Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STÖÐVUÐU HRYÐJUVERK
Breska lögreglan kom upp um
samsæri hryðjuverkamanna sem ætl-
uðu að sprengja allt að 10 bandarísk-
ar farþegaþotur á leið frá landinu
vestur um haf á næstu dögum. Hafa
24 meintir hryðjuverkamenn þegar
verið handsamaðir en nokkrir eru
sagðir leika lausum hala enn þá.
Fólkið er flest sagt vera með breskt
ríkisfang en af pakistönskum upp-
runa. Öryggisgæsla var hert mjög á
flugvöllum í Bretlandi og í Bandaríkj-
unum vegna þessara tíðinda og var
hundruðum flugferða aflýst.
Siv í formannsslaginn
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, lýsti því yfir
í gær að hún sæktist eftir embætti
formanns Framsóknarflokksins á
flokksþingi sem haldið verður eftir
miðjan ágúst. Hún segir mikilvægt
fyrir flokkinn að sækja fram, enda sé
stutt í alþingiskosningar, þær verða á
næsta ári.
Hjálpargögn til Týrus
Yfirmaður alþjóðaráðs Rauða
krossins, Jakob Kellenberger, sagð-
ist í gær hafa fengið loforð frá Ehud
Olmert, forsætisráðherra Ísraels, um
að allt yrði gert til að greiða fyrir
flutningum á hjálpargögnum til nauð-
staddra borgara í Líbanon. Mun skip
á vegum Rauða krossins vera á leið til
Týrus með hjálpargögn.
Vilja breyta skattakerfi
Formenn stjórnarandstöðuflokk-
anna segja allir að gera þurfi breyt-
ingu á skattkerfinu til að auka jafn-
ræði í samfélaginu. Formenn
Samfylkingar og Vinstri grænna
benda á að lausnin geti mögulega fal-
ist í frítekjumarki á fjármagnstekjur,
en hærri skattprósentu á allt umfram
frítekjumarkið.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Bréf 23
Úr verinu 11 Forystugrein 24
Viðskipti 12 Minningar 26/32
Erlent 14/15 Hestar 34
Minn staður 16 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dagbók 36/39
Akureyri 17 Víkverji 36
Suðurnes 18 Staður og stund 38
Austurland 18 Bíó 42/45
Menning 19, 40/45 Ljósvakamiðlar 46
Daglegt líf 20/21 Veður 47
Umræðan 22/23 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
TVEIR af fjórum flugumferðar-
stjórum sem manna áttu næturvakt
Flugmálastjórnar síðastliðna nótt
tilkynntu veikindi í gær. Fullyrt er
að reynt hafi verið að þvinga flug-
umferðarstjóra í vaktafríi til að
mæta til vinnu þótt þeir treystu sér
ekki til að gegna starfinu sökum
svefnleysis.
„Þeim er skipað að koma, vænt-
anlega á grundvelli laga um réttindi
og skyldur [opinberra starfsmanna],
þar sem ríkisstarfsmenn þurfa að
vinna ákveðinn hluta af vinnu í yf-
irvinnu,“ sagði Loftur Jóhannsson,
formaður Félags íslenskra flugum-
ferðarstjóra, skömmu áður en vakt-
in hófst í gærkvöldi. „Það getur vel
verið að menn komi, láti sig hafa
það, en það er gert með þessum
hætti, það er verið að pína menn til
þess með einhverjum óljósum hót-
unum.“
Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, þver-
tók í gærkvöldi fyrir að reynt hefði
verið að þvinga flugumferðarstjóra
til starfa. Hringt hefði verið í fólk og
það beðið um að vinna, en starfs-
mönnum hefði verið í sjálfsvald sett
hvort þeir tækju það að sér eða
slepptu því.
Hjördís staðfesti þó að veikindi
hefðu valdið vandræðum við að
manna vakt. Hún sagði að tekist
hefði að leysa vandamálið að hluta
og vonir stóðu til þess í gærkvöldi að
takast mætti að fullmanna vaktina.
Mikil óánægja hefur verið meðal
flugumferðarstjóra í sumar vegna
nýs vaktakerfis og í lok júlí urðu taf-
ir á flugi þegar ekki gekk að manna
vaktir þegar starfsmenn tilkynntu
veikindi. Ekki var ljóst þegar Morg-
unblaðið fór í prentun hvort tafir
hafi orðið vegna þess að flugumferð-
arstjórar hafi verið fáliðaðir í nótt.
Átti að mæta ósofinn til starfa
Næturvaktirnar standa frá kl. 20
til 7 um morgun og segir Loftur að
hafa verði ákveðinn fyrirvara á því
að taka að sér kvöldvakt til að mæta
ekki ósofinn til starfa. Þrátt fyrir
þetta hafi verið reynt að skipa flug-
umferðarstjóra á frívakt að mæta á
næturvaktina þótt hann hafi lýst því
yfir að hann treysti sér ekki til þess
af þeim orsökum.
Loftur segir að félagið muni ekki
beita sér sérstaklega vegna málsins,
það sé einstaklinganna að meta sitt
ástand og hvort þeir séu hæfir til
vinnu. Hann segist ekki vita betur
en að flugumferðarstjórinn, sem
treysti sér ekki til að mæta, hafi
ekki mætt til starfa.
Hinn 1. ágúst sl. fundaði svo sam-
gönguráðherra með deiluaðilum og
boðaði í kjölfarið að gerð yrði úttekt
á starfsaðstöðu flugumferðarstjóra.
