir
afkomendur þeirra eigi kost á að
taka þátt í þessu verki. Því biðjum
við þá, sem eru af Bernhöftsætt og
sjá þetta bréf að hafa samband við
einhverja okkar undirritaðra til að
fá nánari vitneskju um um hvað er
að ræða.
Hanna Ásgeirsdóttir 862 2764,
Ingibjörg Bernhöft 864 2627,
María V. Heiðdal 551 5320.
Réttlátari skipting á
góðæristertunni
ÉG las í bók um hvað Jesús sagði
við lærisveina sína um notkun efn-
islegra auðæfa og ég las áfram að
tími væri til kominn að þeir sem
ríkir eru af veraldlegum gæðum –
pólitískum völdum – snúi við
blaðinu. Þetta finnst mér passa vel
við nútímann þar sem við eigum
met í efnahagslegum ójöfnuði í allri
Evrópu. Ég las líka að hinir ríku
kalla hina fátæku fólk jarðarinnar.
Á ráðstefnu um fátækt, sem haldin
var fyrir nokkrum árum, voru þeir
sem minna mega sín flokkaðir sem
fólk á jaðrinum. Mörgu fólki hefur
sárnað að vera flokkað svona af há-
menntuðum sérfræðingum.
Í símatíma á Útvarpi Sögu
hringir fólk mikið og kvartar yfir
sínum aumu kjörum. Ég hef líka
heyrt fólk tala um að í þessu landi
búi tvær þjóðir og er þá átt við
hina fátæku og hina ríku. Þegar
maður skoðar tekjublað Frjálsrar
verslunar hugsar maður um hvern-
ig í ósköpunum hægt sé að ætla
öldruðum, öryrkjum og láglauna-
fólki að lifa af um 100 þúsund krón-
um á mánuði því að laun margra
eru svo há að mann svimar við lest-
urinn.
Við höfum heimsins hæsta verð á
bensíni, hæsta matvöruverð í Evr-
ópu og hæstu vexti. Og þegar við
förum út í banka er tíndir af okkur
hundraðkallar fyrir að borga reikn-
inga sem eru stílaðir á aðra banka.
Ég er ósátt við svona vinnubrögð
viðskiptabanka míns, sem er
Landsbankinn. Þessi banki veltir
milljörðum og hvers vegna fáum
við viðskiptavinirnir ekki að njóta
neins af þessum ofsagróða?
Nú fara skólarnir að byrja og
það er sitthvað að vera barn há-
launafólks eða barn fátækra for-
eldra eða einstæðra mæðra. Börn
fátæka fólksins eiga ekki fyrir
skólamáltíðum og koma jafnvel
nestislaus í skólann.
Ég veit um barn sem bað for-
eldra sína um að setja meira í nest-
isboxið sitt vegna þess að barn 5
barna einstæðrar móður kom oft
nestislaust í skólann. Það þarf
greinilega að vanda betur til að
skipta góðæristertunni.
Stjórnmálamenn hæla sér gjarn-
an af því að við búum í einum af
ríkustu löndum heims og þess
vegna ætti að vera nóg fyrir alla,
annað er gjörsamlega óþolandi.
Sigrún Á. Reynisdóttir.
Poki týndist í Smáralind
Á FIMMTUDAGINN í síðustu
viku týndist poki í Smáralind. Í
honum voru tvennir línuskautar,
snyrtiveski og myndavélasími.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
um að hafa samband við Sigríði í
síma 659 0971.
Neyslustýring
ÞAÐ blasir við, þegar maður
ferðast um landið, hvernig þjóðin
stýrir matarneyslu sinni sér til
óbóta. Við matborð, svo sem í
Hyrnunni í Borgarnesi, sitja ferða-
menn með bústnar kinnar og spikið
upp úr buxnamálinu og bæta á sig,
reyndar með lítilli lyst, því að nær-
ingarþörfinni er þegar fullnægt.
Stjórnvöld ýta undir þessa
neyslu með því að hafa lægri virð-
isaukaskatt á mat en annarri
neyslu. Á þennan hátt verða til
óþrotleg verkefni fyrir sjúkrahús
og heilsuhæli. Hvaða vit er þá í
þeirri neyslustýringu sem felst í
lægri virðisaukaskatti á mat en á
annarri neyslu?
Neysluskattar eru það, sem skil-
ar sér best í þjóðarbúið úr vasa er-
lendra ferðamanna, aðra skatta
greiða þeir ekki. Hér er um að
ræða virðisaukaskatt á mat, skatt á
áfengi og gjald á bensín. Hátt verð
á veitingum, á áfengi og á bensíni
ætti að vera sérstakt ánægjuefni
þeirra, sem vilja draga fram gildi
ferðaútvegs fyrir þjóðarbúið.
Björn S. Stefánsson.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
KÓRSKÓLI Langholtskirkju
stendur fyrir söngnámskeiði
fyrir drengi frá 6 ára aldri í
næstu viku. Kennarar verða
Magnús Ragnarsson og
Harpa Harðardóttir. Nám-
skeiðið verður frá mánudegi
til föstudags, kl. 9–12, og felst
í samblandi af söng, radd-
þjálfun og leikjum. Mark-
miðið er að virkja sönggleði
drengjanna. Að námskeiði
loknu verður þátttakendum
gefinn kostur á að þreyta inn-
tökupróf í drengjakór sem
tekur til starfa í næsta mán-
uði. Stjórnandi hans verður
Magnús Ragnarsson. Kórinn
verður hluti af Kórskóla
Langholtskirkju og verður
áttundi kórinn sem starfar
við kirkjuna.
Nánari upplýsingar eru
gefnar í Langholtskirkju í
síma 520 1300.
Söngnám-
skeið fyrir
drengi