Úttektin hefur enn ekki hafist, en
Hjördís segir vinnu við að fá aðila til
að taka verkið að sér í gangi. Loftur
segist hafa talið eftir fundinn með
ráðherra að flugumferðarstjórum
hafi verið heitið að þeir fengju að
eiga fulltrúa í úttektarhópnum, en
nú sé talað um að þeir fái einungis
að leggja gögn fyrir þá sem vinni út-
tektina.
Veikindi valda vandræðum með að manna vaktir flugumferðarstjóra
Segja að reynt sé að
þvinga menn til starfa
ÞAÐ VAR nokkuð dimmt yfir höf-
uðborginni í gær enda rigning og
hiti varla nema rétt um 10°. Á
morgun á hins vegar að létta til
suðvestanlands samkvæmt spánni
þótt áfram verði úrkoma fram
eftir degi á norðaustanverðu
landinu.
Ferðamenn sem voru á göngu
um Reykjavík í gær og litu til
veðurs undan regnhlífunum geta
því skoðað sig um án regnfatn-
aðar í dag en spáð er allt að 18°
hita, hlýjast verður suðaust-
anlands.
Morgunblaðið/Eggert
Horft til veðurs
AUKNUM viðbúnaði var komið á á Keflavík-
urflugvelli í gærmorgun vegna flugs til Banda-
ríkjanna í kjölfar þess að upp komst um áform
hryðjuverkamanna í Bretlandi sem hugðust
sprengja farþegaþotur í loft upp yfir Atlantshafi
á leiðinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna.
Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að
þegar upp kemur yfirvofandi hryðjuverkaógn sé
viðbúnaðarstigið hækkað. „Í því felst hertari að-
gangsstjórnun, meiri sýnileiki lögreglumanna
og öryggisvarða og eins er öryggisleit á farþeg-
um hert þegar þeir koma inn á haftasvæði flug-
verndar.“
Aukna viðbúnaðinum var fylgt eftir í síðdeg-
isflugi til Bandaríkjanna en í gærdag lá ekki
fyrir hversu lengi viðbúnaðarstigið gildir. „Við
höfum móttekið sértækar öryggiskröfur frá
bandarískum flugmálayfirvöldum sem beinast
gegn flugi til Bandaríkjanna. Það eru sérstakar
kröfur sem okkur er bæði ljúft og skylt að upp-
fylla til þess að flugið teljist öruggt frá okkur
hér á Keflavíkurflugvelli,“ segir Björn Ingi.
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla-
víkurflugvelli, sagði í gærkvöldi að viðbúnaður
embættisins miðaðist við að viðbúnaðarstigið
verði áfram hátt næstu daga. Því verði í það
minnsta ekki breytt hér á landi þar til fréttir
taki að berast af að viðbúnaðarstigið hafi verið
lækkað annars staðar.
Óleyfilegt að fara með
vökva í handfarangri
Í gær var það þannig að óskað var eftir að
handfarangur væri eins takmarkaður og mögu-
legt var. „Í handfarangri má ekki vera vökvi,
t.a.m. gosdrykkir, vatn, áfengi og ilmvötn. Mjólk
fyrir ungbörn er undanþegin sem og lyf stíluð á
viðkomandi flugfarþega.“ Að auki mátti ekki
fara með í handfarangri hársápu, tannkrem og
hársnyrtivörur svo fátt sé nefnt.
Allar öryggiskröfur voru uppfylltar á því
svæði flugstöðvarinnar þar sem flug til landa
sem eru utan Schengen fer um. Því fylgdu því
ekki teljandi erfiðleikar en ekki var óskað eftir
því af breskum flugmálayfirvöldum að viðbún-
aðarstigið yrði aukið vegna flugs þangað. Regl-
ur Evrópusambandsins um flug til Bretlands
gilda því og Keflavíkurflugvöllur framfylgir
þeim.
Aukinn viðbúnaður á Keflavíkurvelli
Ljósmynd/Víkurfréttir
Margir farþegar þurftu að finna sér eitthvað að
gera til að drepa tímann í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar þegar tafir urðu á flugi á leið til London.
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði
ökumann á þrítugsaldri í fyrradag
fyrir hraðakstur og kom þá í ljós að
það var í sjötta sinn á árinu sem
hann var tekinn fyrir hraðakstur,
þar af eru fjögur hraðabrot hans
framin undanfarnar tvær vikur. Að
sögn lögreglu nema sektargreiðslur
fyrir þessi sex brot um 170 þúsund
krónum en þessi ökumaður virtist
kæra sig kollóttan. Hann hefur feng-
ið á sig 11 punkta en sá sem fær tólf
punkta er sviptur ökuleyfi í 3 mán-
uði og því viðbúið að ökumannsins
bíði senn slík refsing, segir lögregla.
Tekinn í sjötta
skipti á árinu
fyrir hraðakstur
TVEIR menn slösuðust er fólks-
bifreið sem þeir voru í fór út af
hringveginum í Eldhrauni vestan
við Kirkjubæjarklaustur á tíunda
tímanum í gærkvöldi. Sjúkrabíll
flutti báða mennina á heilsugæslu-
stöðina á Kirkjubæjarklaustri en
hvorugur þeirra var í lífshættu.
Bifreiðin er ónýt og að sögn lög-
reglu var mikil mildi að ekki fór
verr þar sem hún var fullhlaðin
kútum. Kútarnir dreifðust að sögn
um næsta nágrenni, þar á meðal
kútur sem hafði að geyma 200 kg af
köfnunarefni.
Tveir slösuðust
í útafakstri